Morgunblaðið - 06.12.2001, Side 26
ERLENT
26 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Bygginga- og tækjasjóður
RANNÍS
Umsóknarfrestur til 15. janúar 2002
Bygginga- og tækjasjóður RANNÍS hefur það hlutverk að
styrkja tækjakaup og uppbyggingu á aðstöðu til rann-
sókna í vísindum og tækni. Árlega eru veittir styrkir úr
sjóðunum til opinberra vísinda- og rannsóknastofnana.
Við mat á umsóknum er tekið mið af stefnu Rannsóknar-
ráðs Íslands um eflingu samstarfs milli háskóla, rann-
sóknastofnana og atvinnulífs og áherslum ráðsins árið
2001.
Helstu kröfur sjóðsins eru ·
Að samstarf verði um nýtingu aðstöðu og/eða
tækja milli stofnana og atvinnulífs með
fyrirsjáanlegum hætti.
Að fjárfestingin skapi nýja möguleika sem
ekki voru áður fyrir hendi.
Að möguleiki sé á samfjármögnun þannig að
framlag Bygginga- og tækjasjóðs greiði aðeins
hluta kostnaðar við fjárfestinguna.
Að styrkir til tækjakaupa tengist verkefnum
sem aðrir sjóðir RANNÍS styrkja.
Nánari upplýsingar um Bygginga- og tækjasjóð og eyðu-
blöð sjóðsins eru á heimasíðu RANNÍS www.rannis.is.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2002
HAMID Karzai, einn helsti leiðtogi
Pastúna, stærsta þjóðarbrotsins í
Afganistan, hefur verið skipaður
forsætisráðherra bráðabirgða-
stjórnar í Afganistan en sam-
komulag náðist um þetta í Bonn í
gær. Karzai tekur um þessar
mundir þátt í bardögum gegn tal-
ibönum við borgina
Kandahar í suður-
hluta landsins.
Karzai er 44 ára
fyrrverandi aðstoð-
arutanríkisráðherra
Afganistans og
bandamaður Moham-
meds Zahirs Shah,
hins útlæga konungs
Afganistans. Karzai
þykir veraldarvanur,
hann stundaði á sín-
um tíma nám á er-
lendri grundu og tal-
ar reiprennandi
ensku.
Karzai er af einni
voldugustu ætt Past-
úna í suðurhluta Afganistans, Po-
polzai-ættinni. Faðir hans, sem
var myrtur í Quetta í Pakistan ár-
ið 1999, var höfuð ættarinnar og
þjónaði á sínum tíma undir Shah
konungi.
Karzai dvaldist í Pakistan með-
an á hersetu Sovétríkjanna stóð á
níunda áratugnum en varð aðstoð-
arutanríkisráðherra landsins þeg-
ar íslamskir uppreisnarmenn,
undir stjórn Burhanuddins Rabb-
ani, komust til valda 1992.
Stjórn Rabbani skiptist hins
vegar í fylkingar og óreiða ein-
kenndi stjórnarár hans. Er talið að
50 þúsund manns hafi fallið í
þeirri gjörningahríð. Karzai sagði
af sér embætti er hann sá hvers
kyns var.
Studdi talibana í upphafi
Karzai studdi upphaflega stofn-
un talibanahreyfing-
arinnar árið 1994
enda taldi hann það
einu leiðina til að út-
rýma þeirri lögleysu
sem þá einkenndi
heimahérað hans,
Kandahar, og raunar
landið allt. Árið eftir
fóru talibanar fram á
að hann yrði fasta-
fulltrúi þeirra hjá
Sameinuðu þjóðunum
en hann var þá þegar
orðinn ósáttur við
stjórnarhætti þeirra.
Taldi Karzai að talib-
anar hefðu gengið
stjórnvöldum í ná-
grannaríkinu Pakistan á hönd.
Eftir að Bandaríkjamenn hófu
hernaðaraðgerðir sínar í Afganist-
an 7. október sl. laumaðist Karzai
aftur inn í Suður-Afganistan
ásamt öðrum þekktum stjórn-
arandstæðingi af þjóð Pastúna,
Abdul Haq, og var markmið þeirra
að hvetja þar til uppreisnar gegn
talibönum. Talibanar náðu Haq og
tóku hann af lífi en Karzai slapp
naumlega með aðstoð Bandaríkja-
manna. Ekki leið þó á löngu uns
hann sneri aftur, til að taka þátt í
baráttunni gegn talibönum.
Af einni voldug-
ustu ætt Pastúna
Hamid Karzai
Kabúl. AP.
BRÁÐABIRGÐASTJÓRN fyrir
Afganistan mun taka við völdum í
landinu 22. desember en skrifað var
undir sögulegt samkomulag um þetta
í Bonn í Þýskalandi í gærmorgun.
Hafa þeir fjórir hópar, sem ræðst
hafa við í Þýskalandi, fallist á skipan
30 manna ríkisstjórnar. Stjórnin er
skipuð til sex mánaða og er vonast til
að þessi tíðindi marki skref í átt að
pólitískum stöðugleika og varanleg-
um friði í landinu.
Leiðtogar sendinefndanna fjög-
urra ásamt sendifulltrúa Sameinuðu
þjóðanna í málefnum Afganistans
skrifuðu undir samkomulagið við
dynjandi lófaklapp. Samkomulagið
náðist eftir níu daga viðræður en leið-
togi Pastúna, Hamid Karzai, verður
forsætisráðherra bráðabirgðastjórn-
arinnar.
Fimm varaforsætisráðherrar
verða skipaðir og ein kona verður
þeirra á meðal, Sima Samar, sem
jafnframt verður ráðherra málefna
kvenna. Ein kona til viðbótar fær
embætti innan ríkisstjórnarinnar,
Suhaila Seddiqi, sem verður heil-
brigðisráðherra.
Stjórnin er skipuð til sex mánaða
en að þeim tíma liðnum myndi „þjóð-
fundur“ Afgana, hið svokallaða loya
jirga, koma saman til að skipa stjórn
til tveggja ára. Á þeim tíma yrði unnið
að því að semja stjórnarskrá fyrir
Afganistan, sem byggð yrði á stjórn-
arskrá landsins frá 1964, og undirbúa
kosningar. Allt að fimmtán hundruð
manns myndu sækja þjóðfundinn og
er gert ráð fyrir að Mohamed Zahir
Shah, fyrrum konungur Afganistans,
yrði þar í forsæti. Vonast er til að
hann geti orðið að eins konar samein-
ingartákni fyrir þjóðabrotin í Afgan-
istan.
Loks gera samningarnir ráð fyrir
því að fjölþjóðlegt friðargæslulið
verði til staðar í Kabúl en ekki er
kveðið á um stærð þess liðs, hlutverk
eða hversu lengi því væri ætlað að
dvelja í Afganistan.
Ætlast er til þess að bráðabirgða-
stjórnin vinni að því að bæta stöðu
kvenna en í tíð talibana gátu konur
ekki farið úr húsi nema í fylgd með
karlkyns ættmennum sínum, hvað þá
að þær gætu unnið eða stundað nám.
Henni er jafnframt falið að setja á
stofn hæstarétt í landinu.
Mestu skiptir þó að samninga-
mönnum hafi tekist að tryggja valda-
jafnvægi milli þjóðarbrotanna í Afg-
anistan með samkomulagi því sem
gert var í gær. Innbyrðis illdeilur
hafa lengi sett mark sitt á landið og
hætta er á að allt fari í sama farið á
nýjan leik.
Mikilvægt þykir að Pastúni hafi
verið skipaður í embætti forsætisráð-
herra því þó að talibanar hafi komið
úr röðum Pastúna er það staðreynd,
sem ekki verður framhjá litið, að um
40% Afgana eru Pastúnar. En auk
Karzais er gert ráð fyrir að ellefu
Pastúnar til viðbótar eigi sæti í bráða-
birgðastjórninni. Fá Pastúnar, hlið-
hollir konungnum fyrrverandi, t.a.m.
embætti fjármálaráðherra og
menntamála.
Norðurbandalagið, sem saman-
stendur af Tajíkum, Úzbekum og
Hazörum, fær í staðinn ýmis mikil-
væg ráðuneyti, líklega 17 af 30 ráð-
herraembættum. Styrkur þess felst
fyrst og fremst í hernaðarmætti þess,
en Norðurbandalagið ræður nú
stærstum hluta landsins, þ.m.t. höf-
uðborginni Kabúl. Grunnt hefur verið
á því góða milli Norðurbandalagsins
og Pastúnanna en vonast er til að
Karzai reynist sá mannasættir sem
þörf er á.
Norðurbandalagsmenn hafa hins
vegar einnig tekist á innbyrðis enda í
raun aðeins lauslegt bandalag þriggja
þjóða gegn talibönum. Veldur það
m.a. erfiðleikum að þrír helstu leið-
togar þess, Abdullah Abdullah, Yon-
us Qanooni og Mohammed Fahim,
eru allir Tajíkar og frá sama héraði,
Panjshir-dal, þar sem þeir voru sam-
starfsmenn herforingjans Ahmad
Shah Masood sem myrtur var í sept-
ember.
Ráð er fyrir gert að þrímenning-
arnir haldi núverandi embættum í
bráðabirgðastjórninni, þ.e. að Abdul-
lah verði utanríkisráðherra, Qanooni
ráðherra innanríkismála og Fahim
varnarmálaráðherra en ljóst er að
með einhverjum hætti hefur þurft að
koma til móts við fulltrúa Úzbeka og
Hazara eigi Norðurbandalagið ekki
að liðast í sundur og þjóðflokkaerjur
að hefjast að nýju.
Rabbani ýtt til hliðar?
Það vekur athygli að ekki er gert
ráð fyrir að Burhanuddin Rabbani,
fyrrverandi forseti Afganistans, eigi
aðild að bráðabirgðastjórninni en
hann hefur að nafninu til verið leið-
togi Norðurbandalagsins og sneri aft-
ur úr útlegð við mikinn fögnuð þegar
Kabúl féll í síðasta mánuði. Frétta-
skýrendur sögðu þetta skýrast af því
að Rabbani nyti í raun ekki lengur
trausts undirmanna sinna í Norður-
bandalaginu og áhrif hans væru
þverrandi – þó að stjórn hans í Afgan-
istan sé enn sú sem viðurkennd er af
SÞ.
Rabbani mun hafa verið tregur til
að gefa völd sín eftir og þurftu fulltrú-
ar vesturveldanna og SÞ margoft að
ýta við honum á síðustu metrunum til
að fá hann til að sýna sáttfýsi. Fær
Rabbani sérstakar þakkir í endanleg-
um samningum fyrir að hafa reynst
viljugur til að gefa yngri mönnum
tækifæri til að stjórna Afganistan.
Haft var eftir einum aðstoðar-
manna Rabbanis í gær að hann myndi
í staðinn takast það á hendur að stýra
flokki sínum, Jamiat-i-Islami, með
það í huga að bjóða sig fram til forseta
í þeim kosningum sem líklegt er að
verði boðað til fyrr en síðar.
AP
Francesc Vendrell, aðstoðarsáttasemjari SÞ, Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, Lakhdar Brahimi, sátta-
semjari SÞ, og Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, fylgjast með fulltrúum Afgana skrifa undir
samkomulagið. Neðri röð frá vinstri: Houmayoun Jareer, Abdul Sirat, Yunus Qanooni og Sayed Hamed Gailani.
Skrifað undir samkomulag um framtíð Afganistans
Bráðabirgðastjórn
skipuð til sex mánaða
Koenigswinter í Þýskalandi, Kabúl. The Washington Post, AFP, AP.
’ Vonast er til aðKarzai reynist sá
mannasættir sem
þörf er á. ‘