Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 16

Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 16
16 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í SKÁKHEIMINUM er stund-um gantast með það að í þannmund sem Bobby Fischerdrap eitraða peðið á Hannes tveir og lokaði biskupinn inni, í endatafli fyrstu skákarinnar við Boris Spassky í „einvígi aldarinn- ar“ í Reykjavík 1972, hafi heyrst barnsgrátur á fæðingardeild Land- spítalans í Reykjavík; Hannes Hlíf- ar Stefánsson hafi þá komið í heiminn og örlög hans verið ráðin! Sagan er eiginlega of góð til að falla í gleymskunnar dá en sann- leikurinn er sá að Hannes Hlífar fæddist 18. júlí 1972, daginn sem fjórða skák Fischers og Spassky fór fram í Laugardalshöll þannig að ef til vill má segja að frásögnin sé innan skekkjumarka. Yfir 2.600 stiga múrinn Hannes Hlífar er nú eini íslenski atvinnumaðurinn í skák og á nýj- asta styrkleikalista alþjóðaskák- sambandsins, sem birtur var á föstudag, fer hann í fyrsta skipti yfir 2.600 stig. Er nú í 89. sæti heimslistans með 2.604 stig. Jó- hann Hjartarson hafði einn Íslend- inga náð þessu marki áður, en hann er skráður með 2.633 stig á heimslista FIDA og er þar í 57. sæti. Jóhann er hins vegar „óvirk- ur“ eins og skákmenn tala um; hann er hættur keppni, en menn missa þrátt fyrir það ekki stigin. Breski stórmeistarinn Nigel Short er sem stendur í 28. sæti FIDE-listans með 2.663 stig, en hann er væntanlegur til landsins í dag til sex skáka einvígis við Hannes Hlífar sem hefst á þriðju- daginn. Það fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og er haldið í tilefni 10 ára afmælis taflfélagsins Hellis. Hannes Hlífar hefur teflt á 1. borði fyrir félagið undanfarið og náð prýðilegum árangri á alþjóðlegum vettvangi. Til gamans má geta þess að um miðjan mánuðinn hefst einvígi tveggja Úkraínumanna, þeirra Iv- antsjúk og Ponomariov, um heims- meistaratitil FIDE en á liðnu hausti náði Hannes Hlífar 1½ vinn- ingi úr tveimur skákum gegn þess- um köppum. Ponomariov er aðeins 18 ára „og framtíðarheimsmeistari, það er ekki nokkur spurning“, segir Hannes Hlífar, sem þekkir skák- manninn vel. „Ég tefldi við hann fyrir nokkrum árum og vann reyndar, en hann er mjög góður. Ponomariov varð yngsti stórmeist- ari í heimi, aðeins 14 ára.“ Mikilvægt „Það er mjög gott fyrir mig sem skákmann að fá að tefla við svona sterkan andstæðing. Þegar maður er kominn þetta langt er oft erfitt að fá að tefla við sterka andstæð- inga; þá er maður yfirleitt að tefla í opnum mótum og oftast við veik- ari andstæðinga. En til þess að skákmanni fari fram er honum nauðsynlegt að tefla við sterkari menn en hann er sjálfur,“ sagði Hannes Hlífar við blaðamann Morgunblaðsins. „Einvígi, eins og þetta við Short, er algengt í Evrópu, til dæmis í Hollandi og Frakklandi, en því miður sjaldgæft hér; að bestu skákmenn viðkomandi lands tefli einvígi við einhverja stórlaxa. Þetta er því mjög af hinu góða.“ Hannes Hlífar segir það ætíð töluverðan áfanga fyrir skákmann að komast yfir 2.600 stig. „Þetta er ákveðinn þröskuldur og ég er að- eins annar Íslendingurinn sem næ áfanganum. Þetta er stórt mark- mið og nú er ég kominn á lista yfir 100 bestu skákmenn heimsins.“ Til að geta fengið reglulega boð á mót erlendis telur Hannes Hlífar sig þurfa að ná um það bil 2.670 stigum, en á nýja listanum eru ein- ungis 25 skákmenn sem hafa náð því. „Við á Íslandi erum ekki í al- faraleið þannig að það er frekar erfitt fyrir mig að fá boð á sterk mót; mótshaldarar fá frekar Rússa eða einhverja sem eru nær og því ódýrara að fá.“ Eftir því sem stig- unum fjölgar eykst hins vegar möguleikinn á boðum og Hannes Hlífar hefur þegar sett sér nýtt markmið: „Ég varð stórmeistari 1993, þá tvítugur. Segja má að það hafi ver- ið fyrsti stóri áfangi minn á ferl- inum; að ná 2.600 stigum er næsti stóri áfangi og það verður enn erf- iðara að hækka að stigum í fram- haldi af því en áður, en næst stefni ég að því að komast á lista yfir 50 bestu skákmenn heims.“ Hann reiknar með að þurfa að ná 2.635 stigum til þess að þessi draumur rætist. „Á næstunni einbeiti ég mér fyrst og fremst að því að reyna að halda þeim stigum sem ég er með. Ég get ekki farið að gera kröfur um meira fyrr en ég hef haldið þessum styrkleika í einhvern tíma. Ég hef oft rokkað svolítið upp og niður, en á síðustu mótum hefur gengið verið stöðugt. Ég held að aðalmálið núna sé að Eitrað peð á Hannes tveir Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hannes Hlífar Stefánsson hefur setið til borðs með kóngum, drottningum og öðru stórmenni og búið sig undir einvígi við breska stórmeistarann Nigel Short sem hefst á þriðjudag. Skapti Hallgrímsson settist andspænis íslenska atvinnumanninum við eldhúsborðið á heimili hans og hafði hvítt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.