Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 19

Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 19 Íslandsfugl hafði áður gert kaup- tilboð í húseign bæjarins við Hafnar- braut 7. Þetta kemur fram á heima- síðu fyrirtækisins. Þar segir enn- fremur að í bókun bæjarráðs komi fram að Dalvíkurbyggð hafa átt þess kost að auka hlutafé sitt í Íslandsfugli í hlutafjárútboðinu um allt að fimm milljónir króna til að halda sínum hlut. Bæjarráð samþykkti að nýta ekki forkaupsrétt sinn en samþykkti að auka hlutafé sveitarfélagsins í fyr- irtækinu um 6 milljónir króna á geng- inu 1 og að greiðsla verði innt af hendi með sölu á Hafnarbraut 7 samkvæmt kauptilboði frá Íslandsfugli. Fullvinnsla sett upp í húsnæðinu Auðbjörn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsfugls, segist á heimasíðunni vera mjög sáttur við þessa afgreiðslu bæjaryfirvalda í Dal- víkurbyggð. Mikilvægt sé fyrir Ís- landsfugl, þegar til lengri tíma sé litið, að fá umrætt 595 fermetra húsnæði á jarðhæð Hafnarbrautar 7, enda sé bara einn veggur á milli þess og nú- verandi húsnæðis Íslandsfugls. Eim- skip hefur umrætt húsnæði á leigu til vors og þá fyrst fær Íslandsfugl það til ráðstöfunar. Auðbjörn segist fast- lega búast við að í þessu húsnæði verði sett upp fullvinnsla fyrirtækis- ins, en upphaflega var gert ráð fyrir að henni yrði komið upp á efri hæð nýbyggingar Íslandsfugls við Hafnar- braut. Dalvíkurbyggð eykur hlut sinn í Íslandsfugli Leggur hús- eign sína inn sem hlutafé BÆJARYFIRVÖLD í Dalvíkurbyggð hafa ákveðið að leggja húseign sína að Hafnarbraut 7 á Dalvík sem hlutafé inn í Íslandsfugl og þannig heldur sveit- arfélagið sínum hlut í hlutafjárútboði fyrirtækisins. Fyrir nokkru var sam- þykkt að auka hlutafé í Íslandsfugli um 100 milljónir króna. TÆPLEGA fertugur síbrotamaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í tveggja mán- aða fangelsi vegna þjófnaðar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stolið ýmsum munum, m.a. myndbandsupptökuvél, myndavél, ljósmyndabúnaði og fleiri úr íbúð í Kópavogi í maí á þessu ári, en verð- mæti þýfisins var áætlað um 236 þúsund krónur. Skömmu eftir þjófanaðinn hand- tók lögregla í Reykjavík manninn en hann hafði þá myndavél í fórum sín- um. Játaði maðurinn þjófnaðarbrot- ið við yfirheyrslur, en kvaðst hafa selt þýfið að frátalinni myndavélinni. Maðurinn hefur margoft hlotið refsidóma, einkum vegna auðgunar- brota, en einnig vegna ölvunarakst- urs, ráns og líkamsárásar. Tveggja mánaða fangelsi vegna þjófnaðar EINN gæsluvöllur er opinn á Ak- ureyri í vetur, Eyrarvöllur við Eiðs- völl, og er hann opinn alla virka daga frá kl. 13 til 16. Skólanefnd sam- þykkti á síðasta ári að rekinn yrði einn gæsluvöllur allt árið og annar einnig yfir sumarmánuðina, svo fremi að aðsókn væri viðunandi. Aðsóknin síðasta sumar var í slak- asta lagi, en að meðaltali voru skráð- ar 17 heimsóknir á dag á Eyrarvöll og 11 á Bugðuvöll. Síðan í haust hef- ur svo enn dregið úr aðsókninni, en í september voru skráðar alls 146 heimsóknir á Eyrarvöll eða tæplega 7 börn á dag að meðaltali. Í október fækkaði þeim enn fremar og urðu 85 talsins sem gerir tæpilega 4 börn á dag að meðaltali. Sömu mánuði í fyrra voru heimsóknir nokkru fleiri, eða 16 í september og 13 á dag í októ- ber. Alls hafa á þessu ári 2.360 heim- sóknir verið skráðar á Eyrarvöll, en voru 3.613 á liðnu ári. Heimsóknum fækkar á gæsluvelli ♦ ♦ ♦ Handmálaðir englar sími 462 2900 Blómin í bænum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.