Morgunblaðið - 06.12.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.12.2001, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 31 13 90 .3 1 Prentari fyrir PC og MAC hugbúnaður fylgir Öflug merkivél fyrir mikla notkun Merkivél fyrir heimili og fyrirtæki Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. www.if.is/rafport MERKIVÉLARMERKIVÉLAR N O N N I O G M A N N I • 3 8 8 6 / s ia .i s SÝKNT og heilagt hellast yfir mann grínmyndirnar frá Hollywood, meira og minna ómetnaðarfullar og þar af leiðandi ófyndnar, og flestar steyptar í sama form. Inn á milli koma þó gullmolarnir sem taka eitt skref fram á við, en það er í mesta lagi ein á ári. Jói Skítur er ekki sérlega fyndin mynd. Því miður, þrátt fyrir það að David Spade hafi búið til þennan líka fína og fyndna alameríska furðufugl. Sá aumingja maður var skilinn eft- ir af foreldrum sínum við Miklagljúf- ur á ferðalagi í æsku. Eftir það þvæl- ist hann þvert og endilangt eftir Bandaríkjunum. Eitt sinn eignast hann vin, hina fallegu Brandy, og endar að lokum sem gólfþvottamað- ur á útvarpsstöð í Los Angeles. Myndin er auðvitað full af brönd- urum, enda er það eini tilgangur hennar. Flestir þeirra eru frekar þunnir, en kannski fimm sinnum tókst mér að hlæja. Í þremur af þeim tilfellum var það einfaldlega líkam- leg tilþrif David Spade. Hann sjálfur er svo fyndinn. Jói Skítur er ótrúlega hallærislegur og aulalegur og hefur heldur afkáranlegt göngulag en bráðfyndið. En þetta er alls ekki not- að nóg í myndinni, sem er synd. Spade sjálfur er annar handritshöf- undanna og virðist ekki hafa haft vit á því að skrifa hlutverkið sitt betur. Sum atriði eru heldur langdregin, einsog atriðið með indíánanum og sprengjunni... þótt það endi skemmtilega. Endirinn er auðvitað algerlega fyrirsjáanlegur en það er bara hluti af stemmningunni. Margir skemmtilegir leikarar koma við sögu. Christopher Walken leikur húsvörð í skóla og Rosanne Arquette leikur eiganda krókódíla- garðs, þar sem Jói fær vinnu um tíma. Boðskapur myndarinnar er væm- inn og sætur og hljóðar upp á að maður eigi alltaf að vera bjartsýnn í lífinu, annað sé ekki til neins. Ég væri til í að sjá aðra mynd um Jóa Skít, ef hún yrði fyndnari. Jói Skítur er góð týpa en gæti orðið miklu betri, ég fer ekki ofan af því. Amerískur furðufugl KVIKMYNDIR Laugarásbíó og Stjörnubíó Leikstjóri: Dennie Gordon. Handrit: David Spade og Fred Wolf. Kvikmyndataka: John R. Leonetti. Aðalhlutverk: David Spade, Brittany Daniels, Dennis Miller, Christopher Walken og Kid Rock. 91 mín. Bandaríkin 2001. Columbia Pict- ures. JÓI SKÍTUR (JOE DIRT) Hildur Loftsdóttir Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Þrjár sýningar í Gerðarsafni eru framlengdar til og með 20. desem- ber. Í austursal er það sýningin Sjón- arhorn með þrívíddarverkum eftir hjónin Margréti Jóelsdóttur og Stephen Fairbairn. Í vestursal er málverkasýning Aðalheiðar Val- geirsdóttur sem hún kallar Lífs- mynstur. Á neðri hæð er sýning Hrafnhildar Sigurðardóttur á lág- myndum unnum með blandaðri tækni sem ber yfirskriftina Skoðun. Listasafn Kópavogs er opið alla daga nema mánudaga frá 11–17. Sýningar framlengdar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.