Morgunblaðið - 29.12.2001, Page 46

Morgunblaðið - 29.12.2001, Page 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kær vinkona er fallin frá langt fyrir aldur fram. Mér reynist erfitt að byrja að skrifa orð á blaðið mitt og minnast yndislegrar konu því ég á enn erfitt með að trúa að hún Fríða sé farin frá okkur. Við Fríða kynntumst í 10 ára bekk fyrir um 25 árum. Ég man að við urðum ekki nánar vinkonur alveg strax heldur þróaðist vinátta okkar hægt og rólega þar til við urðum svo til óaðskiljanlegar. Mörgum þykir ef- laust 25 ára vinátta vera ansi löng, en við Fríða áttum svo mörg ár eftir. Við ræddum um það í barnaskóla að við skyldum dvelja saman á elliheimili og nota síðustu æviárin í að rifja upp skemmtilegar minningar og hlæja saman. En svo fór nú öðruvísi en stelpurnar forðum höfðu hugsað sér. Þrátt fyrir stutta viðveru Fríðu í þessum heimi var ótrúlega mikið sem henni varð úr verki, enda hefur hún ávallt verið kraftmikil og athafna- söm. Mér er minnisstætt eitt atvik sem að mínu mati lýsir Fríðu afskaplega vel. Einn daginn þegar við vorum u.þ.b. 11 ára gamlar datt henni í hug að taka til í bílskúr föður síns. Þessi bílskúr var smekkfullur af alls kyns dóti og í rauninni ekki nýtilegur á neinn hátt nema sem geymsla. Eftir korter var þolinmæði mín fokin út í buskann og mig langaði heim. Fríða var ekki ofarlega á mínum vinsæld- arlista þegar hún þráaðist við er ég reyndi að fá hana til að hætta þessu „veseni“. En við hættum ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar þeg- ar búið var að raða öllu á sinn stað og hægt var að ganga um skúrinn. Svona var Fríða. Þegar hún tók sér eitthvað fyrir hendur þá var ekkert sem stoppaði hana fyrr en því var lokið. Þegar for- eldrar mínir fluttu til Singapúr bjó ég um tíma hjá Fríðu. Þá vorum við 16 ára gamlar. Öllum okkar frístundum eyddum við í hesthúsunum sem fjöl- skylda Fríðu átti ásamt Sesari hund- inum hennar Fríðu. Þaðan eigum við Fríða margar ljúfar minningar en einmitt þar á þessum árum kynntist Fríða manninum sínum Sævari. Eftir unglingsárin skildu leiðir okkar Fríðu. Ég fór út til Þýskalands í nám og loksins þegar að ég kom heim árið 1997 eftir 7 ára fjarveru var Fríða á förum ásamt sinni fjölskyldu til Bandaríkjanna að nema barnalækn- ingar. Þó svo að ekki gæfust mörg tækifæri til að hittast héldum við ávallt sambandi. Fríða var alltaf dug- leg að halda sambandi við vini sína og þegar hún kom heim til Íslands í frí hittumst við oft gamlar vinkonur úr barnaskóla. Ég og fjölskylda mín heimsóttum þau Fríðu, Sævar og börn tvisvar út til Ameríku. Nú síðast í apríl. Þrátt fyrir þau ósköp sem dunið höfðu yfir var Fríða samt kát og ótrúlega hress. Hún og Sævar höfðu skipulagt ís- landshestahelgi fyrir áhugasama Ameríkana, en sá hópur fer ört stækkandi í Bandaríkjunum sem vilja eignast íslenskan hest og eiga einmitt Fríða og Sævar sinn þátt í þeirri uppbyggingu. Ég hefði átt að vita betur þegar ég hélt að ég gæti létt undir bagga með skipulagningu eða einhvers konar reddingum en Fríða var auðvitað búin að ganga frá öllu. Það kom ekki á óvart að mótið var ótrúlega vel heppnað og til fyrir- myndar hjá þeim hjónum. Mér finnst ég vera rík í dag þar sem ég á svo margar yndislegar minningar með henni Fríðu og er ég afar þakklát fyrir. Elsku Fríða mín, þín er sárt sakn- að. Minning þín og þær minningar FRÍÐA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Fríða Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 4. september 1967. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 20. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgríms- kirkju 28. desember. sem við eigum saman munu aldrei gleymast. Það er með miklum trega sem ég kveð þig nú, skemmtilega vin- kona mín, en við sjáumst seinna. Elsku Sævar, Birta, Viktor, Leifur og Vaka. Við vottum ykkur og ykkar aðstandendum okkar dýpstu samúð. Líney, Jón Pét- ur og börn. Elsku Fríða. Það er komið að leiðarlokum, að kveðja þig er okkur óbærilega sárt. Við kynntumst í upphafi læknanáms- ins. Langir dagar og oft langar nætur á lesstofunni bundu okkur styrkum vináttuböndum sem aldrei hafa slitn- að. Vinátta þín var traust og dýrmæt, heiðarleiki og hreinskilni voru ein af þínum mörgu kostum. Þú hafðir sterka réttlætiskennd og varst ávallt laus við alla tilgerð. Hestamennskan var sameiginleg ástríða ykkar Sævars og þið gerðuð ykkar besta til að gera hestamenn úr okkur hinum með misjöfnum ár- angri. Þú varst mikið náttúrubarn og naust þín best í nálægð dýranna og náttúrunnar. Í vinkonuhópnum í læknadeildinni var mikið brallað. Þú varst jafnan lífsglöð og skemmtileg og hafðir ein- staka skipulagshæfileika sem við hin- ar nutum góðs af. Námið sóttist þér vel, þú varst skarpgreind og afkasta- mikil. Við héldum allar utan til sér- náms fyrir nokkrum árum. Þú fórst til Bandaríkjanna og lagðir fyrir þig barnalækningar. Ekkert í veröldinni hefði fengið okkur til að trúa því þeg- ar við héldum utan að við skyldum ekki allar snúa aftur. Þú sem áttir svo stóra drauma og hafðir þá hæfi- leika að koma þeim í framkvæmd. Á meðan þú varst á fullu í námi og vinnu, varst móðir og húsmóðir, byggðuð þið Sævar ykkur hestabú- garð úti í Ameríkunni, sem þið síðan lítið náðuð að njóta. Í janúar dundi reiðarslagið yfir. Nokkurra vikna slæmur höfuðverk- ur leiddi til baráttu upp á líf og dauða. Strax í upphafi varð ljóst að baráttan yrði ströng og von um fullan bata lítil. Eins og þér er lagið barðist þú hetjulega og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Skyndilega varð Atlantshafið miklu stærra og fjar- lægðirnar óendanlegar. Við hefðum svo gjarnan viljað vera hjá þér en hugur okkar var hjá þér og fjöl- skyldu þinni. Sævar stóð við hlið þér eins og klettur allan tíman, Ýr og systkini þín studdu ykkur í hvívetna. Það er svo óskiljanlegt og óréttlátt að þú skulir vera rifin svona í burtu úr blóma lífsins þar sem margir þarfnast þín svo mikið, sérstaklega börnin ykkar og Sævar. Elsku Sævar, Birta Rún, Viktor, Leifur og Vaka, megi ykkur öðlast styrkur til að takast á við sorgina og horfa fram á veginn. Elsku Fríða, við munum aldrei gleyma þér og með óendanlegum söknuði kveðjum við góða vinkonu. Góða ferð, sjáumst seinna. Helga, Hulda Brá og Hrönn. Það var haustið 1987 að stór hópur ungs fólks mætti í Háskólann til að læra læknisfræði. Spenningur var í fólkinu enda meira námsefni en menn höfðu áður kynnst og sam- keppnin var mikil. Það var um 40 manna hópur sem hélt áfram náminu og átti eftir að vera saman í 6 ár í blíðu og stríðu. Ein í þessum hópi var Fríða sem við nú kveðjum í hinsta sinn. Fríða var róleg í fasi, glaðleg og brosmild. Það var alltaf gott að vera í návist hennar. Hún stundaði námið vel og skaraði framúr hvað árangur varðaði. Á þessum námsárum bjó Fríða með kærastanum sínum, honum Sævari, í nýju raðhúsi í Hafnarfirði. Heimili hennar var fallegt og sýndi vel hve smekkleg hún var. Þar áttu fleiri heima en bara Fríða og Sævar því þau voru miklir dýravinir. Þau áttu hund og voru yfirleitt með fleiri gæludýr að ógleymdum hestunum sem var þeirra stóra sameiginlega áhugamál. Á fimmta ári í læknis- fræðinni kom svo að því að fjölgaði hjá þeim Fríðu og Sævari þegar litli sólargeislinn, Birta Rún, kom í heim- inn. Nú sýndi Fríða enn hve mikill kraftur var í henni því þrátt fyrir móðurhlutverkið hélt hún náminu ótrauð áfram, tók sér ekkert hlé og sinnti bæði barni og námi vel. Það var svo einn júnídag árið 1993 að langþráð takmark náðist. Eftir 6 ára strembið nám útskrifuðumst við sem læknar. Þetta var sannkallaður hátíðisdagur, sólin skein og okkur fannst framtíðin blasa við okkur. Öll fórum við svo að vinna sem læknar á sjúkrahúsum landsins og seinna dreifðist hópurinn um heiminn þegar kom að sérnámi. Fríða valdi barna- lækningar og fluttist með fjölskyld- unni sinni til Bandaríkjanna til að sérhæfa sig. Nú hafði fjölskyldan sannarlega stækkað því synirnir Viktor og Leifur höfðu bæst í barna- hópinn. Þrátt fyrir fjarlægð milli okkar höfum við alltaf frétt af Fríðu, heyrt að henni liði vel í Bandaríkj- unum. Snemma á þessu ári bárust svo þær hræðilegu fréttir að Fríða hefði veikst alvarlega. Eftir erfiða sjúkdómslegu hefur hún nú lotið í lægra haldi. Minningin um kæra skólasystur sem látin er langt um aldur fram mun lifa meðal okkar. Við vottum Sævari, börnunum og fjölskyldunni allri okk- ar dýpstu samúð. Fyrir hönd bekkjarfélaga í lækn- isfræði, Elísabet og Berglind. Elsku Fríða mín. Nú er kominn tími til að kveðja þig þótt sárt sé og óendanlega erfitt að skrifa þessi kveðjuorð. Undarlegt er að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig aftur og tala saman um börnin þín Birtu Rún, Viktor og Leif og um fjölskyldurnar eða bara um líf- ið og tilveruna. Þó að við báðar störfuðum við lækningar og þekkjum hversu mikil sorgin getur verið hjá foreldrum og aðstandendum sjúkra þá var ég ekki undir það búin laugardagsmorgun einn að frétta af illkynja sjúkdómi þínum. Við þessa frétt varð tómlegt og einmanalegt að vera stödd langt í burtu frá ykkur og langt í burtu frá Íslandi. Margir dagar urðu daprir í kjölfarið. Ég kynntist Fríðu fyrst þegar við sátum í tímum á fyrsta ári í lækn- isfræði og skrifuðum niður glósur af lífs og sálarkröftum. Það var nefni- lega aðdáunarvert þá hvernig Fríðu tókst að skifa niður hvert orð, skrifa snyrtilega og strika undir fyrirsagn- ir. Þetta tókst henni öll sex árin sem við sátum á skólabekk og ég reyndi árangurslaust að feta í fótspor henn- ar. Fríða var með eindæmum skipu- lögð og afkastamikil. Á þessum sex árum kynntumst við betur og tókst með okkur góður vinskapur sem hef- ur haldist síðan. Eftir læknadeildina lá leið okkar beggja til starfa á barnadeildinni á Landspítalanum. Það varð síðan úr vorið 1997 að við ásamt fjölskyldum okkar fluttumst vestur yfir Atlantshaf til sérnáms í barnalækningum, Fríða til Hartford í Connecticut og ég til Madison í Wisconsin. Fríða var lítillát, einlæg og skemmtileg. Eitt sinn var ég að tala við hana í síma eftir að við fluttum til Bandaríkjanna og í þetta sinn sagðist ég ekki geta talað lengur, því að ég þyrfti að sinna litla fólkinu mínu og erfitt að standa á sama stað og tala í símann. Fríða skildi nú ekki í því af hverju ég væri ekki löngu búin að fá mér þráðlausan síma svo ég gæti nú hlaupið um húsið meðan ég talaði, sagðist hún síðan myndu senda mér þráðlausan síma. Ég hló nú bara að þessu en nokkrum dögum seinna kom síminn í pósti, hann var því alltaf kallaður Fríðusími af börnunum mín- um. Svona var Fríða skemmtilega ákveðin en umfram allt var hún um- hyggjusöm og sannur vinur. Ég sá Fríðu síðast í maí, þegar ég ásamt litlu dóttur minni heimsótti hana í Maryland. Hún og Sævar höfðu komið sér notalega fyrir á bú- garði með börnunum þremur, hest- um og hundum. Það var notalegt að horfa upp á hlýjuna og ástina sem hún sýndi börnunum sínum og veit ég að hún mun vaka yfir þeim þó úr fjarlægð sé. Fríða var ansi stolt af Sævari þegar hún sýndi mér hest- húsið sem hann hafði reist einn án hjálpar. Samband þeirra var mjög náið og veit ég að Sævar hefur misst mikið. Nokkrum dögum áður en Fríða lést dreymdi mig hana þar sem hún lá í hvítu sjúkrarúmi og bað okkur að syngja þetta ljóð fyrir sig. Með þess- um orðum kveð ég þig, elsku Fríða mín, far þú í friði. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt, sem myrkrið veit, – minn er hugur þungur. Oft ég svartan sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum búa dauða djúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, – seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt. Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson.) Elsku Sævar, Birta Rún, Viktor, Leifur, Ýr og allir ættingjar og vinir, megi Guð vera með ykkur. Soffía Jónasdóttir og fjölskylda. Margar skýrustu og bestu minn- ingar mínar úr barnæsku eru bundn- ar vináttu okkar systra við Fríðu, sem oft kom í heimsókn til Jónu Vikt- orsdóttur, frænku sinnar, og Ólafs en þau voru nágrannar okkar. Fríða var þá þegar, aðeins fjögurra eða fimm ára gömul, hugmyndarík og skemmtileg. Það var ýmislegt brallað á þeim árum þegar ferð á þríhjólinu út að brunahana (þrjár húsalengdir) var langt og merkilegt ferðalag með áningu á miðri leið. Heimsóknir okk- ar systra heim til hennar að Gimli á Álftanesi voru ævintýraferðir. Fyrst var leikið við Kát, íslenskan hund sem var aðal bílaskelfir nessins en jafnframt blíður og góður hundur sem lék hest fyrir okkur ef eftir því var óskað. Girðing með alvöru hest- um var reyndar innan seilingar og þar átti Fríða sína fyrstu hesta. Hestamennskan varð áhugamál hennar, öllu heldur ástríða sem fylgdi henni æ síðan. Við fórum stundum á hestbak og Fríða sem var þá líklega bara 8 ára kenndi okkur systrunum hálfsmeykum að halda ró okkar og stillingu svo hestarnir fæld- ust ekki. Síðan var hlaupið inn og horft á Fred Flintstone í góðu yfir- læti. Síðan leið tíminn og heimsóknir urðu strjálar en aftur lágu leiðir okk- ar saman í læknadeild þegar Ýr Sig- urðardóttir, sem var mikil vinkona okkar beggja tengdi okkur saman á ný. Fleiri vinkonur bættust í hópinn. Fríða var búin einstökum mannkost- um, hún var skarpgreind og hafði sterka kímnigáfu. Vinátta hennar var trygg og örugg. Hún hafði einstakt jafnaðargeð sama hvað gekk á og lét verkin tala. Orkan var ótrúleg, námið gekk frábærlega og hún eignaðist fjölskyldu; þau Sævar byggðu hús og sinntu hestamennskunni af fullum krafti allt á sama tíma og að því er virtist án fyrirhafnar. Aftur leið tíminn hratt og skyndi- lega vorum við vinkonurnar komnar í sérnám beggja vegna Atlantshafsins, langt á milli okkar allra nema Fríðu og Ýrar sem voru í samfloti og nánar eins og bestu systur. Fyrir ári vorum við saman á bandaríska gigtlækna- þinginu í Fíladelfíu þar sem Fríða og Ýr bjuggu. Við spjölluðum saman fram á nótt og hlógum okkur í svefn alveg eins og í gamla daga. Allt gekk Fríðu í haginn, námið og starfið sótt- ist vel, þau Sævar höfðu eignast hestabúgarð og börnin þrjú Birta, Viktor og Leifur, undu glöð við sitt. Það var meira að segja kominn ís- lenskur hundur, Sunna, á heimilið. Aðeins tveimur mánuðum síðar var allt breytt. Hvílíkt reiðarslag þegar móðir í blóma lífsins greindist með illkynja sjúkdóm og ljóst að horfurnar voru ekki góðar. Fríða tók þessu mótlæti með ótrúlegu jafnað- argeði og barðist af fullri hörku allt til síðasta dags. Hún átti góða mán- uði framan af en síðan tók við erfið þrautaganga og örlög sem erfitt er að sætta sig við. Eina huggunin er að Fríða lifði á alltof stuttri ævi sinni allt það besta sem til er í lífinu, eignaðist ástríkan eiginmann og yndisleg börn, naut ástar og umhyggju ættingja sinna og vinátta hennar og Ýrar var sterkari og fallegri en orð fá lýst. Ég votta Sævari, börnunum og öðrum ættingjum mína innilegustu samúð. Sorgin er mikil en minningin um góða konu lifir. Gerður Gröndal. Við viljum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Fríðu og vera vinir hennar þau rúm fjögur ár sem við þekktumst. Leiðir okkar og þeirra Fríðu og Sævars lágu saman er við vorum í framhaldsnámi í Connecticut í Bandaríkjunum. Við kynntumst Fríðu sem heil- steyptri, dugmikilli og stórhuga per- sónu sem lét ekkert aftra sér. Hún fluttist með Sævari og börnum þeirra þremur til West-Hartford í nágrenni við okkur þar sem við höfðum þá búið um tveggja ára skeið. Það varð fljótt góður vinskapur með okkur en við áttum börn á svipuðu reki. Fríða og Sævar bjuggu sér fallegt heimili í myndarlegu húsi þar sem trén voru tvöfalt hærri en húsið og maður fékk á tilfinninguna að það stæði í miðjum skógi. Þær voru ófáar stundirnar sem við eyddum á ver- öndinni sem Sævar hafði smíðað af listfengi og nutum heitra vor-, sum- ar- og haustkvölda á meðan krakk- arnir ærsluðust í garðinum. Það var stutt í húmorinn hjá Fríðu, sem gjarna var skemmtilega kaldhæðinn. Hún var góður vinur vina sinna, ör- lát, þægileg í umgengni, mjög fé- lagslynd og iðulega mikið líf í kring- um hana. Hún notaði hvert tækifæri til að smala saman íslenskum vinum sínum á svæðinu, en við vorum að mörgu leyti eins og ein stór fjöl- skylda svo fjarri nánum ættingjum á Fróni. Þá var ekkert til sparað, grill- uð eitt og jafnvel fleiri íslensk fjalla- lömb með piparsósunni hennar Fríðu og öðru góðu meðlæti. Hún átti líka stóran systkinahóp og þau hjónin vinahóp sem kom í heimsóknir frá Ís- landi. Fríða var óhemju dugleg og virtist oft á tíðum hafa ótakmarkaða orku til að sinna sinni fjölskyldu og vinum þrátt fyrir mikla vinnu og tíðar vakt- ir. Það var þá oft að börnin okkar hitt- ust, og var þá farið með þau á leikvöll eða eitthvað annað skemmtilegt þar sem þau gátu unað sér. Við munum ætíð sakna Fríðu, sem féll frá í blóma lífsins, frá góðum eig- inmanni og yndislegum börnum. Elsku Birta, Viktor og Leifur. Mömmu líður vel núna hjá Guði en hún mun alltaf vera ykkur nálæg. Kæri Sævar, megi Guð veita þér og börnunum styrk til að takast á við líf- ið í framtíðinni. Við sendum öllum ættingjum og vinum Fríðu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ásta S. Guðmundsdóttir, Tryggvi Þ. Egilsson, Egill, Ásgeir og Stefanía Ásta. Fyrir nær tuttugu árum tókst með þeim vinátta, tveimur unglingsstúlk- um sem kynntust þegar þær sinntu hestunum sínum. Önnur þessara stúlkna var Fríða Guðmundsdóttir hin var yngri dóttir okkar. Vinátta þessara stúlkna skaut sífellt dýpri rótum og fyrir löngu varð okkur ljóst hve hún var mikil og sterk. Þær voru á vissan hátt eins og samhljómur, höfðu áhuga á sömu hlutum, völdu sér sömu leið í námi og síðar fram- haldsnámi og sóttu þá styrk hvor til annarrar á erlendri grundu. Að vissu leyti voru þær þó eins og andstæður, Fríða alltaf jafn hæg, róleg og yfir- veguð, en dóttir okkar átti það til að vera með flumbrugang. En einlægari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.