Morgunblaðið - 13.12.2001, Síða 41

Morgunblaðið - 13.12.2001, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 41 BOB Woodward kom inn ífréttastofu The Wash-ington Post nokkrumklukkustundum eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september og spurði aðalritstjór- ann: „Hvað viltu að ég geri?“ Seymour Hersh var þá á skrif- stofu sinni í Washington að hringja í heimildarmenn sína í bandarísku leyniþjónustunni, nýta sér sam- bönd sem hann hafði ræktað í þrjá áratugi. Ritstjóri The New Yorker hafði hringt í hann, jafnvel áður en turnar World Trade Center hrundu, og sagt: „Þú skrifar um þetta næsta árið.“ Á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru frá árásunum hafa nokkrar af athyglisverðustu og umdeildustu upplýsingunum um hryðjuverkin og eftirmál þeirra komið fram í greinum eftir þessa tvo blaðamenn. Woodward skýrði t.a.m. fyrstur frá hryðjuverka- og trúarhandbók sem flugræningj- arnir skildu eftir. Hersh skýrði meðal annars frá hlerunum Þjóð- aröryggisstofnunar Bandaríkj- anna, NSA, þar sem innbyrðis deil- ur konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu voru afhjúpaðar. Fyrir þremur áratugum keppt- ust þessir blaðamenn um að af- hjúpa Watergate-hneykslið – Woodward og Carl Bernstein voru hvað eftir annað fyrstir með frétt- irnar fyrir The Washington Post og Hersh sá til þess að The New York Times komst á sporið. Nú eru þeir aftur komnir í hlut- verk rannsóknarblaðamannsins. Sá munur er hins vegar á að þeir eru báðir orðnir eilífir augnakarlar í bandarísku höfuðborginni. Wood- ward, sem er 58 ára, hefur skrifað sex bækur um pólitíska atburði í Washington á bak við tjöldin og er þar orðinn nokkurs konar löggiltur innanbúðarmaður. Hersh, sem er 64 ára, er hins vegar utangarðs- maður til frambúðar vegna gagn- rýninna bóka sinna um Henry Kissinger, leyniþjónustuna CIA og John F. Kennedy. Viðhorf þeirra hafa einnig breyst. Hersh sakaði t.a.m. leyni- þjónustuna árið 1974 um að fara of- fari og brjóta landslög með því að njósna um Bandaríkjamenn. Hann lýsir henni nú sem geldri stofnun í fjötrum skriffinna – nokkurs konar Prómeþeifi sem Seifur hegndi með því að fjötra við sjávarhamra þar sem örn kroppaði lifur hans. „CIA stendur illa í stykkinu,“ skrifaði Hersh í The New Yorker í síðasta mánuði. „Frá upplausn Sovétríkjanna 1991 hefur CIA orð- ið að æ meira skriffinnskubákni og verið tregt til að taka áhættu.“ „Skriftafaðir“ embættismanna Breytingin á hlutverki Wood- wards hófst skömmu eftir að Wat- ergate-hneykslinu lauk með af- sögn Richards Nixons árið 1974. Blaðamaðurinn sem var eitur í beinum stjórnar Nixons er orðinn að „skriftaföður margra háttsettra embættismanna“, eins og gamall samstarfsmaður Woodwards, Scott Armstrong, orðaði það. Greinar Woodwards bera með sér að hann hefur greiðan aðgang að æðstu embættismönnum Hvíta hússins. Woodward lýsti talibön- um sem strengjabrúðum í höndum bin Ladens í grein sem birt var í The Washington Post 11. október og Morgunblaðinu daginn eftir, en hún hófst svo: „Stuðningur Osama bin Ladens við talibana í Afganist- an er talinn jafngilda 100 milljón- um Bandaríkjadala. Þar ræðir um bein fjárframlög í reiðufé og hern- aðarstuðning á síðustu fimm árum. Enginn einn maður eða samtök styðja talibana-stjórnina með sam- bærilegum hætti, að því er segir í leynilegri skýrslu til George Bush forseta og helstu þjóðaröryggis- ráðgjafa hans, sem þeim var fengin nýlega.“ Beita ólíkum aðferðum Ekki er alveg rétt að líta svo á að Woodward og Hersh séu keppi- nautar. Þeir eru báðir blaðamenn en starfa með mjög ólíkum hætti. Þegar menn lýsa Hersh nota þeir lýsingarorð sem eiga oft við litla hunda – ótótlegur, árásar- gjarn, þrjóskur og hávær. Töfrar hans felast í því að hann virðist laus við allan yndisþokka. Þeir sem lýsa Woodward nota hins vegar orð eins og fágaður, settlegur og hárnákvæmur. Báðir eru þeir miklir vinnufor- kar en aðferðir þeirra eru ólíkar. Hersh hneigist til að vera einfari, eins og þegar hann afhjúpaði fjöldamorðið í My Lai í Víetnam- stríðinu. Woodward á hins vegar auðvelt með að vinna með öðrum og skrifaði margar af nýjustu greinum sínum í samstarfi við aðra blaðamenn. „Hvað er að?“ Woodward hefur aðgang að æðstu embættismönnum leyni- þjónustunnar og reynir að komast að því hvað þeir vita og vita ekki, meðal annars um starfsemi al- Qaeda, samtök bin Ladens. Hersh leggur hins vegar meiri áherslu á að afla upplýsinga frá lægra sett- um leyniþjónustumönnum, einkum mönnum sem telja að bandarísk stjórnvöld séu á villigötum. „Woodward fjallar um stjórn- sýsluna en Hersh um það sem ger- ist í dimmum húsasundum,“ sagði Jeff Stein, rithöfundur í Wash- ington sem hefur fjallað um mál- efni leyniþjónustunnar. Hersh hneigist til að fjalla um brotalamirnar í leyniþjónustunni og hernum og gallana á ríkis- stjórnum bandamanna eins og Pakistana og Sádi-Araba. Svo virð- ist sem hann sé yfirleitt að leita svara við sömu spurningunni: „hvað er að?“ Var árás sérsveitar- innar klúður? Woodward hefur skrifað um það bil tólf greinar sem birtar hafa ver- ið á forsíðu The Washington Post. Þær upplýsingar sem þar komu fram hafa ekki verið véfengdar til þessa. Ýmsar fullyrðingar Hersh hafa hins vegar verið rengdar að und- anförnu. Hann hélt því t.a.m. fram í grein í The New Yorker 12. nóv- ember að tólf bandarískir sérsveit- armenn hefðu særst, þar af þrír al- varlega, í árás á byggingu leiðtoga talibana í suðurhluta Afganistans 20. október. Hann hafði eftir heim- ildarmönnum sínum í hernum og leyniþjónustunni að árásin hefði verið „algert klúður“. Litlu hefði munað að mikið mannfall hefði orð- ið vegna óvæntrar gagnárásar tal- ibana. Donald Rumsfelds, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, neitaði því að sérsveitarmenn hefðu særst í átökum við talibana. Hann sagði að 30 sérsveitarmenn hefðu orðið fyrir minniháttar meiðslum í árás- inni, flestir þeirra hefðu skrámast þegar þeir lentu í fallhlífum. Hersh stendur hins vegar við fréttina og Robert Novak, íhalds- samur dálkahöfundur, hefur verið með svipaðar fullyrðingar um að hermenn hafi særst og talibanar hafi komið sérsveitinni í opna skjöldu. Fréttahaukarnir aftur í rannsókn- arhlutverkinu New York Times. Seymour Hersh, „utangarðs- maðurinn“ í Washington. Bob Woodward, „innanbúð- armaður“ í Washington. ’ Blaðamaðurinnsem var eitur í beinum stjórnar Nixons er orðinn að skriftaföður margra háttsettra embættismanna ‘ Í Bandaríkjunum er hefð fyrir því að eldri blaðamenn séu áber- andi og virkir mjög í fréttaflutningi, ekki síst þegar réttnefndir stóratburðir verða. Þetta hefur átt við um herförina í Afganistan og viðbrögð Banda- ríkjastjórnar við hryðjuverkaógninni þar sem þeir Bob Woodward og Seym- our Hersh hafa verið í broddi fylkingar. kuverslun- vettvang n upp úr afgreiðsl- efin í jóla- að flokka mi í fata- elur aðal- hæf föt og a barnaföt og kemst ru hvorki etur farið skonurnar t ótrúlegt st aðeins l. Ég get lagið enn- n betra ef fndinni föt Ég, sem á á þessum á þetta er götóttan pokanum. ð finna fín r að koma tilbúin í starfskon- aafgreiðsl- unni. Það er ekki laust við að mér sé brugðið, fleiri konur og börn skoða í gegnum fatnaðinn sem er lauslega skipt í barna-, unglinga-, kven- og herraföt og raðað í hillur, á slár og í kassa á gólfinu. Jafnóðum og fötin eru flokkuð eru þau færð inn í fata- afgreiðsluna sem er frá fyrstu mín- útu þéttsetin. „Finndu nú eitthvað handa sjálfri þér,“ segir ein starfskonan við móð- ur sem hafði tínt til úlpu, skó, buxur og fleira á börnin. „Ekki gleyma sjálfri þér,“ ítrekar hún vingjarnlega og leggur höndina á öxl ungu móðurinnar sem hristir höfuðið og segir: „Nei, mér er alveg sama um mig, ég vil bara finna eitthvað handa krökkunum.“ Hún dvelur skamma stund í viðbót í af- greiðslunni og ég aðstoða hana við að finna jólakjól handa yngstu dótt- urinni sem er eins árs. Sem betur fer hafði ein starfskonan flokkað kjól- ana eftir stærð á fataslá því margir eru að leita að jólafötum handa börn- unum sem eru af skornum skammti þennan daginn. Allt í einu lifnar yfir einni starfskonunni, kassi fullur af pilsum og skyrtum í barnastærðum er kominn í hús, gjöf frá verslun í bænum. skyrturnar renna út eins og heitar lummur og sömuleiðis eru svartar sparibuxur fljótar að fara. Innan skamms er orðið lítið um spariföt og margar mæður brosa beiskt er ég tilkynni þeim að skyrt- urnar séu því miður allar farnar. „Ég hefði átt að koma fyrr,“ segir ein móðirin, ófrísk og með unga dótt- ur sína á handleggnum. Ég tek að gramsa í fatakassa sem var að koma í hús og finn herralegt vesti sem hún þiggur fegins hendi. „Ég er líka að leita að einhverju í skóinn,“ hvíslar hún feimnislega. Ég bendi henni á kassa með gömlum og nýjum leik- föngum og hún brosir þakklát er hún finnur vaxliti sem hún laumar í vas- ann svo að dóttirin verði þess ekki vör. Starfskonurnar í fataafgreiðsl- unni eru snillingar í að vita réttar stærðir og muna á aðdáunarverðan hátt eftir pilsi hér og buxum þar sem gætu hugsanlega hentað óskum við- skiptavinanna. Ég veit að þær myndu allar með tölu sóma sér vel í fínustu tískuvöruverslunum, þvílík er þjónustulundin, hjálpsemin og slíkt er innsæið. En þess í stað kjósa þær að afgreiða hér ár eftir ár, og ætlast ekki til þess að fá krónu fyrir. Sex nýjar úlpur er hengdar á slána og til rýkur kona og tekur tvær undir arminn. Með rólegri og kurt- eislegri röddu segir starfskonan að því miður sé aðeins ein á mann, ann- að sé ekki hægt þegar nýjar vörur koma í hús. „Athugaðu hvort þú finnur ekki kápu á slánni,“ bendir hún henni á og er þegar lögð af stað til að aðstoða hana við valið. „Þessi fer þér ljómandi vel,“ heyri ég hana segja stuttu síðar. Peysur, buxur, skyrtur og skokkar liggja í óreiðu eftir hamagang örtraðarinnar um miðjan daginn. Ég hef svo sem séð svona verksummerki áður og rifja upp útsöluborð verslana Kringlunn- ar í haust. Jafnóðum er reynt að raða fötunum aftur í snyrtilega stafla svo allt gangi fljótar fyrir sig og hver og einn finni það sem hann leitar að. Hentugar jólagjafir Kristín Halldórsdóttir situr í einu horni fataafgreiðslunnar og svarar stöðugt í símann. Viðmælendur hennar spyrja um umsóknarfrest og hvenær sé opið. Þá eru aðrir að for- vitnast um hvar og hvernig eigi að skila fötum og hvort hægt sé að styrkja Mæðrastyrksnefnd á annan hátt. Kristín er upptekin í símanum og ég fikra mig í gegnum næstu dyr og er þá komin aftur þar sem ég byrjaði, í afgreiðslu jólagjafa og matarmiða. Klukkan er að verða fimm og senn líður að lokun. En í nógu er enn að snúast og ég aðstoða margar konur á nokkrum mínútum við að finna hentugar jólagjafir. Bækurnar renna út og sömuleiðis vinsæll geisladiskur með jólalögum. Síðasta konan sem ég afgreiði er sex barna einstæð móðir og ég á í mestu vandræðum með að tína til hentugar gjafir og Ásgerður bendir henni á að kíkja aftur inn í næstu viku, þá verði komnar í hús jólagjafir sem safnast hafa saman undir jólatrénu í Kringl- unni. Allar stráka- og unglingagjafir virðast uppurnar og fátt orðið um fína drætti í kassanum með innpökk- uðu gjöfunum. Þess vegna öndum við léttar þegar hurðinni er skellt í lás og síðasti skjólstæðingur farinn þennan daginn. Ég sest niður eftir fjögra tíma stanslausan þeyting, þreytt í baki og fótum. Nefndarkonurnar, hetj- urnar mínar, blása ekki úr nös þó þær séu flestar komnar á eftirlaunaaldur og ræða sín á milli um að það hafi nú bara verið ró- legt í dag. Þær hlæja svolítið saman og halda svo hver í sína áttina. Ég stend skömmustuleg upp og hugsa með lotningu til allra þessara kvenna, bæði þeirra sem þarna starfa og sérstaklega þeirra fjöl- mörgu mæðra, systra og dætra sem hingað þurfa að sækja eftir aðstoð. Á heimleiðinni minnist ég orða Árna frá því fyrr um daginn; þung hljóta þau að vera, spor þeirra kvenna sem komu hingað í dag. Morgunblaðið/Þorkell ðrastyrksnefnd eru gefin fyrir jólin. úkkulaði, hangikjöt og annað góðgæti ofan í g skjólstæðingar bíða í röð fyrir utan. vík og búist er við mikilli örtröð næstu daga ilbúin læðið?“ nd fyrir hátíðirnar þar sem u starf í þágu fátækra á Ís- eð góðfúslegu leyfi að ganga ag og varð vitni að neyð ís- við dögun 21. aldarinnar. sunna@mbl.is Hingað kemur engin kona að gamni sínu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.