Morgunblaðið - 06.12.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.12.2001, Qupperneq 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Fréttir af landsbyggðinni eru einnig á blaðsíðu 58. ANNA Lára Guðjónsdóttir hár- snyrtir, opnaði nýverið hár- greiðslustofu í verslanamiðstöðinni á Tálknafirði. Hársnyrtistofa hefur ekki verið starfrækt hér á staðnum. Það var unnið fram á síðustu mínútu við að gera allt tilbúið fyrir opnunina og þegar fyrstu við- skiptavinirnir komu inn, fóru síð- ustu iðnaðarmennirnir út. Eins og áður sagði, er stofan til húsa í Mettu-húsinu, innri endanum, við hliðina á Handverkshúsinu. Er þetta góð viðbót við þá flóru versl- unar og þjónustu sem fyrir var. Anna Lára er Vestmannaeyingur að uppruna og flytur hingað frá Reykjavík. Síðastliðið sumar kom hún í frí á Tálknafjörð og leist svo vel á staðinn, að hún ákvað að flytja hingað. Með henni flytur sonur hennar Sindri Þór, átta ára. Tveir bílar með búslóð Annað þessu tengt gerðist á svip- uðum tíma, að tveir flutningabílar með búslóðir komu í Tálknafjörð og staðnæmdust hlið við hlið í Túngöt- unni. Annar bíllinn kom frá Ak- ureyri með búslóð og hinn frá Reykjavík. Morgunblaðið/Finnur Anna Lára með einn af fyrstu viðskiptavinunum. Fyrsta hárgreiðslu- stofan opnuð Tálknafjörður HAUKUR Þórðarson, kennari við Lýsuhólsskóla, er mikill áhugamað- ur um umhverfismál og vinnur öt- ullega að þeim. Á nýlegu ferðalagi hans í London rakst hann á klukku sem gengur fyrir kaktusum. Já, fyrir þeirri orku sem kaktusar framleiða með ljóstillífun. Annar endinn á orkuleiðara er tengdur við klukkuna og hinum er stungið ofan í moldina sem kakt- usarnir eru í. Haukur segir að klukkan geti reyndar gengið fyrir orku frá hvaða jurt sem er, en meg- intilgangurinn sé að sýna að ekki þurfi að nota rafhlöður við klukku- verkið, sem geti haft skaðleg áhrif á umhverfið þegar hleðslan úr þeim hefur verið fullnotuð. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Klukkan sem gengur fyrir kaktusum. Klukka sem gengur fyrir kaktus Hellnar/Snæfellsbær MIKILL hátíðisdagur var hjá félagi eldri borgara í Hveragerði 1. desem- ber, því þá var formlega tekið í notk- un nýtt og glæsilegt húsnæði sem fé- lagið hefur nýverið fest kaup á. Um er að ræða efri hæð í nýbyggingu við Breiðumörk, en þar eru einnig til húsa heilsugæsla og Lyf og heilsa. Aðgengi er gott og lyfta upp og ættu því allir að geta mætt í félagsstarfið sem boðið verður upp á. Auður Guðbrandsdóttir, formaður félagsins, bauð gesti, sem fylltu húsakynnin, velkomna. Hún bauð sérstaklega velkomna brottflutta Hvergerðinga sem mættu. Þakklæti var formanninum ofarlega í huga og sagði hún að ef ekki væri meðbyr þá áorkaði maður engu. Auður sagði að félagsmenn hér væru orðnir fremstir meðal jafningja hvað félagsaðstöðu varðaði með kaupum á þessu nýja og glæsilega húsnæði. Núna er yngra fólkið hér í bænum farið að bíða eftir því að komast á réttan aldur til að fá að taka þátt í starfinu í félaginu. Jón Ragnarsson prestur blessaði húsið og Ólafur Steinsson rakti sögu þess að út í þessar framkvæmdir var farið. Upphafið að þessu öllu saman er að Þorlákur heitinn á Þurá arf- leiddi félagið að eigum sínum er hann lést. Síðan hefur margt gerst og mikið verið rætt en niðurstaðan varð sú að þetta húsnæði var keypt af Byggðaseli. Aldís Hafsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, ávarpaði gesti og flutti árnaðaróskir. Bæjarstjór- inn, Hálfdán Kristjánsson, óskaði fé- laginu til hamingju með nýja hús- næðið og sagði gestum m.a. frá því að móðir sín hefði sagt sér á yngri árum að ef hann kæmi í hús þar sem enginn væri kross, þá skyldi hann endilega gauka einum að ábúendum. Þau hjónin hefðu því ákveðið að gauka einum slíkum að félaginu. Séra Tómas Guðmundsson, fyrr- um prestur Hvergerðinga, ávarpaði gesti og bað þá að sætta sig við að þeir væru bara orðnir gamalmenni og ekkert með það. Tvennt væri gott við þennan aldur, annars vegar að heyrnin minnkaði og hins vegar væri alveg sama hvað hann segði hér því að því myndu allir gleyma strax. Að loknu ávarpi Tómasar var gestum boðið upp á veitingar. Meðan á því stóð kom Árni Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Heilsu- stofnunar, og afhenti félaginu að gjöf 100 þúsund krónur. Hann notaði einnig tækifærið og sagði frá því að ákveðið hefði verið að byggja þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða í landi Heilsustofnunar á næstunni. Síðan óskaði hann félaginu hjartanlega til hamingju með nýja og glæsilega húsnæðið. Síðast flutti Bryndís Sig- urðardóttir hamingjuóskir og óskaði félaginu velfarnaðar í framtíðinni. Eldri borgarar, heldri borgarar Hveragerði Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Bæjarstjórinn Hálfdán Krist- jánsson og kona hans Helga Guðjónsdóttir með krossinn sem þau færðu félaginu í nýja húsið. OPIÐ hús verður föstudaginn 7. des- ember frá klukkan 14 til 19 með fjöl- breyttri dagskrá í Ráðhúsi Árborg- ar, Austurvegi 2 á Selfossi. Þá munu stofnanir opna dyr sínar og kynna starfsemi sína fyrir íbúum Sveitarfélagsins Árborgar og öðrum áhugasömum. Tilefnið er að nú er að ljúka umfangsmiklum endurbótum á húsinu sem staðið hafa allt frá árinu 1997. Í húsinu eru nú Ráðhús Ár- borgar, Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi og Héraðsskjalasafn Ár- nesinga. Einnig verður opið hús á sama tíma á Austurvegi 2 a-b, sem nefnt var Pakkhúsið á árum áður. Þar eru nú til húsa Rannsóknarmiðstöð Há- skóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði og veitingahúsið Pakkhúsið. Ljósmyndasýning í Ráðhúsinu Í fundarsal á þriðju hæð hússins verður ljósmyndasýning þar sem sýndar verða um 60 gamlar myndir frá sögu hússins, sem var byggt árið 1946. Í húsinu voru m.a. höfuðstöðv- ar Kaupfélags Árnesinga, deilda- skipt verslun, kjörbúð, ýmsar þjón- ustustofnanir, líkamsræktarstöð og skemmtistaðurinn Gjáin. Einnig verða þar sýnd myndbönd með við- tölum við gamla Selfossbúa, sem Marteinn Sigurgeirsson tók. Ljós- myndasýningin verður einnig opin laugardaginn 8. desember frá 11 til 14. Klukkan 17 verður afhjúpað í fundarsalnum málverk, sem bæjar- stjórn hefur látið mála af Sigurði Inga Sigurðssyni, oddvita Selfoss- hrepps á árunum 1958–1970. Einnig verður flutt tónlist á vegum Tónlist- arskóla Árnesinga við sama tæki- færi. Í Ráðhúsinu verður starfsemin kynnt með leiðsögn um skrifstofur sveitarfélagsins klukkan 15, 16 og 18. Í bókasafninu verður opnuð sýn- ingin „Jólasveinar í Ráðhúsinu“, og Héraðsskjalasafnið kynnir einnig starfsemi sína. Í Rannsóknarmiðstöð Háskóla Ís- lands í jarðskjálftaverkfræði gefst fólki kostur á að skoða miðstöðina með leiðsögn. Klukkan 16, 17 og 18 verða erindi í fundarsal rannsóknar- miðstöðvarinnar, og er efni þeirra „jarðskjálftar með tilliti til jarð- skjálfta á Suðurlandi“. Eins geta gestir kynnst og skoðað „jarð- skjálfta“ sem þeir sjálfir geta fram- kallað við hlið jarðskjálftamælis með skjá. Loks geta gestir á opnu húsi kom- ið við í veitingahúsinu Pakkhúsinu og fengið sér óáfengt jólaglögg á sér- stöku tilboði auk þess að skoða myndir á veggjum frá Selfossi fyrri tíma. Breytingum á ráðhúsinu lokið Morgunblaðið/Sig. Jóns. Mynd Jóhanns Þ. Sigurbergssonar; Austurvegur 2 um jólaleytið á öndverðum 6. áratugnum. Selfoss
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.