Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ fjóra öfluga andstæðinga; fyrst landa sinn Jonathan Speelman 5½:4½, þá Hvít-Rússann Boris Gelfand 5:3, vorið 1992 var Anatolíj Karpov lagður að velli 6:4 í Linares á Spáni og loks sigraði hann Jan Timman í hreinu einvígi um að skora á heimsmeistarann Kasp- arov, 7½:5½. Það var einkum sigur Shorts á Karpov 1992 sem vakti mikla at- hygli en Karpov hafði fram að því aldrei tapaði einvígi fyrir öðrum en Kasparov. Vorið 1993 staðfesti Short svo styrk sinn með því að verða efstur ásamt Valeri Salov með 6 vinninga af 9 mögulegum á ægisterku móti í Amsterdam; varð þar fyrir ofan bæði Karpov og Kasparov. Haustið 1993 var heimsmeist- araeinvígi hans við Garríj Kasp- arov svo á dagskrá og heimaborg Shorts, Manchester, varð fyrir vali Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, sem keppnisstaður. Keppendunum tveimur þótti verðlaunaféð hins vegar lægra en þeir töldu við- unandi, og hófst þá atburðarás sem leiddi til þess að Kasparov og Short kusu að tefla einvígið undir merkjum nýstofnaðra samtaka at- vinnuskákmanna, PCA. FIDE brást við með því að halda heimsmeistaraeinvígi FIDE milli Jans Timmans og Anatolíjs Kar- povs og ljóst varð að skákheim- urinn sæti uppi með tvo skákmenn sem gerðu tilkall til þess að vera kallaðir heimsmeistarar. Hugmyndaauðgi Veðbankar gáfu líkurnar einn á Nigel David Short er fæddur 1. júní 1965. Hann var undrabarn í skák og er langþekktasti skákmaður sem Bretar hafa nokkru sinni eignast. Short kom fyrst við skáksögu Ís- lendinga svo eftir væri tekið árið 1977 þegar hann var meðal þátttak- enda á heimsmeistaramóti sveina í Cagnes sur mer í Frakklandi, þeg- ar Jón L. Árnason varð heims- meistari í sveinaflokki, en á meðal keppenda á mótinu var einnig Gar- ríj Kasparov. Yngsti stórmeistarinn Short varð yngsti stórmeistari heimsins í skák 1984. Hann tefldi fyrst á Íslandi vorið 1985 á al- þjóðlegu móti í Vestmannaeyjum. Short hafnaði í 4.–5. sæti en nokkr- um vikum síðar lá leiðin til Biel í Sviss þar sem hann tryggði sér þátttökurétt í áskorendamóti sem fram fór í Belfort í Frakklandi síð- ar um haustið. Árið 1986 varð Short einn efstur á hinu sterka stórmeistaramóti í Wijk aan Zee, 1987 endurtók hann það afrek og kom svo til Íslands öðru sinni og tefldi á IBM-mótinu í febrúar 1987. Það mót byrjaði hann með því að vinna sex fyrstu skák- irnar og þegar upp var staðið var hann einn efstur með 8 vinninga af 11 mögulegum. Um svipað leyti var farið að tala um hann sem verðandi áskoranda Kasparovs. Hann komst þó lítt áleiðis í áskorendaeinvígjunum 1988 og 1989 en í áskorendaeinvígj- unum sem hófust tveim árum síðar, í ársbyrjun 1991 og lauk í árs- byrjun 1993, lagði hann að velli móti fjórum að Short ynni Kasp- arov og Short virtist fullur sjálfs- trausts þegar baráttan byrjaði í London í september 1993. Hann hafnaði jafnteflistilboði Kasparovs í fyrstu skákinni þótt hann væri með svart og auk þess í tímahraki en varð að játa sig sigraðan að lokum. Kasparov náði miklu forskoti strax í byrjun og vann að lokum 12½:7½. Engu að síður sýndi Short oft glæsileg tilþrif í einvíginu og tefldi margar skákirnar af mikilli hug- myndaauðgi. Æ síðan hefur verið mikil togstreita milli FIDE og Garríjs Kasparovs um hinn rétt- mæta heimsmeistara en margt bendir nú til þess að keppnin um titilinn verði brátt á einni hendi, þ.e. hjá FIDE eins og fyrrum. Haustið 2000 tapaði Kasparov fyrir Valdimir Kramnik í heims- meistaraeinvígi fyrirtækisins Braingames en Kramnik hafði ekki unnið sér rétt til að skora á Kasp- arov með hefðbundnum hætti og réttur Kasparovs til að velja sér andstæðinga að eigin geðþótta hef- ur verið dreginn mjög í efa. Inn í þetta hafa dregist deilur um um- hugsunartíma keppenda en til- hneigingin hefur verið sú að stytta hann mjög. FIDE hefur fjórum sinnum frá árinu 1997 haldið heimsmeistaramót með útslátt- arfyrirkomulagi og hinn 16. janúar nk. hefja Úkraínumennirnir Ivant- sjúk og Ponomariov einvígi um heimsmeistaratitil FIDE, vænt- anlega í Höll verkalýðsins í Moskvu þar sem Karpov og Kasp- arov háðu sitt fyrsta einvígi 1984 til 1985 sem stóð í rúmlega fimm mán- uði. Short náði lengst í þessari keppni 1997 en féll út í fjögurra manna úrslitum fyrir landa sínum Mikhael Adams. Persónulegur stíll Nigel Short hefur unnið fjölmörg sterk mót á undanförnum árum. Snemma varð ljóst að hæfileikar hans við skákborðið voru miklir. Hann þykir sterkur kóngspeðs- maður en stíll hans er býsna per- sónulegur og hann vílar ekki fyrir sér að taka í þjónustu sína gömul og gleymd afbrigði. Vert er að geta þess að Nigel Short var nýlega sæmdur bresku MBE-orðunni fyrir framlag sitt til skáklistarinnar. Undrabarnið Short Nigel Short, til vinstri, og Garríj Kasparov eigast við í einvígi um heimsmeistaratitilinn í London 1993. Reuters NÝR COROLLA - TILFINNINGIN ER GÓÐ Við fögnum því að nýr Corolla hefur sig til flugs og bjóðum til stórsýningar um helgina. Auk stjörnu sýningarinnar, hins nýja Corolla, verður margt að sjá og skoða. Óvæntar uppákomur, flugkeppni, flugvélamatur, flugfreyjur og flugþjónar. Taktu flugið og komdu á frumsýningu á nýjum Corolla um helgina. Stórsýning alla helgina á Nýbýlavegi, Selfossi, Akureyri og í Reykjanesbæ. TAKTU FLUGIÐ... ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 15 32 9 0 1/ 20 02
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.