Morgunblaðið - 06.12.2001, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
#
$"
% "
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
EINSOG kunnugt er hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn verið langstærsti
stjórnmálaflokkurinn hér á landi
síðan hann var stofnaður með sam-
runa Íhaldsflokksins og Frjáls-
lynda flokksins í kringum 1930.
Nafnið Íhaldsflokkur var ekki sér-
lega vinsælt, þá var Framsóknar-
flokkurinn næststærsti flokkurinn
hér á landi, en þá var slagorð hans,
allt er betra en íhaldið. Þá var
Framsóknarflokkurinn vinstrisinn-
aður miðflokkur. En eftir það hall-
aðist hann meira inn á miðjuna og
hefur smátt og smátt, einkum á
síðasta áratug, hallast meira og
meira til hægri og formaðurinn
virðist kunna vel við sig þar. Enda
er nú svo komið að sumir gamlir
framsóknarmenn segja að hann sé
orðinn hægra megin við Sjálfstæð-
isflokkinn, og benda meðal annars
á að hann sé ennþá ákafari í að Ís-
land gangi í ESB.
Ef núverandi ríkisstjórn tekst að
ná því takmarki sínu hefur Ísland
glatað að fullu og öllu sjálfstæði
sínu. Mér fannst það glata nógu
stórum hluta af sjálfstæði sínu
þegar Alþingi samþykkti að ganga
í EES og held að fáir þingmenn-
irnir hafi þá gert sér grein fyrir
því hvað þeir voru að samþykkja.
Sumir sögðu þá að aðeins einn þá-
verandi þingmaður hefði lagt það á
sig að lesa allan Rómarsáttmálann
enda barist hart gegn inngöngu í
EES.
Ísland má aldrei
verða til sölu
Nú á síðustu árum erum við að
fá allskonar fyrirmæli frá þessum
samtökum um hvað við megum
gera og hvað ekki. Þó að við höfum
kannski fengið einhvern peninga-
legan ávinning af að ganga í EES
þá tel ég að sjálfstæði Íslands
megi aldrei verða til sölu, jafnvel
þótt verðið væri hátt. Það hefur
sýnt sig að síðan Ísland varð
frjálst og fullvalda ríki hefur þjóð-
in aldrei lifað aðrar eins framfarir
og á þessari rúmlega hálfri öld, og
velmegun aukist gríðarlega þótt
allir hafi ekki notið þess jafnt, því
miður. Misskipting auðsins er
þjóðinni, og fyrst og fremst þeim
sem hafa farið með völdin í land-
inu, til skammar.
Framsóknarflokkurinn barðist
lengi vel á móti frjálshyggjunni, en
það er liðin tíð. Nú ræður Sjálf-
stæðisflokkurinn ferðinni og hefur
komist upp með það að einkavæða
flest fyrirtæki hér á landi, flest
fyrirtæki sem ríkið hefur grætt á
hafa verið seld einstaklingum eða
félögum, og hann ætlar að selja öll
ríkisfyrirtæki sem nokkur fengur
er í. Eins og við mátti búast hefur
Framsóknarflokkurinn tapað
miklu fylgi í samstarfinu við Sjálf-
stæðisflokkinn eins og reynslan
hefur alltaf orðið á undangengnum
áratugum. Það má líka minna á að
sama hefur gerst þegar hann hefur
átt samstarf við Alþýðuflokkinn. Á
viðreisnarárunum var hann nærri
búinn að drepa Alþýðuflokkinn, í
lok samstarfsins stóð Alþýðuflokk-
urinn eftir með sex þingmenn.
Ég yrði ekkert hissa þó að
Framsóknarflokkurinn fengi 8–10
þingmenn í næstu þingkosningum.
Margir kjósendur hans hafa áreið-
anlega orðið fyrir miklum von-
brigðum með frammistöðu hans á
þessu kjörtímabili enda hafa skoð-
anakannanir bent til þess og hann
hefur barist mest fyrir þeim mál-
um sem eru óvinsæl af mörgum en
það eru ESB-málið og Kára-
hnjúkavirkjunin ásamt risaálveri á
Reyðarfirði. Mér heyrist á ýmsum
sem voru hlynntir þessum fram-
kvæmdum fyrst, að þeir séu nú
orðnir vantrúaðir á þessar fram-
kvæmdir, enda blöskrar mörgum
hvað þetta verða gífurlega dýrar
framkvæmdir og það verð sem
mun fást fyrir rafmagnið sé allt of
lágt.
Óeðlilega hátt orkuverð
Það var sagt frá því í útvarpinu í
sumar að álverksmiðjan í Straums-
vík greiddi 0,95 krónur fyrir
hverja kílóvattstund en almennir
notendur þyrftu að greiða 5,15 kr.
Þetta finnst mér alveg fráleitt.
Fyrst þegar var farið að tala í
fullri alvöru um þessi mál, var haft
eftir einhverjum sérfræðingi að
rafmagnsverðið til væntanlegrar
verksmiðju á Reyðarfirði þyrfti að
vera 1,40 til 2,00 kr. á kílóvatt-
stund til að okuverið gæti borgað
sig á eðlilegum tíma. En Lands-
virkjun sagði það trúnaðarmál og
hún gæti ekki gefið það upp. Eitt-
hvað finnst mér nú gruggugt við
það.
Ég man ekki betur en að rík-
isstjórnin hafi samþykkt að ganga
í ábyrgð fyrir væntanlega fjárfesta
ef hallarekstur yrði á virkjunar-
framkvæmdunum. Ef rétt er mun-
að þá finnst mér það vera glæfra-
leg samþykkt. Nú nýverið fór
utanríkisráðherra í heimsókn til
Japan, Kína og Rússlands m.a. til
að afla markaða fyrir íslenskar
vörur og aukin viðskipti milli þess-
ara landa. Eftir að hann kom heim
var rætt við hann í sjónvarpinu og
lét hann mjög vel yfir árangri ferð-
ar sinnar og taldi að um mjög auk-
in viðskipti gæti orðið að ræða á
næstu árum, sérstaklega með fisk-
afurðir og fleira.
Hvað eru þessir sendiherrar í
þessum löndum að gera? Mér er
ljóst að auðvitað þurfa þeir að
sinna fleiru en markaðsmálum en
ég hélt að það væri aðalverkefni
þeirra. Það eru keyptar rándýrar
hallir fyrir þessa embættismenn,
en ótrúlega sjaldan heyrast fréttir
um að þeir hafi aflað markaða fyrir
Ísland í þessum löndum sem þeir
búa í. Hvað kostar öll þessi senda-
herrahjörð þjóðina?
Gaman væri að vita það, enda á
þjóðin heimtingu á því.
SIGURÐUR LÁRUSSON,
Egilsstöðum.
Reynslan af stjórn-
arsamstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn
Frá Sigurði Lárussyni: