Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÍTILL munur er á álögum sveitar- félaganna á Suðurnesjum á íbúana og hafa fjögur sveitarfélög af fimm óbreytt útsvar á næsta ári. Vatns- leysustrandarhreppur einn nýtir þá heimild sem veitt hefur verið til að hækka útsvarið. Meðalfjölskylda í Vogunum gæti því þurft að greiða 10–20 þúsund kr. meira í útsvar á næsta ári en fjölskylda í Sandgerði þar sem útsvarið er lægst. Fast- eignagjöldin verða svipuð hjá sveit- arfélögunum fimm þegar upp verður staðið þótt þau séu lögð á með aðeins mismunandi hætti. Sum sveitar- félögin lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu frá því sem nú er, vegna hækkunar fast- eignamats húsa og lóða í kjölfar end- urskoðunar matsins, en flest fá aukn- ar tekjur með því að halda álagningarhlutfalli óbreyttu eða lækka það minna en nemur hækkun matsins. Munar 10–20 þúsund krónum á ári Sveitarstjórnarmenn eru þessar vikurnar að vinna í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Í tengslum við þá vinnu þarf að ákveða álagningarhlut- fall útsvars og fasteignagjalda og eru línur farnar að skýrast mjög í þeim efnum. Fjórar sveitarstjórnir á Suður- nesjum lögðu á 12,7% útsvar í ár en Sandgerðisbær lagði á heldur lægra útsvar, eða 12,6%. Sveitarfélögin í landinu hafa nú fengið heimild til að hækka útsvar um 0,33%, upp í 13,03% að hámarki. Sveitarfélögin hafa öll verið eða eru í verulegum framkvæmdum og sum þeirra, eins og til dæmis Vatns- leysustrandarhreppur og Reykja- nesbær, skulda mikið. Flestir telja þörf á að auka tekjur sveitarfélag- anna til þess að standa undir rekstri og fjárfestingum. Þó varð niðurstað- an sú hjá fjórum sveitarstjórnum að halda óbreyttu útsvari á næsta ári. Lægsta útsvarið verður sem fyrr í Sandgerði, 12,6%, en hæst í Vatns- leysustrandarhreppi sem nýtir sér að fullu heimild til álagningar út- svars, leggur á 13,03%. Vatnsleysustrandarhreppur stendur í miklum fjárfestingum vegna stækkunar byggðarinnar í Vogum og hefur skuldsett sig mikið vegna þeirra. Telur sveitarstjórnin því ekki mögulegt annað en að nýta heimild til hækkunar útsvars. Sá munur sem er á útsvarinu í Sand- gerði og Vogum gæti leitt til þess að meðalfjölskylda í Vogum þyrfti að greiða 10–20 þúsund krónum hærra útsvar á næsta ári en sambærileg fjölskylda í Sandgerði. Kosningar og peningar frá hitaveitunni Ákvörðunin um að halda óbreyttu útsvari virðist hafa verið mörgum erfið. Til dæmis var komin fram til- laga í bæjarráði Sandgerðisbæjar um 0,3% hækkun útsvarsins en meirihluti bæjarstjórnar féll frá hækkun á síðari stigum. Menn telja almennt að þörf sé fyrir hækkun, að minnsta kosti þegar til lengri tíma er litið. Á móti vegur að sveitarfélögin á Suðurnesjum fá verulegar arð- greiðslur frá Hitaveitu Suðurnesja á þessu ári og í byrjun næsta árs sem léttir á fjárhag þeirra nú um stundir. Í heild nema greiðslurnar frá Hita- veitunni á annan milljarð kr. og koma því tugir og hundruð milljóna í hlut hvers og eins. Þá er ekki ólíklegt að sveitarstjórnarkosningarnar í vor hafi haft áhrif á þessar ákvarðanir þótt enginn sveitarstjórnarmaður kjósi að nefna þá skýringu opinber- lega. Þegar ákvarðanir eru teknar um útsvar líta sveitarstjórnarmenn mjög til þess hvað gert er í öðrum sveitarfélögum, ekki síst í nágranna- byggðum, og því verður niðurstaðan yfirleitt svipuð. Bendir það til þess að nokkur samkeppni ríki milli sveit- arfélaganna um íbúa því að enginn vill skera sig úr með áberandi háar álögur. Vatnsleysustrandarhreppur hefur ekki getað haldið sig í sama farinu og hin sveitarfélögin vegna slæmrar fjárhagsstöðu nú um stund- ir. Hlýtur það að hafa verið erfið ákvörðun hjá sveitarstjórn minnsta sveitarfélagsins að taka slíka ákvörð- un en hún getur vísað til nágrannans í austri, Hafnarfjarðarbæjar, sem einnig er að stækka byggðina og nýt- ir sér heimild til hækkunar útsvars. Fasteignamat hækkaði verulega í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum við endurmat í haust. Áberandi er hvað mat á landi hækkaði mikið ann- ars staðar en í Sandgerði. Til dæmis þrefaldaðist lóðamat í Gerðahreppi að meðaltali og meira en tvöfaldaðist í Vatnsleysustrandarhreppi. Fasteignagjöld hækka vegna endurmats eigna Sveitarfélögin leggja 0,36% fast- eignaskatt á íbúðarhúsnæði og lóðir, nema Grindavíkurbær sem leggur á 0,376%. Er þessi álagning langt und- ir lögleyfðu hámarki sem er 0,625%. Að viðbættu holræsagjaldi og vatns- gjaldi sem er að meðaltali samtals 0,30% til viðbótar nema þessi gjöld í heildina 0,66 til 0,68% af fasteigna- mati, eins og sést á meðfylgjandi töflu. Hæsta hlutfallið er í Reykja- nesbæ og gæti fasteignaeigandi þar þurft að greiða tvö til þrjú þúsund kr. meira til sveitarfélagsins í þessi gjöld en húseigandi í Garði svo dæmi sé tekið. Á móti kemur að ekki er lagt á sorpeyðingargjald í Reykja- nesbæ og jafnast álögurnar út með þeim hætti. Munurinn virðist því vera hverfandi milli sveitarfélaganna þegar litið er á fasteignagjöldin í heild. Fasteignaskattsprósentan hefur verið 0,4% í Grindavík, Garði og Vog- um en lækkunin nú er sögð gerð til að koma til móts við húseigendur vegna hækkunar fasteignamatsins í haust. Reykjanesbær og Gerða- hreppur voru með lægri álagningar- prósentu en hinir bæirnir og lækka hana ekki frekar. Það hefur í för með sér að tekjur þessara tveggja sveit- arfélaga hækka á næsta ári um sem nemur hækkun fasteignamats um- fram almennar verðlagsbreytingar. Mat húsa og lóða í Reykjanesbæ hækkaði að meðaltali um 13% og um 30% í Gerðahreppi. Eigandi húss í Garðinum sem met- ið var á 10 milljónir króna þurfti að greiða 66 þúsund kr. í fasteignaskatt og holræsa- og vatnsgjald. Ef mat húss og lóðar hefur hækkað um með- altalið við endurmatið í haust þarf sami maður að greiða 20 þúsund krónum meira, eða um 86 þúsund krónur. Sveitarstjórinn í Garði met- ur það svo að tekjur sveitarfélagsins aukist um 6 milljónir á næsta ári vegna matshækkunarinnar en odd- viti minnihlutans telur að gjöld Garðsmanna hækki um 7–10 milljón- ir á næsta ári, umfram verðlags- breytingar. Sandgerðisbær og Vatnsleysu- strandarhreppur munu einnig auka tekjur sínar af fasteignaskatti, um- fram verðlagsbreytingar. Sem dæmi má nefna að fasteignamat í Sand- gerði hækkar að meðaltali um 28% á meðan fasteignaskattsprósentan lækkar um 10%. Ekki hefur verið tekið tillit til atvinnuhúsnæðis við þennan samanburð, sem er inni í meðaltalstölum um fasteignamatið. Álagningarprósentur þess breytast í flestum tilvikum í takt við álagningu á íbúðarhúsnæði. Þó er ljóst að þrátt fyrir lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts auka flest sveitar- félögin tekjur sínar verulega vegna hækkunar matsins í haust enda segja sumir sveitarstjórnarmenn að þar hafi aðeins verið um að ræða leið- réttingu á matinu. Hlutfall lóðarleigu lækkað Verulegar breytingar verða víða á lóðarleigu sem sveitarfélögin inn- heimta af þeim sem eiga hús á landi þeirra. Sveitarfélögin hafa innheimt um 2% lóðarleigu af fasteignamati, Grindavíkurbær heldur lægri leigu og Vatnsleysustrandarhreppur um 3%. Vatnsleysustrandarhreppur, Gerðahreppur og Grindavíkurbær lækka leiguhlutfallið vegna hækkun- ar fasteignamatsins í haust. Sem dæmi er leigan í Gerðahreppi lækk- uð úr 2 prósentum í 1% og í Vatns- leysustrandarhreppi úr 3 í 1,4%. Í þessum sveitarfélögum hækkaði lóðamat mest, meira en tvöfaldaðist. Bæði í Garði og Vogum er verulegur hluti lóða í einkaeigu og er það í báð- um tilvikum yfirlýst markmið lækk- unar á leiguhlutfalli að hvetja aðra landeigendur til þess að lækka einn- ig leiguna. Leigan verður óbreytt í Reykja- nesbæ, 2%, þrátt fyrir að landmat hafi hækkað verulega, eða um 87% að meðaltali. Raunar innheimtist 2% lóðarleiga af fáum fasteignum í Reykjanesbæ því að notast hefur verið við gamla leigusamninga sem miðast við tímakaup verkamanna og stærð lóðar. Stór hluti lóðanna í bænum er í eigu einkaaðila sem inn- heimta sjálfir lóðarleigu og miðast hún yfirleitt við tímakaup. Lítill munur á álagningu útsvars og fasteignagjalda milli sveitarfélaganna Álögur aukast vegna endurmats fasteigna Þótt sveitarfélögin á Suðurnesjum haldi flest útsvarshlutfalli óbreyttu aukast tekjur þeirra vegna hækkunar fasteignamats um- fram verðlagshækkanir og lækkun fast- eignaskattshlutfalls. Helgi Bjarnason kynnti sér áform um álagningu skatta á ein- staklinga á næsta fjárhagsári. helgi@mbl.is Suðurnes                  ! "     "## $   %      &'( &'( &') &'( &*'*      *%( )% )% )% )%      ' &'+ ' &' &'+   ,    #,    -.        ')/ ')() ')) ')) ')) 0   ! ,    VARNARLIÐIÐ hefur veitt Olíufé- laginu hf., ESSO, viðurkenningu fyrir örugga og góða þjónustu við Bandaríkjaher á árinu. Dean M. Kiyohara yfirforingi afhenti Geir Magnússyni forstjóra viðurkenning- arskjöld og heiðursskjal við athöfn í Knútsstöð á Keflavíkurflugvelli. Við athöfnina var vikið að björg- unarleiðangri þyrlna varnarliðsins á Snæfellsnes síðastliðið föstudags- kvöld. Flotaforinginn þakkaði starfsmönnum Olíufélagsins á Keflavíkurflugvelli sérstaklega fyr- ir þeirra þátt í að búa þyrlur Varn- arliðsins skjótt og vel undir afar erfitt björgunarflug. Viðurkenning Varnarliðsins á rætur að rekja til árlegrar úttektar á bandarískum herstöðvum í Bandaríkjunum og utan Bandaríkj- anna. Þar er kerfisbundið farið yfir rekstur, viðhald, umhverfi og starf- semi í herstöðvunum og kannað hvort settum reglum sé framfylgt. Herstöð í Norfolk fékk viðurkenn- ingu fyrir bestu frammistöðuna í ár en herstöðin á Íslandi hreppti annað sætið. Bandaríkjaher þótti síðan efni til að veita Olíufélaginu hf., ESSO, sérstaka viðurkenningu fyrir vel unnin störf á árinu. Geir Magnússon forstjóri tekur við viðurkenningarskildinum úr hendi Dean M. Kiyohara yfirforingja. Olíufélag- ið heiðrað fyrir góða þjónustu Keflavíkurflugvöllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.