Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 25 ÞÆR þúsundir liðsmanna al-Qaeda, samtaka hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens, sem talið er að séu innikróaðir í borginni Kunduz í norðurhluta Afganistans, skapa nokkurn vanda fyrir Bandaríkjastjórn. Embættismenn bandaríska varnarmálaráðu- neytisins segja að ef al-Qaeda-liðarnir falli ekki í áhlaupi herja Norðurbandalagsins verði að koma þeim á bak við lás og slá til að forða því að þeir fái tækifæri til að fremja frekari ódæðisverk. „Það væri afar óheppilegt ef útlendu málaliðarnir í Afg- anistan – liðsmenn al-Qaeda, Tsjetsjenar og aðrir sem hafa unnið með talibönum – fengju frelsi og kæmust til annarra landa og fremdu þar hryðju- verk,“ sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, fyrr í þessari viku. „Ég vona að þeir verði annaðhvort drepnir eða teknir til fanga,“ bætti Rumsfeld við. Um 2.000 erlendir hermenn taldir vera í Kunduz Norðurbandalagið hefur nú setið um Kunduz í um tvær vikur og tilkynntu leiðtogar þess á fimmtudag að afganskir liðsmenn talibanahersins í borginni hefðu samþykkt að gefast upp en að er- lendir hermenn, sem barist hafa með talibönum, neiti að leggja niður vopn. Talið er að erlendu her- mennirnir séu um 2.000, aðallega Pakistanar, arabar og Tsjetsjenar, og eru þeir flestir meðlimir al-Qaeda. Bandarískir embættismenn hafa á síðustu dög- um gefið til kynna að þessir al-Qaeda-liðar séu helstu skotmörk þeirra í Afganistan, fyrir utan Osama bin Laden sjálfan og næstráðendur hans. Segja þeir að allir sem reyni að flýja verði skotnir og þeir sem náist lifandi verði líklega færðir fyrir bandarískan herdómstól. En til að halda stuðningi á alþjóðavettvangi verða Bandaríkjamenn einnig að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að forða því að Norður- bandalagið fremji fjöldamorð í Kunduz, þegar lið þess nær borginni á sitt vald. Hershöfðinginn Tommy Franks, sem stýrir hernaði Bandaríkja- manna í Afganistan, hitti leiðtoga bandalagsins að máli fyrr í vikunni til að hvetja þá til að fara með stríðsfanga af mannúð. „Þetta er vandasöm staða fyrir Bandaríkin,“ hafði AP-fréttastofan eftir bandaríska varnar- málasérfræðingnum John Pike. „Þetta eru einu meðlimir al-Qaeda sem við vitum hvar eru niður komnir ... og maður vildi gjarnan geta yfirheyrt einhverja þeirra.“ En á hinn bóginn, bætti Pike við, „myndi maður líka vilja að þeir hyrfu af yf- irborði jarðar.“ Rumsfeld hefur lýst því yfir að Bandaríkjaher hafi ekki nægan herafla á svæðinu til að hafa um- sjón með uppgjöf og töku stríðsfanga. Fylgismenn bin Ladens reyna að koma í veg fyrir uppgjöf Fylgismenn bin Ladens voru fjölmennir í Kund- uz áður en hernaðaraðgerðir bandamanna hófust í byrjun október, en eftir því sem Norðurbandalag- ið sótti á flúðu fleiri al-Qaeda-liðar og talibanar þangað. Erlendu hermennirnir eru sagðir hafa svarið þess eið að berjast þar til yfir lýkur, enda hafa þeir ekki í önnur hús að venda. Heimalönd þeirra eru treg til að taka við þeim, enda óttast mörg músl- imaríki uppreisn af hálfu öfgamanna. Fólk, sem tekist hefur að flýja Kunduz, segir að liðsmenn al- Qaeda hafi reynt að koma í veg fyrir að talibanar legðu niður vopn og hefðu jafnvel skotið menn til bana, sem ljáð hefðu máls á uppgjöf. Hinir afgönsku talibanar, sem hafast enn við í borginni Kandahar, eru ekki eins mikið áhyggju- efni fyrir Bandaríkjamenn. Ef unnt verður að fella leiðtoga þeirra eru miklar líkur taldar á því að hin- ir lægra settu hlaupist undan merkjum, að því er Paul Wolfwitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á miðvikudag. Vandasöm staða fyr- ir Bandaríkjamenn Washington. AP. Óvíst um örlög liðsmanna al- Qaeda-samtak- anna í Kunduz Reuters Hermaður Norðurbandalagsins með eldflaugar, sem notaðar eru gegn skriðdrekum, á bílpalli í bænum Maidan Shahr, vestur af Kabúl, í gær. Norðurbandalagið gerði harðar atlögur að sveitum talibana skammt frá bænum.                      ! " "!  # $     $% ! $ %&     '(   ) "$      *   )$ +     )  $% $ )% , "$          '    !" #  $ %! %! '  ( )*+ %    !  ' ,% -% .  #  -  ÞRÍR Pakistanar, sem barist hafa með talibönum, hafa skýrt frá því, að talibanaforystan og erlendir liðs- menn þeirra og al-Qaeda, samtaka Osama bin Ladens, hafi hundruð kvenna og barna í gíslingu til að koma í veg fyrir, að karlmennirnir gefist upp eða flýi af hólmi. Pakistanarnir, sem nú eru komnir til síns heimalands, segja, að fjöl- skyldum hermannanna sé haldið í þremur hverfum eða húsaþyrping- um í Kandahar en karlmönnunum hafi verið gert að sverja við Kóran- inn að berjast fram í rauðan dauðann gegn innlendum andstæðingum og Bandaríkjamönnum. Segja Pakist- anarnir, að þetta sé hluti af „ógn- arstjórn“ talibanaleiðtoganna og ar- abísku al-Qaeda-liðanna. Hlýddu kallinu um heilagt stríð Mennirnir þrír flýðu burt á föstu- degi fyrir viku og komust til Karachi í Pakistan á miðvikudag eftir fjög- urra daga göngu yfir eyðimörkina. „Okkur urðu á mikil mistök með að fara til Afganistans,“ sagði Abul Kal- am, 23 ára gamall og fyrrverandi nemandi við háskólann í Karachi. Þeir félagarnir, Kalam, Rasheed Ahmed, einnig fyrrverandi nemandi við Karachi-háskóla, og Khalilullah, sem lokið hefur námi við tæknihá- skólann í Karachi, urðu við kalli trúarsamtaka, sem boða, að heilagt stríð gegn Bandaríkjunum sé skylda hvers einasta múslíma. Voru þeir komnir til Afganistans nokkrum dögum áður en loftárásir Banda- ríkjamanna hófust 7. október. Allir höfðu þeir fengið herþjálfun áður, verið í búðum skammt frá borginni Khost í Afganistan árið 1998 og fengið þar leiðsögn arab- ískra sérfræðinga í skæruhernaði og auk þess höfðu þeir tekið þátt í átök- um við Indverja í Kasmír. Voru þeir í flokki þúsunda Pakistana, aðallega úr Pastúnabyggðunum við landa- mærin, sem hlýddu kalli trúarleið- toganna um heilagt stríð. Ekki loftárásirnar, heldur grimmdaræðið „Það voru ekki loftárásir Banda- ríkjamanna, heldur grimmdaræði arabanna gegn óvopnuðum borgur- um, sem varð til þess, að við flýðum,“ sagði Kalam. „Guð var mér góður er hann kom mér í skilning um, að þetta heilaga stríð var bara blekk- ing.“ Þeir segja, að það, sem hafi meðal annars ráðið úrslitum, hafi verið þegar talibanaleiðtogarnir og arab- arnir tóku fjölskyldur hermannanna í gíslingu. Það hafi þeir raunar gert áður en loftárásirnar hófust. „Foringjar Omars [leiðtoga talib- ana] og arabarnir sögðu hermönn- unum, að þeir myndu ekki sjá konur sínar og börn fyrr en stríðinu væri lokið,“ sagði Rasheed Ahmed en skömmu eftir komuna til Kandahar var hann settur á vörð við eina húsa- þyrpinguna og var þar undir stjórn fyrrverandi foringja í pakistanska hernum. „Mér þótti það strax skrýtið, að í húsunum, sem voru um 70 talsins, var enginn fullorðinn karlmaður en samt var gæslan svo mikil, að jafnvel börnunum var ekki leyft að fara neitt frá. Seinna sögðu sum börnin og ar- abarnir líka, að fólkið fengi ekki að sjá fjölskyldufeðurna fyrr en villu- trúarmennirnir frá Bandaríkjunum hefðu verið sigraðir,“ sagði Rasheed. Kalam segist hafa verið í varðstöð við aðra húsaþyrpingu, um 90 hús, ekki langt frá miðborginni. Haldnir ofsóknaræði „Mér þótti skelfilegt að sjá arab- ana ryðjast inn í húsin til að stía í sundur fjölskyldunum tveimur dög- um áður en loftárásirnar hófust,“ segir hann og Khalilullah bætir við, að arabarnir hafi verið haldnir ein- hvers konar ofsóknaræði og grunað annan hvern mann í Kandahar um að vera á mála hjá Bandaríkjunum. Segist hann hafa ákveðið að flýja með félögum sínum til Pakistans sl. föstudag þegar hann sá þrjá araba drepa 16 ára gamlan dreng. Var hann með leikfang, sem arabarnir töldu vera njósnatæki. Khalilullah var í öryggissveit und- ir stjórn araba, sem bar sig oft aum- lega yfir því að geta ekki snúið aftur heim til Egyptalands. „Þú getur far- ið heim til Pakistans en ég er skil- ríkjalaus. Ef ég sný aftur til Kairó, fæðingarborgar minnar, verð ég sendur beint í gálgann,“ sagði arab- inn, Abu Furqan að nafni. Karlmönnum gert að sverja við Kóraninn að berjast við andstæðingana fram í rauðan dauðann Konum og börnum haldið í gíslingu Þrír Pakistanar sem flýðu „ógnarstjórn“ talibanaleiðtoganna og araba í Kandahar segja frá Karachi. Los Angeles Times. NOKKRIR leiðtogar talibana í Afganistan gerðu sér ferð í þjóð- minjasafnið í Kabúl á síðasta ári vopnaðir öxum. Þar mölvuðu þeir mélinu smærra 2.750 list- muni vegna þess, að þeir voru í líki lifandi fólks eða féllu ekki að guðshugmyndum þeirra sjálfra. Fólk, sem varð vitni að eyði- leggingunni, segir, að upplýs- inga- og menningarráðherrann og fjármálaráðherrann hafi farið fyrir talibanahópnum og hlegið að örvæntingu tveggja starfs- manna safnsins, fornleifafræð- ings og sagnfræðings, þegar þeir báðu þá að þyrma gripunum. „Annar ráðherrann sagði, að ef við reyndum að hindra eyði- legginguna, yrðu sömu axirnar notaðar við að mölva á okkur hausinn,“ sagði sagnfræðingur- inn Yahya Mohebzadah. Segir hann, að eyðileggingin hefði staðið yfir í tvo daga. Mohebzadah segir, að upplýs- ingabæklingur um safnið frá 1974 sé nú eina heimildin, sem til er um listmunina. Fornleifa- fræðingurinn Abdul Rauf Zaker segir, að á fyrstu þremur árum talibanastjórnarinnar hafi verið lögð áhersla á að útrýma öllum vestrænum áhrifum, til dæmis tónlist, kvikmyndum og sjón- varpi. Eyðilögðu forngripi Washington. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.