Morgunblaðið - 29.12.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.12.2001, Qupperneq 20
AKUREYRI 20 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ undir nafni Hörpu-Sjafnar, sem hefur nú þegar skilað um- talsverðum árangri. Og á næsta ári er stefnt að því að styrkja gólfefnadeild Sjafnar verulega með frekari sókn bæði á heimamarkaði og með frekari útrás á aðra markaði. Tekist hefur að bæta reksturinn verulega „Þegar á heildina er litið fullyrði ég að Sjöfn og tengd fyrirtæki standi mun styrkari fótum en áður og það skiptir miklu máli þegar horft er til framtíðar. Ég tel að tekist hafi á ótrúlega stuttum tíma að bæta rekstur Sjafnar og í ljósi þess að allar áætlanir okkar gera ráð fyrir hagnaði í rekstri hjá þeim fyrirtækjum sem við eigum stóran hlut í, Mjöll hf. og Hörpu-Sjöfn hf., þá tel ég að Sjöfn eigi ýmis sóknarfæri í framtíðinni. Þennan árangur vil ég þakka stjórnendum og starfsfólki Sjafnar. Við settum okkur skýra stefnu og markmið fyrir árið 2001 og höfum náð að uppfylla þau fyrr en við gerðum ráð fyrir,“ sagði Baldur. Strax í byrjun þessa árs var ráð- ist í viðamikla endurskipulagningu á rekstri Sjafnar og um mitt ár var hreinlætisvörudeild Sjafnar (60%) sameinuð hreinlætisvörufyrirtækj- MIKLAR og jákvæðar breytingar hafa orðið á rekstri Sjafnar hf. á Akureyri á yfirstandandi ári. Á fyrstu átta mánuðum ársins nam hagnaður af rekstri félagsins um 20 milljónum króna og er gert ráð fyr- ir 20–30 milljóna króna hagnaði í árslok af reglulegri starfsemi. Þetta eru mikil umskipti í rekstri því á árinu 2000 tapaði Sjöfn rösk- um 75 milljónum króna og á ár- unum 1998–2000 var samanlagt tap félagsins af reglulegri starfsemi um 125 milljónir króna. Í október í fyrra festi Baldur Guðnason kaup á 60% hlutafjár í Sjöfn og tók við framkvæmdastjórn í fyrirtækinu 1. janúar á þessu ári. Á móti Baldri á Kaupfélag Eyfirð- inga 40% hlut í Sjöfn, en áður var félagið að fullu í eigu KEA. Á næsta ári gera áætlanir ráð fyrir að Sjöfn og tengd fyrirtæki, Mjöll hf., Harpa-Sjöfn hf. og gól- fefnafyrirtæki Sjafnar og Hörpu velti um 1.400 milljónum króna. Starfsmenn verða í kringum 100 í Reykjavík og á Akureyri og áætl- anir gera ráð fyrir hagnaði af rekstri fyrirtækjanna á næsta ári. „Ég legg á það áherslu að með þeim viðamiklu breytingum sem Sjöfn hefur gengið í gegnum á þessu ári er fyrirtækið mun sterk- ara en áður og tilbúið í frekari upp- byggingu og sókn,“ segir Baldur Guðnason, aðaleigandi Sjafnar. Á yfirstandandi ári hafði Sjöfn frumkvæði að sameiningu þriggja rótgróinna fyrirtækja í hreinlætis- vöruiðnaðinum undir nafni Mjallar hf., sem hefur strax skilað veruleg- um árangri og allt bendir til þess að á næsta ári verði hann enn greini- legri. Sjöfn hafði líka frumkvæði að sameiningu tveggja rótgróinna fyr- irtækja í málningarvöruiðnaðinum unum Mjöll ehf. í Reykjavík (30%) og Sámi hf. í Kópavogi (10%) undir nafni Mjallar hf. Jafnframt var yf- ir- og fjármálastjórn fyrirtækisins sem og vöruþróun og innkaup flutt til Akureyrar og því sem næst öll framleiðsla Mjallar á hreinlætisvör- um hefur einnig flust norður. Sölu- og dreifikerfi Mjallar hefur verið styrkt til muna, m.a. með samn- ingum við stóra dreifingaraðila, sem hefur skilað sér í verulega auk- inni sölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins.Á næsta ári er gert ráð fyrir að framleiðsla Mjallar á hreinlætisvörum nemi um 4 milljónum lítra sem er allt að þriðjungs vöxtur frá yfirstandandi ári og að veltan verði um 350 milljónir króna. Áætlanir gera ráð fyrir góðum hagnaði af rekstrinum. Sameining málningarvöru- deildar Sjafnar og málningar- verksmiðjunnar Hörpu í Reykjavík tók gildi 1. septem- ber sl. Hlutur Sjafnar í sam- einuðu fyrirtæki, sem er stærsta málningarframleiðslu- fyrirtæki landsins, er 45% en Hörpu 55%. Á næsta ári er gert ráð fyrir að velta Hörpu- Sjafnar og gólfefnafyrirtækja verði um einn milljarður króna. Markaðsstaða fyrirtækisins er sterk. Á höfuðborgarsvæð- inu hefur Harpa lengi haft sterka markaðslega stöðu en Sjöfn hefur einkanlega haft sterka markaðs- stöðu á landsbyggðinni. Á síðustu vikum og mánuðum hefur verið unnið að stefnumótun fyrir hið nýja sameinaða fyrirtæki, með tilliti til markaðs- og framleiðslumála, inn- kaupa, stjórnunar, vöruþróunar og fleira. Sú vinna hefur skilað ákveð- inni verkaskiptinu milli starfs- stöðva Hörpu-Sjafnar. Öll málningarframleiðsla undir eitt þak Á Akureyri verður vöruþróun, vörustjórnun, innkaup og skipa- málningardeild fyrirtækisins. Í Reykjavík verður framleiðsla Hörpu-Sjafnar og skrifstofuhald. Á árinu 2002 verður allri málningar- framleiðslu Hörpu-Sjafnar komið undir eitt þak í Stórhöfða 44. Við þetta fækkar störfum í framleiðslu hjá Hörpu-Sjöfn á Akureyri um 3–4 stöðugildi. Á móti kemur að fram- leiðslustörfum hefur fjölgað mikið hjá Mjöll á Akureyri og þjónustu- og sérfræðistörfum hefur fjölgað hjá Sjöfn á Akureyri að undan- förnu. Baldur sagði að eftir nákvæma og ítarlega skoðun hafi niðurstaðan orðið sú að færa alla málningar- framleiðslu nýs sameinaðs fyrir- tækis á einn stað í Reykjavík. Þar hafi tvö atriði ráðið mestu. Í fyrsta lagi að langstærsti markaðurinn fyrir málningarvörur sé á suðvest- urhorninu og nálægð framleiðsl- unnar við stærsta markaðinn sé augljóslega hagkvæmur kostur. Í annan stað hafi samkeppnisstaða málningarframleiðslufyrirtækis á Akureyri veikst til muna á síðustu mánuðum vegna mikilla hækkana á gjaldskrá vöruflutningafyrirtækja, en þessi iðnaður er eðli málsins samkvæmt háður miklum flutning- um á aðföngum og framleiðsluvör- um. Leitað eftir nýjum tækifærum Stefnumörkun Sjafnar fyrir árið 2002 er að fylgja eftir samruna fyr- irtækjanna Hörpu-Sjafnar hf. og Mjallar hf. og að áætlanir þeirra gangi eftir. Jafnframt mun Sjöfn leita eftir nýjum tækifærum í at- vinnustarfsemi. Mikil umskipti hafa orðið í rekstri efnaverksmiðjunnar Sjafnar hf. á síðasta ári Taprekstri síðustu ára snúið í hagnað Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu, t.v., og Baldur Guðnason, fram- kvæmdastjóri Sjafnar, kampakátir eftir undirskrift samnings um sameiningu Hörpu og málningardeildar Sjafnar sl. sumar. Morgunblaðið/Kristján
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.