Morgunblaðið - 29.12.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.12.2001, Qupperneq 1
300. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 29. DESEMBER 2001 SPENNA magnaðist enn í samskipt- um Indlands og Pakistans í gær og sögðu fulltrúar Pakistanstjórnar að mikil hætta væri á að stríð brytist út ef ekki væri lagst á allar árar til að afstýra því. Indverjar tilkynntu að pakistönsk flugfélög fengju ekki lengur að fljúga um lofthelgi lands- ins og að helmingur starfsliðs pakist- anska sendiráðsins í Nýju-Delhí yrði að hafa sig á brott. Svöruðu Pakist- anar þegar í sömu mynt. Pakistanskir stjórnarerindrekar fullyrtu að um 95% lofthers Indlands væru nú í viðbragðsstöðu, reiðubúin til að gera án fyrirvara árás á skot- mörk í Pakistan. Mikill viðbúnaður er jafnframt á landamærum ríkjanna og skiptust hermenn á skot- um í Kasmír-héraði, sem lengi hefur verið bitbein landanna tveggja. Musharraf reiðubúinn til að hitta Vajpayee Rashid Quereshi, talsmaður her- foringjastjórnarinnar í Pakistan, sagði að Indverjar væru að mála sig út í horn með aðgerðum sínum. Erf- itt yrði fyrir þá að snúa við blaðinu og koma þannig í veg fyrir að deilan magnaðist upp í bein hernaðarátök. Áður hafði Lal K. Advani, innan- ríkisráðherra Indlands, sagt að Ind- verjar væru reiðubúnir í úrslitabar- áttu „alveg burtséð frá því hvaða stuðning við höfum frá öðrum ríkjum í þessu stríði gegn hryðjuverkum“. Krefjast Indverjar þess að Pakist- anar bindi enda á starfsemi öfgahópa í Kasmír, sem vilja sjálfstæði eða sameiningu við Pakistan. Deilurnar nú eiga rætur að rekja til sjálfsmorðsárásar við þinghúsið í Nýju-Delhí 13. desember sl. þar sem fjórtán féllu, þ.m.t. fimm árásar- mannanna. Indverjar telja pakist- önsk stjórnvöld hafa staðið á bak við ódæðið en því neita Pakistanar. Indverskir stjórnarerindrekar sögðu ekki koma til greina að Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, hitti Pervez Musharraf, leiðtoga herforingjastjórnarinnar í Pakistan, á fundi Suður-Asíuríkja í Nepal eftir helgi en Musharraf lýsti sig hins vegar reiðubúinn til að hitta Vajpayee. „Við Pakistanar erum bandamenn friðar, við viljum ekki stríð. Við munum aldrei hefja stríðs- undirbúning nema aðrir þvingi okk- ur til þess,“ sagði hann. Vaxandi spenna í samskiptum Indlands og Pakistans Mikil hætta sögð á að stríð brjótist út AP Íbúar þorpsins Asaluttal við landamæri Indlands og Pakistans yfirgáfu heimili sín í gær að fyrirskipan indverska hersins. Indverjar sögðu íbú- um um 40 þorpa, um 20 þúsund manns, að flytja sig til öruggari svæða. Islamabad, Nýju-Delhí. AFP, AP. MIKILL þrýstingur var á Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær að setja evruaðild á oddinn en evran, sameiginlegur gjaldmiðill Evrópusambandsins, verður tekin í notkun í tólf ESB-ríkjum eftir að- eins nokkra daga, eða þegar nýtt ár gengur í garð. Blair hefur viljað bíða og sjá hvernig til tekst í upp- hafi en í gær hvöttu ýmsir for- ystumenn í verslun og viðskiptum í Bretlandi, auk Charles Kennedy, leiðtoga frjálslyndra, hann til að taka af skarið og hefja undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Undirbúningur að upptöku evr- unnar eftir helgi í Finnlandi, Hol- landi, Belgíu, Lúxemborg, Þýska- landi, Frakklandi, Írlandi, Ítalíu, Grikklandi, Spáni, Portúgal og Austurríki hefur gengið vel. Fyrr í þessum mánuði gafst almenningi í ríkjunum tólf loksins tækifæri til að kaupa sér lítið magn af evrum, til að venjast myntinni og æfa sig í notkun hennar. Eftir að árið 2002 gengur í garð mun hins vegar hefj- ast ferli sem miðar að því að taka úr umferð hina gömlu gjaldmiðla landanna og koma þeim nýja í gagnið. Miklar öryggisráðstafanir Miklar öryggisráðstafanir hafa verið viðhafðar í bönkum og spari- sjóðum enda gífurlega mikið magn evrumyntar þar í geymslu, auk þess sem verslanir eru við öllu búnar, en búast má við að margir kjósi að nota gömlu myntina sína í stað þess að skipta henni fyrir evrur í bönk- um. Hafa hollensk yfirvöld brugðið á það ráð að læsa bak við lás og slá ýmsa þjófa og ræningja sem sleppt hafði verið úr haldi áður en þeir luku afplánun dóma sinna. „Við vilj- um tryggja að myntbreytingin gangi vel fyrir sig,“ sagði Cees den Bakker, talsmaður löggæsluyfir- valda. „Þessir glæpamenn hafa allir verið sakfelldir fyrir rán eða þjófn- aði og við mátum það svo að hætta stafaði af þeim.“ Reuters Starfsstúlkur verslunar í Berlín með stækkuð sýnishorn af evrumynt. Blair hefji þegar umræðu um evruaðild London, Haag, París. AFP.  E-dagurinn/28–29 FULLTRÚAR bráðabirgðastjórnar- innar í Afganistan gáfu í gær til kynna að þeir myndu e.t.v. senn fara fram á það við Bandaríkjamenn að þeir hættu loftárásum sínum á skot- mörk í landinu. Sagði Mohammed Habeel, talsmaður varnarmálaráðu- neytisins, að líklegt væri að fullur sig- ur ynnist á al-Qaeda-hryðjuverka- hópnum innan fárra daga og þá yrði lagt mat á það hvort nauðsynlegt væri að Bandaríkin héldu hernaðaraðgerð- um sínum áfram. Talsmenn bandaríska varnarmála- ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um það í gær hvort líklegt væri að þeir færu að vilja stjórnarinnar í Afganist- an. „Við útilokum aldrei neitt en við munum gera hvaðeina til að ná mark- miðum okkar,“ sagði Victoria Clarke, talsmaður ráðuneytisins. Gat Clarke þess að 70 talibanar eða liðsmenn al- Qaeda væru nú í haldi Bandaríkja- hers í Afganistan. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar að Bandaríkjaher myndi halda kyrru fyrir í Afganistan uns fullur sigur væri unninn á al-Qaeda og pólitískur stöðugleiki væri tryggður í landinu. Hét Bush því að þó að Bandaríkja- menn hefðu enga hugmynd um hvar Osama bin Laden væri nú niðurkom- inn myndu þeir hafa hendur í hári hans og koma lögum yfir hann. „Hann sleppur ekkert frá okkur,“ sagði Bush. Gerði forsetinn lítið úr mikil- vægi myndbands með bin Laden, sem gert var opinbert á fimmtudag. Kvaðst hann aðeins hafa horft á brot úr myndbandinu, sem sýnt var í heild sinni á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í Katar á fimmtudag. Segja full- an sigur á al-Qaeda í sjónmáli Kabúl, Washington, Crawford. AFP, AP. DANSKA ríkisstjórnin hyggst leggja niður meira en 50 nefnd- ir, ráð og vinnuhópa og spara með því á annan tug milljarða ísl. kr. Eru þessar nefndir mjög misgamlar en ákveðið hefur verið, að hér eftir verði allt nefndastarf á vegum hins opinbera endurskoðað árlega. Mikil endurskoðun hefur farið fram á nefndastarfi sam- hliða fjárlagavinnunni og flest bendir til, að niðurskurðurinn verði meiri en núverandi stjórnarflokkar lofuðu í kosn- ingabaráttunni. Kom þetta fram í Jyllands-Posten í gær. Thor Pedersen fjármálaráð- herra sagði að sumt af þeirri starfsemi sem haldið væri úti á vegum nefnda, ráða og vinnu- hópa væri „út í hött“ og nefndi sérstaklega þróunarsjóð menningarmálaráðuneytisins. Hann hefði til dæmis haldið námskeið þar sem fjallað hefði verið um „veislur og drykkju á Eyrarsundsvæðinu. Áfengis- neysla, fræðileg sem í reynd“. Nefnda- skógurinn grisjaður FORYSTUMENN heimastjórnar Palestínumanna fóru í gær fram á það að sáttasemjari Bandaríkjastjórnar, Anthony Zinni, sneri aftur til Mið- Austurlanda. Fyrr um daginn hafði Ísraelsstjórn aflétt herkví um Betle- hem og er því nú komin nokkur þíða í samskipti Ísraela og Palestínumanna eftir róstusama tíð. Ef marka má skoðanakönnun, sem birt var í gær, eru tveir þriðju Ísraela hlynntir þeim hugmyndum sem Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísr- aels, hefur kynnt um drög að friðar- samkomulagi við Palestínumenn. Ar- iel Sharon forsætisráðherra lýsti sig hins vegar andsnúinn því í gær. „Það mun ekkert koma út úr þessum hug- myndum. Raunar er það þegar út af borðinu,“ sagði hann. Kom til nokkurra átaka á heima- stjórnarsvæðinu í gær og m.a. skutu ísraelskir hermenn til bana einn liðs- manna Jihad-samtakanna á Gaza- ströndinni. Voru vísbendingar um að maðurinn hygðist efna til sjálfs- morðsárásar en það hefði reynst fyrsta árásin af þeirri tegund frá því að Jihad hét því að hætta sjálfsmorðs- árásum gegn ísraelskum borgurum. Ennfremur særðust fimm Palestínu- menn í átökum á Vesturbakkanum. Zinni snúi aftur til Mið-Aust- urlanda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.