Morgunblaðið - 06.12.2001, Síða 37
Endurmenntun Há-
skóla Íslands hefur
margþætt tengsl við
íslenskt samfélag og
teygir anga sína
víða. Í nær tvo ára-
tugi hefur stofnunin skipulagt sí-
menntun fyrir háskólafólk og al-
menning í nánu samstarfi við
fagfélög, ráðuneyti, fyrirtæki,
stofnanir og einstaklinga. For-
stöðumaður Endurmenntunar HÍ
er Kristín Jónsdóttir.
Sá árangur sem náðst hefur í
uppbyggingu stofnunarinnar birt-
ist í því að árleg aukning nemenda
hefur að jafnaði numið um tíu af
hundraði. Árið 2000 voru boðin yf-
ir fjögur hundruð lengri og
skemmri námskeið sem hátt á
þrettánda þúsund nemendur sóttu.
Flestir sem sækja námskeið
Endurmenntunar sitja starfstengd
styttri námskeið eða rösklega tíu
þúsund manns á hverju ári. Starfs-
tengdu námskeiðin spanna svið
eins og heilbrigðis-, félags- og
uppeldissvið, endurskoðun, skatta-
mál, lögfræði, verk- og tækni-
fræði, arkitektúr, stjórnun, hug-
búnað og kennslu.
Nýjar námsbrautir
Hlutur lengra náms sem stund-
að er samhliða starfi er vaxandi
hjá Endurmenntun og nemur nú
um 40% af starfseminni. Þrettán
þverfaglegar námsbrautir hafa
orðið til síðan Endurmenntun HÍ
tók til starfa og alls eru 350 nem-
endur í lengra námi á sjö náms-
brautum. Í haust hófst kennsla á
nýrri námsbraut í Starfs-
mannastjórnun þar sem 40 nem-
endur stunda námið, í fyrrahaust
hófst kennsla í Barnavernd og á
næsta ári er ráðgert að hefja
kennslu á enn einni námsbraut
sem fengið hefur heitið Tengsl-
anet í félagsþjónustu. Þorri
þeirra sem útskrifast úr lengra
námi hefur áður lokið háskóla-
prófi og er því að bæta við sig
eða jafnvel að söðla alveg um á
vinnumarkaði með nýja menntun
í farteskinu.
Tækni og
tölvukostur
Ný tækni býður upp á nýja
fræðslukosti og sífellt fleiri nám-
skeiðum hjá Endurmenntun er
miðlað um fjarkennslubúnað til
nemenda. Námskeiðum hefur
verði varpað frá Evrópu og frá
húsakynnum Endurmenntunar
til nemenda um allt land. Þetta á
líka við um lengra nám, því á
liðnu vori útskrifuðust ellefu
nemendur á Egilsstöðum úr
Rekstrar- og viðskiptanámi sem
kennt var í Reykjavík. Þá er ver-
ið að kenna Stjórnun og rekstur í
heilbrigðisþjónustu um fjar-
menntabúnað til Akureyrar.
Kennsluefni og upplýsingum er
einnig miðlað yfir Netið í lengra
námi og vefbundið nám á fleiri
sviðum er í burðarliðnum.
Sumarið 2000 var tölvuver
Endurmenntunar uppfært með
nýjum tölvum og hugbúnaði en á
Endurmenntun Háskóla Íslands
3/ % //"%
"
5 " 161
789#
:::
%
#
D
%
#
-/(
ED&
EE#
EE& %###
hugbúnaðarsviði er lögð áhersla á
að bjóða upp á fræðslu um stjórn-
un og skipulag í hugbúnaðargerð
og margmiðlun.
Hugvísindi, hálendi
og listir
Á hverri önn er boðið upp á
námskeið í flokkunum Menning,
land og saga og Fólk og færni þar
sem veisluföngin eru fjölbreytt úr-
val námskeiða á sviði hugvísinda
og lista. Árið 2000 sóttu þau um
fimmtán hundruð manns.
Heimspekideild Háskóla Íslands
hefur löngum verið bakhjarl End-
urmenntunar við að setja á lagg-
irnar menningartengd námskeið
fyrir almenning og lagt til hug-
myndir, kennara og aðra sérþekk-
ingu. Meðalaldur þeirra sem sækja
menningartengd námskeið er um
fimmtugt og konur eru þar í mikl-
um meirihluta. Þátttakendur
koma úr öllu stéttum og án nokk-
urra forkrafna því á námskeiðum
Endurmenntunar lærir maður svo
lengi sem lifir. Sigrún Björns-
dóttir, verkefnis- og kynning-
arstjóri, gaf upplýsingar um nokk-
ur námskeið.
Nokkur námskeiðanna fyrir al-
menning eru haldin í samstarfi við
menningarstofnanir og hefur
skapast hefð fyrir samstarfi við
m.a. Þjóðleikhúsið og Íslensku óp-
eruna í tengslum við uppfærslur.
Þá er farið ofan í leikgerð, höfund,
persónusköpun og túlkun í upp-
setningu á einu leikverki og að
lokum er farið á sýningu og verkið
brotið til mergjar. Anna Karenina
eftir Tolstoy var eitt viðfangsefnið
í haust, en verkið verður sýnt í
Þjóðleikhúsinu snemma á næsta
ári.
Íslenska óperan, Listasafn Ís-
lands, Þjóðminjasafn Íslands og
Salurinn í Kópavogi eru einnig
meðal samstarfsaðila Endur-
menntunar og miðla lista- og
fræðimenn á vegum þessara stofn-
ana lifandi fróðleik og skemmtun
til þátttakenda. Í uppsiglingu er
námskeið um Hollendinginn fljúg-
andi eftir Wagner og tónlistarunn-
endur ættu að fara auðugri af
fundi Jónasar Ingimundarsonar
píanóleikara eftir námskeiðið
Hvað ert þú tónlist? sem verður
aftur á dagskrá á vorönn kom-
anda.
Jón Böðvarsson er meðal fræði-
manna sem kenna á kvöld-
námskeiðum Endurmenntunar, og
bryddar hann upp á nýjum við-
fangsefnum úr Íslendingasög-
unum. Á haustmánuðum sóttu hátt
á fjórða hundrað manns nám-
skeiðin Eyfirðingasögur, Fjórar
ýkjusögur og Sturlungu. Í vor fer
Jón ofan í saumana á Laxdælu og
heldur áfram að fræða fólk um
Sturlungu.
Á bókmenntasviði er jafnan boð-
ið upp á spennandi viðfangsefni
hjá Endurmenntun. Í tilefni af ald-
arafmæli Halldórs Laxness árið
2002 verður á vorönn efnt til miss-
erislangs námskeiðs um höfund-
arverk hans og einnig verður á
dagskrá námskeið um æv-
intýrabókmenntir sem Anna Heiða
Pálsdóttir bókmenntafræðingur
mun kenna. Ísland fyrir íslenska
ferðamenn, siðfræði og film noir
kvikmyndir verða einnig viðfangs-
efni á kvöldnámskeiðum í vor og
dr. Magnús Þorkell Bernharðsson
sagnfræðingur ætlar að fræða fólk
um íslam og nútímann sem ætti að
varpa betra ljósi á átökin í Afgan-
istan. Þá eru ótalin námskeið í
rímnakveðskap, listasögu og um
íslenska miðaldalistamenn, og t.d.
að Karl Ágúst Úlfsson leikari ætl-
ar að kenna á námskeiðinu Hag-
nýtur húmor – um hvernig beita á
skopskyninu á uppbyggilegan hátt
í daglega lífinu. (http://www.end-
urmenntun.hi.is/)
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 37
Kyn: Kona.
Aldur: 15 ára.
Spurning: Hvað tekur mörg ár
að læra rafmagnsverkfræði á
tölvu- og fjarskiptasviði?
Svar: Að jafnaði tekur það 5 ár
að ljúka verkfræðinámi við
Háskóla Íslands og útskrifast
með MS próf.
Hægt er að velja um mismun-
andi svið og má þá nefna:
Byggingarverkfræði, Umhverf-
isverkfræði, Vélaverkfræði,
Iðnaðarverkfræði, Efnaverk-
fræði, Hugbúnaðarverkfræði ,
Tölvunarfræði og Rafmagns-
og tölvuverkfræði. Þú nefnir
tölvu- og fjarskiptasvið. Um
slíkt svið er ekki að ræða í
náminu við HÍ.
Í kennsluskrá Háskóla Íslands
færðu frekari upplýsingar um
uppbyggingu námsins en það
má nefna að á þriðja ári í raf-
magns- og tölvuverkfæði þarf
að velja á milli þessara
tveggja leiða og hefst þá
ákveðin sérhæfing í náminu.
Á fimmta ári í rafmagns- og
verkfræði er hægt að velja
námskeið sem tengjast fjar-
skiptafræði/merkjafræði.
Dæmi um slík námskeið eru
t.d. Örbylgjutækni og Hljóð-
tækni (sjá nánar í Kennslu-
skrá HÍ, bls. 260).
Sá sem velur sér þessi nám-
skeið hefur væntanlega
áhuga á því að starfa við fjar-
skipti, t.d. hjá símafyr-
irtækjum eða hjá sjónvarpi
eða útvarpi.
Rafmagnsverkfræðingar
starfa víða í þjóðfélaginu. Þeir
starfa til dæmishjá orkufyr-
irtækjum, fjarskiptafyr-
irtækjum og opinberum stofn-
unum og fyrirtækjum.
Nám og
störf
TENGLAR
.............................................
Svarið er unnið á vefnum
www.idan.is í samvinnu við Nám
í námsráðgjöf HÍ.
GEYSILEGT úrval af nám-skeiðum fyrir almenningog fagfólk verður á nýjuári 2002. Háskólar og
ýmsar aðrar menntastofnanir gefa
út námskrá fyrir næstu önn.
Símenntunarstöðvar vítt og
breitt um landið eru með nám-
skeið, framhaldsskólar, einkaskól-
ar og menntastofnanir fagfélaga
leggja mikinn metnað í símenntun.
Endurmenntun Háskóla Íslands
flokkast nú sem viðmikil mennta-
stofnun í landinu og nemendum
fjölgar eins og sjá má á korti.
Símenntun hjá Rannsóknar-
stofnun Háskólans á Akureyri er
einnig öflug og er hér sagt frá
nokkrum námskeiðum þar.
Hér er aðeins sagt frá nokkrum
brotum af framboði næsta árs.
Lesendur geta kynnt sér þetta
nánar með notkun leitarvéla á Net-
inu.
Endurmenntun/ Hvað ætlar vinnandi fólk
að læra á vorönn 2002? Menntastofnanir,
t.d. símenntunarstöðvar, í hverjum fjórð-
ungi eru með góðar námskrár. Gunnar
Hersveinn tekur hér dæmi úr tveimur
háskólum um endurmenntun árið 2002.
Endurmennt-
un á næsta ári
Á vorönn verður efnt til námskeiðs
um höfundarverk Halldórs Laxness.
Rósa Eggertsdóttir verður með tvö
námskeið um lesblindu.
Morgunblaðið/Kristinn
Námskeið draga til sín nemendur sem vilja menntast til að geta notið til-
verunnar enn betur eða fengið nýja vinnu.
Rannsóknastofnun Háskólans á Ak-
ureyri (RHA) hefur umsjón með sí-
menntun og endurmenntun og falla
námskeiðin oft undir
einhverja af fjórum
deildum háskólans;
kennaradeild, hjúkr-
unarfræðideild,
rekstrardeild, sjávar-
útvegsdeild og upplýsingatæknideild.
Endurmenntun eða símenntun
hófst formlega við Háskólann á Ak-
ureyri í árslok 1991. Árið 1998 var
starfsemin flutt til rannsóknastofnun-
ar Háskólans á Akureyri og nú er sí-
menntunarstjóri í fullu starfi við
stofnunina. Framboð námskeiða hef-
ur aukist ár frá ári og árið 2000 voru
haldin yfir 30 námskeið og sóttu þau
hátt í 500 manns. Einnig eru haldnir
opnir fyrirlestrar á vegum símennt-
unar sem eru öllum opnir. Í vetur eru
í boði um 60 námskeið.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir er
forstöðumaður RHA. Hún segir að í
samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið
Opnar gáttir sé boðið upp á fjölbreytt
vefbundið nám (Online Learning).
Fyrst um sinn verður eingöngu boðið
upp á tölvunám og tölvutengt nám.
Námið fer fram um tölvu nemand-
ans en hann tengir sig við námstorgið
í gegnum vefvafara, venjulega
Explorer eða Netscape. Á námstorg-
inu (www.namstorg.is) er hugbúnað-
ur sem stýrir aðganginum að náminu
og skráir námsframvindu nemenda.
Framleiðendur námsefnisins, fyr-
irtækið NETg, hafa hlotið viðurkenn-
ingar fyrir kennslufræðilega upp-
byggingu námsefnisins og er efni
þeirra notað til kennslu víða í háskól-
um í Bandaríkjunum og í vaxandi
mæli í Evrópu. Nánari upplýsingar
og opnunartilboð er að finna á heima-
síðu RHA undir slóðinni
www.unak.is/rha
„Einnig er í gangi hjá okkur frá í
haust þriggja anna nám í stjórnun og
rekstri í heilbrigðisþjónustu í fjar-
kennslu frá EHÍ og þriggja anna
staðbundið nám í stjórnun fyrir sveit-
arstjórnendur,“ segir Elín Hallgríms-
dóttir, forstöðumaður RHA, og upp-
lýsir um nokkur námskeið á vorönn
2002.
Raddbeiting og lestur
Raddbeiting og framsögn, heitir
eitt þeirra og er ætlað þeim sem
reyna á röddina í leik og starfi.
Rósa Eggertsdóttir verður með tvö
námskeið tengd lestri. Lestrarerfið-
leikar barna heitir annað þeirra og er
ætlað foreldrum og aðstandendum
barna með lestrarerfiðleika. Það er 6.
febrúar kl. 19:30–21:30. Lestur og les-
hömlun (lesblinda), heitir hitt og er
ætlað einstaklingum með leshömlun
Markmið þess er að gefa þátttakend-
um kost á að öðlast nokkurn skilning
á lestri og lestrarerfiðleikum og hvers
konar leiðir þeir sem eiga við lestr-
arörðugleika að etja geta nýtt sér í
námi og daglegu lífi. Þetta er lengra
námskeið og verður í nokkra daga í
febrúar og mars.
Jón Björnsson „Santiagofari“ verð-
ur með námskeiðið Jakobsvegurinn –
pílagrímaleiðin til Santiago de Comp-
ostela á Spáni. En á 12. öld var orðinn
til vegur frá Pyreneafjöllum til San-
tiago, því pílagrímaleiðir úr Evrópu
sameinuðust við upphaf þessa vegar.
Af námskeiðum sem falla undir
uppeldis- og kennslumál, má nefna
Segðu mér sögu ... en það er um
Brúðu- og hreyfimyndagerð. Út-
gangspunkturinn í því er að nýta mis-
munandi efnivið til þess að segja sögu
og verður unnið úr íslensku ullinni.
Arna Valsdóttir, lektor HA, og Guð-
rún Hadda Bjarnadóttir myndlistar-
maður kenna á því.
Heilbrigði og stjórnun
Mörg önnur mikilvæg námskeið
eru undir þessum flokki, og undir
flokknum heilbrigðis- og félagsmál
einnig, t.d. kynferðislegt ofbeldi gegn
börnum, en það er ætlað fagfólki í fé-
lags-, heilbrigðis- og skólaþjónustu og
öðrum sem koma að slíkum málum.
Markmið námskeiðsins er að þátt-
takendur öðlist þekkingu á eðli og
umfangi kynferðisofbeldis gegn börn-
um, kynnist aðferðum við könnun,
rannsókn og meðferð slíkra mála.
Þekki málsmeðferð yfirvalda við með-
ferð og úrlausn málanna og bregðist
rétt við ef þeir fá vitneskju um að
barn sæti kynferðisofbeldi. Kennarar
eru Vigdís Erlendsdóttir sálfræðing-
ur, Sif Konráðsdóttir hrl., og Þóra
Fischer kvensjúkdómalæknir.
Lokst má nefna námskeið úr
flokknum Stjórnun, rekstur og fjár-
mál. Rafn Kjartansson verður með
námskeiðið Enska fyrir erlend við-
skipti. Áhersla verður þar á þjálfun í
að kynna og ræða efni viðskiptalegs
eðlis til eflingar samskiptahæfni og
auka orðaforða tengdan viðskiptum.
Þannig mætti lengi telja. Heima-
síðan finnst á vef Háskólans á Akur-
eyri; www.unak.is
Símenntun RHA, Háskólinn á Akureyri