Morgunblaðið - 06.12.2001, Page 64
DAGBÓK
64 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Heimildarmynd um
Gunnlaug Scheving
FYRIR nokkrum árum var
sýnd í Listasafni Íslands
heimildarkvikmynd um
Gunnlaug Scheving listmál-
ara í sambandi við sýningu
á verkum hans þar. Hvað er
orðið um þessa mynd ef
sjónvarpið á hana, því er
hún ekki sýnd í sjónvarpinu
í tilefni yfirlitssýningarinn-
ar á verkum Gunnlaugs
sem nú stendur yfir?
Myndin er bæði fróðleg og
listræn.
Áhugamaður um
stuttmyndir.
Svínakjöt tekið af
matseðlinum
EFTIR að hafa lesið fréttir
um að forsvarsmenn Aust-
urbæjarskóla hafi ákveðið
að taka svínakjöt af mat-
seðlinum í skólanum get ég
ekki orða bundist. Ég hef
velt því mikið fyrir mér
þegar fólk flyst hingað til
lands hvort það eigi ekki að
laga sig að þjóðfélaginu hér
og hvort það sé ekki eðlileg
krafa af okkar hálfu sem
búum hér fyrir að það geri
það. Þessar aðgerðir for-
svarsmanna Austurbæjar-
skóla stuðla ekki að því,
heldur er þetta hrein mis-
munun í þá veru að börn
sem borða svínakjöt fá það
ekki í skólanum vegna þess
að það er verið að koma á
móts við minnihlutahóp. Ég
skil ekki af hverju þetta
fólk getur ekki hreinlega
tekið með sér nesti í skól-
ann þegar svínakjöt er á
boðstólum. Getur maður
átt von á því að það verði
bannað að setja skinku-
sneið ofan á brauðið sem
barnið manns tekur með
sér í skólann, eða hreinlega
að dætur manns verði
skikkaðar til að mæta í
skikkju í skólann til að mis-
muna örugglega ekki
minnihlutahópnum, sem á í
raun að laga sig að okkar
þjóðfélagi. Eða hreinlega
að litlu jólin og allt sem
tengist jólahaldi verði af-
numið.
Í kosningunum í Dan-
mörku voru innflytjenda-
mál ofarlega á baugi, las ég
frétt um þetta hitamál þar
sem „þreyttur“ danskur
kennari var að segja frá því
að það væri ómögulegt að
kenna ýmis fög, t.d. að
segja frá þróunarkenningu
Darwins, það þyrfti hrein-
lega að setja þetta fólk í sér
skóla þar sem þarfir og
kröfur þess væru allt aðrar.
Ég veit ekki betur en að
þetta fólk sem hefur komið
hingað til lands hafi staðið
sig ágætlega en ég segi að
það er sjálfsögð krafa okk-
ar sem búum hérna fyrir,
að það aðlagist okkar þjóð-
félagi, því vonast ég til að
svínkjötið verði komið á
matseðilinn í Austurbæjar-
skóla sem fyrst.
Fyrrverandi nemandi.
Hvar er Íslenska
dyslexíufélagið?
GETUR einhver aðstoðað
mig í leit minni að Íslenska
dyslexíufélaginu. Ég hef í
þrígang hringt í símanúm-
er þess og fæ alltaf sím-
svara sem segir að því mið-
ur verði ekki hægt að svara
í símann á mánudaginn en
ef ég skilji eftir nafn og
símanúmer verði haft sam-
band við mig. Þegar ég hef
hringt hef ég skilið eftir
nafn og númer, en ekkert
gerist og bið nú um aðstoð
til að hafa upp á félaginu.
Kristín B. Þorsteinsd.,
s. 553-3352/897-9294.
Veski skilað – þakkir
KONAN á Neshaganum
sem fékk peningaveskið
sitt, sem hún týndi, sent í
pósti, vill þakka þessum
heiðarlega sendanda.
Tapað/fundið
Lyklar týndust
SL. MÁNUDAG týndust á
göngudeild Lsp. 2 lyklar á
kippu ásamt þráðlausum
bíllykli. Finnandi hafi sam-
band í síma 585 9380.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
Á HEIMASÍÐU Rafiðnaðarsam-bandsins er oft að finna áhuga-
vert efni af ýmsu tagi. Reglulega er
nýtt efni sett inn á vefinn en það er
að sjálfsögðu forsenda þess að fólk
hafi áhuga á að skoða hann. Fyrir
skömmu voru forystumenn RSÍ á
ferðalagi á Austurlandi og heyrðu
þar skemmtilega sögu.
„Í haust kom til Austfjarða flokk-
ur þýskra túrista og þeir fór m.a. nið-
ur á Mjóafjörð í fallegu veðri. Þar
komu þeir niður á bryggjuna fyrir
neðan Brekku. Þar var sonur Vil-
hjálms fyrrv. ráðherra nýkominn að
á trillunni sinni og karlinn Vilhjálm-
ur kvikur og léttur á sér á áttræð-
isaldri var þar ásamt barnabörnum í
hörku aðgerð á bryggjunni. Vil-
hjálmur er þekktur fyrir að vilja hafa
eitthvað fyrir stafni og er kennari af
guðs náð og er þekktur fyrir að miðla
til barna þjóðlegum fróðleik og hand-
bragði. Hann sagði því börnunum
röggsamlega fyrir verkum.
Þjóðverjarnir tóku fram mynd-
bandsupptökuvélar sínar og tóku allt
upp af miklum áhuga. Á leið sinni til
baka spurðu þeir leiðsögumanninn
hvernig þeir kæmust í samband við
Vinnumálastofnun. Þeir væru með
myndefni þar sem fram kæmi að ver-
ið væri að þræla út háöldruðu gam-
almenni og barni, sem væri vitanlega
fullkomlega bannað, auk þess var
þetta við aðstæður sem væru í engu
samræmi við lágmarkstaðla Evrópu-
ráðs um aðbúnað á vinnustað.“
Reyndar er Vilhjálmur á níræðis-
aldri og væntanlega á Guðmundur við
lágmarksstaðla Evrópusambandsins
en ekki Evrópuráðsins. Sagan er hins
vegar góð.
x x x
VINKONA Víkverja tók fyrirnokkrum vikum á leigu bíl hjá
bílaleigunni Avis. Hún greiddi fyrir
bílinn með kreditkorti, en henni brá
hins vegar nokkuð þegar kortareikn-
ingurinn kom því að þar var rukkað
um nokkru hærri upphæð en bílaleig-
an hafði gefið upp þegar hún tók bíl-
inn á leigu. Skýringin á þessu er sú að
bílaleigan reiknaði gjaldið yfir í doll-
ara og síðan aftur yfir í krónur. Gengi
krónunnar hefur sem kunnugt er
lækkað mikið og þess vegna var kon-
unni gert að greiða meira fyrir bílinn
en bílaleigan gaf upp.
Eins og nærri má geta var konan
óánægð með þessa niðurstöðu enda
hafði ekki verið kynnt fyrir henni að
hún ætti að greiða leiguna í dollur-
um. Þvert á móti var henni sagt ná-
kvæmlega hver leigan á bílnum væri
í íslenskum krónum. Sú spurning
vaknar hvort íslensk fyrirtæki mega
selja vöru og þjónustu í dollurum og
hvort heimilt sé að gefa upp verð á
vöru og þjónustu í einum gjaldmiðli
og rukka síðan fyrir í öðrum.
x x x
ÞAÐ er oft sagt að mikilvægt sé aðsýna tillitssemi í umferðinni og
það er örugglega rétt. Stundum get-
ur hins vegar „tillitssemin“ gengið út
í öfgar. Í vikunni var Víkverji á ferð á
Miklubrautinni. Þegar Víkverji var
rétt kominn yfir gatnamótin við Háa-
leitisbraut hægði bíllinn fyrir framan
skyndilega ferðina. Víkverji náði
naumlega að forða árekstri þrátt fyr-
ir að bíll hans rynni til í hálkunni.
Ástæðan fyrir því að bíllinn hægði á
sér var sú að bíll fyrir framan hann
stansaði til að hleypa bíl inn á Miklu-
braut sem beið við biðskyldumerki
eftir því að komast inn á götuna!
ÉG er svo þakklát lítilli
stúlku sem ég veit engin
deili á að ég get vart orða
bundist. Þannig er mál
með vexti að ég gleymdi
tösku í Regnbogabíói á
sunnudaginn og tveimur
mínútum seinna var hún
að sjálfsögðu horfin.
Bækur, gjafir, sími,
snyrtidót, trefill og alls
kyns persónulegt smádót
horfið og ég vorkenndi
sjálfri mér býsna mikið á
meðan ég bölvaði Reykja-
vík, borg óttans, og öllum
hennar glæpamönnum
sem mest ég mátti.
Seinna um kvöldið frétti
ég af u.þ.b. tólf ára stúlku
sem var með tösku að
spyrja fólk á leiðinni út
hvort það kannaðist við
hana. Því næst fór hún á
löggustöðina og skilaði
töskunni með öllu inni-
haldi og skildi ekki einu
sinni eftir nafn. Svona
góðverk ber að launa og
mega allir taka þessa
stúlku sér til fyrirmyndar
og þakka ég henni inni-
lega fyrir. Hún bjargaði
mér algjörlega á þessum
síðustu og verstu tímum
og kom mér í hátíðar-
skap.
Takk. Takk. Takk.
Elísabet Ólafsdóttir.
Stúlkunni þakklát
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 bitur kuldi, 8 brotsjór, 9
töluðu um, 10 ýlfur, 11
svarar, 13 fugls, 15 samn-
ingabralls, 18 lítið, 21 af-
kvæmi, 22 ginna, 23 lík-
amshlutann, 24 í flokki
konungs.
LÓÐRÉTT:
2 lands, 3 heldur, 4
gabba, 5 snúin, 6 ævi-
skeið, 7 án raka, 12 um-
fram, 14 borg, 15 jarð-
vegur, 16 galdratilraun-
um, 17 rifa, 18 leika, 19
töldu, 20 sárabindi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 búkur, 4 gátur, 7 brölt, 8 ösnum, 9 aum, 11 tíst,
13 bali, 14 auður, 15 saup, 17 álka, 20 urt, 22 mágur, 23
Júðum, 24 rýmka, 25 niður.
Lóðrétt: 1 búbót, 2 kjöts, 3 rita, 4 gröm, 5 tunga, 6
romsi, 10 Urður, 12 tap, 13 brá, 15 sumar, 16 uggum, 18
loðið, 19 armur, 20 urta, 21 tjón.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Bjarni Ólafsson og
Mánafoss koma í dag.
Helgafell, Frár og
Dettifoss fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss og Ocean
Tiger fóru í gær. Katla
kom í gær, Haugifossur,
Polar Siglir og Ikan
Serong koma í dag.
Fréttir
Bókatíðindi 2001. Núm-
er fimmtudagsins 6. des.
er 57649.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, opin
handavinnustofan, bók-
band og öskjugerð, kl.
9.45–10 helgistund, kl.
10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan. Allar upp-
lýsingar í s. 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–9.45
leikfimi, kl. 9–12 mynd-
list, kl. 9–16 handavinna,
kl. 10–17 fótaaðgerð, kl.
14 dans.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga á föstudög-
um kl. 13.30. Kóræfing-
ar hjá Vorboðum, kór
eldri borgara í Mos-
fellsbæ á Hlaðhömrum
fimmtudaga kl. 17–19.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014 kl. 13-16. Uppl.
um fót-, hand- og and-
litssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566-8060 kl. 8-16.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9–
12 aðstoð við böðun, kl.
9–16.45 hárgreiðslu-
stofan opin, kl. 9–13
handavinnustofan opin,
kl. 9.30 danskennsla, kl.
14.30 söngstund.
Félagsstarf aldraðra
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 9 fótaaðgerð, kl.
10 hársnyrting, kl. 11
leikfimi, kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Mánud. 10.
des: Jólaupplestur í
Bókasafni Garðabæjar
kl. 17, spilað í Holtsbúð
kl. 13.30. Jólakaffi kl. 15,
föndurdagur í Kirkju-
hvoli neðri hæð kl.
13.30. miðvikud. 12. des:
Lögreglan í Garðabæ
býður í árlega ferð. Far-
ið verður í Svartsengi.
Rútur frá Kirkjuhvoli
og Holtsbúð kl. 13.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Pútt í Bæjarútgerðinni
kl. 10, glerskurður kl.
13. Á morgun er bridge
og tréútskurður í Lækj-
arskóla.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi.
Fimmtud.: Brids kl. 13.
Baldvin Tryggvason
verður til viðtals um
fjármál og leiðbeiningar
um þau mál á skrifstofu
FEB fimmtud. 6. des-
ember kl. 11–12. Panta
þarf tíma. Jólaferð
verður farin um Suð-
urnesin 17. des. Jóla-
ljósin skoðuð. Far-
arstjóri Sigurður
Kristinsson. Brottför
frá Glæsibæ kl. 15.
Skráning hafin. Silf-
urlínan er opin á mánu-
og miðvikudögum kl.
10–12. Skrifstofan er
flutt að Faxafeni 12,
sama símanúmer og áð-
ur. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Uppl. á skrif-
stofu FEB.
kl. 10–16 s. 588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
glerskurður, kl. 9–13
hárgreiðsla, kl. 9–16
böðun, kl. 10 leikfimi,
kl. 15.15 dans. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16
blöðin og kaffi.
Félagsstarfið, Furu-
gerði. Aðventuskemmt-
un verður haldin í kvöld
kl. 20. Veislustjóri
Gunnar Þorláksson,
hugvekja sr. Kristín
Pálsdóttir, smásaga
Jónína H. Jónsdóttir,
söngur Ágústa Ágústs-
dóttir, Furugerðiskór-
inn syngur undir stjórn
Ingunnar Guðmunds-
dóttur. Hátíðarkaffi.
Allir velkomnir.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug
kl. 9.30, Veitingar í veit-
ingabúð. Upplýsingar
um starfsemina á staðn-
um og í síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnnustofan op-
in, leiðbeinandi á staðn-
um, kl. 9.30 klippimynd-
ir og taumálun, kl. 9, kl.
9.05 og 9.50 leikfimi, kl.
13 gler- og postulíns-
málun, kl. 16.20 og kl.
17.15 kínversk leikfimi.
Aðventukaffi verður í
Gjábakka fimmtudag-
inn 6. des kl. 14. Á dag-
skrá verður m.a. Hug-
leiðing á aðventu, kór
Snælandsskóla syngur
jólalög, lesin jólasaga
og fjöldasöngur, Kaffi-
hlaðborð. Allir vel-
komnir.
Gullsmári, Gullsmára
13. Postulínsmálun kl.
9.15, jóga, kl. 9.05 brids,
kl. 13 handavinnn-
ustofan opin, leiðbein-
andi á staðnum.
Hraunbær 105. Kl. 9
opin vinnustofa, búta-
saumur, kortagerð og
perlusaumur, kl. 9.45
boccia, kl. 14 félagsvist.
Föstudaginn 7. desem-
ber verður jólahlað-
borð, húsið opnað kl.
17.30, ræðumaður Sig-
urður Sigurðarson
dýralæknir, kór leik-
skólans Núps syngur
jólalög undir stjórn
Kristínar Þórisdóttur,
sr. Sigrún Óskarsdóttir
verður með hugvekju,
Ágústa Sigrún Ágústs-
dóttir syngur einsöng,
veislustjóri Jónína
Bjartmarz alþing-
ismaður. Upplýsingar í
síma 587-2888.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og bútasaumur,
kl. 10 boccia, kl. 13
handavinna, kl. 14 fé-
lagsvist. Hársnyrting og
fótsnyrting. Jólafagn-
aður Félagsmiðstöðv-
arinnar í Hvassaleiti
verður haldin föstud. 14.
des. kl. 19. Húsið opnað
kl. 18:30. Ýmislegt til
skemmtunar, góður
matur, söngur, gleði og
jólalegt umhverfi. Miða-
pantanir á skrifstofunni
og í s. 588-9335. Sækja
þarf miðana eigi síðar
en miðvikud. 12. des.
fyrir kl. 17.
Norðurbrún 1. Kl. 9 tré-
skurður og opin vinnu-
stofa, kl. 10–11 ganga,
kl. 10–15 leirmun-
anámskeið.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–12 aðstoð við
böðun, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13–14 leik-
fimi, kl. 13–16 kóræfing,
kl. 17–20 leirmótun.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og boccia, kl. 13
handmennt og frjálst
spil, kl. 14 leikfimi. Að-
ventu- og jólafagnaður
verður 6. desember.
Jólahlaðborð, ýmislegt
til skemmtunar. Skrán-
ing í s. 561-0300.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45. Spil hefst kl.
13.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Kl. 19 tafl
í Rauða sal.
Sjálfboðamiðstöð
Rauða krossins, Hverf-
isgötu 105. Kl. 13–16
prjónað fyrir hjálp-
arþurfi erlendis. Efni á
staðnum. Allir velkomn-
ir.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leik-
fimi kl. 11 í Bláa salnum.
Kvenfélag Grens-
ássóknar. Jólafundurinn
verður mánud. 10. des.
og hefst með jóla-
dagskrá í kirkjunni kl.
20, síðan verða veitingar
og happdrætti í safn-
aðarheimilinu.
Kvenfélag Fríkirkj-
unnar í Reykjavík. Jóla-
fundirinn verður í safn-
aðarheimili Laufásvegi
13, í kvöld kl. 19.30.
Munið eftir jólapökk-
unum.
Kristniboðsfélags
kvenna, Kristniboðs-
salnum Háaleitisbraut
58-60. Biblíulestur kl. 17
í umsjá Benedikts Arn-
kelssonar. Allar konur
velkomnar.
Kvenfélags Bústaða-
sóknar heldur jólafund í
Safnaðarheimilinu
mánud. 10. des. kl.
19.30. Jólamatur, upp-
lestur, happdrætti,
söngur og helgistund.
Í dag er fimmtudagur 6. desember,
340. dagur ársins 2001. Nikulás-
messa. Orð dagsins: Sá sem gætir
munns síns, varðveitir líf sitt, en
glötun er búin þeim, er ginið glennir.
(Orðskv. 13, 3.)