Morgunblaðið - 29.12.2001, Page 49

Morgunblaðið - 29.12.2001, Page 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 49 Hilmar Önfjörð Magnússon er fallinn frá. Samferðamaður minn, vinur og félagi frá uppvaxtarárunum. Við Hilmar ólumst báðir að mestu leiti upp í Mosfellssveit, – í Mosfellsdalnum. Hann í Laxnesi, síðar í Selholti. Ég í Helgadal. Ég segi stundum að ég hafi kynnst honum í Mosfellssveitarrút- unni, eða við brúsapallinn við Hraða- staði. Þar dvöldum við oft löngum stundum. Þessi brúsapallur var sam- eiginleg stoppistöð okkar og Mos- fellssveitarrútunnar, á leið okkar úr og í skólann. Það var oft farið að halla degi er við yfirgáfum þann stað og héldum hvor sína leið, hann heim í Laxnes, ég suðrí Helgadal. Hilmar fluttist frá Laxnesi með fjölskyldu sinni nokkru eftir ferm- ingu, að Selholti, einum efsta bæ í Mosfellsdal. Hilmar hafði þau forrétt- indi að þurfa ekki að sinna búskap- arumstangi, þar sem faðir hans hafði afkomu sína af sjómennsku en ekki búskap. Hann hafði því oft góðan tíma til að sinna áhugamálum sínum. Hann lá oft í bókum og spilaði á gítar. Hann var fróðleiksfús og vel að sér um flesta hluti. Hafði gaman af sög- um og hafði sjálfur gaman af að segja frá. Oft undraðist ég þennan strák sem las allar þessar bækur. Síðar þegar við vorum samtíða á Garð- yrkjuskólanum tók hann hæsta loka- próf sem tekið hafði verið við skólann. Músíkin var aldrei langt undan hjá HILMAR ÖNFJÖRÐ MAGNÚSSON ✝ Hilmar ÖnfjörðMagnússon fæddist 30. septem- ber 1948. Hann lést 4. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 17. des- ember. Hilmari. Á Garðyrkju- skólaárunum lentum við í hljómsveitarstússi með skólabróður okkar, Bjarna Finnssyni, og bróður hans, Jóni Finnssyni. Var sú hljómsveit kölluð Láv- arðadeildin. Nokkru síðar var æfð upp hljómsveit í Mosfells- dal, sú bar nafnið Benjamín. Í henni voru, auk okkar, Ómar, bróð- ir Hilmars, og Þorkell Jóelsson. Við Hilmar komumst fljótt í vinfengi hvor við annan og það var margt brallað og við höfðum gam- an hvor af öðrum. Ég hugsa oft um það hvað hann gat verið þolinmóður, þegar hann var að reyna að kenna vini sínum á hljóðfæri. Það var ekki alltaf auðvelt verk, nemandinn tók ekki alltaf vel við. Það vantaði ekki hrósið og uppörvunina og fljótur var hann að stappa í hann stálinu ef mið- ur gekk. Hann reyndist mér vel. Foreldrar Hilmars, Anna Jóns- dóttir og Magnús Friðriksson, reynd- ust mér alltaf vel, ég á þeim margt gott að þakka. Ég á Hilmari Magnússyni margt að þakka, minningarnar á ég, þær eru dýrmætar. Ég bið honum allrar blessunar á nýjum brautum tilver- unnar. Börnum, systkinum og öðrum að- standendum votta ég samúð mína. Evert K. Ingólfsson. Hilmar Ö. Magnússon er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Hilmar kenndi um árabil við Garðyrkjuskól- ann, fyrst á áttunda áratugnum en síðar sem stundakennari. Leiðir okk- ar Hilmars lágu fyrst saman árið 1997 þegar ég var nýkominn heim að utan til starfa við Garðyrkjuskólann. Við spjölluðum töluvert saman eins og vænta mátti þar sem starfssvið okkar voru um margt sameiginleg. Síðar skildi leiðir okkar og hann vann að verkefnum utan skólans. Engum duldist sem talaði við Hilmar að þar fór maður með gífur- lega þekkingu og reynslu í garðyrkju. Hilmar var maður stórtækra hug- mynda. Hann sá fyrir sér öflugan yl- ræktariðnað byggðan á þeim kostum sem Ísland býður þessari ungu og stórkostlegu atvinnugrein. Hreint vatn og loft, lítið um sjúkdóma vegna legu landsins, næg orka til allra hluta. Hilmar vann ötullega að þessari hug- mynd og af þeim krafti og áræði sem einkenndi hann. Hann vann oft einn og óstuddur eins og oft vill verða þeg- ar samtíminn er ekki samstiga mönn- um stórra hugmynda. Hilmar var ekki maður málamiðl- ana. Hann útskýrði hugmyndir sínar og viðhorf lágum rómi en á bak við ró- legt fasið bjó kraftur en einnig óró- leiki. Það var ekki að hans skapi að staðnæmast við, stíga í takt við sam- ferðamenn og leyfa þeim seinu að verða samferða. Til þess var tíminn of dýrmætur. Hann talaði ekki um sína einkahagi en flestum var ljóst að í Hilmari bjó hvikul sál sem unni sér of sjaldan hvíldar. Líf Hilmars var stormasamt og allt of stutt en þrátt fyrir allt árangurs- ríkt. Stöðug leit að nýrri þekkingu og reynslu. Frábærar námsgáfur og hæfileikar, glæsilegur námsárangur. Kjarkur og áræði. Íslensk garðyrkja sér í dag á eftir einum af sínum hæf- ustu liðsmönnum sem í raun átti enn eftir að sýna fyllilega hvað í honum bjó. Við erum því öll fátækari í dag. Ég minnist Hilmars með þakklæti fyrir allar góðar stundir sem hann deildi með okkur. Fyrir hönd Garðyrkjuskólans færi ég þakkir fyrir öfluga liðveislu í þágu skólans og íslenskrar garðyrkju um langt árabil. Sveinn Aðalsteinsson, skólameistari Garðyrkjuskólans. Hún var einstök kona. Hún starfaði lengstum á Vífilsstöðum sem hjúkr- unarkona og síðar yfirhjúkrunar- ANNA MARÍA HANSEN ✝ Anna María Han-sen fæddist í Götu á Austurey í Færeyjum 10. sept- ember 1913. Hún lést á sjúkrahúsinu Sól- vangi í Hafnarfirði 10. desember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 18. desem- ber. kona. Það var á Vífils- stöðum sem leiðir okkar lágu saman. Hún fjölskylduvinur og sambýlingur og ég ný- fætt ungbarn. María nafna mín er ein besta manneskja sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Ég vil fá að minnast hennar í þessum fáu línum með þakklæti í huga fyrir alla þá um- hyggju og velvild sem hún sýndi mér og fjöl- skyldu minni. Guð blessi þig og þína. María Grétarsdóttir. Amma Rannveig var hæglát og róleg kona. Hún bjó á Langholtsvegi þar sem við bjuggum líka okkar fyrstu æviár og þar hófum við okkar búskap, rétt eins og margir aðrir í fjölskyldunni. Amma var náttúrubarn í eðli sínu. Hún eyddi miklum tíma í garðinum við að snyrta og rækta plönturnar sínar og fórst það vel úr hendi. Okkur systkinunum fannst þetta líka fallegasti garður sem við höfðum augum litið, sann- kallaður ævintýragarður. Í kringum sjötugt fór amma að ferðast svolítið um landið og greip stundum tækifærið ef henni var boðið með í ferðalag. 74 ára gekk hún með okkur Laugaveginn, á milli Landmannalauga og Þórs- merkur, átakalaust og hrifust ferðafélagar mjög af þessari kröft- ugu, gömlu konu. 76 ára gekk hún á Esjuna með mömmu okkar þrátt fyrir að veikindi hennar væru hafin og ekki lét hún það heldur aftra sér frá að skella sér í Þórsmörk með mömmu, 81 árs gömul. Vissu- lega tók slíkt ferðalag á hana en hún sagðist ekki hafa neitt betra að gera en að jafna sig. Heimili ömmu stóð okkur mikið opið þegar við vorum krakkar. Óáreittur fékk maður að rífa upp rabarbara, klifra í trjám og utan á húsum, gramsa í hirslum hennar RANNVEIG MÖLLER ✝ Rannveig Möllerfæddist á Vöðl- um í Önundarfirði 23. júní 1917. Hún lést 22. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 28. des- ember. og renna sér á rass- inum niður stigann. Amma kippti sér nú ekki mikið upp við slíkan ærslagang frek- ar en annað. Gott var líka að koma til hennar í próf- lestri því á heimilinu ríkti svo mikill friður og næði auk þess sem amma stjanaði við okkur sem kóngafólk. Þegar við eltumst fórum við svo að sjá nýja hlið á ömmu, sér- staklega þegar við urðum nágrannar aftur. Þá varð okkur ljóst hvers konar persónu- leiki amma var. Hún var afar kven- leg í háttum, pen og yfirveguð. Alltaf snyrtileg og fáguð í hreyf- ingum. Ekki lét hún sig muna um að moka tröppurnar á háhæluðum skóm eða róta í beðinu á næl- onsokkum. Ekkert verk var henni ofviða og hún var alltaf að. Eins fórum við að bera skyn- bragð á kímnigáfu ömmu. Oftar en ekki kom hún með laumulegar, hnyttnar athugasemdir og spaugi- lega kaldhæðni, jafnvel í veikindum sínum. Eftirminnileg er kvöldstund á Langholtsveginum þar sem við þrjú sátum yfir rauðvíni og ostum. Amma lét gamminn geisa með spaugsögum og gríni svo við velt- umst öll um af hlátri. Það er dýr- mætt að hafa kynnst þessari hlið hennar því að hún hafði talsvert þykkan skráp. Við erum þakklát fyrir að hafa búið með ömmu, hún átti sinn hlut í mótun okkar og reyndist okkur vel. Elsku amma, takk fyrir allt sam- an, þú lifir í hjarta okkar. Aðalsteinn og Helga Björt. Elsku Maggý frænka, þá er margra ára baráttu og stríði við íllvígan sjúkdóm lokið. Þegar þú greindist með krabbamein, var það mikið áfall og reiðarslag fyrir okk- ur öll. En það kom strax í ljós að þú ætlaðir ekki að gefast upp. Þú tókst á við örlög þín og barðist af hörku og var styrkur þinn og sjálfsagi með ólíkindum og þú lést ekki bugast. Kvart og kvein var ekki þinn stíll, og alltaf reistu upp aftur og aftur, sama hvað á dundi. Þú áttir aðdáun allra í kringum þig, fyrir þitt einstaka hugrekki og viljastyrk, og alltaf var reisn þín hin sama, enda varstu hörkutól. Ég veit ekki hvort þú gerðir þér grein fyrir því hvað þú hafðir mikil áhrif á mig, og hvað þú gerðir mik- ið fyrir mig. Ég sagði þér það aldrei beint, en ég segi það þá núna, þú varst frábær frænka. Hjá þér og Gústa frænda var alltaf op- ið hús og gott að koma, enda voru það ófáir fjölskyldumeðlimir og ættingjar sem hittust hjá ykkur yfir kaffibolla, og við eldhúsborðið urðu svo ævinlega litríkar umræð- ur, sem ég held að þú hafir oft haft lúmskt gaman af, enda hafðir þú ákveðnar skoðanir á hlutunum. Ég gat komið og spurt þig um svo markt og sagt þér frá svo mörgu, en eftir að þú varðst veik urðu MARGRÉT INDIANA HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Margrét IndianaHalldórsdóttir fæddist í Hnífsdal 10. júní 1931. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 9. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 22. nóvember. tækifærin bara svo allt of fá. Ég sakna þín eiginlega á tvo vegu. Í fyrsta lagi finnst mér sorglegt að þú skulir hafa þurft að yfirgefa þetta líf, löngu áður en þér og okkur öllum hinum fannst tímabært. En hin tegundin er svona. Hvert á ég nú að fara þegar mig vantar leið- sögn? Hver á nú að gefa mér góð ráð? Þú varst nefnilega svo ótrúlega mögnuð, frænka mín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ég kveð þig með söknuði, elsku frænka mín, og ég veit að hún amma hefur tekið vel á móti þér með opinn faðminn eins og hún var vön að gera, og ég veit að þér líður vel núna laus við allar kvalir. Elsku Gústi, Halldór, Helgi, Gústi, Leifur og fjölskyldur, mamma og aðrir ástvinir. Við Steini og börnin biðjum Guð að styrkja ykkur öll og styðja á þess- ari erfiðu stundu. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín og þeim mun dýpri sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði get- ur það rúmað. (Kahlil Gibran.) Helga María. Mig langar til að minnast frænku minn- ar Jórunnar. Ég kynntist Jórunni 11 ára gömul þegar ég var send í fóstur austur til Reyðarfjarðar til föðursystur minnar Sigrúnar og Ferdinands manns hennar, foreldra Jórunnar. Sökum skyndilegra veikinda Sig- rúnar tók Jórunn við heimilinu, þá þrítug með son sinn Ferdinand, 6 ára gamlan. Á þessum tíma var Jórunn við vinnu annars staðar fjarri heimilinu. Hún sagði mér seinna að hún mátti ekki til þess hugsa, að ekki yrði úr því að ég kæmi á heimilið. Þetta er rétt lýs- ing á frænku minni sem reyndist mér sérstaklega góð og kenndi mér margt sem ég bý að enn í dag. Ég var auðvitað oft pirruð, þurfti að vaska upp, skúra stigann, læra heima og gera handavinnuna, þess vegna, lokuð inn í stofu. Ég þurfti JÓRUNN RAGN- HEIÐUR FERDIN- ANDSDÓTTIR ✝ Jórunn Ragn-heiður Ferdin- andsdóttir fæddist á Bakka í Reyðarfirði 1. ágúst 1926. Hún andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 11. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Reyðar- fjarðarkirkju 17. desember. líka að borða allan mat, súrt slátur og siginn fisk, hún sagði mér það seinna hvað hún vorkenndi mér þegar ég var að gleypa súra slátrið ótuggið og lét á engu bera. Ég var hjá henni í eitt ár. Næstu ár á eftir kom ég oft, ýmist til að vinna í síld eða í sumarfrí með vinkonunum, seinna með mann og börn í sumarfrí, alltaf var ég velkomin. Jórunn var sérstaklega skapgóð og alltaf brosandi og innileg svo hlýjan streymdi frá henni, enda leituðu margir til hennar. Jórunn missti eiginmann sinn Bjarna Jón- asson eftir 38 ára hjónaband og var það mikill missir fyrir hana. Þau höfðu þekkst frá barnæsku, voru bæði frá Bakka. Við Símon munum seint gleyma góðu sum- arferðunum til hennar. Jórunnar verður sárt saknað af öllum henn- ar vinum og vandamönnum. Megi englar Guðs vaka yfir henni. Við Símon kveðjum hana með söknuði og þökkum henni fyrir samfylgdina. Sonum, tengdadætr- um og barnabörnum sendum við einlægar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur. Ingunn Ragnarsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.