Morgunblaðið - 29.12.2001, Side 68

Morgunblaðið - 29.12.2001, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verð- bréfaþingi Íslands drógust verulega saman á árinu 2001. Úrvalsvísitala aðallista VÞÍ lækkaði um 11,2% á árinu samanborið við 19% lækkun vísitölunnar á síðasta ári. Skv. upp- lýsingum sem fengust hjá VÞÍ eftir lokun í gær á síðasta viðskiptadegi ársins nam heildarvelta hlutabréfa á innlendum hlutabréfamarkaði á árinu um 137 milljörðum króna, en veltan var 199 milljarðar á síðasta ári. Er það um þriðjungs samdráttur á milli ára. ,,Þetta var að ýmsu leyti erfitt ár,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri VÞÍ. ,,Úrvalsvísitalan hélt áfram að falla á árinu eftir mikið fall í fyrra og náði lágmarki í ágúst er hún fór undir 1.000 stig. Síðan þá hef- ur hún hægt og bítandi rétt úr kútn- um, sem er vonandi vísbending um að umskipti hafi átt sér stað á mark- aðinum,“ segir hann. ,,Þess má geta að helstu hlutabréfavísitölur í öðrum NOREX-kauphöllum lækkuðu meira en sú íslenska. Lækkunin nam 13,2% í Danmörku, 14,7% í Ósló og um 20% í Stokkhólmi,“ segir Finnur. Þrátt fyrir erfitt árferði á hluta- bréfamarkaði fór hlutabréfaverð í einstökum atvinnugreinum upp á við á árinu. Þannig hækkaði vísitala lyfjagreina um 38%, sjávarútvegs um 16% og olíudreifingar um 4% á árinu. Einstaklingar nánast horfnir út af hlutabréfamarkaði Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Búnaðar- bankans, segir miklar sviptingar hafa verið á hlutabréfamarkaði í ár. Viðskipti með hlutabréf voru 18% minni að nafnvirði í ár en síðasta ár og er þetta í fyrsta skipti frá upphafi sem viðskipti dragast saman á milli ára, að hennar sögn. Edda Rós bendir á að ákveðin grundvallarbreyting hafi átt sér stað á þessu ári, því einstaklingar séu nánast horfnir út af hlutabréfamark- aðinum. ,,Þetta er bæði vegna þess að áhættan sem felst í hlutabréfum er orðin mönnum mjög ljós, en einnig vegna þess að reglur um verðbréfa- viðskipti hafa verið hertar,“ segir hún. Ásmundur Tryggvason, sérfræð- ingur hjá greiningardeild Íslands- banka, bendir á að hlutabréfaverð nú hafi hækkað um 16% frá því að botn- inum var náð í ágúst og velta farið vaxandi. Útflutningsfyrirtækin hafa farið fyrir hækkunum á markaði enda hefur gengisþróun krónunnar skilað sér í bættri afkomu félaganna. Heildarvelta á hlutafjármarkaði nam 137 milljörðum króna árið 2001 Úrvalsvísitalan lækk- aði um 11,2% á árinu  Á hægfara/6 Á MEÐAN flestir landsmenn snæddu hangikjöt og aðrar kræs- ingar á jóladag fannst Gunnbirni Steinarssyni tilvalið að sigla kaj- aknum sínum út í Viðey. Á speg- ilsléttum sjónum gat hann virt fyrir sér borgina og grýlukertin, sem hafa fundið sér stað víða á klettum í eynni. Ljósmynd/Haukur Snorrason Á kajak á jólunum NÝJAR reglur sem taka gildi 1. janúar næstkomandi um kostnað- arhlut þeirra sem leita þurfa til heilsugæslulækna, sérfræðilækna og kaupa lyf hafa í för með sér hækkun útgjalda á þessum svið- um. Þannig hækka komugjöld á heilsugæslustöðvar úr 700 kr. í 850, gjald hjá sérfræðingi hækkar úr 1.800 í 2.100 kr. og hækkun vegna lyfjaávísana er á bilinu 1 til 10%. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segir ástæður þessara hækkana vera þær að þar sem nokkur ár séu síðan komu- gjöldin hækkuðu síðast hafi verið ákveðið að hækka þau í takt við verðþróun, kostnaður í heilbrigð- isþjónustunni hafi aukist mjög síð- ustu árin og eins og staða rík- issjóðs sé um þessar mundir hafi þurft að finna leiðir til að unnt væri að taka upp nauðsynleg ný verkefni í heilbrigðiskerfinu. Stefnt að því að stytta biðlista á næsta ári Þessi nýju verkefni segir ráð- herra vera á sviði heilsugæslu, geðheilbrigðismála og til að stytta biðlista. Jafnframt þessum hækkunum taka gildi nýjar reglur vegna kostnaðar við læknisheimsóknir langveikra barna og tekjulágra fjölskyldna. Rýmka nýju reglurnar endurgreiðslurétt beggja þessara hópa og lækka útgjöld langveikra barna vegna lækniskostnaðar. Þá hækka gjöld fyrir glasa- frjóvgun frá áramótum. Fyrir fyrstu meðferð þarf þá að greiða 137 þúsund krónur en gjaldið hef- ur verið 115 þúsund krónur frá því í apríl 1997. Komugjöld til lækna og hlutdeild í lyfjakostn- aði hækkuð  Hlutur sjúklinga/12 ÞYRPING hf. hefur kynnt hug- myndir um byggingu tuttugu hæða hótel- og skrifstofubyggingar við verslunarmiðstöðina Kringluna. Alls er gert ráð fyrir 18 þúsund fermetra viðbótarbyggingarmagni á Kringlusvæðinu vegna þessa. Það er teiknistofa Halldórs Guð- mundssonar arkitekts sem hefur hannað tillögu að deiliskipulags- breytingu vegna turnsins og kynnti Halldór hugmyndirnar í skipulags- og bygginganefnd Reykjavíkur laust fyrir jól. Nefndin hefur ekki tekið afstöðu til byggingarinnar. Hugmyndir um hótelturn við Kringluna  Tuttugu/19 AFLAVERÐMÆTI fjölveiðiskips Samherja hf., Vilhelms Þorsteins- sonar EA, nam á árinu sem nú er að líða um 1.340 milljónum króna. Það er án efa verðmætasti afli sem ís- lenskt fiskiskip hefur nokkru sinni borið að landi á einu ári. Afli skipsins á árinu var ríflega 54.000 tonn. Alls báru ellefu skip Samherja um 148 þúsund tonna afla að landi á árinu og nam verðmæti aflans ríflega 6,5 milljörðum króna. Þar af nam aflaverðmæti sex vinnsluskipa fé- lagsins, umreiknað í Cif-verðmæti, um 5.240 milljónum króna en afli þeirra var samtals 77.700 tonn. Aflaverðmæti Vilhelms Þorsteins- sonar EA á árinu er næstum jafn- mikið og framleiðsluverðmæti frysti- húss félagsins á Dalvík en það var um 1.600 milljónir króna á árinu. Framleiðsluverðmæti landvinnslu Samherja nam alls á árinu um 5.560 milljónum króna. Þar af nam fram- leiðsluverðmæti rækjuvinnslu fé- lagsins á Akureyri um 1.800 millj- ónum króna. Fiskaði fyrir 1,3 milljarða  Í takt við ýtrustu/26 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.