Morgunblaðið - 29.12.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.12.2001, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 33 FALLEGUR hásumardagur rennur upp í sjávarplássi vestur á fjörðum. Ungt og ástfangið par, Valdimar (Hinrik Ólafssson) og Unnur (Margrét Vilhjálmsdóttir), strýkur glýjuna úr augunum. Það stendur greinilega mikið til. Verið að baka kransakökur í eldhúsinu og sjóða landa í útihúsi. Fljótlega kem- ur í ljós að þetta er brúðkaupsdagur unga fólksins. Unnur fer í sund ásamt Möggu (Sóley Elíasdóttir), vinkonu sinni, Valdimar, sem er fisk- inn og duglegur skipstjóri, heldur á fund Sæmundar (Sigurður Hall- marsson), útgerðarmannsins föður síns, þar sem hann átappar landann í gríð og erg. Eitthvað leyndardóms- fullt liggur í loftinu. Svartur rakki syndir af hafi og fylgist með atburða- rásinni. Unnur heldur á fund Ægis gamla, einsetukarls utan við þorpið, hann dregur fram úr pússi sínu brúðarkjól, þakinn skeljum. Þau Unnur og Valdimar eru gift í kirkj- unni, brúðkaupsveisla haldin með pomp og prakt, hin nýgiftu una sér vel á brúðkaupsnóttinni en um morg- uninn er Unnur horfin. Hvorki finnst af henni tangur né tetur utan brúð- arkjóllinn sem liggur í fjöruborðinu. Reyndar vissi enginn hvaðan hún kom, er hún birtist í þorpinu fyrir nokkrum árum. Eftir sumar kemur vetur og Valdi hefur ekki tekið gleði sína eftir brúðarhvarfið. Einn myrkan skammdegismorgun rétt fyrir jól ræsir hann áhöfn sína að óvörum, hleður skipið og stekkur síðan fyrir borð. Skipverjar fiska hann upp, gjörbreyttan mann. Hitti hann konu sína í undirdjúpunum? Það vorar á ný, nú gengur Valdi- mar allt í haginn og dag einn gengur hann fram á lítið sveinbarn sem sjór- inn hefur skolað á land. Hann geng- ur drengnum, sem skírður er Mar, í föðurstað. Sex ár líða og Valdimar og áhöfn hans færa mikinn afla á land og hagsæld ríkir í plássinu. Þá verð- ur Mar skyndilega helsjúkur, Valdi- mar kemur honum í hendur Ægis gamla sem rær með líkið útá djúpið. Það haldast í hendur þjóðsagan og lífsbaráttan í fiskimannaþjóðfélag- inu í þessari nýju mynd, Í faðmi hafs- ins, sem á sér óvenjulega sögu í ís- lensku kvikmyndaflórunni. Höfundar hennar og leikstjórar, Lýður Árnason, sem mun vera lækn- ir vestur á fjörðum, og Jóakim Reyn- isson, eru báðir áhugamenn í kvik- myndagerð. Myndina hafa þeir að mestu fjármagnað sjálfir, með að- stoð vestfirskra fyrirtækja og Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva. Í faðmi hafsins var frumsýnd um jólin á Flateyri og öðrum sjávarplássum vestfirskum en verður sýnd í Sjón- varpinu um páska. Reynslu- og pen- ingaleysi setja óhjákvæmilega mark sitt á myndina en það verður að taka viljann fyrir verkið og að mörgu leyti er Í faðmi hafsins magnað og athyglisvert verk. Helsti kosturinn að hún er rammíslensk, með ósvik- inn tón, sprettur fram úr sínu eðli- lega umhverfi. Handritið er laust við skáldasmiðjublæinn og persónurnar nota tildurslaust tungutak sjávar- þorpsins. Tónlistin er einnig hliðholl samfélaginu og myndefninu. Efnið sver sig sömuleiðis að hluta í þjóðsögurnar okkar og í meðförum kvikmyndagerðarmannanna virkar það á köflum lofsamlega vel. Þjóðtrú og töfraveruleiki í faðmlögum. Dul- úðin kringum svarta rakkann, Unni, kjólinn og Ægi gamla og firnasterk og vel framkölluð tengsl manna og hafs liggja ákveðið í loftinu. Hér koma við sögu forspár og fyrirboðar með vísanir í hafgúur, marbendla og huldar lendur hafsins. Leikurinn er yfirleitt til bóta í aðalhlutverkunum. Einkum er myndinni styrkur að frammistöðu Sigurðar Hallmarsson- ar sem vörpulegs útvegsbónda og þorpshöfðingja, hugsuðar og heim- spekings sem veit lengra en nef hans nær. Húsfreyja hans, Ægir gamli og Magga eru líka öll gegnheilar per- sónur sem falla trúverðuglega inn í sæbarið umhverfið. Þessi skemmtilega flétta þjóð- sagnakenndrar framvindu og hvers- dagslífs í litlu samfélagi sem allt sitt byggir á sjósókn og aflabrögðum tvinnast lengi vel á áhugaverðan hátt. Höfundarnir halda trausti okk- ar með vísunum í þjóðtrúna, munn- mælasögur og dularfulla atburði sem þorpsbúar hafa tekið góða og gilda. „Ægir gamli hefur aldrei verið sam- ur maður síðan hann tók fyrir borð,“ o.fl., og ýjað að fleiri yfirskilvitlegum atburðum í þeim dúr, sem varpa nauðsynlegu ljósi á undarlega fram- vinduna. Sveinninn ungi sem rekur á land og ekki síður sjálfsögð og eðli- leg tilvist hans í þorpinu gengur hins vegar um of á þetta trúnaðartraust. Kaflinn um strand báts Maríusar er einnig til vansa, illa upp byggður og flausturslegur. Óveðrið, jafnt á landi og sjó, veldur vonbrigðum. Enn einn bræluskíturinn sem kemur engan veginn í stað ógnvekjandi hamfara veðurguðanna. Sem fyrr segir má ýmislegt það sem miður hefur farið skrifa á aura- leysi, annað er einfaldlega sprottið af reynsluleysi. Engu síður er það margt vel lukkað í þessari vestfirsku blöndu þjóðsögu og veruleika, fag- mennsku og reynsluleysis að af henni geta sjóaðri kvikmyndagerð- armenn dregið nokkurn lærdóm og þegar allt er tekið með í reikninginn hafa kostirnir betur en gallarnir. Sæbjörn Valdimarsson Hafið, þorpið og þjóðtrúin Margrét Vilhjálmsdóttir, Einar Oddur Kristjánsson og Hinrik Ólafsson í hlutverkum sínum í nýjustu íslensku kvikmyndinni, Í faðmi hafsins. KVIKMYNDIR Sýnd í kvikmyndahúsum á Vestfjörðum Leikstjórar: Lýður Árnason og Jóakim Reynisson. Handritshöfundar: Jóakim Reynisson, Hildur Jóhannesdóttir, Lýður Árnason. Tónskáld: Daníel Á. Haralds- son, Hildur Jóhannesdóttir, Lýður Árna- son. Kvikmyndatökustjóri: Guðmundur Bjartmarsson. Aðalleikendur: Hinrik Ólafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sig- urður Hallmarsson, Sóley Elíasdóttir, Hilmar Jónsson, Sigrún Gerða Grét- arsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Bjarni Alexand- er Rósmannsson, Bergrún Sigurðardóttir og Jón Rósmann Mýrdal. Íslensk. Í einni sæng ehf. og Nýja bíó hf. 2001. Í FAÐMI HAFSINS 1⁄2 RIT þetta er hið fjórða í röðinni, sem flytur margvíslegan sögulegan fróðleik af Vestfjörðum í máli og myndum. Fremst í þessari bók er allmikil rit- gerð undir heitinu Þingmannaheiði og fleiri fjöll. Fimmtíu ár frá lagningu vegar yfir Þingmannaheiði. Þingmannaheiði þótti löngum einn með hinum erfiðari fjallvegum á Vestfjörðum. Hann liggur að fjarða- baki milli Vattarfjarðar og Vatns- fjarðar og er víst ekki lengur farinn. Ari Ívarsson frá Melanesi var einn af þeim, sem gerðu þessa leið bílfæra á sínum tíma, og annaðist lengi snjó- mokstur og björgunarstörf á heiðinni. Hann segir hér frá vegarlagningunni og margvíslegum erfiðleikum ferða- manna. Allmargar myndir fylgja þessari ítarlegu ritgerð. Þá kemur mikið myndasafn af fólki úr Rauðasandshreppi. Hafliði Jónsson frá Eyrum heldur hér áfram með frásagnir af sérkenni- legu og minnisstæðu fólki á Patreks- firði. Frásagnir þessar hófust í síð- asta árgangi þessa ritsafns (Við Brellurætur) og eru þær bráð- skemmtilegar og lifandi. Hafliði Magnússon, sem lagt hefur til mikið efni í fyrri árganga, á hér tvo stutta þætti. Gunnar S. Hvammdal, einnig dyggur liðsmaður þessara fræða, og ritstjórinn Hallgrímur Sveinsson segja frá skonnortunni Hamónu, sem kom hingað til lands frá Halifax árið 1941 og var gerð út frá Þingeyri. Hamóna mun hafa verið eitt allra síð- asta seglskip, sem gert var út af Ís- lendingum. Þess má geta að stýrishús Hamónu er nú á Byggðasafninu á Hnjóti í Örlygshöfn. Þetta er vissu- lega fróðleg frásögn og prýdd mörg- um myndum. Bjarni Guðmundsson á hér langan frásöguþátt, Guðmundar saga og Margrétar. En þau voru hjón, er bjuggu langan aldur á Kirkjubóli í Kirkjubólsdal í Dýrafirði. Mikil merkishjón voru þau og á saga þeirra vissulega skilið að geymast. Þá er að nefna frásagnir af fyrrum ljósmóður Dýrfirðinga, Sigríði Kr. Jónsdóttur (d. 1944), sem Hallgrímur Sveinsson færði í letur. Eins og margar starfssystur hennar skilaði þessi kona miklu og göfugu ævistarfi. Fróðlegur er lokaþáttur bókarinn- ar, Minningar úr Aðalvík, ritaður af Kjartani T. Ólafssyni. Segir þar af mannlífi í Aðalvík á síðustu árum byggðar þar, svo sem bjargsigi og fénaðarferð. Þeim, sem þetta ritar, fannst þessi fjórði árgangur ritsafnsins einkar ánægjulegur og fræðandi lestur. Sigurjón Björnsson Fróðleikur að vestan BÆKUR Þjóðfræði Frá Bjargtöngum að Djúpi IV. Ritstjóri: Hallgrímur Sveinsson. Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 2001, 183 bls. MANNLÍF OG SAGA FYRIR VESTAN HIN stóra yfirlitssýning úr Erró- safninu í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi verður kvödd með pompi og pragt á morgun. Þá mun djassbandið Ormslev flytja tónlist í öllu húsinu frá klukkan tvö til sex. Klukkan fjögur verður svo hefð- bundin leiðsögn um sýninguna. Yfirlitssýning á verkum Erró hefur staðið í rúma sex mánuði en á þeim tíma hafa hátt í fimmtíu þús- und gestir sótt sýninguna. Þar af hafa hátt á þriðja þúsund manns notið leiðsagnar um hana, tæplega sautján hundruð börn og um þús- und fullorðnir. Bryddað hefur verið upp á ýms- um nýjungum í tengslum við sýn- inguna, m.a. var nokkrum sinnum boðið upp á „Skyndikynni við Erró“ þar sem farið var um sýninguna í stuttri leiðsögn í hádegi en skyndi- kynnin sóttu rúmlega fimm- hundruð manns. Fjöllistamaðurinn Bibbi lét nokkrum sinnum að sér kveða í Listasafninu og samdi og flutti verk sem spunnin voru út frá verkum Erró. Þá var hann meðal fjölmargra listamanna sem tók þátt í listasmiðjum fyrir börn þar sem unnar voru klippimyndir og tón- verk í anda Erró. Safnið stóð einnig fyrir listasam- iðjum fyrir börn og fullorðna þar sem athyglinni var beint að gjörn- ingatímabilinu í lífi Erró og unnið var með notaða og úr sér gengna hluti. Þá er óupptalið þegar Listasafn Reykjavíkur í samstarfi við Íslands- síma hóf leiðsögn um Erró- sýninguna í gegnum farsíma. Listasafn Reykjavíkur segir ekki alveg skilið við Erró þrátt fyrir þennan lokakafla því ný sýning á verkum hans verður opnuð 5. jan- úar í tveimur sölum Hafnarhússins. Þeir salir verða í framtíðinni helg- aðir verkum Erró og þeim skipt reglulega út. Í tilefni sýningarloka verður frítt inn á safnið á morgun en safnið er opið frá kl. 11–18. Djass í lok Erró- sýningar Afnám kynþáttanna á sýningunni í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. AÐRIR tónleikar, undir yfirskrift- inni Forntónlist í Fríkirkjunni, verða haldnir á morgun, sunnudag, kl. 15. Að þessu sinni leikur með Sigurði Halldórssyni sellóleikara Gunnlaug- ur Torfi Stefánsson kontrabassaleik- ari. „Teknar verða fyrir nokkrar stikkprufur af svokallaðri virtúósa- hefð sem þróaðist á 18. öld, þegar frægustu hljóðfæraleikararnir léku eingöngu sín eigin verk. Sagan segir að Beethoven hafi spurt hvort hann mætti náðarsamlegast skrifa ein- leikskonsert fyrir Duport, einn frægasta sellóleikara í kringum 1800. Duport afþakkaði pent og sagðist eingöngu spila verk eftir sjálfan sig. Hversu marga sellókons- erta skyldu Beethoven og e.t.v. Moz- art hafa skrifað ef ekki hefði verið fyrir þetta óbilandi sjálfsálit sellist- anna á þessum tíma,“ segir Sigurð- ur. Á tónleikunum leika þeir Sigurður og Gunnlaugur Torfi tvær sónötur eftir Jean-Babtiste Barrière (1707– 1747), sónötu í A-dúr G4 eftir Luigi Boccherini (1743–1805) og Dúett fyr- ir selló og kontrabassa í D dúr eftir Gioachino Rossini (1792–1868). „Það er fátt vitað um ævi J. B. Barrière. Fyrsta bók hans, sex són- ötur, kom út 1733 og er Sónata í e- moll sú þriðja í þeirri bók. Eitt er þó ljóst að hann var einn fremsti selló- leikari sinnar samtíðar í Frakklandi. Við andlát hans var skrifað í Siècle de Louis XV: „Hinn frægi Barrière, sem lést nýlega, bjó yfir öllu því sem hægt er að ætlast til af sellóleikara; enginn lék jafn vel og hann.“ Sónata í G-dúr kom út 1739. Sónötur eignaðar Boccherini fyrir selló og bassa (Sonate per violoncello solo con accompagnamento di basso) eru alls 29. Nokkrar þeirra eru þó líklega ekki eftir Boccherini, en sú í A-dúr sem hér er leikin er það þó örugglega. Dúettinn fyrir selló og kontra- bassa samdi Rossini fyrir fyrsta sell- ista og fyrsta bassaleikara í einni óp- eruhljómsveitinni sem flutti óperur hans, líklega í Napolí. Það tíðkaðist þá á Ítalíu að bassadeildinni var rað- að upp þannig að bassaleikari sat alltaf hægra megin við sellóleikara og sá um að fletta. Þetta sést ennþá í útgáfum ítölsku óperanna frá 19. öld. Bæði bassa- og sellólínan eru hafðar í sama heftinu, en á tveimur nótna- strengjum. Þegar þetta verk var samið höfðu þessir tveir hljóðfæra- leikarar setið saman í fjölda ára. Þetta er tækifærisverk í léttum dúr, samið í anda 18. aldar „flugeldasýn- inganna“,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Kristinn Sigurður Halldórsson sellóleikari og Gunnlaugur Torfi Stefánsson kontrabassaleikari æfa dúett eftir Gioachino Rossini í Fríkirkjunni. Forntónlist í Fríkirkjunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.