Morgunblaðið - 06.12.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.12.2001, Qupperneq 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKAR herflugvélar vörp- uðu í gær sprengjum á meintan felu- stað Osama bin Ladens í hella-virkinu Tora Bora sem er í Hvítufjöllum í Austur-Afganistan. Afganskir her- menn börðust við skæruliða al- Qaeda-samtakanna og náðu á sitt vald hluta dalsins fyrir neðan fjallið sem virkið er grafið í. Þykkan reyk lagði upp frá Hvítu- fjöllum þegar háfleygar B-52 þotur tæmdu sprengjulestar sínar yfir fjall- garðinum, sem er suður af borginni Jalalabad í austurhluta Afganistans. Virkið Tora Bora er nefnt eftir þorpi sem er skammt frá fjallinu, og er virk- ið gert úr hellum og göngum sem grafin eru um 300 metra inn í fjallið. Fréttamenn við víglínuna fylgdust með er hersveitir andstæðinga talib- ana og al-Qaeda beittu skriðdrekum og létu skothríðina dynja á virkinu. Afganski ættbálkshershöfðinginn Alim Shah sagði að menn sínir sæktu gegn liði sem í væru aðallega arab- ískir al-Qaeda-liðar. Þeir væru á und- anhaldi, verðust með sprengikúlum, flugskeytum og rifflum og fikruðu sig ofar í fjallið. „Við gerum okkar besta til að ná þeim lifandi. Við höfum umkringt þá, en þeir gefast ekki upp,“ sagði Shah. Kvað hann menn sína mæta harðri andspyrnu. Flóttaleiðir til Pakistans í austri væru lokaðar vegna snjóa, og hermenn talibana og al-Qaeda kæm- ust hvorki lönd né strönd. Spurnir af bin Laden Ekkert sást til bin Ladens en haft var eftir Hazrat Ali, yfirmanni örygg- issveita Austurstjórnarinnar, sjálf- skipaðra yfirvalda í Nangarhar, þar sem Hvítufjöll eru, að bin Laden hefði sést í fjallavirkinu fyrir fáum dögum. Haji Mohammed Zaman, yfirmað- ur herafla Austurstjórnarinnar, sagði að leyniþjónustumenn sínir hefðu greint frá því að bandarískar sprengjuflugvélar hefðu sært og ef til vill fellt Ayman al-Zawahri, næst- æðsta yfirmann al-Qaeda og helsta samverkamann bin Ladens, sl. mánu- dag. Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jaz- eera greindi frá því að fjölskylda al- Zawahris hefði farist í loftárásunum, en hann sjálfur hefði sloppið. Hátt- settur bandarískur embættismaður, sem krafðist nafnleyndar, sagði í sam- tali við AP-fréttastofuna í gær að Bandaríkjamenn hefðu um það „trú- verðugar upplýsingar“ að nánustu fjölskyldumeðlimir al-Zawahri hefðu fallið í umræddri árás. Hermt var að þar ræddi um eiginkonu hans og þrjár dætur. Austurstjórnin segir að al-Zawahri sé innikróaður í Tora Bora, en allt að sautján framámenn í al-Qaeda og tal- ibanahreyfingunni hafi fallið í loft- árásunum á mánudaginn. Meðal þeirra hafi verið Ali Madmud, fjár- málastjóri bin Ladens. Fregnir af því hverjir hafi fallið og hverjir sloppið lifandi úr árásunum hafa reyndar verið óljósar og misvís- andi undanfarna daga. Bandarísk hermálayfirvöld hafa ekki staðfest að Madmud hafi fallið eða að al-Zawahri hafi særst. Þriðji yfirmaðurinn í al- Qaeda-samtökunum, Egyptinn Mu- hammed Atef, féll fyrir bandarískum sprengjum fyrir þrem vikum. Hann stjórnaði hernaði samtakanna. Einnig hafa fregnir af dvalarstað bin Ladens verið óljósar og misvís- andi. Fjöldi heimildarmanna hefur greint frá því að sést hafi til hans í Nangarhar-héraði í síðasta mánuði, og hafa margir sagt að bin Laden væri reiðubúinn að berjast til þrautar í Hvítufjöllum. Zaman sagðist viss um að bin Lad- en væri enn í felum í fjöllunum, þar sem hersveitir andstæðinga talibana hafa hafið umsátur og lent í átökum við al-Qaeda-liða. „Hann er þarna,“ sagði Zaman, en vildi ekki greina nán- ar frá því hvaðan hann hefði upplýs- ingar sínar. Ali tjáði fréttamönnum að bin Lad- en hefði sést á svæðinu fyrir einungis fjórum dögum. „Við fengum upplýs- ingar um að hann hefði verið þar fyrir fjórum, fimm eða sex dögum, en nú hef ég ekki upplýsingar um hvort hann er þarna eða ekki.“ Ali sagði ennfremur að al-Zawahri hefði nýlega sést á þessum slóðum. Bæði Zaman og Ali sögðu að þeir þyrftu ekki að bíða eftir aðstoð Bandaríkjamanna til að hefja bar- daga gegn al-Qaeda-hernum, sem stjórnað væri af þrautþjálfuðum, áköfum bardagamönnum. „Við þurf- um ekki á þeim að halda,“ svaraði Zaman þegar hann var spurður af hverju árásin yrði gerð án þátttöku Bandaríkjamanna. „Þetta eru okkar fjöll, þetta er okkar land.“ ÞESSIR bandarísku hermenn reyna að halda á sér hita með því að vefja um sig svefnpoka en mjög kalt er orðið í Afganistan. Þeir eru hér á verði í skotgröf við bækistöð, sem Bandaríkjamenn hafa komið sér upp fyrir sunnan Kandahar. Í kuldanum í Afganistan Reuters Sprengjum varpað á meint- an felustað bin Ladens Allt að 17 yfirmenn í al-Qaeda sagðir hafa fallið í loftárásum Bandaríkjamanna Tora Bora, Jalalabad. AP, Washington Post, Newsday. ÞRÍR bandarískir hermenn biðu bana og tuttugu særðust í Afganistan í gær þegar sprengja frá bandarískri her- flugvél af gerðinni B-52 missti marks. Sprengjan féll norðan við Kandahar, einu borgina sem er enn á valdi talibana. Markmiðið með árásinni var að styrkja víg- stöðu andstæðinga talibana sem hafa sótt í átt að Kandahar. Særðu hermennirnir voru fluttir í bækistöð 1.300 land- gönguliða um 110 km suðvestan við Kandahar. Þaðan verða þeir fluttir á sjúkrahús í einhverju öðru landi. Fjórir Bandaríkjamenn hafa nú fallið í Afganistan í stríðinu sem hófst fyrir tveimur mánuðum. Herþjálfaður útsendari leyniþjón- ustunnar CIA beið bana í upp- reisn fanga í virki í norðurhluta Afganistans 25. nóvember þegar hann var að yfirheyra talibana meðal fanganna. Sprengjurnar geiga Þetta er í annað sinn sem bandarísk sprengja geigar í Afg- anistan og lendir nálægt banda- rískum hermönnum. Fimm bandarískir hermenn særðust al- varlega þegar sprengja missti marks í árás á virkið þar sem Bandarísk sprengja missir marks Þrír Banda- ríkjamenn falla og 20 særast  !"!# $%& & ' '(% )%*  +  + ''                                !" ,   $-+./0    ##            $   %&" '(%!"            !   "  "#      !   $  "      %  %"   &%      &     '    )  * "       +   " ,+ - "   .     . "/ 01.2,31* ''()*+'( %##  )+                     !   "   Washington. AP. uppreisnin var gerð. Donald H. Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að hættan á mannfalli meðal banda- rískra hermanna hafi aukist nú þegar stríðið er komið á lokastig. „Aðstæðurnar eru mjög flóknar og ruglingslegar og verkefni okkar er því hættulegt og erfitt,“ sagði varnarmálaráðherrann í fyrradag. „Ástandið í Kandahar er flókið. Þetta er ekki auðvelt en eitt er víst: talibanar og liðs- menn al-Qaeda verða hraktir frá Kandahar.“ Bandarískar herflugvélar hafa haldið uppi árásum á Kandahar og skotmörk í fjöllum sunnan við borgina Jalalabad þar sem talið er að Osama bin Laden og helstu samstarfsmenn hans séu í felum í hellum og göngum. Tveir hópar andstæðinga tal- ibana hafa sótt í átt að Kandahar og annar þeirra er undir stjórn Hamids Karzais, sem verður for- sætisráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar í Afganistan. Bandarískur hermaður særð- ist í átökum nálægt Kandahar í fyrradag en er ekki í lífshættu. Fjórir bandarískir hermenn, sem taka þátt í hernaðaraðgerð- unum, hafa látið lífið í slysum ut- an Afganistans, tveir þeirra í þyrluslysi í Pakistan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.