Morgunblaðið - 29.12.2001, Page 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 51
✝ Frosti Gíslasonfæddist í Eyhild-
arholti í Skagafirði
hinn 14. júlí 1926.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Sauðár-
króki aðfaranótt
þriðjudagsins 18.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Gísli Magnús-
son, f. 25. mars 1893,
d. 17. júlí 1981, bóndi
í Eyhildarholti, og
kona hans, Guðrún
Sveinsdóttir, f. 29.
júlí 1895, d. 13. ágúst
1977. Systkini Frosta eru: 1)
Magnús Halldór, f. 23. mars 1918,
maki Jóhanna Þórarinsdóttir. 2)
Konráð Elinbergur, f. 19. júlí
1919, d. 10. nóvember 1919. 3)
Sveinn Þorbjörn, f. 10. júní 1921,
maki Lilja Sigurðardóttir. 4) Kon-
ráð, f. 2. janúar 1923, maki Helga
Bjarnadóttir. 5) Rögnvaldur, f.
16. desember 1923, maki Sigríður
Jónsdóttir. 6) Gísli Sigurður, f. 26.
júní 1925, maki Ingibjörg Jóhann-
esdóttir. 7) Kolbeinn, f. 17. des-
ember 1928, d. 15. janúar 1995. 8)
Árni, f. 21. janúar 1930, maki
Ingibjörg Sveinsdóttir. 9) María
Kristín Sigríður, f. 4. ágúst 1932,
maki Árni Blöndal. 10) Bjarni, f.
8. ágúst 1933, maki Salbjörg Már-
usdóttir. 11) Þorbjörg, f. 17. apríl
1935, d. 17. apríl 1935. 12) Þor-
björg Eyhildur, f. 26. ágúst 1936,
maki Sæmundur Sigurbjörnsson.
Frosti giftist 6. júní 1953
Jórunni Sigurðardóttur, f. 12.
nóvember 1926, dóttur Sigurðar
Einarssonar, f. 4. september
1890, d. 16. apríl 1963, bónda á
Hjaltastöðum í Blönduhlíð og
konu hans, Margrétar Þorsteins-
dóttur, f. 8. janúar 1889, d. 10.
nóvember 1989.
Frosti og Jórunn
eignuðust fjóra syni
auk þess að ala upp
eina fósturdóttur. 1)
Sigurður, flugvall-
arvörður á Sauðár-
króki, f. 22. mars
1953, kvæntur
Ragnheiði Gutt-
ormsdóttur og eiga
þau tvö börn, Jór-
unni og Óskar. 2)
Gísli, húsasmiður í
Varmahlíð, f. 19.
mars 1954, kvæntur
Ernu Geirsdóttur og
eiga þau tvö börn, Rúnar Birgi og
Þórhildi. 3) Frosti, rafvirki á
Sauðárkróki, f. 20. júlí 1957,
kvæntur Sigríði Ragnarsdóttur
og eiga þau fjögur börn, Fann-
eyju Björk, Ragnar Frosta, Arnar
Frey og Huldu Maríu. 4) Magnús
Halldór, blikksmiður í Reykjavík,
f. 26. júní 1965, kvæntur Eddu
Þorsteinsdóttur og eiga þau þrjú
börn, Ástu Karenu, Þorra og Þór,
auk þess á Magnús einn son fyrir,
Dag, og Edda á einn son, Kristján.
5) Hafdís Huld Þórólfsdóttir, f. 4.
júní 1974, sjúkraliði í Reykjavík,
sambýlismaður Markús Sigur-
jónsson og eiga þau einn son, Sig-
urjón Má.
Frosti bjó fyrstu ár ævi sinnar
hjá foreldrum sínum í Eyhildar-
holti en fór til náms í Héraðsskól-
ann á Laugarvatni og svo Bænda-
skólann á Hólum í Hjaltadal. Rétt
fyrir 1950 gerðist hann bóndi á
Frostastöðum þar sem hann bjó
þar til hann fluttist til Sauðár-
króks nóvember 1998 þar sem
hann bjó til æviloka.
Útför Frosta fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Það er skrýtið, afi, að setjast niður
til að skrifa minningargrein um þig,
þetta er hlutur sem ég hef stundum
velt fyrir mér: Hvernig verður það
þegar afi og amma deyja? Það verða
jú allir að deyja. Svo kemur að því og
maður er engan veginn tilbúinn, þú
gafst okkur þó mikinn tíma til að
undirbúa okkur.
Ég man í haust þegar amma var
orðin hress eftir veikindi sín og ég
sagði við þig að þið kæmuð bæði til
Reykjavíkur í vor í skírn væntanlegs
erfingja okkar Hugrúnar, sem jafn-
framt verður þitt fyrsta langafabarn,
þá sagðir þú að það væri nú ekki víst
að þú kæmir. Ég hugsaði með mér að
ég skyldi með öllum ráðum fá þig til
að koma, núna veit ég að þú verður
hjá okkur þótt við sjáum þig ekki, þú
munt líka örugglega vera hjá okkur
þegar barnið fæðist og mér þykir
vænt um það.
Það er einhvern veginn með mann
að maður vill að börnin sín fái að
upplifa allt það skemmtilega sem
maður upplifði sjálfur. Ég hlakka til
að segja börnunum mínum frá öllum
yndislegu stundunum sem ég átti
með langafa þeirra, segja þeim frá
kindunum sem þú gafst mér, fyrsta
sem ég man eftir hét Dumba, ein af
örfáum svörtum kindum í fjárhúsun-
um hjá þér, þegar hún varð svo göm-
ul fékk ég kind sem ég hafði meira að
segja skírt sjálfur, hún hét Askja.
Mér finnst ég hafa verið rosalega
heppinn að fá að vera svona mikið á
Frostastöðum og taka þátt í bú-
skapnum, búskapurinn var líf þitt og
yndi, þú áttir stóran hóp af kindum
frá því ég man eftir mér, þú hugsaðir
vel um þær, skráðir allt hjá þér til að
rækta sem best. Oft fékk ég að skoða
þessar bækur og þótti mér þær
spennandi, þú þekktir allar kindurn-
ar þínar með nafni og þannig var það
skráð í bækurnar, nafn og afkom-
endur og hægt var að rekja ættir
allra kinda þinn aftur til þess þegar
þú hófst búskap.
Oft bað ég þig að kenna mér að
marka en aldrei gat ég skilið þetta,
það var svo einfalt í höndunum á þér
og þú gast séð af margra metra færi
hvaða mark var á kindinni. Nokkrum
sinnum fór ég með þér í göngur og
réttir í Gloppu, það þótti mér ósköp
gaman og einfalt, þar gat ég fundið
kindur með gulu merkjunum og
dregið í okkar dilk. Stundum bentir
þú mér svo á kindur sem ég elti uppi
og fór með í réttan dilk, eins var í
Silfrastaðarétt, þú bentir mér á
kindurnar sem ég mátti draga.
Það voru þó ekki aðeins kindur
sem þú bjóst með, þú áttir alltaf
hesta, Skjóni og Tvistur eru hestar
sem ég mun aldrei gleyma, ég get
sýnt börnunum myndina af mér á
baki á Skjóna sunnan við bæ og sagt
þeim sögur af þessum eðalfákum
sem þeir voru í mínum augum. Þú
áttir einnig kýr og eitt af því sem ég
gat aldrei lært voru handbrögðin við
að mjólka, þetta virtist svo einfalt í
höndunum á þér en sama hvað ég
reyndi, það gerðist ekki neitt.
Annað stórt áhugamál hjá þér var
söngurinn, ég man mest eftir Rökk-
urkórnum og kirkjukórnum. Ég man
þegar Rökkurkórinn setti upp kab-
arett, þú lékst dyravörð og ég man
hvað ég var stoltur af því að afi og
amma væru í þessari sýningu sem
mér þótti mikið ævintýri á þeim
tíma. Ég man þó ekki til þess að þú
hafir sungið mikið heima, en þú
hummaðir löngum stundum hin
ýmsu lög, stundum hélt ég að þú
værir að semja lög því ég þekkti ekki
það sem þú hummaðir.
Það eru líka til margar fleiri minn-
ingar frá því þegar ég var á Frosta-
stöðum, í hádeginu var það heilagt
að hlusta á fréttirnar, veðrið og svo
dánarfregnirnar, það var því skrýtið
að hlusta á dánarfregnirnar 19. des-
ember síðastliðinn og heyra nafnið
þitt lesið þar upp. Þú áttir þína skeið,
stóra skeið, og ég hugsa að þú hefðir
ekki getað borðað súpuna eða graut-
inn með annarri skeið. Kíkirinn í
suðurglugganum í stofunni.
Það tók mig mörg ár að skilja hvað
þú varst stríðinn, eftir að ég fór að
stunda íþróttir af miklum krafti
varst þú alltaf að segja mér að þetta
væri stórhættulegt, menn slösuðu
sig bara í þessu, og ef við vorum að
horfa á fréttir saman og einhverjar
fréttir af slysum í íþróttum komu
sagðir þú alltaf: „Sko, heyrirðu
þetta, þetta er stórhættulegt,“ og
brostir svo. Ég man þegar ég heyrði
frétt af manni sem hafði slasast við
bústörfin, þá var ég snöggur að
benda þér á að það væri líka hægt að
meiða sig þar. Það var ekki fyrr en
ég var orðinn fullorðinn sem ég
skildi að þú varst bara að stríða mér,
þú varst ekki mikill áhugamaður um
íþróttir en þú hafðir bara svo gaman
af því að stríða. Og það hafðir þú al-
veg fram á síðasta dag, þegar við
komum í heimsókn nú í desember
slóstu á létta strengi, það var greini-
legt að sálin var hraust þótt líkaminn
væri orðinn þreyttur. Sem dæmi um
húmorinn hjá þér er að þegar við
Hugrún komum til að segja ykkur
ömmu frá því að þið væruð að verða
langafi og langamma sagðir þú: „Það
var mikið!“
Það er líka einhvern veginn þann-
ig að maður hugsar alltaf um afa og
ömmu sem eitt, þau hafa alltaf verið
saman og verða alltaf saman og
manni finnst það bara sjálfsagt. Mér
fannst það því svolítið skrýtið þegar
Hafdís sagði mér frá því í haust, þeg-
ar hún hafði sagt þér að amma væri
að koma norður aftur og þú sagðir:
„Mikið lifandis skelfingar er það
gott.“ Einhvern veginn hafði maður
aldrei hugsað um hvað ykkur þykir
vænt hvoru um annað, mér fannst
þetta bara sjálfsagt. En að sjálf-
sögðu er það það ekki, mér þótti bara
svo gott að heyra þetta.
Minningarnar hrannast upp en ég
mun geyma þær með mér og deila
þeim með afkomendum mínum,
segja þeim hversu stórkostlegur
maður langafi þeirra var, því miður
fékk hann ekki að lifa það.
Elsku amma, hafðu það sem allra
best, afi verður hjá þér.
Rúnar.
Frændi okkar, Frosti Gíslason frá
Frostastöðum, er látinn, 75 ára að
aldri. Þegar lát hans barst fórum við
bræður að ræða kynni okkar af
Frosta sem voru talsverð en við ól-
umst upp í því húsi sem hann bjó í
mestalla sína búskapartíð. Margt
kom uppí hugann og minningar þyrl-
uðust upp: Frosti komandi inn úr
stórhríðum með hrímhvíta skaflana í
augabrúnunum, þá var okkur
skemmt, smalamennskur með til-
heyrandi atgangi og heyskapurinn
sem reyndi á þolrifin.
Alltaf var gott að koma niður til
Frosta og Nunnu. Þegar við vorum
yngri fórum við til að sníkja kleinur
en til að sníkja og rífast við Frosta
þegar við urðum eldri. Þeim sem lítið
þekktu hann gat sýnst hann svolítið
neikvæður og hrjúfur en það var
stutt í húmorinn og mest hafði hann
gaman af að vera algjörlega á önd-
verðum meiði við okkur – stundum
þegar við buðum honum góðan dag-
inn átti hann til að segja Nei. Honum
þótti nóg um flækinginn og ferðalög-
in á okkur efrihæðarbúum en við
launuðum honum síðar lambið gráa
þegar hann var sjálfur kominn á bíl
og sá bíll var ekki alltaf heima.
Frosti var mikill skepnumaður og
fylgdist vel með bæði sínu búfé og
annarra. Hann vissi alltaf hvar bú-
peningurinn á Frostastöðum hélt sig
í högum og þegar hann kom upp á
efri hæðina til að kíkja á hitamælinn,
sem hann gerði oft, gat hann þess
jafnan ef hann hafði séð eitthvað af
okkar fé eða hrossum.
Við kveðjum Frosta frænda með
söknuði og þakklæti. Heimili hans og
Nunnu var fastur punktur í tilveru
okkar og tilheyrði lífi okkar eins og
sjálfsagður hlutur fannst okkur þá.
Aldrei var amast við okkur og alltaf
talað við okkur eins og fullorðna
menn.
Við og foreldrar okkar sendum
Nunnu og fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúðarkveðjur með blessun
Guðs.
Þorgeir og Teitur Sveinssynir.
Það er rökkur og hljótt inni á
sjúkrastofunni. Frosti liggur í rúm-
inu, stilltur, æðrulaus.Við hjónin er-
um komin til að kveðja hann og
þakka honum fyrir langar og farsæl-
ar samvistir sem aldrei bar skugga á.
Fyrir vináttu og samhug á lífsins
stundum. Við vitum öll að hverju
dregur. Hann er sáttur við orðinn
hlut og við erum fegin því að fá tæki-
færi til að segja honum hversu vænt
okkur þykir um hann og hversu mik-
ils virði hann hefur verið okkur og
börnunum okkar þann tíma sem við
höfum verið samvistum.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund rifjast upp myndir frá liðnum
dögum. Það eru myndir hversdags-
ins, myndir úr lífi og starfi í sveit.
Það eru okkar minningar sem við
eigum og getum yljað okkur við nú
þegar Frosti hefur yfirgefið þetta
jarðlíf.
Við sjáum bóndann Frosta sem
unir glaður við sitt heima á Frosta-
stöðum og vildi helst hvergi annars
staðar vera. Við sjáum hann og
Nunnu sinna fénu sínu, gefa, brynna,
sinna lambfé á sauðburði, öll þessi
störf sem vinna þarf við sauðfé.
Hann var með afbrigðum fjárglögg-
ur, þekkti allar sínar ær með nafni
og ættir þeirra marga liði aftur. Og
það var svo notalegt að vinna með
honum við féð, enginn asi eða hróp
og köll, aðeins þessi hljóðláta nær-
vera og virðing fyrir skepnunum sín-
um.
Við munum hann við heyskapinn,
að slá og snúa og síðustu árin akandi
hring eftir hring með rakstrarvélina.
Aldrei hætt við hálfnað verk, heyinu
þurfti að ná saman og það hafði al-
gjöran forgang. Enginn hamagang-
ur við vinnuna en alltaf þessi trausta
nærvera. Það voru ekki höfð mörg
orð um hlutina. Þetta voru verk sem
þurfti að vinna og það voru góð verk.
Þótt heyskapnum fylgdi oft erfiði var
þeim hjónum alltaf gleðiefni ef vel
verkuð taða náðist í hlöðu.
Við munum hann á söngæfingum í
kirkjukórnum og í messum. Alltaf
mætti Frosti því hann hafði þá skoð-
un að ef maður hafði tekið að sér eitt-
hvert verk, hvort sem það nú var að
syngja í kór eða annað, þá stóð mað-
ur við það. Skylduræknin og trú-
mennskan var honum í blóð borin.
Við munum hann líka við eldhús-
borðið, að spjalla, spyrja frétta,
bjóða kaffi og með því. Þröngu húsa-
kynnin hjá þeim Nunnu stóðu ekki í
vegi fyrir að þau voru gestrisin með
afbrigðum. Og það var svo notalegt
andrúmsloft hjá þeim. Frosti jafnvel
að lesa upphátt fyrir Nunnu sem sat
við eitthvert handverk. Börnin okkar
sóttu niður til Frosta og Nunnu um
leið og þau komust hjálparlaust nið-
ur stigann og jafnvel fyrr. Þar mætti
þeim hlýtt og alúðlegt viðmót, nota-
legt spjall og stundum góðlátleg
stríðni, öðruvísi og dálítið gamaldags
leikföng, ósjaldan nýsteikt kleina
eða annað góðgæti í munn. Þau voru
góðir nágrannar, Frosti og Nunna.
Við lítum á það sem gæfu okkar að
hafa átt þetta góða sambýlisfólk að í
mörg ár. Slíkt er ekki sjálfsagt mál
og fyrir það viljum við þakka. Við
söknum allra heimsóknanna hans
Frosta þegar hann gekk upp á efri
hæðina og leit inn svona bara til að
sjá okkur og vita hvernig við hefðum
það. Það voru góðar heimsóknir og
alveg ómissandi hluti hversdagsins á
Frostastöðum.
Við sendum Nunnu og allri fjöl-
skyldunni okkar innilegustu samúð-
arkveðjur og biðjum góðan guð að
standa þeim við hlið á sorgartímum.
Sara og Þórarinn,
Frostastöðum.
FROSTI
GÍSLASON
Frá okkur er farinn
mikill maður. Hræði-
legt slys varð til þess
að hann var hrifinn
burt frá okkur. Þegar
fréttin barst brutust út ýmsar
spurningar: Hvað ef …?
Ég er full af sektarkennd. Ég veit
að svo á ekki að vera, en hvernig get-
ur það öðruvísi verið þegar sviplegt
fráfall þitt ristir gat á hjartað mitt?
Mér virðist sem ég hafi aldrei
komið til þín og sagt þér að ég elsk-
aði þig.
Ég geri það.
Mér finnst sem ég hafi svikist um
að heimsækja þig.
Fyrirgefðu mér?
Ég var þó svo heppin að fá tæki-
færi til að búa hjá þér og ömmu og
upplifa það líf sem ávallt fylgdi heim-
ili þínu, en misnotaði tækifærið.
Mér finnst sem ég hafi farið á mis
við svo margt gott sem þú gerðir og
kenndir.
Mér finnst sem ég skuldi þér.
Þú veist ekki hvað ég var stolt
þegar þið amma komuð til mín og
Halldórs með óskir um að við yrðum
SIGGEIR
PÁLSSON
✝ Siggeir Pálssonfæddist á Baugs-
stöðum í Stokkseyr-
arhreppi 6. júlí 1925.
Hann lést af slysför-
um miðvikudaginn
12. desember síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Gaul-
verjabæjarkirkju 22.
desember.
ykkar arftakar á
Baugsstöðum, en for-
lögin komu því þannig
fyrir að ekkert varð
úr … og því sé ég enn
eftir. Ég átti eftir að
segja þér það. En ég
met þínar skoðanir og
skil. Mér fannst svo
gaman að heyra um
það að þið Siggi væruð
að hefja aftur búskap á
Baugsstöðum – ég vildi
að þú hefðir getað verið
hér hjá okkur lengur
því að síðasti vetur var
þér svo erfiður án
kúnna. Ég vildi bara að ég hefði haft
vit á því þá að koma oftar við og
heimsækja ykkur ömmu. Ég vildi
líka þakka þér fyrir heimsóknirnar
hingað til okkar Halldórs á Lágafell;
þínar skoðanir hafa alltaf skipt mig
miklu og núna trúi ég að þú munir
fylgjast með búskapnum hjá okkur;
Guð veittu mér styrk til að standa
undir væntingum.
Ég held í þá von að almáttugur
Guð hafi um þessi jól þurft á kunn-
áttu þinni í kirkjunni að halda, til að
hringja klukkum friðar fyrir mann-
kynið. Ég veit að þú kemst á hásæti,
betri mann er ekki hægt að finna …
Takk fyrir samveruna, afi minn,
ég mun ávallt sakna þín og bið þess
að Drottinn gefi okkur hinum styrk
til að takast á við komandi tíma án
þín.
Hvíl þú í friði.
Ávallt þín
Sæunn Þórarinsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Birting afmælis- og
minningargreina