Morgunblaðið - 13.12.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 13.12.2001, Síða 20
SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÍTILL munur er á álögum sveitar- félaganna á Suðurnesjum á íbúana og hafa fjögur sveitarfélög af fimm óbreytt útsvar á næsta ári. Vatns- leysustrandarhreppur einn nýtir þá heimild sem veitt hefur verið til að hækka útsvarið. Meðalfjölskylda í Vogunum gæti því þurft að greiða 10–20 þúsund kr. meira í útsvar á næsta ári en fjölskylda í Sandgerði þar sem útsvarið er lægst. Fast- eignagjöldin verða svipuð hjá sveit- arfélögunum fimm þegar upp verður staðið þótt þau séu lögð á með aðeins mismunandi hætti. Sum sveitar- félögin lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu frá því sem nú er, vegna hækkunar fast- eignamats húsa og lóða í kjölfar end- urskoðunar matsins, en flest fá aukn- ar tekjur með því að halda álagningarhlutfalli óbreyttu eða lækka það minna en nemur hækkun matsins. Munar 10–20 þúsund krónum á ári Sveitarstjórnarmenn eru þessar vikurnar að vinna í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Í tengslum við þá vinnu þarf að ákveða álagningarhlut- fall útsvars og fasteignagjalda og eru línur farnar að skýrast mjög í þeim efnum. Fjórar sveitarstjórnir á Suður- nesjum lögðu á 12,7% útsvar í ár en Sandgerðisbær lagði á heldur lægra útsvar, eða 12,6%. Sveitarfélögin í landinu hafa nú fengið heimild til að hækka útsvar um 0,33%, upp í 13,03% að hámarki. Sveitarfélögin hafa öll verið eða eru í verulegum framkvæmdum og sum þeirra, eins og til dæmis Vatns- leysustrandarhreppur og Reykja- nesbær, skulda mikið. Flestir telja þörf á að auka tekjur sveitarfélag- anna til þess að standa undir rekstri og fjárfestingum. Þó varð niðurstað- an sú hjá fjórum sveitarstjórnum að halda óbreyttu útsvari á næsta ári. Lægsta útsvarið verður sem fyrr í Sandgerði, 12,6%, en hæst í Vatns- leysustrandarhreppi sem nýtir sér að fullu heimild til álagningar út- svars, leggur á 13,03%. Vatnsleysustrandarhreppur stendur í miklum fjárfestingum vegna stækkunar byggðarinnar í Vogum og hefur skuldsett sig mikið vegna þeirra. Telur sveitarstjórnin því ekki mögulegt annað en að nýta heimild til hækkunar útsvars. Sá munur sem er á útsvarinu í Sand- gerði og Vogum gæti leitt til þess að meðalfjölskylda í Vogum þyrfti að greiða 10–20 þúsund krónum hærra útsvar á næsta ári en sambærileg fjölskylda í Sandgerði. Kosningar og peningar frá hitaveitunni Ákvörðunin um að halda óbreyttu útsvari virðist hafa verið mörgum erfið. Til dæmis var komin fram til- laga í bæjarráði Sandgerðisbæjar um 0,3% hækkun útsvarsins en meirihluti bæjarstjórnar féll frá hækkun á síðari stigum. Menn telja almennt að þörf sé fyrir hækkun, að minnsta kosti þegar til lengri tíma er litið. Á móti vegur að sveitarfélögin á Suðurnesjum fá verulegar arð- greiðslur frá Hitaveitu Suðurnesja á þessu ári og í byrjun næsta árs sem léttir á fjárhag þeirra nú um stundir. Í heild nema greiðslurnar frá Hita- veitunni á annan milljarð kr. og koma því tugir og hundruð milljóna í hlut hvers og eins. Þá er ekki ólíklegt að sveitarstjórnarkosningarnar í vor hafi haft áhrif á þessar ákvarðanir þótt enginn sveitarstjórnarmaður kjósi að nefna þá skýringu opinber- lega. Þegar ákvarðanir eru teknar um útsvar líta sveitarstjórnarmenn mjög til þess hvað gert er í öðrum sveitarfélögum, ekki síst í nágranna- byggðum, og því verður niðurstaðan yfirleitt svipuð. Bendir það til þess að nokkur samkeppni ríki milli sveit- arfélaganna um íbúa því að enginn vill skera sig úr með áberandi háar álögur. Vatnsleysustrandarhreppur hefur ekki getað haldið sig í sama farinu og hin sveitarfélögin vegna slæmrar fjárhagsstöðu nú um stund- ir. Hlýtur það að hafa verið erfið ákvörðun hjá sveitarstjórn minnsta sveitarfélagsins að taka slíka ákvörð- un en hún getur vísað til nágrannans í austri, Hafnarfjarðarbæjar, sem einnig er að stækka byggðina og nýt- ir sér heimild til hækkunar útsvars. Fasteignamat hækkaði verulega í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum við endurmat í haust. Áberandi er hvað mat á landi hækkaði mikið ann- ars staðar en í Sandgerði. Til dæmis þrefaldaðist lóðamat í Gerðahreppi að meðaltali og meira en tvöfaldaðist í Vatnsleysustrandarhreppi. Fasteignagjöld hækka vegna endurmats eigna Sveitarfélögin leggja 0,36% fast- eignaskatt á íbúðarhúsnæði og lóðir, nema Grindavíkurbær sem leggur á 0,376%. Er þessi álagning langt und- ir lögleyfðu hámarki sem er 0,625%. Að viðbættu holræsagjaldi og vatns- gjaldi sem er að meðaltali samtals 0,30% til viðbótar nema þessi gjöld í heildina 0,66 til 0,68% af fasteigna- mati, eins og sést á meðfylgjandi töflu. Hæsta hlutfallið er í Reykja- nesbæ og gæti fasteignaeigandi þar þurft að greiða tvö til þrjú þúsund kr. meira til sveitarfélagsins í þessi gjöld en húseigandi í Garði svo dæmi sé tekið. Á móti kemur að ekki er lagt á sorpeyðingargjald í Reykja- nesbæ og jafnast álögurnar út með þeim hætti. Munurinn virðist því vera hverfandi milli sveitarfélaganna þegar litið er á fasteignagjöldin í heild. Fasteignaskattsprósentan hefur verið 0,4% í Grindavík, Garði og Vog- um en lækkunin nú er sögð gerð til að koma til móts við húseigendur vegna hækkunar fasteignamatsins í haust. Reykjanesbær og Gerða- hreppur voru með lægri álagningar- prósentu en hinir bæirnir og lækka hana ekki frekar. Það hefur í för með sér að tekjur þessara tveggja sveit- arfélaga hækka á næsta ári um sem nemur hækkun fasteignamats um- fram almennar verðlagsbreytingar. Mat húsa og lóða í Reykjanesbæ hækkaði að meðaltali um 13% og um 30% í Gerðahreppi. Eigandi húss í Garðinum sem met- ið var á 10 milljónir króna þurfti að greiða 66 þúsund kr. í fasteignaskatt og holræsa- og vatnsgjald. Ef mat húss og lóðar hefur hækkað um með- altalið við endurmatið í haust þarf sami maður að greiða 20 þúsund krónum meira, eða um 86 þúsund krónur. Sveitarstjórinn í Garði met- ur það svo að tekjur sveitarfélagsins aukist um 6 milljónir á næsta ári vegna matshækkunarinnar en odd- viti minnihlutans telur að gjöld Garðsmanna hækki um 7–10 milljón- ir á næsta ári, umfram verðlags- breytingar. Sandgerðisbær og Vatnsleysu- strandarhreppur munu einnig auka tekjur sínar af fasteignaskatti, um- fram verðlagsbreytingar. Sem dæmi má nefna að fasteignamat í Sand- gerði hækkar að meðaltali um 28% á meðan fasteignaskattsprósentan lækkar um 10%. Ekki hefur verið tekið tillit til atvinnuhúsnæðis við þennan samanburð, sem er inni í meðaltalstölum um fasteignamatið. Álagningarprósentur þess breytast í flestum tilvikum í takt við álagningu á íbúðarhúsnæði. Þó er ljóst að þrátt fyrir lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts auka flest sveitar- félögin tekjur sínar verulega vegna hækkunar matsins í haust enda segja sumir sveitarstjórnarmenn að þar hafi aðeins verið um að ræða leið- réttingu á matinu. Hlutfall lóðarleigu lækkað Verulegar breytingar verða víða á lóðarleigu sem sveitarfélögin inn- heimta af þeim sem eiga hús á landi þeirra. Sveitarfélögin hafa innheimt um 2% lóðarleigu af fasteignamati, Grindavíkurbær heldur lægri leigu og Vatnsleysustrandarhreppur um 3%. Vatnsleysustrandarhreppur, Gerðahreppur og Grindavíkurbær lækka leiguhlutfallið vegna hækkun- ar fasteignamatsins í haust. Sem dæmi er leigan í Gerðahreppi lækk- uð úr 2 prósentum í 1% og í Vatns- leysustrandarhreppi úr 3 í 1,4%. Í þessum sveitarfélögum hækkaði lóðamat mest, meira en tvöfaldaðist. Bæði í Garði og Vogum er verulegur hluti lóða í einkaeigu og er það í báð- um tilvikum yfirlýst markmið lækk- unar á leiguhlutfalli að hvetja aðra landeigendur til þess að lækka einn- ig leiguna. Leigan verður óbreytt í Reykja- nesbæ, 2%, þrátt fyrir að landmat hafi hækkað verulega, eða um 87% að meðaltali. Raunar innheimtist 2% lóðarleiga af fáum fasteignum í Reykjanesbæ því að notast hefur verið við gamla leigusamninga sem miðast við tímakaup verkamanna og stærð lóðar. Stór hluti lóðanna í bænum er í eigu einkaaðila sem inn- heimta sjálfir lóðarleigu og miðast hún yfirleitt við tímakaup. Lítill munur á álagningu útsvars og fasteignagjalda milli sveitarfélaganna Álögur aukast vegna endurmats fasteigna Þótt sveitarfélögin á Suðurnesjum haldi flest útsvarshlutfalli óbreyttu aukast tekjur þeirra vegna hækkunar fasteignamats um- fram verðlagshækkanir og lækkun fast- eignaskattshlutfalls. Helgi Bjarnason kynnti sér áform um álagningu skatta á ein- staklinga á næsta fjárhagsári. helgi@mbl.is Suðurnes                  ! "     "## $   %      &'( &'( &') &'( &*'*      *%( )% )% )% )%      ' &'+ ' &' &'+   ,    #,    -.        ')/ ')() ')) ')) ')) 0   ! ,    VARNARLIÐIÐ hefur veitt Olíufé- laginu hf., ESSO, viðurkenningu fyrir örugga og góða þjónustu við Bandaríkjaher á árinu. Dean M. Kiyohara yfirforingi afhenti Geir Magnússyni forstjóra viðurkenning- arskjöld og heiðursskjal við athöfn í Knútsstöð á Keflavíkurflugvelli. Við athöfnina var vikið að björg- unarleiðangri þyrlna varnarliðsins á Snæfellsnes síðastliðið föstudags- kvöld. Flotaforinginn þakkaði starfsmönnum Olíufélagsins á Keflavíkurflugvelli sérstaklega fyr- ir þeirra þátt í að búa þyrlur Varn- arliðsins skjótt og vel undir afar erfitt björgunarflug. Viðurkenning Varnarliðsins á rætur að rekja til árlegrar úttektar á bandarískum herstöðvum í Bandaríkjunum og utan Bandaríkj- anna. Þar er kerfisbundið farið yfir rekstur, viðhald, umhverfi og starf- semi í herstöðvunum og kannað hvort settum reglum sé framfylgt. Herstöð í Norfolk fékk viðurkenn- ingu fyrir bestu frammistöðuna í ár en herstöðin á Íslandi hreppti annað sætið. Bandaríkjaher þótti síðan efni til að veita Olíufélaginu hf., ESSO, sérstaka viðurkenningu fyrir vel unnin störf á árinu. Geir Magnússon forstjóri tekur við viðurkenningarskildinum úr hendi Dean M. Kiyohara yfirforingja. Olíufélag- ið heiðrað fyrir góða þjónustu Keflavíkurflugvöllur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.