Morgunblaðið - 06.12.2001, Page 38

Morgunblaðið - 06.12.2001, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M ARKMIÐIÐ með frumvarpi til raf- orkulaga, sem stefnt er að að leggja fram á yfir- standandi þingi, er að skapa sam- keppnisgrundvöll fyrir framleiðslu og sölu á rafmagni hér á landi. Frumvarpið er til skoðunar í þing- flokkunum þessa dagana en sam- kvæmt upplýsingum frá iðnaðar- ráðuneytinu verður reynt að leggja frumvarpið fram sem allra fyrst. Frumvarpið var fyrst kynnt á Al- þingi snemma vors í fyrra en síðan vísað til iðnaðarnefndar sem bað um umsagnir frá helstu hagsmuna- aðilum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa þegar verið gerðar nokkrar veigamiklar breyt- ingar á frumvarpinu sem snúa einkum að sölu og framleiðslu á raf- magni á höfuðborgarsvæðinu. Verði af þeirri kerfisbreytingu sem frumvarpið felur í sér kann það að hafa mikil áhrif á starfsemi Landsvirkjunar (LV) sem framleið- ir um 85–90% af öllu rafmagni á landinu. Í umfjölluninni hér verður þó að hafa þann fyrirvara á að frumvarpið hefur ekki enn verið lagt fram. Hvernig sem útfærslan liggur þó væntanlega fyrir að stofna þarf sér- stakt fyrirtæki um flutning á raf- magni en sá flutningur er nú að langmestu leyti í höndum LV. Flutningsfyrirtækið þyrfti þá að aðskilja öðrum rekstri Landsvirkj- unar. En auk þess sem línur LV liggja víða hefur hún einnig yfir- burðastöðu á framleiðsluhliðinni og til þess að skapa raunverulega sam- keppni á söluhliðinni þarf fyrst að skapa samkeppni á framleiðsluhlið- inni. Sú er að minnsta kosti skoðun stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Hitaveita Suðurnesja (HS) en ljóst er að nokkur ágr er á milli Landsvirkjuna vegar og Orkuveitu Reykj Hitaveitu Suðurnesja hin um útfærslu frumvarpsin HS telja væntanlega að sa á framleiðsluhliðinni ve komið á öðruvísi en með þ raforkuframleiðslu LV smærri fyrirtæki sem væ hagslega aðskilin en minn ingur er væntanlega um f fyrirtækið sjálft. Við þetta myndi hins ve hæfi LV versna og hefur enn verið minnst á að LV þessa getað tekið erlend vatnsaflsframkvæmda me íslenska ríksins. Væri fra hluta LV skipt í hlutafélö isábyrgð afnumin myndu LV versna enn frekar. L veltur á nokkrum þáttum fjárhagslegum styrk fy Samkeppni á raforku- markaði Nú kann að hilla undir þá tíð að fyrirtækin og heimilin á Ísla geti valið um af hverjum þau kaupa rafmagn. En Arnór Gísli Ólafsson komst að því að ef þessi kerfisbreyting yrð gerð að veruleika kynni hún að hafa bein áhrif á möguleik Íslendinga á raforkuframleiðslu til stóriðju. „ÉG VIL taka fram að umræðan um breytingu á umhverfi raforku- mála hefur ekki verið eins mikil og hún hefði átt að vera í ljósi þess hversu mikilvægt þetta málefni er fyrir þjóðarbúskapinn í heild,“ seg- ir Stefán Pétursson, fjármálastjóri Landsvirkjunar. „Það er mjög ár- íðandi að menn geri sér grein fyrir kostum þess og göllum sem kerf- isbreytingar í framleiðslu og sölu á raforku geta haft í för með sér. Þannig tel ég líklegt að breyting- arnar muni hafa áhrif bæði á verð á rafmagni til almennings og fyr- irtækja en ekki síður á samkeppn- ishæfni Íslands á alþjóðlegum markaði fyrir ný stóriðjuver, eink- um vegna þess að ef ekki er varlega farið geta breytingar á raforkulög- unum haft neikvæð áhrif á lánshæf- iseinkunn Landsvirkjunar og þar með lánskjör fyrirtækisins. Þá geta þær einnig haft áhrif á fjármögnun annarra orkufyrirtækja, s.s. Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja.“ Bókhaldslegur aðskilnaður myndi duga Stefán segir að hafa verði í huga að erfitt sé að stefna á fulla sam- keppni á sama tíma og stefnt er að verulegri uppbyggingu á stór- iðjusviðinu: „Í raun stöndum við frammi fyrir tveimur andstæðum kostum. Annars vegar er full og óheft samkeppni með tilheyrandi uppskiptingu fyrirtækja og hins vegar verkefni á stærðargráðu Kárahnjúkavirkjunar. Þess vegna verðum við að vita hvað við viljum áður en við förum í að breyta þessu umhverfi. Það er engu að síður ljóst að við verðum að bregðast við til- skipun Evrópusambandsins með einverjum hætti jafnvel þó að við ákveðum að búa áfram við lítið breytt ástand á skipu- lagi raforkumála. Bókhaldslegur að- skilnaður er t.d. alger lágmarkskrafa en einnig gæti komið til fyrirtækjaaðskilnaðar á ákveðnum sviðum. Í þessu sambandi vil ég taka fram að í drög- unum hefur verið gengið mun lengra en þarf til þess að upp- fylla tilskipun Evr- ópusambandsins. Ég tel að það sé hægt að uppfylla þá tilskipun án þess að koma þurfi til róttækrar kerf- isbreytingar. Að þessu leyti er þetta miklu frekar innlend stefnu- mótun en Evrópumál. Ef við viljum koma á fullri sam- keppni á raforkumarkaðinum myndi það þýða stofnun sérstaks fyrirtækis um flutninginn og að óbreyttu má ætla að skipta þyrfti Landsvirkjun í smærri einingar sem væru fjárhagslega aðskildar þar sem Landsvirkjun yrði að óbreyttu með mjög sterka stöðu í framleiðslu á rafmagni.“ Spurður hvort neytendur muni hagnast á samkeppni segir Stefán að ef hann svari því alveg beint sé þess ekki að vænta að orkuverð til heimila og fyrirtækja lækki. „Í fyrsta lagi verður samkeppnin aldr- ei nema um einn þriðji hluti fram- leiðslunnar vegna þess að tveir þriðju hlutar eru bundnir langtíma- samningum vegna stóriðju. Mik- ilvægara er hins vegar að óheft samkeppni er líkleg til að hafa í för með sér verulega hækkun á fjár- magnskostnaði. Þó að samkeppnin gæti hugsanlega leitt af sér ein- hverja kostnaðarlækkun vegna al- mennrar hag ingar í rekstr það mjög til e myndi vega u móti fjármag aðinum. Það v ekki litið fram þeirri staðrey það kerfi sem búum við tryg ur a.m.k. lága magnskostna Stefán seg leiðingarnar koma á fullri keppni séu þæ geta Landsvi til vatnsafls- framkvæmda stórlega skert og samkepp Íslands á markaðinum fyri iðju myndi versna til muna „Lánshæfi Landsvirkjun byggist á efnahagslegu mik fyrirtækisins í íslenska hag auk yfirburðastöðu á rafor aðinum og á ábyrgð eigend virkjunar. Það eru þessir þ sem vega á móti veikleikum irtæksins sem eru fáir stór skiptavinir, gjaldeyrisáhæ eiginfjárhlutfall og smæð f isins í alþjóðlegum samanb Þjóðhagslega mikilv að nýta orkulindir Stefán segir að hjá Land hafi menn lagt áherslu á að beri orkulindir og selja raf stóriðju enda verður satt a ekki í fljótu bragði séð, mið núverandi ástand, hvað ann að tryggja hér viðunandi h næstu árum. „Af þessum s höfum við sveigst að þeirri að menn eigi að fara varleg að gera kerfisbreytingar se áhrif á getu okkar til þess a Um gríðarmikla hags Stefán Pétursson BARÁTTA GEGN MENGUN HAFSINS Fyrr í vikunni var sagt frá því hérá síðum Morgunblaðsins að Ís-land væri annað ríkið í heim- inum, á eftir Kanada, sem samþykkt hefur gerð framkvæmdaáætlunar um varnir gegn mengun sjávar frá landi. Um er að ræða framkvæmd alþjóð- legrar samþykktar sem kennd er við Washington og markar tímamót í bar- áttu gegn mengun hafsins. Það er ánægjulegt að Ísland skuli vera í fararbroddi á þessu sviði. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og hennar fólk í umhverfisráðuneytinu hefur lagt mikla áherslu á þennan málaflokk. Það ætti þó að koma fáum á óvart hve mikilvægt það er þjóð eins og Íslendingum að vernda hafið um- hverfis landið. Áratugum saman, eða nánast alla síðustu öld, skapaði sjávarútvegur milli 70% og 90% af verðmæti vöruút- flutnings þjóðarinnar. Það er aðeins nú, síðustu tíu árin, sem þetta hlutfall hefur farið niður fyrir 70%, en nú er það um 63%. Þjóðin hefur byggt vel- sæld sína á sjávarútvegi og afkoma hans er að verulegu leyti undir ástandi sjávar komin. Það er því mikið keppi- kefli fyrir Ísland að koma í veg fyrir hnignun hafsins af völdum hvers konar mengunar, því miklir hagsmunir eru í húfi. Talið er að 80% af mengun sjávar komi frá landi og er því nauðsynlegt að draga úr henni. Nýsamþykkt fram- kvæmdaáætlun hefur vonandi jákvæð áhrif á ástandið. En baráttan gegn mengun sjávar er háð á fleiri vígstöðvum. Norðurlöndin og Írland berjast um þessar mundir einnig gegn því að kjarnorkuendur- vinnslustöðin í Sellafield verði stækk- uð, og reyndar hafa löndin barist fyrir því árum saman að dregið verði úr starfsemi í Sellafield. Hæstaréttar- dómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag hafnaði fyrir nokkrum dögum kröfu írsku stjórnarinnar um að setja lög- bann á stækkun stöðvarinnar í Sella- field. Losun kjarnorkuúrgangs í hafið frá kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield hefur lengi verið mótmælt af ríkisstjórnum Írlands og Norður- landa, og umhverfisverndarsamtök- um. Hvað Ísland varðar er geislavirkn- in í hafinu tiltölulega lág þegar straumarnir berast til Íslands. Samt sem áður skapar losun í Sellafield hættu fyrir lífríki sjávar, auk þess sem möguleiki á slysi eða leka úr stöðinni er ávallt fyrir hendi. Eigi slíkt slys sér stað eru miklar líkur á að forsendur uppistöðuatvinnugreinar íslensku þjóðarinnar verði ekki lengur fyrir hendi. Barátta gegn mengun hafsins er bráðnauðsynleg og þarft viðfangs- efni fyrir fiskveiðiþjóð eins og okkur Íslendinga. Í FRAMLÍNUNNI HJÁ UNESCO Sveinn Einarsson, rithöfundur ogfyrrverandi þjóðleikhússtjóri, var nýlega kjörinn í stjórn Menntunar-, vísinda- og menningarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna, UNESCO, og er það liður í þeirri viðleitni íslenskra stjórn- valda að Ísland verði virkara í alþjóð- legu samstarfi. „Við erum ekki stikkfrí lítil þjóð á hjara veraldar, við erum rík og höfum ýmsu að miðla, ekki síst á þeim sviðum sem UNESCO fjallar um, og okkur er ekki siðferðilega stætt á því lengur að vera ekki þátttakendur í þeirri hnatt- væðingu sem nú á sér stað,“ sagði Sveinn í viðtali við Morgunblaðið í gær. „Við þurfum að leggja þar okkar af mörkum.“ Í viðtalinu kemur fram að það hefur kostað mikið átak að vinna Íslandi sæti í stjórninni og var þar á meðal opnuð skrifstofa í Miolliesbyggingu UNESCO í París til að vekja sérstaka athygli á Íslandi. Í viðtalinu segir Sveinn Einarsson að skipað hafi verið sérstakt „herforingjaráð“ til að skipu- leggja baráttuna fyrir sætinu. Starfssvið UNESCO er ákaflega vítt. Stofnunin hefur gert baráttuna gegn ólæsi og fáfræði að forgangsmáli. Sveinn segir að fáfræði og fátækt skapi enn mjög mörg vandamál í heiminum og vegi þar tvennt þyngst: ólæsi og mismunur kynjanna á aðgengi að námi. Hann bendir á að 700 milljónir manna séu ólæsar í heiminum um þessar mundir og um 130 milljónir barna eigi ekki vísa skólavist. Þetta er alvarlegur vandi sem verður oft útundan á tafl- borði alþjóðastjórnmála. En UNESCO lætur til sín taka á fleiri sviðum, allt frá geimrusli til verð- mæta á hafsbotni; frá málfrelsi og mannréttindum til rafvæðingar bóka- og skjalasafna. Íslendingur hefur áður setið í stjórn UNESCO; Andri Ísaksson sat þar á ár- unum 1983 til 1987. Á þeim tíma var stofnunin misnotuð herfilega af ýmsum þróunarríkjum sem fylgdu Sovétríkj- unum að málum, með þeim afleiðingum að starfsemi hennar nánast lamaðist og ýmis vestræn ríki hótuðu úrsögn. Það tókst hins vegar að bjarga æru stofn- unarinnar og átti Spánverjinn Federico Mayor þar stóran hlut að máli. Þótt allar stofnanir eigi til að verða þunglamalegar gegnir UNESCO mikilvægu hlutverki, bæði í að taka á vandamálum okkar tíma á sínu sviði og breiða út, móta og þróa hugmyndir um hvernig fara beri að því. Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að Íslendingar láti meira að sér kveða á alþjóðavettvangi en áður. Aukin þátttaka í friðargæslustarfi ber því vitni og sömuleiðis sú fyrirætlan að taka sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki hlaupið að því að láta að sér kveða í stórri stofnun á borð við UNESCO. Á hinn bóginn veitir seta við stjórnvölinn á stofnun af þessu tagi einstakt tækifæri til að skilja eftir sig spor í þágu betri heims. Sveinn Ein- arsson er öllum hnútum kunnugur inn- an stofnunarinnar eftir að hafa verið formaður íslensku UNESCO-nefndar- innar í sjö ár. Viðtalið við hann í Morg- unblaðinu í gær ber yfirsýn hans yfir starfsemi hennar vitni og um leið þeim ásetningi hans að nýta næstu fjögur ár vel: „Við erum lítil, en getum áorkað miklu, og verið fyrirmynd annarra ey- þjóða eins og til dæmis í Karíbahafi – þjóða sem líkjast okkur um margt. Norðurlöndin hafa ætíð haft gott orð á sér í alþjóðasamstarfi og við getum miðlað af reynslu okkar hér heima á þeim sviðum sem okkur hefur tekist best upp í.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.