Morgunblaðið - 06.12.2001, Page 69
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 69
ÞJÓÐVEGUR 7
Nationale 7
GAMAN/DRAMA
Frakkland, 2000. Myndform VHS. Bönn-
uð innan 12 ára. Leikstjórn: Jean-Pierre
Sinapi. Aðalhlutverk: Nadia Kaci, Olivier
Gourmet, Said Taghmaoui og Chantal
Neuwirth.
ÞJÓÐVEGUR 7 er kvikmynd sem
tvímælalaust sker sig úr hinu fremur
einsleita framboði myndbandaleign-
anna. Þar segir frá íbúum sambýlis
nokkurs sem er skammt utan við
þjóðveginn í franskri sveit. Aðalper-
sónan er menntamaðurinn René sem
þjáist af alvarleg-
um lömunarsjúk-
dómi. Hann er bit-
ur yfir hlutskipti
sínu og bregst við
því með því að sýna
öllum í kringum sig
særandi and-
styggð. Við kynn-
umst einnig öðrum
vistmönnum og starfsmönnum sam-
býlisins, á náinn og persónulegan
hátt, en í lok myndarinnar kemur
óvænt í ljós að myndin er byggð á
sögu raunverulegra persóna.
Kvikmyndin fjallar síðan um það
þegar Julie, ný starfskona býlisins,
ákveður að reyna að uppfylla óskir
René um að njóta kynlífs á meðan
hann enn getur, með því að leita á
náðir vændiskvennanna sem búa og
starfa í hjólhýsum við þjóðveginn.
Það er franski leikstjórinn Jean
Pierre Sinapi sem skrifar myndina
og leikstýrir henni, og beitir hann
þar hráum og „heimildarmyndaleg-
um“ aðferðum í anda dogma-stílsins
danska, sem virka vel og gefa dálítið
eldfimu efni eðlilegan og ótilgerðar-
legan blæ. En aðferðirnar eru fyrst
og fremst leið Sinapi til að miðla
mannlegri sýn á viðfangsefni, þar
sem fjallað er um ástir, þrár og
sjálfsmynd fólks sem samfélags-
stofnunin hefur dæmt úr leik. Heiða Jóhannsdóttir
Franskt
dogma
FRÆGÐ
(Stardom)
HÆÐNISHEIMILDARMYND
Kanada/Frakkland 2000. (100 mín.)
Myndform VHS. Bönnuð innan 16 ára.
Leikstjórn Denys Archand. Aðalhlutverk
Jessica Paré, Dan Aykroyd.
ÞAÐ eina sem þessi ádeilumynd í
hæðnisheimildarmyndastíl sannar er
að þótt vel sé meint þá tekst ekki allt-
af að hitta í mark.
Það er klárt mál að höfundurinn
Archand ætlaði sér aldeilis að af-
greiða grimman og gervilegan tísku-
heiminn í eitt skipti
fyrir öll. Enginn átti
að geta litið fyrir-
sætustarfið sömu
augum eftir að hafa
séð myndina. En
skot hans geigaði
næstum algjörlega.
Kannski út af því að
hinn lánlausi
Aykroyd átti hlut
að máli? Ætli það, varla hægt að
kenna þeim fornfræga gamanleikara
um bara fyrir að vera heillum horfinn.
Nei, stóra meinið er „handritið“, að
ádeilan, broddurinn er svo vita bitlaus
að hann stingur nákvæmlega ekki vit-
und, sama hversu mikið er þjösnast á
áhorfandanum með hinum dæmi-
gerðu hæðnisheimildarmyndastælum
sem flestir ef ekki allir kvikmynda-
unnendur ættu að vera farnir að
þekkja. Þreyttur og þunnur þrett-
ándi. Áfram humar og frægð! Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Humar og
frægð KYLIE Minogue sópaði að sér hin-um spánnýju Top of the Pops
verðlaunum þegar þau voru af-
hent með viðhöfn í fyrsta sinn um
síðustu helgi. Gamla Nágranna-
stjarnan fékk verðlaun fyrir besta
lag ársins „Can’t Get You Out Of
My Head“ og einnig tónleikaferð-
ina „On A Night Light This“, sem
þykir hafa skarað framúr hvað
varðar skemmtanagildi og glæsi-
leika.
Það var líka greinilegt er hún
kom fram og söng fyrir hátíð-
argesti að hún átti hug þeirra all-
an og óskiptan þrátt fyrir að aðr-
ar söngdívur á borð við Jennifer
Lopez og Mariah Carey hefðu
einnig komið fram og gert sitt
besta til að fá hluta athyglinnar.
Hápunktur hátíðarinnar var þó
þegar handhafar Top of the Pops
verðlaunanna fyrir plötu ársins,
Travis, tóku lagið „Here Comes
The Sun“ til minningar um höfund
þessa sígilda lags, George Harri-
son.
Sir Paul McCartney var fyrstur
til að verða innlimaður í sérstaka
„frægðarhöll“ Top of the Pops.
Vegna dauðsfalls gamla vinar síns
treysti hann sér ekki til að veita
viðurkenningunni viðtöku en
sendi skilaboð þar sem hann til-
einkaði Harrison heiðurinn.
Aðrir sem hlutu verðlaun á há-
tíðinni voru m.a. Westlife, sem val-
in var besta poppsveitin, Destiny’s
Child sem besta R&B sveitin og
Nelly Furtado sem besti nýliðinn.
Síðast en ekki síst var Jennifer
Lopez útnefnd stærsta popp-
stjarnan í heiminum í dag.
Hátíð Kylie
AP
Kylie kom, sá og sigraði, í gömlum
Nágrannakjól að því er virtist.
Reuters
Mariah Carey kom, sá og tapaði
– í efnislitlum kjól að vanda.
Fyrsta Top of the Pops-verðlaunahátíðin