Morgunblaðið - 29.12.2001, Page 34
34 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
RÚM tíu ár eru liðin frá þvíað lög um Héraðsskógavoru samþykkt en stofn-un Héraðsskóga var
fyrsta skógræktarverkefnið sem
Alþingi hleypti af stokkunum með
það að markmiði að byggja upp
nytjaskóga til eflingar atvinnu á
landsbyggðinni. Í dag taka rúmlega
120 bændur þátt í verkefninu á
Fljótsdalshéraði og búið er að
rækta upp skóg á 4.000 hekturum.
Hefur skógræktin reynst ábúend-
um dýrmæt aukabúgrein og hafa
margir haft verulegar tekjur af
skógræktinni. Talsverðan tíma tek-
ur þó að byggja upp nytjaskóga og
gera áætlanir ráð fyrir að tvo til
þrjá áratugi taki til viðbótar þar til
skógarhögg skili verulegum
tekjum. Helgi Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Héraðsskóga, segist
ekkert sjá því til fyrirstöðu að hægt
verði að byggja skógræktina upp
sem sjálfbæra atvinnugrein, svo
framarlega sem haldið verði áfram
á þeirri leið sem mörkuð var með
lagasetningu um Héraðsskóga árið
1991.
„Ég sé því ekkert til fyrirstöðu,
tæknilega eða faglega, að verkefnið
gangi upp. Jafnvel er að koma út úr
trjámælingum á verkefninu já-
kvæðari tölur en við bjuggumst
sjálfir við, þannig að faglega ætti
þetta jafnvel að geta komið betur út
en lagt var upp með,“ segir Helgi.
Að sögn Helga hefur verkefnið
gengið vel þessi tíu ár og fjárveit-
ingar og framkvæmdir haldist
ágætlega í hendur. Fjárveitingar
þessa árs námu tæpum 90 milljón-
um króna til Héraðsskóga og fara
um 80% af þeirri upphæð beint í
launakostnað til skógarbænda og
annarra sem vinna að verkefninu
hjá Héraðsskógum. Hins vegar eru
blikur á lofti á næsta ári og segir
Helgi ljóst að um samdrátt verði að
ræða þar sem fjárveiting fyrir árið
2002, sem er sú sama og fyrir árið
2001, nái ekki að bæta upp 11%
launaskrið sem orðið hefur frá síð-
asta ári.
„Fjárveiting næsta árs mætir
ekki nema að mjög litlu leyti launa-
skriðinu. Og það þýðir aðeins að
fækka þarf störfum og því getur
þetta í raun aðeins bitnað á skóg-
arbændum,“ segir Helgi.
Héraðsskógar eru byggðaverk-
efni og segir Helgi að skógræktin
hafi náð að bæta bændum samdrátt
sem orðið hefur í hefðbundnum
landbúnaði og þá sérstaklega í
sauðfjárrækt. „Bændur sem hafa
tekið þátt í þessu verkefni hafa náð
að fella skemmtilega saman sauð-
fjárrækt og skógrækt, þ.e. hvernig
þeir raða verkefnunum niður á árið,
og því hefur þetta fjármagn sem
komið hefur inn á svæðið mætt
samdrættinum í sauðfjárrækt fylli-
lega. Þannig er ljóst að hjá mörgum
fjölskyldum, þótt þær lifi ekki af
skógræktinni, eru tekjurnar af
skógræktinni sá herslumunur sem
skiptir máli til þess að geta lifað
sómasamlegu lífi.“
Þá segir Helgi að nú vinni 10
manns á veturna að skógarhöggi og
grisjun í þeim skógum sem nú þeg-
ar eru komnir upp og allt að 200
manns fái störf við skógræktina á
sumrin. „En á meðan skógarnir eru
svona ungir er engin stórvinnsla
komin í gang og hún getur aldrei
orðið fyrr en eftir
nokkra áratugi í við-
bót.“
Undanfarið hefur
borið nokkuð á gagn-
rýni á skógrækt á Ís-
landi og vinnubrögð sem viðhöfð
eru við uppbyggingu nytjaskóga.
Þessi gagnrýni hefur komið fram
bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, auk
þess sem fram kemur á nýlegum
válista Náttúrufræðistofnunar yfir
fugla á Íslandi að skógrækt geti
skaðað lífríki ákveðinna fuglateg-
unda hér á landi. Helgi segir að
þrátt fyrir góðan árangur af starfi
Héraðsskóga hafi það óneitanlega
hvekkt menn að heyra þær raddir
að illa sé staðið að málum faglega
og skógræktin sé illa skipulögð.
„Þetta er maður að heyra sem
einhver skot frá stofnunum og al-
þingismönnum og okkur þykir stór-
furðulegt að ekki sé talað við okkur
og við beinlínis beðnir um að breyta
einhverju eða koma með tillögur að
lagfæringum í skipulaginu,“ segir
Helgi og segist telja þessa gagnrýni
vægast sagt ómálefnalega.
„Í Válista 2 frá Náttúrufræði-
stofnun segir beinlínis að skógrækt
sé mesta ógn sem steðjar að fuglum
landsins, ef litið er til framtíðar. En
þótt við höfum ekki gert rannsóknir
á áhrifum skógræktar á fuglalíf, þá
hafa menn almennt þá vitneskju að
þegar lönd eru friðuð og gróður
vex, þá eykst fjöldi dýra kannski í
réttu hlutfalli. Varðandi fuglalífið
hefur maður ekkert fyrir sér nema
gamla bændur sem búið hafa með-
fram fljótinu og segjast aldrei alla
sína ævi hafa orðið varir við jafn-
margar tegundir fugla eins og nú
síðustu árin. Þeir merkja þetta en
það liggja engar rannsóknir þar á
bak við,“ segir Helgi.
Helgi gagnrýnir Náttúrufræði-
stofnun fyrir að taka ekki með í
reikninginn þær breytingar sem
orðið hafi í kjölfar þess að skógar,
sem þöktu um 30% af landinu við
landnám, þeki nú aðeins um 1% af
landinu. „Kannski eru því einhverj-
ir skógarfuglar í hættu vegna þess
eða hefur hreinlega verið útrýmt
vegna eyðingar skóga.“
Semja ekki um
meira en 200 hektara
Helgi segir að frá stofnun Hér-
aðsskóga árið 1990 hafi verið leitað
eftir samstarfi við skipulagsyfir-
völd, sveitarstjórnir og náttúru-
verndarsamtök til þess að fyrir-
byggja deilur um skógræktina. Það
samráð hafi skilað sér
vel og verið einhugur
meðal heimamanna
um framkvæmd skóg-
ræktarinnar, enda
verið unnið mjög náið
með sveitarfélögum á svæðinu.
Ákveðið var á sínum tíma að ráða
Helga Hallgrímsson náttúrufræð-
ing til að staðsetja náttúruminjar
og þjóðminjar á jörðum sem hug-
myndir eru um að taka undir skóg-
rækt og gera tillögur að því hvar
óheppilegt sé að gróðursetja trjá-
plöntur.
Sherry Curl, upplýsing
Héraðsskóga, segir að þeg
andi taki ákvörðun um
skógrækt á sinni jörð þurfi
fara í gegnum nokkuð lan
irbúningsferli, sem geti tek
eitt ár, enda þurfi að ski
skógrækt samkvæmt s
reglum. Fyrsta skref
skógarbónda er að sækja u
töku hjá Héraðsskógum í
inu og fer þá fulltrúi Héra
og skoðar jörðina með
möguleika á skógrækt og
leggur fram sínar hugmynd
Til þess að undirbúa skóg
eru keyptar loftmyndir af
og hugmyndir skógar
teiknaðar inn á myndirna
ræktarsvæðið er síðan ák
samráði við bóndann og
vinna lögð í skilja frá sv
ekki eru talin æskileg til sk
ar. Þar getur verið um
náttúruverndarsvæði af ým
s.s. útsýnisstaðir, votlendi
ilvæg varplönd og staðir m
minjum.
Yfirleitt er ekki gerður s
ur um stærra skógræktar
hverri jörð en sem nemur 2
urum en öll samningsbund
ræktarsvæði umfram þá
þurfa að fara til Skipulagss
til úrskurðar um hvort nau
sé að setja svæðið í mat á u
isáhrifum. Það ferli getur o
fyrir ábúandann og því he
inn bóndi haft áhuga á
meira en 200 hektara af jö
undir skógrækt síðan lög
hverfismat tóku gildi, a
Sherry.
Þegar samningur hefu
gerður um skógræktarsvæ
náttúrufræðingur og skóg
ur að ferlinu. Skógfræð
skoðar landið og skiptir sk
arsvæðinu í reiti, sem afm
eru vistfræðilega, og teikn
loftmyndir af jörðinni og sa
eigandi upplýsingum
fyrir hvern reit. Þetta
geta verið fjölmargir
reitir, t.d. voru teiknaðir
293 reitir á á 198 hekt-
ara á nýlegri skógrækt-
arjörð á Héraði. Þá fyllir sk
ingurinn út sérstök eyðu
tiltekur nákvæmlega fyri
reit ýmsa umhverfisþætti, s
urfar, halla lands, jarðv
hvort um er að ræða hæ
lægðir o.s.frv.
Náttúrufræðingurinn
landið með tilliti til náttúru
Tíu ára reynsla af ræktun nytjaskóga á vegum Héraðss
Ræktun nytjaskóg
upp samdrátt í sauð
Undanfarin tíu ár hafa Héraðsskógar star
samkvæmt 40 ára áætlun um uppbygging
nytjaskóga sem samþykkt var á Alþingi 19
Góður árangur hefur náðst og margir bæn
notið góðs af skógræktinni sem aukabúgre
En jafnframt hafa komið upp efasemdir u
hvernig staðið er að skipulagi og framkvæm
við ræktun nytjaskóga. Eiríkur P. Jörunds
kynnti sér starfsemi Héraðsskóga.
Skógræktarstarfið hefur víða gengið vel í Fljótsdal.
Gagnrýni komið
fram á vinnu-
brögð við ræktun
ÖRYGGI Í FLUGI
Miklir almannahagsmunireru tengdir því að ýtrustukröfur séu gerðar til ör-
yggis í flugsamgöngum. Þar má
hvergi gefa eftir og aldrei slaka á.
Þetta eru svo augljós sannindi, að
um þau þarf ekki að hafa mörg
orð.
Í þessu ljósi ber að skoða þær
umræður, sem nú fara fram um
þær kröfur, sem gerðar eru til
heilbrigðis flugmanna. Við Íslend-
ingar getum ekki gert minni kröf-
ur í þeim efnum en þær þjóðir,
sem við eigum mest samskipti við.
Það er einfaldlega óhugsandi.
Flugsamgöngur á milli okkar og
annarra landa mundu fljótt stöðv-
ast ef það vitnaðist að eftirlit með
heilbrigði flugmanna væri slakara
hér en þar.
Þess vegna er það rétt, sem Þor-
geir Pálsson flugmálastjóri segir í
viðtali við Morgunblaðið í gær:
„Við höfum auðvitað alltaf áhyggj-
ur af því ef það er misræmi milli
laga og reglna, sem gilda hér á
landi og erlendis. Það er grund-
vallaratriði að reglunum sé beitt
með sama hætti í aðildarlöndum,
hvort sem um er að ræða Flug-
öryggissamtök Evrópu eða Al-
þjóðaflugmálastofnunina … Það
vofir alltaf yfir okkur að það verði
farið að draga í efa gildi þeirra
réttinda, sem við veitum, ef við
getum ekki staðið við þær skuld-
bindingar, sem felast í aðild okkar
að Alþjóðaflugmálastofnuninni eða
Flugöryggissamtökunum.“
Miðað við þær upplýsingar, sem
fram hafa komið opinberlega,
verður ekki séð, að Þengill Odds-
son læknir hafi gert nokkuð rangt
í þeim ákvörðunum, sem hann hef-
ur tekið í máli flugmanns, sem
fengið hafði hjartaáfall. Niður-
staða hans var sú, að flugmaðurinn
stæðist ekki lengur heilbrigðis-
kröfur, sem gerðar væru skv.
reglugerð frá árinu 1999. Í samtali
við Morgunblaðið í gær sagði
Þengill Oddsson m.a.:
„Þegar upp koma erfið tilvik,
hvort sem er á spítölum eða ann-
ars staðar, þá leita íslenzkir
læknar oft eftir aðstoð frá erlend-
um starfsfélögum. Flugmálastjórn
hefur sl. tíu ár leitað til Breta og
Kanadamanna og beðið þá um álit
á erfiðum tilfellum. Þetta gerðum
við í þessu máli, ekki til að þeir
tækju ákvörðun heldur til að við
gætum haft þeirra álit til hliðsjón-
ar.
Ég sendi mál flugmannsins
nafnlaust til brezkra og kanad-
ískra flugmálayfirvalda. Þau tóku
málið formlega fyrir og komust
bæði að þeirri niðurstöðu, að flug-
maður með þessa sjúkrasögu upp-
fyllti ekki heilbrigðiskröfur í
þeirra landi og ekki í neinu öðru
landi, sem þau vissu um. Kanada-
menn töldu mögulegt fyrir flug-
manninn að sækja um endurmat
eftir fimm ár og þá væri ekki úti-
lokað að gefa út skírteini með tak-
mörkunum.“
Eftir að samgönguráðuneytið
hóf afskipti af málinu sagði Þengill
Oddsson sig frá því og verður ekki
annað sagt en læknirinn gangi frá
algerlega hreinu borði.
Stjórn Félags íslenzkra atvinnu-
flugmanna hefur haft afskipti af
þessu máli. Í samtali við Morg-
unblaðið í gær sagði Franz Ploder,
formaður félagsins, m.a.: „Það var
deilt um það, hvort maðurinn væri
hæfur til að fljúga áfram. Þessu
var vísað til sérfræðinganefndar
þriggja manna, sem Þengill benti
flugmanninum sjálfur á að gera.
Nefndin sagði að hann væri hæfur
til að fljúga. Flugmálastjóri og
samgönguráðherra eru sömu skoð-
unar og við erum einfaldlega
þeirrar skoðunar, að þessi niður-
staða eigi að gilda. Það sé í sam-
ræmi við íslenzkar reglur að mað-
urinn eigi að fá að fljúga.“
Í þessum umræðum hefur komið
fram, að þær reglur, sem hér hafa
gilt og formaður Félags íslenzkra
atvinnuflugmanna vísar til, séu
ekki í samræmi við svonefndar
JAA-reglur Flugöryggissamtaka
Evrópu. Um þær segir Þorgeir
Pálsson flugmálastjóri í samtali
við Morgunblaðið í gær: „Það hef-
ur komið fram hjá Flugöryggis-
samtökum Evrópu að ferlið hjá
okkur væri ekki í lagi. Þeir hafa
ekki fjallað um þetta einstaka mál
en þeir telja, að ferlið sem þetta
mál hefur farið í gegnum sé ekki í
samræmi við reglur JAA. Þau gera
einkum athugasemdir við það
hvernig kærunefndinni er komið
fyrir í stjórnskipulaginu og hvern-
ig að henni er staðið. Við þurfum
að taka þetta fyrir og leysa það
þannig að sé ásættanlegt fyrir
JAA.“
Það hlýtur að vera mikið um-
hugsunarefni fyrir stjórn Félags
atvinnuflugmanna, hvort félagið
eigi að beita sér í máli sem þessu.
Það skiptir flugmenn sjálfa miklu
máli, að ýtrustu öryggiskröfum sé
fylgt í flugi. Flugmenn mega ekki
á einn eða annan veg gefa til
kynna, að persónulegir hagsmunir
einstakra flugmanna geti ýtt slík-
um öryggiskröfum til hliðar.
Samgönguráðuneytið sjálft hlýt-
ur að gæta almannahagsmuna í
máli sem þessu. Það er æðsta
skylda þess. Í ljósi þeirrar skyldu
hljóta önnur sjónarmið að víkja.
Því er ekki að neita, að þær um-
ræður, sem fram hafa farið um
flugslysið í Skerjafirði, hafa orðið
til þess að vekja spurningar um,
hvort fyllsta öryggis sé gætt í
flugsamgöngum hér innanlands.
Og raunar vakna slíkar spurningar
stundum hjá flugfarþegum sjálfum
vegna þess, sem þeir verða vitni
að.
Íslendingar hafa almennt borið
mikið traust til flugmálayfirvalda
og flugfélaga í þessum efnum, að
minnsta kosti til þeirra félaga,
sem stundað hafa millilandaflug.
Það traust má ekki bresta.
Veikindi, sem geta dregið úr
vinnugetu, eru erfið fyrir alla, sem
fyrir þeim verða, bæði flugmenn
og aðra. Þau vandamál, sem af því
leiða, verður hins vegar að leysa
með öðrum hætti en þeim að slaka
á ýtrustu öryggiskröfum.