Morgunblaðið - 06.01.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.01.2002, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐUSTU árum hefurverið mjög vaxandiáhugi á þeim aðferðum,sem notaðar eru við aðákvarða gengi gjald- miðla, jafnt hér í Nýja Sjálandi og á alþjóðavettvangi. Eiga ríkin að standa vörð um eigin gjaldmiðil eða taka upp gjaldmiðil annars rík- is eða ríkjahóps? Ef gjaldmiðlinum er haldið, á þá að láta hann „fljóta“ eða binda gengið við gengi annars gjaldmiðils? Nýsjálendingar hafa haft sinn eigin gjaldmiðil áratugum saman og frá því í mars 1985 hefur hann verið látinn fljóta gagnvart öðrum gjaldmiðlum, gengi hans ræðst á markaði frá degi til dags. Um miðjan síðasta áratug hækkaði gengi hans hins vegar verulega og þá fóru margir að efast um, að þetta fyrirkomulag væri það ákjós- anlegasta (frá 1993 til 1997 hækk- aði gengi nýsjálenska dollarans um 29% að teknu tilliti til verðbólgu og gerði það útflytjendum og þeim, sem eru í samkeppni við innflutta vöru, mjög erfitt fyrir). Á síðustu tveimur árum hefur áhuginn á þessum efnum vaxið enn, meðal annars vegna tilkomu evrunnar í tólf Evrópuríkjum og áhuga sumra ríkja í Rómönsku Ameríku á að binda gengi gjald- miðla sinna við gengi Bandaríkja- dollara. Í síðasta mánuði birtu síð- an tveir virtir hagfræðingar, Sir Frank Holmes og dr. Arthur Grimes, greinargerð, sem þeir tóku saman fyrir Ástralsk-nýsjá- lenska verslunarráðið. „ANZAC- dollari“ heitir hún og hefur vakið mikla athygli. Ekki fer heldur á milli mála, að í fjármála- og at- vinnulífinu er fylgst grannt með þessum málum. Ég ætla að gera þessum málum nokkur skil út frá sjónarhóli seðla- bankans en legg um leið áherslu á, að hugsanleg ákvörðun um að leggja af nýsjálenska dollarann er fyrst og fremst pólitísk. Mynt- bandalög eru yfirleitt hluti af víð- tæku samstarfi ríkja í milli, til dæmis hvað varðar fríverslunar- samninga, samræmda löggjöf og frjálsan tilflutning vinnuafls. Í því ljósi er aðild að myntbandalagi mjög mikilvægt utanríkismál og þar með á vettvangi kjörinna full- trúa okkar á þingi. Hér er ekki um að ræða mál, sem seðlabankinn getur haft endanlega skoðun á og ég mun heldur ekki reyna það. Sú aðferð, sem notuð er við ákvörðun gengisins á hverjum tíma, hefur aftur á móti marg- vísleg, efnahagsleg áhrif og mér finnst rétt að fjalla nokkuð um þau. Rétt er að benda á það strax, að það er nokkur munur á mynt- bandalagi (sem felur í sér tilkomu nýs seðlabanka og nýs gjaldmiðils eins og í aðildarríkjum Mynt- bandalags Evrópu) og á „dollara- væðingu“ (þegar gjaldmiðill ann- ars ríkis er í raun tekinn upp, hvort sem það er Ástralíudollari eða Bandaríkjadollari í okkar til- felli). Mikilvægast fyrir okkur er að vita hvort við hefðum einhver áhrif á stefnuna í peningamálum, sem að sjálfsögðu snertir okkur verulega, en í myntbandalagi hafa öll ríkin, í orði kveðnu að minnsta kosti, áhrif á mótun stefnunnar, jafnvel þótt aðeins sé um að ræða eina hjáróma rödd. Þegar um doll- aravæðingu er að ræða, er það vit- anlega heimaland gjaldmiðilsins, sem öllu ræður. Þeir Holmes og Grimes komast að þeirri niðurstöðu, að mynt- bandalag með Ástralíu (nýr seðla- banki fyrir bæði ríkin og nýr gjaldmiðill) gæti haft ýmislegt hagræði í för með sér fyrir Nýja Sjáland. Þeir benda líka á, að myntbandalag myndi mæta meiri velvild hjá nýsjálenskum stjórn- málamönnum en tillaga um að taka upp ástralska dollarann. Það er svo annað mál hvernig hugmyndinni um myntbandalag yrði tekið af áströlskum stjórn- málamönnum en það, sem fram hefur komið um það, bendir ekki til, að Ástralir hafi áhuga á að leggja af sinn dollara og taka upp nýjan gjaldmiðil. Útkoman fyrir okkur Nýsjálendinga yrði hins vegar mjög svipuð, hvort sem við færum í myntbandalag með Ástr- alíu eða tækjum upp dollarann þeirra. Við myndum í raun missa alla eiginlega stjórn á peningamál- unum. Enginn hefur í alvöru lagt til, að farið verði í myntbandalag með Bandaríkjunum og því yrði þar ekki um annað að ræða en taka upp Bandaríkjadollara. Með því myndum við að sjálfsögðu afsala okkur öllum áhrifum á peninga- málastefnuna. Í umræðunni hér hefur orðið „myntbandalag“ jafnt verið notað um eiginlegt mynt- bandalag og upptöku gjaldmiðils annars ríkis og ég ætla að halda mig við það þótt það sé deginum ljósara, að í raun er bara verið að tala um dollaravæðingu, hvort heldur sem hún er áströlsk eða bandarísk. Ýmiss konar misskilningur varðandi myntbandalag Áður en ég fer að tala um kosti og galla hugsanlegs myntbanda- lags er rétt að leiðrétta nokkrar firrur eða misskilning, sem oft er haldið á loft. Sú fyrsta er, að seðlabankinn sé andvígur myntbandalagi vegna þess, að þá myndi „Don Brash missa vinnuna sína“. Vissulega er það svo, að ef við dollaravædd- umst, tækjum upp ástralska eða bandaríska dollarann, þyrfti enga starfsmenn í seðlabanka Nýja Sjá- lands og þeir, sem þar starfa nú, myndu missa vinnuna. Ef við fær- um í myntbandalag, trúlega með Ástralíu, er einnig líklegt, að margir starfsmenn bankans töp- uðu vinnunni (þótt ég viðurkenni, að miðað við reynsluna frá Evrópu yrði fækkun starfsfólksins ekki mjög mikil). Ég get samt fullvissað ykkur um, að hvorki seðlabankinn né Don Brash eru á móti mynt- bandalagi. Þeir mæla heldur ekki með því. Eins og ég sagði áður, þá er það hlutverk seðlabankans að upplýsa ráðherra ríkisstjórnarinn- ar um allar efnahagslegar hliðar myntbandalagsins, jafnt kosti sem galla, og greiða fyrir almennri um- Myntbandalag er engin töfralausn Á undanförnum mánuðum og misserum hafa farið fram tölu- verðar umræður um það hér á Íslandi, hvort aðild að evrusvæð- inu væri eftirsóknarverður kostur fyrir Íslendinga, en forsendan fyrir því væri aðild að Evrópusambandinu. Einnig hefur verið rætt um beina tengingu við evruna. Reyndar hefur einnig verið bent á dollarasvæðið sem valkost í þessum efnum. Þessar umræður hafa aukizt eftir þær miklu sviptingar, sem urðu á gjaldeyrismarkaði hér á síðasta ári, sem leiddu til veru- legrar lækkunar á gengi krónunnar. Áþekkar umræður hafa farið fram á Nýja Sjálandi. Í maí- mánuði árið 2000 flutti Donald T. Brash, bankastjóri Seðlabanka Nýja Sjálands, ræðu á fundi í Rótarýklúbbi í Auckland. Í ræðu þessari fjallaði seðlabankastjórinn ítarlega um röksemdir með og á móti því, að Nýsjálendingar tækju upp gjaldmiðil annars ríkis eða ríkjahóps. Er ljóst af ræðunni, að á Nýja Sjálandi snúast umræðurnar fyrst og fremst um það, hvort taka eigi upp Ástralíudollar eða Bandaríkjadollar eða gerast aðili að myntbandalagi og þá væntalega með Ástralíu. Þar sem sjónarmiðin, álitamálin og röksemdirnar í ræðu seðlabankastjóra Nýja Sjá- lands fyrir tæpum tveimur árum virðast geta átt erindi í umræður hér á Íslandi nú, birtir Morgunblaðið þessa ræðu í heild. Kostir og gallar myntbandalags frá sjónarhóli seðlabankamanns Dr. Donald T. Brash seðlabankastjóri. Morgunblaðið/RAX
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.