Morgunblaðið - 29.12.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 29.12.2001, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                          !  !"  "      "   # #   $ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MARGT smátt gerir eitt stórt. Gott er að leggja fyrir reglulega til að safna í góðan sjóð með hjálp tím- ans. Margir reyna að leggja til hliðar af laun- um sínum í hverjum mánuði eða kaupa hluta- bréf í vænlegu félagi sem líklegt er til að skila arði á hverju ár. Þá koma reglulega umslög innum lúguna, yfirlit yfir vaxandi inneign í banka eða tilkynning um arð- greiðslu. Ég fæ svolítið öðruvísi yfirlit yfir mitt mánaðarlega framlag. Á hverju ári fæ ég sent bréf og mynd- ir af stelpum sem einu sinni voru lítil börn en eru núna að verða ung- lingar. Ég fæ fréttir af því hvernig gengur í þeirra daglega lífi, hvernig þeim gangi í skólanum, hvað þeim finnst skemmtilegast að gera í sín- um frítíma, hver áhugamálin eru og hvernig fjölskyldan hafi það. Ég skoða myndirnar af Greice í Bras- ilíu, Jengiru í Thaílandi og Hönu í Eþíópíu og hugsa með mér hversu fallegar þær eru og hvað þær hafa stækkað mikið síðan ég fékk sendar myndir fyrir ári. Að fylgjast með vexti þeirra og þroska er mín ár- lega arðgreiðsla. Ég er mjög ánægð og stolt yfir því að eiga svolítinn þátt í þeirra lífi. Það þarf heilt þorp til að sjá um eitt barn þannig að það er ekki bara ég sem hjálpa til, það eru fleiri sem láta smávegis af hendi rakna í hverjum mánuði til að þessar stelp- ur geti átt sitt heimili í faðmi fjöl- skyldu sem þær eignuðust á unga aldri þegar þær voru yfirgefnar og fátt eitt virtist blasa við þeim nema örbirgð og afskiptaleysi. Öðru hvoru sendi ég bréf með fréttum af mér og hvet þær til dáða í skólanum og forvitnast um þeirra hagi. Þess- ar stelpur eru eins og aðrar á þeirra aldri, Greice er orðin unglingur sem finnst ekkert mjög spennandi að sitja yfir skólabókunum og vill frekar eyða tímanum í nýju áhuga- málin. Jengira sem er að nálgast unglingsárin, hefur mikinn áhuga á tónlist. Og Hana, hún vill bara vera úti að leika sér og fylgist með grænmetinu vaxa í litlu „skólagörð- unum“ sínum. Svona gengur hvers- dagslífið fyrir sig hjá þeim, við leik og störf í fjarlægum löndum. Mér finnst alltaf jafn spennandi að fá fréttir af þeim og hápunkturinn er auðvitað að fá myndir og ítarlegri fréttir af árinu sem er að líða. Á meðan þær voru lítil börn fékk ég litla pistla frá mæðrunum (þ.e. kon- unum sem ganga þeim í móður stað) en núna geta þær sjálfar skrifað og eru mjög duglegir og góðir pennar. Það sem gerir mér kleift að styrkja þessar ungu stúlkur er að til eru sérstök samtök sem hafa milligöngu um slíkt og heita þau SOS barnaþorp. Þannig er fólki um allan heim gert kleift að leggja reglulega eitthvað af mörkum svo að börn sem fæðast inn í fátækt með litla framtíðarmöguleika geti eignast heimili, vaxið og dafnað við gott atlæti. Þannig eignast þau fjöl- skyldu, finna fyrir ást og um- hyggju, njóta þess að vera börn við leik sinn, læra að lesa og skrifa og gera allt það sem okkur finnst sjálf- sagt að börn fái að gera. Það er gott að fá að vera hluti af slíkri framtíð- aruppbyggingu. GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 31. Mín árlega arðgreiðsla Frá Guðrúnu Ólafsdóttur: Guðrún Ólafsdóttir MARGT gefur tilefni til svartsýni en annað gefur von um betri tíma. Enn erum við háð þeirri óhjákvæmilegu staðreynd að allt eldist og endar líf sitt fyrr eða síðar og í staðinn koma nýir einstaklingar sem síðan fara sömu leið. Allir eru sjálfum sér næstir, en allir eru öðrum háðir til að geta haldið lífi. Til þess að öðlast farsælt líf er aðeins ein leið en hún er að styðja og styrkja aðra. Almennt skortir skilning á því að öll veröldin er tengd saman í þenn- an ósegjanlega, óendanlega stóra furðuheim, sem við lifum í. Allt smátt og stórt hlýtur að vera í miðju þessa alheims og hlutverk alls er að gera þennan alheim al-fullkom- inn, sem er líklega óendanlegt verk- efni. Til þess að það hlutverk beri ár- angur er aðeins ein leið, en hún er að elska náunga sinn eins og sjálfan sig. Það er ekki fórn og það er ekki gert fyrir Jesú Krist né neinn annan trú- föður, nema að litlu leyti. Fyrst og fremst gagnast það manni sjálfum jafnframt og þeim sem góðverksins nýtur, svo og veröldinni allri. Þegar allir hafa séð þessa stað- reynd verður stökkbreyting í velsæld. Mikilvægt er að kenna börnum þessa staðreynd um leið og þau fara litast um í veröldinni. Leikskólar og grunn- skólar gegna því afar mikilvægu hlut- verki. Síðan taka við aðrir skólar og svo lífstarfið. Eðlilega verða hjúkrun- arstörf og lækningar mjög eftirsótt störf. Við stjórnun landsins fallast allir flokkar í faðma og mynda einn sterk- an hóp, sem starfar á faglegan máta. KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON, frá Húsafelli, Barðastöðum 11, Reykjavík. Jólahugleiðing árið 2001 Frá Kristleifi Þorsteinssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.