Morgunblaðið - 29.12.2001, Side 23
Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir
NEMENDUR grunnskólans á
Hólmavík héldu sína árlegu
jólahátíð í síðustu viku fyrir jól
þar sem nemendur sungu og léku
leikþætti sem þeir sömdu og
fluttu helgileik með hefðbundnu
sniði.
Um 80 nemendur eru í skól-
anum en aðstoðarskólastjóri er
Kristján Sigurðsson. „Við höfum
lagt mikla áherslu á tjáningu og
hún er kennd í öllum bekkjum frá
5. bekk og uppúr. Í 9. og 10.
bekk erum við með tjáningu sem
valgrein og það velja hana nær
allir. Þetta hefur þjálfað nem-
endur í að lesa upp bæði sögur
og ljóð og þá hafa þau samið
stuttmyndir og leikþætti, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Annað hvert ár er farið með
nemendur í 9. og 10. bekk í heim-
sókn til vinabæjar Hólmavíkur í
Danmörku, Årslev, og í haust
dvaldi í skólanum í eina viku
danskur teiknimyndahönnuður og
kenndi 12 og 13 ára nemendum
teiknimyndagerð. Þau lærðu heil-
mikið á því, bæði í dönsku og síð-
an gerðu þau teiknimynd sjálf og
lærðu þann feril frá upphafi til
enda,“ sagði Kristján.
Jólahátíð
grunn-
skólans
Hólmavík
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 23
NOKKRIR félagar úr Lionsklúbbn-
um Skyggni heimsóttu íbúa hjúkr-
unar- og dvalarheimilisins Lundar á
Hellu fáeinum dögum fyrir jól. Er-
indið var að gleðja gamla fólkið
með tónlist, upplestri, jólaglöggi og
gjöfum.
Hafa meðlimir klúbbsins heim-
sótt Lund fyrir jólin á hverju ári
síðastliðin tuttugu ár og ætíð komið
færandi hendi.
Í þetta sinn hófst heimsóknin
með því að séra Sigurður Jónsson
sóknarprestur las upp ljóðin Jólin
1891 og Móðir mín eftir Matthías
Jochumsson, forvera sinn í Odda á
Rangárvöllum.
Þá voru nokkrir valinkunnir
söngmenn úr hópi gesta hvattir til
að koma saman og syngja nokkur
lög við undirleik Jóhanns Bjarna-
sonar og Braga Gunnarssonar
Lionsmanna. Kunni heimilisfólkið
sannarlega vel að meta sönginn og
tók vel undir.
Þessu næst las séra Sigurður
söguna um Nikulás biskup og Auð-
ur og Davíð Bergþórsbörn spiluðu
hvort sitt jólalagið á píanó og gítar.
Hinn nýstofnaði kór tók aftur lagið
og að endingu færðu félagar Lions-
klúbbsins íbúum Lundar jólagjafir
eins og tíðkast hefur frá upphafi.
Gleði skein úr hverju andliti,
bæði heimilisfólks, starfsfólks og
gesta eftir þessa hátíðlegu kvöld-
stund og færði Jóhanna Friðriks-
dóttir hjúkrunarforstjóri Lions-
mönnum hugheilar þakkir fyrir
framtakið.
Lionsmenn gleðja
íbúa á Lundi
Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir
Nokkrir gestir voru fengnir til að taka lagið við undirleik Lionsfélag-
anna Jóhanns Bjarnasonar og Braga Gunnarssonar.
Hella
GÓÐ aðsókn hefur verið að sunnu-
dagaskólanum í Aðaldal sem er til
skiptis á Grenjaðarstað og í Nesi,
er þar fer fram hefðbundið starf
kirkjunnar með ungu fólki. Þar er
leikið, lesið og sungið, enda hafa
börnin gaman af að koma og vera
þátttakendur í því sem er að ger-
ast.
Þá er einnig sunnudagaskóli í
Reykjadal sem er annan hvern
sunnudag á Einarsstöðum þannig
að ávallt er sunnudagaskóli ein-
hvers staðar í Grenjaðarstaðar-
prestakalli.
Það er sr. Þorgrímur J. Dan-
íelsson sóknarprestur sem hefur
veg og vanda að skólanum en
stundum koma sóknarbörnin og að-
stoða m.a. fermingarbörnin. Í vetur
annast James Bóas undirleik í
sunnudagaskólanum í Aðaldal, en í
Reykjadal er það Ásdís Sigfúsdótt-
ir sem spilar á hljóðfærið. Þau hafa
bæði gefið vinnu sína sem og annað
starfsfólk sunnudagaskólanna.
Í Neskirkju nú á dögunum var
það Sif Jóhannesdóttir sem las og
söng með börnunum auk þess sem
fermingarárgangurinn var með
brúðuleikhús.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Sif Jóhannesdóttir með börnunum við altarið í Neskirkju.
Sunnu-
dagaskól-
arnir vel
sóttir
Laxamýri
OFT skipast veður skjótt í lofti
eins og gerðist núna að kvöldi ann-
ars í jólum. Eftir að undanfarnar
vikur hafði verið sumarblíða í
Mýrdalnum vöknuðu menn þriðja í
jólum og allt var orðið á kafi í
snjó, vegir ófærir og erfitt gang-
færi.
Á götunum í Vík voru miklir
skaflar og til þess að skemma ekki
steinhlaðnar gangstéttirnar með
þungum vinnuvélum var fengin til
verksins smávél með snjótönn.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Skaflar á
götum
Fagridalur
„ÞAÐ má segja að við höfum sagt
þarna ljótustu sögur af Grýlu og
jólasveinunum sem við fundum,“
sagði Jón Jónsson, þjóðfræðingur á
Kirkjubóli og einn forgöngumanna
að stofnun Strandagaldurs, en
hann stóð ásamt fleirum fyrir jóla-
vöku Strandagaldurs sem haldin
var á Café Riis á Hólmavík.
Jólavakan var haldin í fyrsta sinn
núna en í boðsbréfi var tekið fram
að dagskráin væri ekki hugsuð fyr-
ir ung börn eða viðkvæmar sálir.
„Við fórum þarna með gamlar þul-
ur sem margar hverjar eru mjög
óhuggulegar svo ekki sé meira
sagt. Þetta var svona hugdetta hjá
okkur að halda jólavöku sem tókst
það vel að við munum sennilega
hafa þetta árvisst héðan í frá.“
Strandagaldur er menning-
arstofnun sem staðið hefur fyrir
ýmsum uppákomum, fengið fræði-
menn til að flytja fyrirlestra og
haldið útihátíð en hæst ber þó
galdrasýninguna þar sem fjallað er
um þjóðtrú og sögu 17. aldar sem
sett var upp á Hólmavík í fyrra.
Sýninguna skoðuðu um 6.000
manns á árinu sem er að líða og
voru það mun fleiri en reiknað var
með, að sögn Jóns, en hún hefur tví-
mælalaust aukið ferðamanna-
straum á svæðinu að sumarlagi.
„Þá höfum við hjá Strandagaldri
verið með draugakvöldvöku í sam-
starfi við leiklistardeild grunnskól-
ans á Hólmavík þar sem haldinn
hefur verið fyrirlestur um drauga
og leiknir ýmsir þættir,“ sagði Jón.
Jólavakan var ekki
fyrir viðkvæmar sálir
Strandir
Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir
Margir mættu á jólavöku og hlustuðu á sögur af grýlu og jólasveinunum.