Morgunblaðið - 29.12.2001, Page 50

Morgunblaðið - 29.12.2001, Page 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Elsku amma mín. Þú sagðir við mig áð- ur en ég fór til Ítalíu að þetta væri ein- stakt tækifæri sem ég hefði að fara til annars lands og kynnast þar nýrri menningu og siðum og að hluta til þess vegna ákvað ég að halda ótrauð áfram ævintýri mínu núna og koma ekki heim í jarðarförina þína, þú hefð- ir ekki viljað að ég mundi hætta öllu sem ég er að gera núna fyrir þig. Ég vildi óska þess að allar systur mínar hefðu haft tækifæri til að kynnast þér eins og ég þekkti þig, full af lífi og fjöri, þú varst leikfélagi minn jafn- framt því að vera amma sem bakaðir bestu pönnukökur í heimi. Þú reyndir alltaf að halda mér í góðu skapi, sem var oft erfitt, get ég trúað, þegar ég var yngri. Ófáar stundirnar spiluðum við ólsen ólsen eða manna við eldhús- borðið eða sungum saman. Ég gæti skrifað heila bók um minningar sem ég á um þig amma og þær eru allar góðar. Þú varst sú þolinmóðasta manneskja sem ég hef nokkurn tíma kynnst, hugsaðir alltaf fyrst um aðra en sjálfa þig. Ég veit reyndar að ég á ekki eftir að átta mig almennilega á því að þú sért ekki lengur á meðal okkar fyrr en ég kem heim til Íslands aftur. Ég hugsaði eins og lítið barn að þú yrðir alltaf til staðar og ég hefði nægan tíma ennþá til að vera með þér, reynd- ar var ég búin að hugsa mikið um það hérna að ég ætlaði nú að reyna að eyða eins miklum tíma og ég gæti með þér þegar ég kæmi heim aftur, en nú get ég það ekki lengur. Auðvit- að var við því að búast að þú fengir brátt þinn eilífðarsvefn þar sem þú varst lengi búin að vera veik og ég vissi svosem að það gæti gerst meðan ég væri hér þessa sex mánuði á Ítalíu, en það er aldrei hægt að búa sig undir missi ástvina, það er alltaf jafn sárt þegar að því kemur. Núna vildi ég óska þess að ég hefði eytt meiri tíma með þér undir það síðasta, því ég veit að oft á tíðum leiddist þér mikið og vildir hafa meiri félagsskap. Ég veit að þú varst farin að óska þess að fá að fara, því þér leið ekki vel svona veikri. Þess vegna ætla ég ekki að syrgja heldur samgleðjast þér yfir því að þér líði betur núna. Og ég veit að þú ert glöð núna því nú getur þú vakað yfir fjölskyldu þinni og verndað hana, eins og þú gerðir fyrr á dögum þegar þú hafðir heilsu til. Þín sonardóttir, Eyrún Björk. Elsku amma. Nú ert þú farin frá okkur og eins og Ívar Aron segir komin til englanna. GUÐLAUG ÞÓRHALLSDÓTTIR ✝ Guðlaug Þór-hallsdóttir fædd- ist 1. febrúar 1918 á Breiðavaði í Eiða- þinghá. Hún lést á hjúkrunardeild Heil- brigðisstofnunar Austurlands á Egils- stöðum 10. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaðakirkju 15. desember. Þar vakir þú yfir okkur öllum og hugsar vel um okkur eins og þú gerðir alltaf. Ekki veit ég hversu margir vilja láta hamast í fötunum sínum, hvort sem það er á grímuballi eða bara á tískusýningu fyrir heimilisfólkið, en þér virtist vera sama um það. Oft hefur þeirri spurningu skotið upp í kollinum á mér, hversu margar pönnukökur þú þurftir að baka í hvert skipti, til þess að allir fengju nóg, þar sem við Eyrún stóðum hvor sínum megin við þig og átum jafnóðum af pönnunni. Oft þurfti ekki mikið til að skemmta okkur. Það gat verið nóg að fá að þurrka eggin sem þú varst að þvo og ég man enn eftir litla egginu í glasinu fyrir ofan vaskinn hjá þér, sem þú sagðir mér að væri hanaegg. Svo launaðir þú okkur stundum með súkkulaðimola, rúsínum eða kandís- mola. Ef ekki var verið að baka, þvo eða sinna öðrum heimilisstörfum sast þú ýmist á stól við ofninn í eldhúsinu og prjónaðir ullarsokka, með brúnum, gráum eða svörtum röndum, eða að þú sast við eldhúsborðið og spilaðir við okkur. Þá var oftast spilað Veiði- maður, Svarti-Pétur eða Ólsen ólsen. Nú spilum við ekki saman í bili en minningarnar um spilin og margt margt fleira lifir með mér. Hafðu það gott elsku amma. Ástar- og saknaðarkveðja. Þín Drífa. Elsku amma mín. Nú er stundin runnin upp. Þú ert farin, en komin á góðan stað. Stað sem þú sagðir að væri fallegur og góð- ur, og þú óttaðist ekki þann tíma- punkt er þú yrðir kölluð þangað. Í þínum huga var þetta bara enn einn áfangastaðurinn, og þangað liggur vegur okkar allra. Ég man svo vel hvað þú varst góð við okkur barna- börnin. Það var alveg sama hvað bját- aði á, það var alltaf hægt að leita til þín, og skipti þá engu máli þótt þín biðu mörg verk. Þú gafst þér alltaf tíma og varst alltaf til staðar. Ég man svo vel þegar við vorum saman í fjós- inu ásamt afa og Jóa Gísla. Þú kennd- ir mér að umgangast kýrnar og kálf- ana, og að mjólka. Og það var sama sagan þar, þú varst þolinmæðin upp- máluð. Jafnvel raulaðir þú fyrir kýrn- ar ef þær voru orðnar óþolinmóðar að bíða eftir að lítilli skjátu tækist að gera eitthvað að gagni. Hænsnahúsið var líka staður sem ég fór með þér á. Ég man hvað ég var oft smeyk við að taka eggin ef hænurnar lágu á þeim, en þú sýndir mér hvernig átti að fara að, án þess að styggja þær. Svo töld- um við alltaf eggin og þú mundir alltaf hvað þær höfðu verpt mörgum eggj- um daginn áður. Þú fylgdist svo vel með dýrunum og þér þótti svo und- urvænt um þau. Heimalningarnir fengu ekkert síður að njóta umhyggju þinnar en við mannfólkið, og þú leyfð- ir litlu lömbunum stundum að sofa í kassa við ofninn í eldhúsinu. Styggð- aryrði heyrði ég aldrei af þínum vörum, alveg sama hvað gekk á. Þú varst yndislegur gestgjafi og ef ég vildi fara í kaffi eitthvað, þá væri það til þín. Alltaf var eitthvað tínt til, og ef lítið var til varstu ekki lengi að hræra í pönnukökur og bjóða gestunum. Það var nú ósjaldan að ég var hjá þér er gesti bar að garði og alltaf fékk ég að hjálpa til við að leggja á borð eða hella kaffi í könnuna. Mér fannst líka svo gaman að fá að hugsa um kaffið og bæta á könnuna ef á þurfti að halda. Mér fannst að þú ættir að fá að sitja við borðið með gestunum, en þú gast sjaldan setið kyrr lengi í einu og látið aðra gera það sem þú varst vön að gera. Þegar þú varst að vaska upp leyfðir þú okkur barnabörnunum stundum að þurrka upp, og þú ítrek- aðir að við yrðum að gera það vel og fara varlega. Eins þegar þú varst að þvo eggin, þá fengum við að þurrka, en við urðum að fara varlega. Ef svo illa vildi til að egg brotnaði, þá skammaðir þú okkur ekki, en ítrek- aðir við okkur að fara varlega. Þú myndir nota eggið í bakstur seinna. Þú kenndir mér að umgangast hluti með virðingu og ánægju, og sagðir að ég skyldi alltaf fara vel með allt sem ég ætti. Veraldleg gæði er ekki hægt að taka fram yfir manngæsku. Ham- ingjan felst ekki í að eiga mikið, held- ur að meta það sem maður á. Þetta sagðir þú við mig. Þú leyfðir mér að hjálpa þér við kleinubaksturinn, og mér fannst svo gaman að snúa. Þú varst nú samt ekkert alltof hrifin þeg- ar ég var nánast komin ofan í pottinn hjá þér. Þú kenndir mér margar vísur og ljóð við heimilisstörfin, því þú varst oft að syngja um leið og þú vannst verkin. Og þegar við Íris fengum að gista hjá þér og afa, var oft spilað á spil langt fram á kvöld. Ætli við höf- um ekki fengið að vaka aðeins lengur hjá ykkur þá. Við spiluðum ýmist manna, svarta-pétur, kasínu eða ól- sen-ólsen. Þið afi spiluðuð alltaf á móti hvort öðru, og líklega var það til að liðin yrðu jöfn. Við vorum algjörir viðvaningar í spilum miðað við ykkur. Enda kom það í ljós þegar við systur vorum að spila við þig á daginn að þú gast sinnt heimilisstörfunum á meðan við vorum að ákveða hvaða spil við áttum að láta út. Við lærðum það líka að maður verður að hafa fyrir hlut- unum, því þið afi leyfðuð okkur ekki að vinna. Við urðum að geta það sjálf- ar. Hvað ætli þú hafir prjónað marga sokka og vettlinga? Þú varst alltaf með prjónana á lofti eða að stoppa í gamla sokka. Og hvað ætli þú hafir séð á eftir mörgum ósteiktum klein- um og nýbökuðum pönnsum ofan í litla munna? Eða þegar þú varst að kenna okkur á gamla fótstigna org- elið. Fyrst þurftir þú að stíga því við náðum ekki niður. Mér um hug og hjarta nú er fyrsta lagið sem kemur í huga minn þegar ég hugsa um gamla orgelið. Þú kenndir okkur það, og hjá þér lærði ég að lesa nótur. Þegar allt kemur til alls lærði ég eitthvað á öllu sem þú kenndir mér. Það er ekki allt- af augljóst hvað það var, en ég sé það allt betur nú. Ég veit að þú vildir gera allt sem þú gast fyrir alla, og þú hefðir borgað skólagöngu fyrir öll barna- börnin og barnabarnabörnin, ef þér hefði gefist kostur á því. Það er lýs- andi dæmi og góðmennsku þína. Eftir að ég flutti í burtu urðu samveru- stundir okkar færri, en mikið var allt- af gott að koma til ykkar, eftir að þið fluttuð í Egilsstaði. Þegar ég kom með stelpurnar mínar kættist þú og vildir leika við þær, og stundum fékkstu þær með í boltaleik. Því mið- ur kynntust þær þér ekki nógu vel, en ég veit að þú horfir til okkar allra og vakir yfir okkur. Það eru margar fleiri minningar sem ég á um þig, og þær varðveiti ég með mér um ókomin ár. Elsku amma, ég veit að þér líður vel innan um hina englana. Þú ert skærasta stjarnan og lýsir til okkar allra. Þakkir fyrir allt, elsku amma. Guð blessi þig og varðveiti. Þín er sárt saknað. Hrönn. Elsku besta amma mín. Tómarúm myndaðist í hjarta mínu þegar pabbi tilkynnti mér það að þú værir dáin. Það verður aldrei að fullu fyllt en minningar um elskulega, óeig- ingjarna og þolinmóða ömmu munu lifa áfram og munu þær að einhverju leyti fylla það. Ég veit að hvíldinni ertu fegin, eftir að hafa háð baráttu við erfið veikindi, en það er samt sem áður alltaf sárt að þurfa að kveðja en ég veit líka að þér líður vel, komin til Guðs og englanna og því kveiðst þú aldrei. Trú þín á Guð var þinn styrkur í gegnum lífið. Það sagði við mig góð kona um dag- inn, þegar hún vottaði mér samúð sína vegna andláts þíns, að það væri nú alltaf erfitt að kveðja þessar ömm- ur, og það eru sko orð að sönnu, en maður yrði bara að halda í minning- arnar. Af nægum minningum um þig er að taka, svo margar að þær gætu verið efni í heila bók. Það var alltaf svo gaman að koma til þín, þú tókst okkur alltaf opnum örmum og af einskærri hlýju, alveg sama hvernig stóð á hjá þér, þótt það væri fullt hús af gestum. Ég man að þegar við Hrönn vorum litlar komum við oft til þín, við bjuggum nú reyndar á neðri hæðinni í nokkur ár, svo við vorum alltaf meira og minna uppi hjá þér og oftar en ekki fengum við strau- borðið þitt að láni og gamla miða af dagatali og þetta notuðum við í búða- leik og stundum komst þú og versl- aðir hjá okkur, það fannst okkur gam- an og vöruúrvalið var allt það sem ímyndunaraflið bauð uppá. Eitt sinn vorum við Hrönn líka að leika okkur með bangsana okkar inni í austurher- bergi og þá þurftir þú að bregða þér í hlutverk læknis því að Hrönn risti sinn á kvið og þú þurftir að sauma hann saman. Þú varst svo lagin í höndunum og við allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Oftar en ekki man ég eftir þér sitjandi við ofninn í eld- húsinu að prjóna leista á afa eða syni þína, já eða bara okkur barnabörnin. Söngurinn var aldrei langt undan hjá þér og þegar þú varst að prjóna eða baka eða bara hvað sem var þá varst þú alltaf raulandi og mörg lögin áttum við eftir að læra af þér. Ljóð og sálm- ar voru þér einnig hugleikin og þú kunnir ógrynnin öll og það utanbókar og oft fórstu með erindi fyrir okkur, það þótti okkur nú gaman. Oft gat ég setið og lagt kapal með þér og hlustað á þig segja mér ljóð eða syngja fyrir mig. Það var nú eitt af því sem við gerð- um oft saman, að leggja kapla. Og svo tókum við ansi oft í spil og flest þau spil sem ég kann í dag kennduð þið afi mér. Stundum þegar við systurnar vorum hjá ykkur afa í pössun þá tók- um við oft nokkra slagi, ýmist kana, vist, kasínu, olsen olsen, veiðimann eða svarta pétur og var þá oft spilað þangað til pabbi og mamma komu heim. Stundum fengum við líka að gista og þá fengum við nú oft að vaka aðeins lengur og spila við ykkur, al- veg sama þó svo að þið þyrftuð að vakna snemma til að sinna búinu. Heima á Breiðavaði var blandaður búskapur, kýr, kindur, hænur, hestar og svo auðvitað hundar og kettir og þér þótti nú vænt um öll dýrin og hugsaðir um þau af einskærri hlýju og alúð. Og litlu lömbin sem þurfti að ala heima fengu að vera í hlýjunni við ofninn í eldhúsinu hjá þér. Og hund- arnir eltu þig hvert sem þú fórst. Það var alveg sama hvaða dýr það var, þér þótti vænt um þau öll. Á seinni árum fór heilsu þinni svo að hraka og þú fórst á Reykjalund, þín var nú sárt saknað þá enda ekki oft sem amma var svona lengi í burtu. Eftir það hættir þú að mestu leyti í bústörfun- um. Svo kom að því að þið afi fluttuð í þjónustuíbúð á Sjúkrahúsinu á Egils- stöðum. Þar áttum við nú eftir að eyða mörgum kvöldstundum saman þegar afi fór að heiman. Aldrei vildi hann skilja þig eftir eina heima svo að hann bað mig um að koma og vera hjá þér og þá tókum við nú oftar en ekki í spil- in. Stundum kom Viggó líka með og þá spilaði hann líka við okkur. Svo fóru langömmubörnin að líta dagsins ljós og var Ívar Aron þitt ann- að langömmubarn og alltaf þegar við komum til ykkar afa í heimsókn þá ljómaðir þú. Þér fannst svo gaman að fá börnin þín í heimsókn. Eitt sinn í sumar komum við Ívar Aron og pabbi í heimsókn til ykkar afa og Ívar fann bolta og þið fóruð í boltaleik, það fannst þér svo gaman, þú brostir út að eyrum. En með haustinu fór heilsu þinni að hraka enn meira og nú ertu farin frá okkur. Ó, hve sárt ég sakna þín sómakonan elskulega minning þín er skærast skín skarta mun í sálu mín orðstír þinn er aldrei dvín eyðir burtu sorg og trega. Ó, hve sárt ég sakna þín sómakonan elskulega. Aldrei gleymir tryggð né trú traust þú reyndist hverju sinni með kærleik þínum bættir bú bezt þér virtist aðferð sú. Lýðir, sem þig lifa nú lofa munu öll þín kynni. Aldrei gleymir tryggð né trú traust þú reyndist hverju sinni. (Höf. ók.) Elsku amma, ég vil þakka þér allt sem þú hefur kennt mér í lífinu og all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þín er sárt saknað en vitneskjan um að þér líður nú betur mun hjálpa okkur í gegnum erfiða tíma. Elsku afi, Guð styrki þig í sorg þinni. Ástar- og saknaðarkveðja. Íris. Elsku amma. Nú hefur þú kvatt þetta líf, og ert komin á betri stað. Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig, en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handsamað heldur þá hljóma, sem flögruðu um mig, því það voru allt saman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. En bráðum fer sumar að sunnan og syngur þér öll þau ljóð, sem ég hefði kosið að kveða þér einn um kvöldin sólbjört og hljóð. Það varpar á veg þinn rósum og vakir við rúmið þitt, og leggur hóglátt að hjarta þínu hvítasta blómið sitt. Ég veit ég öfunda vorið, sem vekur þig sérhvern dag, sem syngur þér kvæði og kveður þig með kossi hvert sólarlag. Þó get ég ei annað en glaðzt við hvern geisla, er á veg þinn skín, og óskað, að söngur, ástir og rósir, sé alla tíð saga þín. (Tómas Guðmundsson.) Þetta var eitthvað sem þú vissir að myndi gerast og þú hræddist það ekki. Það var aldrei neinn bilbug á þér að finna. Elsku amma, þú sem varst alltaf svo elskuleg og góð hefur nú sofnað svefninum langa. Góða nótt. Þín Svana. Elsku besta amma okkar. Okkur langar til að minnast þín enn frekar með sálmi sem þér fannst svo fallegur. Fyrir fermingu okkar leituðum við aðstoðar þinnar við að velja ritning- argrein og er hún einmitt komin úr þessum sálmi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga þig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku amma okkar, hvíl í friði. Góða nótt. Þínar sonardætur Íris, Hrönn og fjölskyldur. / 0   '   '   (2@A80(28A;5 + < " #$  +!  +  1+  2    -                  !   "#   : '*    +   ''*  ) #'2+ '      '     " ', ''*  :   ''*   + &       ''*  (   + " ' '     *   0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.