Morgunblaðið - 29.12.2001, Page 21

Morgunblaðið - 29.12.2001, Page 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 21 Fjarkennsla Verkmenntaskólans á Akureyri Boðið er upp á tæplega 200 áfanga á framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar eru á vefsíðum skólans. Vefslóð: http://vma.is/ Tengill á heimasíðu: Fjarkennsla. Innritun í síma 464 0300 dagana 3. og 4. janúar frá kl. 8.15-15.00 báða dagana. Kennslustjóri fjarkennslu VMA. býður nám með tölvusamskiptum til með- al annars stúdentsprófs og meistarastigs SÍÐUSTU sýningar á Blessuðu barnaláni hjá Leikfélagi Akur- eyrar verða í kvöld, laugardags- kvöld, og annað kvöld, sunnu- dagskvöld, 29. og 30. desember. Aðsókn hefur verið með ágætum sem og viðtökur. Núna eru leikarar og starfs- fólk LA að æfa og undirbúa sýningu á verkinu „Slavar“ í leikstjórn Halldórs Laxness. Það er óhætt að fullyrða að það verk á eftir að koma mörgum á óvart. „Slavar“ er margrómað verðlaunaverk sem hefur verið sýnt við metaðsókn víða um heim. Blessað barna- lán kveður KARLAKÓR Dalvíkur heldur styrktartónleika í Dalvíkurkirkju í kvöld, laugardagskvöldið 29. desem- ber kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Guðmundur Óli Gunnarsson. Með kórnum koma fram píanóleikararnir Helga Bryn- dís Magnúsdóttir og Jónas Ingi- mundarson og leika þau á tvö píanó. Þá syngur Rósa Kristín Baldurs- dóttir sópran einsöng á tónleikun- um. Kórinn mun syngja jólalög í nýj- um útsetningum Guðmundar Óla sem sérstaklega voru gerðar fyrir þessa tónleika. Einnig syngur kór- inn veraldlega skemmtisöngva og leika þau Helga Bryndís og Jónas ýmist með á tvo flygla, eða á flygil og orgel. Meðal laga má nefna Brennið þið vitar og lög úr stúdentasyrpu Jóns Þórarinssonar. Píanóleikararnir flytja m.a. Konsert fyrir píanó og strengjasveit eftir J.S. Bach og leikur Helga Bryndís einleik á pí- anó í verkinu en Jónas fer með hlutverk strengjasveitarinnar. Þá flytja þau valsa eftir J. Brahms, verk eftir Schumann og Scaramouche eftir D. Milhaud. Rósa Kristín syngur m.a. Ave María Kaldalóns á tónleikunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Karla- kór Dalvíkur kemur fram undir stjórn Guðmundar Óla en hann tók við stjórn kórsins á miðju hausti. Kórinn æfir í Dalvíkurkirkju og heldur jafnan eina tónleika á ári til styrktar kirkjunni. „Það er mikill fengur í að hafa fengið þau Helgu Bryndísi og Jónas til liðs við kórinn, píanista í fremstu röð sem leika hér á tvö píanó. Slíkt er fremur fátítt en þó er talsvert til af tónlist sem skrif- uð er fyrir tvo flygla og hún er afar skemmtileg áheyrnar,“ sagði Guð- mundur Óli. Tónleikar Karlakórs Dalvíkur Jónas Ingimund- arson píanóleikari Helga Bryndís Magnúsdóttir Helga Bryndís og Jónas leika á tvo flygla AKUREYRARKIRKJA: Æðruleys- ismessa á sunnudagskvöld kl. 20.30. Krossbandið og Inga Eydal syngur. Sigrún Arna Arngríms- dóttir syngur einsöng. Guðsþjón- usta í Hlíð á gamlársdag kl. 16. Aft- ansöngur í kirkjunni kl. 18. Sigríður Elliðadóttir syngur ein- söng og Félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja. Hátíðarmessa kl. 14 á nýjársdag. Vilhjálmur Sigurðs- son og Hjálmar Sigurbjörnsson leika á trompet. Hátíðarmessa á FSA kl. 16.30. Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12 á hádegi næsta fimmtudag. GLERÁRKIRKJA: Aftansöngur kl. 18 á gamlársdag. Sr. Birgir Snæ- björnsson predikar. Björg Þórhalls- dóttir syngur einsöng og félagar úr Kór Glerárkirkju syngja. Hátíð- armessa kl. 16 á nýjársdag. Örn Viðar Birgisson syngur einsöng, fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja. HJÁLPRÆÐISHERINN: Áramóta- samvera með borðhaldi kl. 18 á gamlársdag. Hátíðarsamkoma kl. 20 á nýjársdag. Unglingahátíð kl. 20 næsta fimmtudag. Jólafögnuður fyrir Heimilasamband og Hjálp- arflokk á föstudag, 4. janúar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Ára- mótasamvera í umsjá ungs fólks kl. 22 á gamlárskvöld. Fjölbreytt dag- skrá. Hátíðarsamkoma kl. 16.30 á nýársdag. Pétur Reynisson predik- ar. Fjölbreytt tónlist, fyrirbæna- þjónusta og barnapössun. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18, messa kl. 11 á morgun, sunnudag, messa kl. 18 á gamlársdag og Stórhátíð Maríu Guðsmóður kl. 11 á nýársdag í Pét- urskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. KFUM og K: Hátíðarsamkoma kl. 20.30 á nýjársdag í Sunnuhlíð. Ræðumaður er Jón Viðar Guð- laugsson. Kirkjustarf HELGI og hljóðfæraleikararnir halda stórhátíðartónleika næstkom- andi sunnudagskvöld, 30. desember, í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Helgi og hljóðfæraleikararnir hafa nokkur síðustu ár haldið tónleika á þessum árstíma og jafnan við góða aðsókn. Samningar standa yfir við marga af virtustu listamönnum norðanlands um að taka þátt í uppákomunni. Einnig hefur verið rætt við nokkra alþýðumenn og húsfreyjur. Húsið verður opnað kl 21 og miðaverð er í kringum þúsundkallinn og kaffi inni- falið. Kjósi menn aðra drykki verða þeir að taka þá með sjálfir. Helgi og hljóð- færaleikararnir í sparifötunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.