Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 49

Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 49 fiú safnar hjá okkur... Nánari uppl‡singar áwww.frikort.is fiú tvöfaldar vinnings- möguleikana me› flví a› fara á www.frikort.is LANDSBÓKASAFN Íslands – Há- skólabókasafn gefur út jólakort með teikningu Tryggva Magn- ússonar af Skyrjarmi. Þetta er níunda jólakortið af fimmtán í myndröð Tryggva sem gerð var við jólasveinavísur Jó- hannesar úr Kötlum í bókinni Jólin koma sem fyrst var gefin út 1932. Frummyndir Trygga eru varð- veittar í Landsbókasafni. Jólakortin eru með texta þar sem gerð er stuttlega grein fyrir lista- manninum og íslenskri jólasveina- hefð, bæði á íslensku og ensku. Kortin eru fáanleg í nokkrum bókaverlsunum og í afgreiðslu Landsbókasafns í Þjóðarbókhlöðu, segir í fréttatilkynningu. Jólakort Lands- bókasafns – Háskólabókasafns ERINDI um loftslagsbreytingar og náttúru á Suðurskautslandinu er fræðsluerindi Hins íslenska nátt- úrufræðifélags (HÍN), mánudag, 26. nóvember, kl. 20.30 í stofu 101 í Lögbergi, húsi Háskóla Íslands. Ólafur Ingólfsson prófessor í jöklajarðfræði flytur erindi um þró- un og breytingar síðustu árþúsund- in á nátttúrufari á Suðurskauts- landinu. Greint verður frá rannsóknum á veðurfari, jöklun og fjallað um rannsóknir á náttúru- sögu mörgæsa og annarra sjófugla á svæðinu. Ólafur er nýkominn til starfa sem prófessor í jarðfræði við HÍ, en gegnir jafnframt prófessors- stöðu í jöklajarðfræði og fornveð- urfræði við Gautaborgarháskóla og við Háskólastofnun Svalbarða (UNIS). Ólafur hefur um nokkurra ára skeið stundað rannsóknir á veður- fars- og jöklunarsögu heimskauta- svæðanna, m.a. á Grænlandi og Svalbarða, í Síberíu og á Suður- skautslandinu. Hann hefur tekið þátt í fimm alþjóðlegum leiðöngr- um til Suðurskautslandsins og heldur suður á bóginn í sjötta skipti um nk áramót. Eftir Ólaf liggur á fjórða tug vís- indagreina um jarðsögu heim- skautasvæðanna og hann hefur ver- ið sæmdur bandaríska heiðurs- merkinu „Antarctic Service Medal“ fyrir framlag sitt til rannsókna á Suðurskautslandinu. Fræðsluerindi HÍN eru einkum ætluð almenningi og er aðgangur ókeypis og öllum heimill, segir í fréttatilkynningu. Fræðsluerindi um loftslags- breytingar og náttúru ÍSLANDSMÓTIÐ í netskák 2001 sem fram fer sunnudaginn 25. nóv- ember er lokaáfanginn í Bikar- keppni Striksins. Tefldar verða níu umferðir á ICC-skákþjóninum. Um- hugsunartími er fjórar mínútur á skák auk þess sem tvær sekúndur bætast við eftir hvern leik. Íslandsmótið fer fram í tvennu lagi. Opinn flokkur, þar sem öllum er heimil þátttaka, hefst kl. 18:00. Þeir sem vilja taka þátt í mótinu þurfa að tengjast ICC fyrir klukkan 17:45 og slá inn: tell pear join. Þeir sem tefla eru jafnframt beðnir að senda skila- boð (með „message“-skipuninni) til Vandradur á ICC eða tölvupóst (hellir@simnet.is) þar sem tilgreint er notandaheiti á ICC, nafn og kennitala. Landsliðsflokkurinn hefst þegar keppni í opnum flokki er lokið og er áætlað að hann hefjist um kl. 20. Þar eru tuttugu þátttakendur, þeir átján sem bestum árangri náðu í Bikar- keppni Striksins auk tveggja boðs- gesta. Að mótshaldinu standa Taflfélagið Hellir, Strik.is, Íslandssími og ICC. Taflfélagið Hellir býður allt að fimm þátttakendum að tefla í Hellisheim- ilinu, Álfabakka 14a. Áhugasamir hafi sem fyrst samband með tölvu- pósti (hellir@simnet.is). Íslandsmótið í netskák TOPSHOP Lækjargötu mun í dag og næstu laugardaga milli kl. 12-17 bjóða viðskiptavinum sínum upp á ókeypis naglaskreytingu, naglalökk- un og fantasy neglur. Að sögn Þóreyjar Erlu, verslunar- stjóra Topshop í Lækjargötu, verða einnig kynntar snyrtivörur frá Urb- an Decay Cosmetics og mun fólk frá Professionails verða þeim til aðstoð- ar, segir í fréttatilkynningu. Naglaskreyting í Topshop JÓN Egill Egilsson sendiherra af- henti í gær, föstudaginn 23. nóvem- ber 2001, Moritz Leuenberger, for- seta Sviss, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Sviss með að- setur í Berlín, segir í fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Afhenti trúnaðarbréf Bridsfélag Hveragerðis Vetrarstarf Bridsfélags Hvera- gerðis hófst með eins kvölds tví- menningi hinn 16. október. Úrslit urðu þessi: Valtýr Jónasson – Kjartan Kjartansson 98 Össur Friðgeirsson – Birgir Pálsson 94 Bjarni Þórarinsson – Grímur Magnúss. 92 Næst var spilaður þriggja kvölda VÍS tvímenningur. Úrslit urðu þessi: Valtýr Jónasson – Kjartan Kjartansson 284 Bjarni Þórarinsson – Grímur Magnúss. 264 Stefán Short – Örn Guðjónsson 259 Hörður Thorarens. – Guðm. Sæmundss. 248 Össur Friðgeirsson – Birgir Pálsson 248 Nú stendur yfir hraðsveitar- keppni félagsins. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá landsliðs- nefnd kvenna Spilakvöld landsliðsnefndar kvenna. Næsta spilakvöld nefndar- innar verður miðvikudaginn 28. nóv- ember í Hreyfilshúsinu við Grensás- veg kl. 19.30. Spilakvöldið verður með nokkuð hefðbundnu móti. Matthías Þorvaldsson mun ásamt nefndinni hafa umsjón með spila- kvöldinu. Matthías mun hefja spila- kvöldið með stuttum fyrirlestri um tiltekið efni, sem hann velur sjálfur. Að loknum fyrirlestri Matthíasar verða spiluð 16–20 spil sem síðan verður farið yfir á sýningartjaldi. Matthías Þorvaldsson þekkja bridsspilarar. Hann hefur verið í hópi fremstu spilara landsins um margra ára skeið, margfaldur Ís- landsmeistari og landsliðsmaður, og verður án efa fróðlegt og forvitnilegt að fylgjast með fyrirlestrinum. Bridsdeild félags eldri brogara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ fimmud. 15. nóv. 2001. 26 pör. Meðalskor 216. Árangur N-S: Þorst. Laufdal - Magnús Halldórss. 281 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 235 Sæmundur Björnss. - Oliver Kristóferss. 231 Árangur A-V: Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 285 Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 263 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnss. 250 Tvímenningskeppni spiluð mánud. 19. nóvember 24 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Magnús Oddson - Jón Stefánsson 249 Sæmundur Björnss. - Olíver Kristóferss. 246 Halla Ólafsdóttir - Jón Lárusson 241 Árangur A-V: Þorst. Laufdal - Magnús Halldórss. 274 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 258 Viggó Nordquist - Ragnar Björnss. 250 Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.