Morgunblaðið - 24.11.2001, Side 23

Morgunblaðið - 24.11.2001, Side 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 23 KAUPÞING hefur gefið út grein- ingu á Bakkavör Group vegna kaupa á Katsouris Fresh Foods. Í greiningunni er mælt með kaupum í Bakkavör Group og kemur fram að greiningardeild Kaupþings tel- ur að talsvert svigrúm sé til hækk- unar á gengi félagsins. Samkvæmt sjóðstreymisspá greiningardeildar er áætlað virði hlutafjár í Bakkavör 211 milljónir evra eða um 20,1 milljarður ís- lenskra króna. „Samkvæmt kenni- töluverðmati fæst eilítið hærra virði eða um 235 milljónir evra eða 22,3 milljarðar króna,“ að því er segir í greiningu Kaupþings. Fyrr í vikunni var greint frá kaupum Bakkavarar á Katsouris Fresh Foods á 15,6 milljarða króna. Áætluð velta sameinaðs fé- lags fyrir árið 2002 er um 20 millj- arðar króna og starfsmenn eru 1.900 talsins. Hagnaður eftir skatta er áætlaður 1,4 milljarðar króna. Í greiningu Kaupþings kemur fram að við þessi kaup sé Bakkavör Group orðið eitt áhuga- verðasta félagið á VÞÍ og er jafn- framt með þeim stærstu. „Þrír breskir bankar munu fjár- magna um helming kaupverðsins og og styrkir það félagið að mati greiningardeildar, enda félaginu tryggð lánsfjármögnun til 7 ára. Þá verður gefið út breytanlegt skuldabréf fyrir um 3 milljarða króna og um 277 milljónir króna í formi skuldabréfs til seljanda. Út- gefið hlutafé verður um 4,77 millj- arðar króna en þar af fara um 1,85 milljarðar króna til seljanda. Áformað er að selja tæplega 3 milljarða í almennu útboði á Ís- landi og á Norðurlöndunum.“ Á kynningarfundi um kaupin á Kasouris Fresh Foods fyrr í vik- unni kom fram að hlutafjárútboðið muni fara fram á tímabilinu 3.-12. desember nk. Nú stendur hins vegar yfir áhugakönnun og á grundvelli hennar verður verðbilið og stærð útboðsins ákveðin. Kaupþing umsjónaraðili útboðsins Kaupþing hefur yfirumsjón með hlutafjárútboðinu en auk þess eru Búnaðarbanki Íslands og sænska fjármálafyrirtækið Aragon Fond- kommission meðumsjónaraðilar. Að sögn Ármanns Þorvaldsson- ar, yfirmanns fyrirtækjasviðs Kaupþings, er það nýjung að Kaupþing birti greiningu á fyrir- tæki sem félagið hefur umsjón með hlutafjárútboði hjá. Þetta sé gert að erlendri fyrirmynd sem tíðkast mjög hjá evrópskum fjár- málafyrirtækjum. Hann segir að á útboðstímabilinu verði engar greiningar birtar um Bakkavör af útboðsaðilum né fyrst eftir að út- boðinu lýkur. Ármann segir að útboðið sé ólíkt öðrum sem Kaupþing hafi komið að og það sé unnið á svipaðan hátt og tíðkast erlendis. Þar megi nefna að útboðið verður með „book- building“ fyrirkomulagi, þ.e. fag- fjárfestar lýsa áhuga á að kaupa ákveðið magn bréfa á skilgreindu verði. Þetta verður skráð í bók hjá Kaupþingi á meðan útboðið stend- ur yfir og staðfestingum safnað á grundvelli úthlutunar eftir bók- inni. Verð hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 4,2%, úr 6 í 6,25, í gær í 144 milljóna króna viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands. Kaupþing mælir með Bakkavör FLEIRA fólk hefur ekki mælst í vinnu hér á landi en nú í nóvember- mánuði, samkvæmt vinnumarkaðs- rannsókn Hagstofu Íslands, sem birt var í gær. Á það jafnt við um karla sem konur. Í rannsókninni kemur jafnframt fram að meðalfjöldi vinnustunda hef- ur dregist saman, þegar á heildina er litið. Þó hefur orðið lítils háttar aukn- ing á meðalfjölda vinnustunda kvenna milli ára. Atvinnuleysi mældist 2,4% í nóv- ember 2001, bæði hjá körlum og kon- um, og einnig það sama á höfuðborg- arsvæðinu og utan þess. Fyrir ári var 2,7% atvinnuleysi, 2,5% hjá körlum en 2,9% hjá konum. Niðurstöður mælinga Hagstofunn- ar á atvinnuleysi koma greiningar- deild Kaupþings á óvart. Í tilkynn- ingu frá deildinni segir að niðurstöðurnar gangi á svig við allar fréttir sem hafi verið að birtast af vinnumarkaði að undanförnu. Atvinnuþátttaka hefur aukist Fram kemur í rannsókninni að fjöldi starfandi fólks í nóvember 2001 hafi verið 159.900, þar af voru 85.100 karlar og 74.800 konur. Í nóvember á síðasta ári var fjöldi þeirra sem voru starfandi 155.800 og af þeim voru 83.700 karlar og 72.100 konur. Starf- andi körlum fjölgaði því um 1.400 milli ára en konum nærri tvöfalt meira eða um 2.700. Atvinnuþátttaka jókst frá nóvem- ber í fyrra til sama mánaðar í ár úr 83,2% í 83,6%. Í byrjun apríl síðast- liðnum var atvinnuþátttakan þó 0,1% meiri en í nóvember, eða 83,7%. Atvinnuþátttaka karla dróst saman frá því í nóvember í fyrra til sama mánaðar í ár en þátttaka kvenna óx hins vegar á tímabilinu. Atvinnuþátt- taka karla var 88,3% í nóvember í fyrra en 88,0% í ár og þátttaka kvenna 78,0% í fyrra en 79,1% í ár. Meðalfjöldi vinnustunda hefur dregist saman frá fyrra ári þegar á heildina er litið, bæði á höfuðborgar- svæðinu og utan þess. Þannig var meðalfjöldi vinnustunda í viðmiðun- arvikunni í nóvember í ár 42,6 klukkustundir fyrir landið í heild en 43,3 klukkustundir í nóvember í fyrra. Meðalvinnustundir utan höfuð- borgarsvæðisins eru í nóvember í ár tæplega tveimur klukkustundum fleiri en á höfuðborgarsvæðinu, eða 43,8 klukkustundir utan höfuðborgar- svæðisins en 41,9 stundir á höfuð- borgarsvæðinu. Meðalfjöldi vinnustunda karla lækkaði úr 50,6 klukkustundum í nóv- ember í fyrra í 49,2 klukkustundir í nóvember í ár. Meðalfjöldi vinnu- stunda kvenna jókst hins vegar lít- illega á sama tíma úr 34,7 klukku- stundum í 35,0 stundir. Samkvæmt rannsókn Hagstofunn- ar voru 2,4% vinnuaflsins án vinnu og í atvinnuleit í nóvember á þessu ári. Þetta jafngildir því að um 3.900 ein- staklingar hafi verið atvinnulausir. Í samskonar rannsókn í nóvember 2000 var atvinnuleysið 2,7%, eða um 4.300 manns. Í byrjun apríl 2001 mældist atvinnuleysið 2,1%, eða um 3.500 manns. Í nóvember 2001 var atvinnuleysið jafnt hjá konum og körlum, þ.e. 2,4%. Atvinnuleysið var mest meðal yngstu aldurshópanna, eins og komið hefur fram í fyrri rannsóknum Hagstofunn- ar, eða 4,3% meðal 16–24 ára. Skekkjumörk á niðurstöðum um at- vinnuleysi eru ± 0,8%. Atvinnuleysi og skráð atvinnuleysi Þátttakendur í rannsókninni, yngri en 70 ára, voru spurðir hvort þeir væru skráðir atvinnulausir hjá opin- berri vinnumiðlun. Samkvæmt því voru 2.200 á atvinnuleysisskrá í nóv- ember. Um tveir þriðju þeirra voru atvinnulausir samkvæmt skilgrein- ingu Hagstofunnar, þ.e. án vinnu og tilbúnir að taka vinnu strax væri hún í boði. Aðrir gegndu einhverju starfi í viðmiðunarvikunni (500) eða voru ekki tilbúnir að ráða sig í vinnu strax (300) en það jafngildir því að vera ut- an vinnumarkaðar, samkvæmt skil- greiningu Hagstofunnar. Rannsókn Hagstofunnar fór fram dagana 10.–21. nóvember 2001 og tók til stöðu á vinnumarkaði 3.–16. nóv- ember. Aldursmörk þátttakenda og spurningar í rannsókninni miðast við sambærilegar kannanir sem gerðar eru innan Evrópska efnahagssvæðis- ins (EES). Atvinnuleysi 2,4% í nóvember Morgunblaðið/Kristján Atvinnuþátttaka jókst frá nóvember í fyrra úr 83,2 í 83,6%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.