Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BYGGÐASTOFNUN hefur unnið samantekt á mögulegum áhrifum kvótasetningar aukategunda hjá krókabátum á byggð á Vestfjörðum. Sam- kvæmt henni blasir við verulegur niðurskurður aflaheimilda og fækkun starfa á sjó og í landi. Í samantektinni er fjallað um hlut krókabáta í sjáv- arútvegi á Vestfjörðum og tilraun gerð til að meta afleiðingar þeirra breytinga sem urðu á veiðikerfi krókabáta 1. sept. síðastliðinn þegar kvóti var settur á veiðar þeirra á steinbít, ýsu og ufsa. Helstu niðurstöður samantektarinnar eru þess- ar:  Atvinnulíf á Vestfjörðum er háð fiskvinnslu og fiskveiðum. Í vestfirskum sjávarbyggðum er hlutfall fiskvinnslu og fiskveiða víða á bilinu 30– 60% heildarársverka.  Hlutur vestfirskra báta í heildaraflamarki hefur dregist saman um rúmlega 30% frá upphafi kvótakerfisins.  Hlutur vestfirskra skipa í veiðiheimildum krókabáta hefur aukist um rúm 30% frá 1995–2001 og sóknardagabátum á Vestfjörðum hefur á sama tíma fjölgað um rúmlega 50%.  Á síðasta fiskveiðiári lönduðu krókabátar 49% alls þorsks á Vestfjörðum, 65% af ýsu, 32% af ufsa og 64% af steinbít.  Miðað við landaðan afla á síðasta fiskveiðiári og úthlutað krókaaflamark má áætla að afli vest- firskra krókaaflamarksbáta verði 6.200 tonnum minni á þessu fiskveiðiári en á því síðasta, miðað við slægðan afla, skv. upplýsingum frá Fiskistofu.  Fyrirsjáanlegt er að samdráttur í aflaverð- mæti hjá vestfirska krókabátaflotanum muni nema rúmum milljarði á nýhöfnu fiskveiðiári vegna kvótasetningar ýsu, ufsa og steinbíts, sé miðað við meðalverð á fiskmörkuðum í síðasta mánuði.  Miðað við samdrátt í afla til vinnslu upp á 6.200 tonn af slægðum afla, vegna kvótasetningar ýsu, steinbíts og ufsa, má gera ráð fyrir því að árs- verkum í landvinnslu á Vestfjörðum fækki um 93, sé miðað við upplýsingar frá Samtökum fisk- vinnslustöðva.  Landssamband smábátaeigenda gerir ráð fyrir því að störfum við smábátaútgerð á Vest- fjörðum fækki um 160–200 vegna kvótasetningar ýsu, steinbíts og ufsa. Það skal tekið fram að samantekt þessi var unn- in áður en frumvarp um breytingar á lögum um veiðar krókabáta, sem nú liggur fyrir Alþingi, var lagt fram. Miðað við núverandi löggjöf eru afla- heimildir krókabáta í ýsu og steinbít 2.470 tonn í ýsu og 3.314 í steinbít. Þetta er 71% minna magn en afli þeirra í þessum tegundum á síðasta fisk- veiðiári en eins og fram kemur í samantektinni hafa veiðar þessara báta aukist mjög á undanförn- um árum. Miðað við þær viðbótarúthlutanir sem kynntar eru í frumvarpinu má gera ráð fyrir því að veiði- heimildir krókabáta verði 5.470 tonn í ýsu og 6.414 tonn í steinbít á núverandi fiskveiðiári og að sam- drátturinn verði því 40% frá síðasta fiskveiðiári. Þetta mun þýða að þau neikvæðu áhrif kvótasetn- ingarinnar á byggð á Vestfjörðum sem lýst er í samantekt Byggðastofnunar minnka verulega. Þó eru ekki forsendur til að reikna þetta út með ná- kvæmum hætti m.a. vegna þess að hluta þeirra aflaheimilda sem ráðgert er að úthlua í nýju frum- varpi verður úthlutað til krókaaflamarksbáta sem gerðir eru út frá sjávarbyggðum sem að verulegu leyti eru háðar veiðum krókaaflamarksbáta. Um úthlutun þessara aflaheimilda skal setja sérstaka reglugerð og því liggur ekki fyrir hvernig þeim verður skipt. Aflaheimildir minnka og störfum fækkar Könnun Byggðastofn- unar á áhrifum kvóta- setningar á krókabáta á Vestfjörðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvótasetning krókabáta á Vestfjörðum leiðir til minni aflaheimilda og færri starfa á sjó og í landi að mati Byggðastofnunar. FARMANNA- og fiskimannasam- band Íslands (FFSÍ) heldur 40. sam- bandsþing sitt dagana 28.–30. nóv- ember nk. Árni Bjarnason, skipstjóri frá Akureyri, hefur boðið sig fram gegn Grétari Mar Jónssyni til forseta sambandsins. Þingið hefst miðvikudaginn 28. nóvember kl. 9 með setningarávarpi Grétars Marar Jónssonar, forseta FFSÍ. Á þinginu verða ýmis mál til umræðu. M.a. mun Helgi Jóhannes- son, forstöðumaður lögfræðisviðs Siglingastofnunar Íslands, ræða framkvæmd langtímaáætlunar í ör- yggismálum sjófarenda, Kolbeinn Árnason, deildarstjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu, mun fara yfir stöðu fiskveiðisamninga Íslands og er- lendra ríkja og Jón Sigurðsson, for- maður skólanefndar Stýrimanna- skólans í Reykjavík, mun rýna í framtíð skipstjórnarmenntunar. Þá mun Magnús Þór Hafsteinsson, fiski- fræðingur og fréttamaður, flytja þinginu hugleiðingu um stjórn fisk- veiða. Kjör til forseta FFSÍ fer fram föstudaginn 30. nóvember en Árni Bjarnason, skipstjóri á Akureyri, hefur þegar tilkynnt um framboð sitt til forseta sambandsins. Hann hefur setið í stjórn FFSÍ um árabil en seg- ist ekki alltaf hafa verið sáttur við stefnu þess. „Mér finnst gildi sam- bandsins hafa farið þverrandi, sem og áhrif þess á stefnumótun í sjávar- útvegi. Þeir sem eru í forsvari fyrir sambandið ættu að hafa meiri áhrif á framvindu mála. Ég vil til dæmis bæta samskipti við viðsemjendur, þannig að umræður verði á málefna- legum grundvelli. Það hefur engu skilað að vera sífellt í stríðsham,“ segir Árni. Grétar Mar Jónsson, forseti FFSÍ, segist ekki líta á mótframboðið sem gagnrýni eða óánægju með störf sín. „Það hefur ekki verið ósætti í sam- bands- eða framkvæmdastjórn Far- manna- og fiskimannasambandins og enginn málefnaágreiningur um eitt eða neitt. Það er hins vegar öllum frjálst að bjóða sig fram í þetta emb- ætti og þess vegna þarf það ekki að koma á óvart. Ég vona hins vegar að kosningabaráttan verði málefnaleg og drengileg og menn standi samein- aðir að þinginu loknu,“ segir Grétar. Mótframboð gegn Grétari Sambandsþing FFSÍ hefst í næstu viku KAUPMÁTTUR launa samkvæmt launavísitölunni er enn sem komið meiri en hann var fyrir kjara- samninga á hinum almenna markaði á síðasta ári, að sögn Rannveigar Sigurðardóttur, hagfræðings ASÍ. Hún segir kaupmáttinn vera um 3% á almenna markaðinum frá því fyrir samningana en um 6% hjá opinberum starfsmönnum. Kaupmátturinn nú sé hins vegar mun minni en hann var í upphafi þessa árs er hann var um 7% meiri en við gerð kjarasamn- inga. „Verðbólgan á árinu er að éta kaupmáttinn mjög hratt upp,“ segir Rannveig. „Ef fram heldur sem horfir hverfur kaupmátturinn á næstu mánuðum, einnig hjá þeim sem hafa notið launaskriðs.“ Hún segir þó ljóst að kaupmáttur þeirra sem ekki hafi notið launaskriðs sé um 5% minni en hann var við gerð kjarasamninga, þrátt fyrir 3,9% launa- hækkun á síðasta ári og 3,0% hækkun í upphafi þessa árs. Það eigi við um tæplega 30% launamanna á hinum almenna markaði því launaskriðið hafi náð til um 70% launamanna. Sérstakar hækkanir hafa skilað sér Rannveig segir erfitt að segja nákvæmlega til um hvaða hópar launafólks hafi einungis fengið um- samdar launahækkanir og hverjir hafi notið launa- skriðs á undanförnum mánuðum. Ljóst sé að tekju- lægstu hóparnir hafi almennt hækkað meira í launum en tekjuhæstu hóparnir, hlutfallslega séð. Einnig sé greinilegt að kaupmáttur verkakvenna hafi hækkað meira en kaupmáttur verkakarla. Þetta sýni að sérstakar hækkanir í kjarasamning- um hafi skilað sér. Samkvæmt launavísitölu Hag- stofu Íslands virðist að opinberir starfsmenn hafi hins vegar fengið meiri launahækkanir á samnings- tímanum en launamenn á hinum almenna markaði. Að sögn Rannveigar skiptir ávallt máli hvaða upphafs- og endapunktar tímabils eru lagðir til grundvallar þegar kaupmáttarþróun er skoðuð. „Við hjá ASÍ erum að meta árangur kjarasamninga og það ákvarðar því það tímabil sem við skoðum til að finna út hvort markmið samninganna hafa geng- ið eftir eða ekki, þ.e. markmið um kaupmátt, um hækkun lægstu launa og annað. Tímabilið sem af- markast af kjarasamningunum er því eina rétta tímabilið nú, í okkar huga, en ekki síðustu 12 mán- uðir eða eitthvað annað,“ segir Rannveig Sigurð- ardóttir. Tæp 30% launamanna hafa ekki notið launaskriðs frá gerð kjarasamninga Verðbólgan étur kaupmáttinn ● FISKISTOFA svipti alls 26 fiski- skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í októbermánuði sl. Þar af voru fjór- tán skip svipt veiðileyfi vegna afla umfram aflaheimildir. Alls hafa ellefu skip þegar lag- fært aflamarksstöðu sína og feng- ið leyfið að nýju. Þau eru: Máni GK, Stokksey ÁR, Bjarmi VE, Öð- lingur SF, Arnar RE, Röst SH, Sunna Líf KE, Dalaröst ÞH, Hlíf ÍS, Helgi GK og Sigurður Einar RE. Leyfissvipting Njarðvíkur GK, Láka ÁR og Más SK gilda hins vegar þar til aflamarksstaða skipanna verður lagfærð. Þá voru níuskip veiðileyfi í 2 vik- ur vegna vanskila á frumriti úr afla- dagbók. Þau eru Arnar RE, Vík- urberg SK, Guðmundur Þór SU, Stormur ÍS, Rún SU, Gýmir HU, Anna SI, Alli Ólafs NS og Óskar HF. Eins voru þrjú skip svipt veiði- leyfi með sóknardögum í 2 vikur þar sem ekki var tilkynnt upphaf veiðiferðar í Símakrók, sjálfvirkan þjónustusíma Fiskistofu, áður en lagt var úr höfn. Þau eru Margrét ÍS, Þytur HU og Fríða ÍS. 26 skip svipt veiðileyfi ● GJALDÞROT vofir yfir bresk- norska stórfyrirtækinu Kværner og hluthafar takast á um völdin. Rússneska olíufélagið Yukos-Oil hefur komið Kværner til bjargar og á nú 22% í félaginu en annar stór hluthafi, Aker Maritime sem á um 25%, með Kjell Inge Røkke í far- arbroddi, vill eftir sem áður fá yf- irráðin yfir Kværner með því að sameina Kværner og Aker Mari- time. Røkke hefur áformað samruna Kværner og Aker Maritime a.m.k. allt frá upphafi þessa árs, en aðrir hluthafar hafa barist gegn því, með fyrrverandi forstjóra Kværner, Kjell Almskog, í fararbroddi. Eftir að lausafjárstaða Kværner versn- aði og fyrirtækið komst í greiðslu- erfiðleika setti Røkke það skilyrði fyrir stuðningi Aker, að Almskog segði af sér, sem hann og gerði í september sl. Í október kom Yukos til skjal- anna og keypti 22% af hlutabréf- um í Kværner. Kværner átti áfram í greiðsluerfiðleikum en áætlun um endurskipulagningu var sett fram um síðustu mánaðamót. Í áætluninni fólst m.a. hlutafjár- aukning sem Yukos kemur að og endurfjármögnun lána. Til stendur að bera áætlunina undir hluthafafund í Kværner í næstu viku. Að sögn Dagens Nær- ingsliv hefur Røkke gagnrýnt áætl- un Yukos og boðað að hann muni leggja fram aðra áætlun um end- urskipulagningu þannig að hlut- hafar hafi val. Yukos og Røkke berjast um Kværner STUTTFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.