Morgunblaðið - 29.12.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 29.12.2001, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 55 FRIÐRIK Ómar syngur jóla- lög í bland við eigið efni á heim- ilislegri kvöldstund í leikhúsinu á Dalvík, Ungó, annað kvöld, sunnudagskvöldið 30. desem- ber, kl. 20.30. Aðeins þessir einu tónleikar! Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Tónleikar á Dalvík LANDSSAMBAND slökkviliðs- manna hefur sent frá sér eftirfarandi leiðbeiningar til landsmanna um ára- mótin: Flugeldar og skoteldar hvers kon- ar eru órjúfanlegur hluti af áramóta- gleðinni. Þeir eru hins vegar vand- meðfarnir og óvarleg meðferð þeirra eða fikt veldur slysum um hver ára- mót. Oft eru það börn sem slasast. Al- gengustu áverkarnir eru bruni í and- liti, augnskaðar og í einstaka tilfellum dauði. Áverkarnir eru oft varanlegir. Til að fyrirbyggja slys af völdum flugelda er ráðlegt að:  Geyma flugelda á öruggum stað.  Lesa vel leiðbeiningar sem fylgja flugeldum og blysum og fara eftir því sem þar stendur.  Hafa undirstöðu skotelda trygga.  Nota hanska og hlífðargleraugu.  Leyfa ekki litlum börnum að bera eld að blysum eðs flugeldum. Árlega kemur fjöldi fólks á slysa- og bráðamóttökur með brunasár. Meðal þeirra eru mörg börn. Brunasárum er skipt í þrjú stig: 1. stig: Ysta lag húðarinnar roðnar og það svíður undan. 2. stig: Ysta og næsta undirlag húð- arinnar brennur og blöðrur myndast. 3. stig: Bruninn nær gegnum alla húðina, jafnvel í vöðva, bein og líf- færi. Skyndihjálp við bruna: Hringið í neyðarnúmerið 112  Kælið með 15-20°C vatni til að minnka sviðann.  Ef stór svæði líkamans verða fyrir bruna er hægt að kæla með blautum lökum.  Bleytið í fötum og fjarlægið, t.d. með því að klippa þau.  Fjarlægið skó, skartgripi og því um líkt af hinum brennda. Æfðu flóttaáætlun á vefsíðuleik LSS “lsssamtok.is Á heimasíðu LSS er hægt að æfa flótta í gegnum völundarhús þar sem jafnframt birtast nokkur grundvall- arheilræði þ.a.l. Forvarnablaðinu „Slökkviliðsmað- urinn“ var dreift til landsmanna við upphaf Eldvarnaviku, þ.e. 24. nóv. sl. og er minnt á að ýmsar hagnýtar upplýsingar og heilræði eru þar varð- andi eld og eldsvoða. Slökkviliðsmenn hvetja til varkárni um áramótin HINN 25. desember sl. milli kl. 14 og 20 var ekið á hægri hlið bifreiðarinnar JM-078, sem er Nissan Micra-fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus við Miklubraut 30. Tjónvaldur fór hins vegar af vettvangi án þess að tilkynna það hlutaðeig- andi eða lögreglu. Því er hann, eða aðrir, sem geta gefið frek- ari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögregl- unnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum HIÐ árlega Nýársmót Skelj- ungs og Taflfélags Reykjavík- ur verður haldið sunnudaginn 30. desember nk. og hefst mótið kl. 13. Teflt verður í höfuðstöðvum Skeljungs við Suðurlandsbraut 4 – efstu hæð. Flestir af sterkustu skák- mönnum landsins munu leiða saman hesta sína og eru 8 stórmeistarar og 2 alþjóðlegir meistarar í 20 manna kepp- endahópnum. Tefldar verða 5 mínútna hraðskákir og tefla allir við alla – alls 19 umferð- ir. Aðgangur er ókeypis. Sterkasta hrað- skákmót ársins BSRB hefur sent frá sér álykt- un þar sem mótmælt er harð- lega hækkun komugjalda í heil- brigðisþjónustunni og aukinni hlutdeild sjúklinga í lyfjakostn- aði. „Með þessum hækkunum hyggst ríkisstjórnin bæta stöðu ríkissjóðs um allt að hálfum milljarði króna. Jafnframt þessum hækkunum eru breyt- ingar á endurgreiðslum til tekjulágra fjölskyldna og er mjög brýnt að fólk kynni sér þær reglur sem um þetta gilda. Í úttekt BSRB á kostnaðar- þátttöku sjúklinga í heilbrigð- isþjónustu kom fram að hlutur sjúklinga hefur margfaldast á undanförnum áratug. Í stað þess að hækka kostnaðarhlut sjúklinga nú væri nær að vinda ofan af þessari þróun og lækka þau gjöld sem sjúklingum er ætlað að bera,“ segir BSRB. Hækkunum í heilbrigðis- þjónustunni mótmælt EFTIRTALDIR aðilar eru í fyrstu sjö sætum B-listans í Húnaþingi vestra í næstu sveit- arstjórnarkosningum: 1. Elín R. Líndal Lækjamóti, 2. Þorleifur Karl Eggertsson Hvammstanga, 3. Sigtryggur Sigurvaldason Litlu-Ásgeirsá, 4. Þorbjörn Gíslason Hvamms- tanga, 5. Guðmundur H. Krist- jánsson Jaðri, 6. Dóra Valdi- marsdóttir Laugarbakka, 7. Bára Garðarsdóttir Hvamms- tanga, samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Framsóknarfélaginu í Vestur-Húnavatnssýslu. Húnaþing vestra Framboðslisti Framsóknar ÁSGEIR Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., og Einar Bene- diktsson, forstjóri Olíuverzlunar Ís- lands, undirrituðu í gær olíukaupasamning til þriggja ára. Í útboði, sem Innkaupastofnun Reykjavíkur hafði umsjón með, bauð Olís 87,1 milljón króna miðað við núgildandi útsöluverð og var það 28% lægra en hæsta tilboðið. Rekstrarkostnaður Strætó nemur alls um tveimur milljörðum króna. Í fréttatilkynningu kemur fram að samningurinn þýðir tuga milljóna króna lækkun rekstrarkostnaðar hjá Strætó á samingstímanum, en olíukaupin eru einn stærsti liðurinn í rekstrarkostnaði fyrirtækisins fyr- ir utan launakostnað. Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sjö sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu og var fyrirtækið stofn- að um mitt þetta ár við sameiningu SVR og Almenningsvagna. Eitt af markmiðum þess er að auka hag- kvæmni í rekstri almennings- samgangna og var útboðið þáttur í þeirri stefnu. Í fréttatilkynningunni segir ennfremur að áfram verði allra leiða leitað til að lágmarka rekstrarkostnaðinn, m.a. með út- boðum. Morgunblaðið/Ásdís Frá undirritun samningsins. Sitjandi frá vinstri: Einar Benediktsson, forstjóri Olís, Sjöfn Kristjánsdóttir, for- stjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Standandi frá vinstri: Kristinn Leifsson, forstöðumaður eldsneytis- og smurolíudeildar hjá Olís, Jón Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Olís, og Hörður Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó bs. Olíukaupa- samningur undir- ritaður HINN 23. desember sl. lauk uppboði á einu af málverk- um Heklu Guðmundsdóttur í Galleríi Landsbankans- Landsbréfa á Vefnum. Hæsta boð í málverkið Við tjörn var 121.000 kr. Hekla ánafnaði Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og að- standendur þess, andvirði kaupverðsins. Landsbankinn-Landsbréf og Hekla óskuðu eftir að koma á framfæri þakklæti fyrir góða þátttöku. Kraftur fékk andvirði málverks BORGARRÁÐ samþykkti í gær að breyta rekstrarformi Vélamiðstöðvar Reykjavíkur- borgar í hlutafélag og er gert ráð fyrir að hlutafélagið taki við rekstrinum í síðasta lagi 1. júlí á næsta ári. Vélamiðstöðin hefur frá stofnun verið rekin sem borg- arfyrirtæki með sjálfstæðan fjárhag í eigu borgarsjóðs og veitufyrirtækja. Stjórn Véla- miðstöðvarinnar samþykkti í fyrri mánuði að leggja til við borgarráð að fyrirtækinu yrði breytt í hlutafélag frá 1. janúar nk. með óbreyttri eignaraðild, þ.e. að borgarsjóður eigi 67% og Orkuveitan 33%, og var til- lagan send borgarstjórn 26. nóvember. Fjárhagsleg staða fyrirtækisins sterk Helstu forsendur tillögunnar voru að ekki þyrfti að segja upp starfsmönnum, að á næstu mánuðum yrði gjaldskrá fyrir- tækisins breytt og aðlöguð bet- ur þörfum notenda, að veruleg- ur hluti viðskipta borgarfyrir- tækja við fyrirtækið yrði boðin út og það gert í áföngum á næstu misserum og að þannig yrði gengið frá stofnun fyrir- tækisins að fjárhagsleg staða þess yrði sterk til að auka sam- keppnishæfni þess. Vélamið- stöðinni breytt í hlutafélag Borgarráð KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá á Akureyri heldur sitt árlega jólaball í dag, laugardaginn 29. desember, kl. 16 í safnaðarsal Glerárkirkju. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Aðgangseyrir er enginn Jólaball í Glerárkirkju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.