Morgunblaðið - 06.01.2002, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 19
Nýr Corolla byggir á þeim gildum sem gerðu Corolla að mest selda bíl í heimi. Gæði hafa ávallt verið aðalsmerki
Corolla og frá því er hvergi kvikað. Corolla hefur lægstu bilanatíðni bíla í sínum flokki og rekstrarkostnaður hans
er meðal þess lægsta sem þekkist. Nýr Corolla uppfyllir ströngustu kröfur sem fjölskyldufólk gerir til öryggis bíla.
Gerðu miklar kröfur til nýs Corolla - komdu og reynsluaktu strax í dag. Tilfinningin er góð. www.corolla.is
Opið frá kl. 13-17 í dag, sunnudag.
...Í NÝJUM COROLLA
ið öfugt.“
Á lokaspretti undirbúningsins
fyrir einvígið við Short hefur
Hannes samt nær eingöngu stúd-
erað byrjanir, því það skiptir nán-
ast öllu máli. Hann segir til dæmis
sammerkt með bestu skákmönnum
heimsins í gegnum tíðina, Kasp-
arov, Karpov og Fischer, hve ótrú-
lega góðir þeir hafi verið í byrj-
unum.
En hver telur þú að sé helsti
styrkur þinn sem skákmanns?
„Ég held að ég sé góður yfir lín-
una; get verið góður bæði í flækj-
um og stöðubaráttu.“
Hvert er markmið þitt í skák-
inni? Hvað er raunhæft að þú náir
langt að þínu mati?
„Þetta er mjög erfið spurning.
Markmiðið er náttúrlega að ná
sem lengst en það er alltaf spurn-
ing hvað er raunhæft.
Ég hef velt því fyrir mér að
flytja til útlanda því þar er meira
að gerast og auðveldara að tefla
við sterkari mótherja. En það er
mikið mál að flytja, þannig að ég
veit ekki hvort af því verður.
Þeir menn sem hafa náð langt
hafa oft verið með þjálfara; ég get
til dæmis nefnt Frakkann Lautier,
sem er stórt nafn í dag; þetta er
strákur sem var á heimsmeistara-
mótinu sem ég vann á sínum tíma,
en hann hefur verið með marga
þekkta menn til að hjálpa sér. Og
þegar ég skoða listann yfir 100
bestu skákmenn heimsins finnst
mér ég ekkert verri en margir
þessir menn.“
En hvað með lokamarkmiðið;
hvert langar þig að ná?
„Við getum alveg sagt að mig
langi að komast á lista yfir þá 15
bestu en það snýst bara um að
vinna nógu mikið. Ég held satt að
segja að ég geti miklu meira en ég
hef gert. Ég þarf sennilega bara að
vinna meira en hingað til.“
Hannes Hlífar hefur aldrei verið
með þjálfara. Hann segir það hafa
verið til umræðu innan Skáksam-
bandsins að fá einhvern slíkan til
landsins en slíkt sé kostnaðarsamt
og ekki hafi orðið af því.
Mátaði uppáhaldsskákmanninn
Hefurðu átt þér einhverjar fyr-
irmyndir við taflborðið, eða uppá-
haldsskákmenn?
„Já, Kasparov hefur verið í
miklu uppáhaldi hjá mér. Karpov
var það líka á sínum tíma, aðallega
vegna þess hve gríðarlegur stöðu-
skilningur hans er.
Það eru ekki alltaf fléttur eða
einhverjir flóknir leikir sem eru
mest heillandi þegar komið er út í
baráttuna þótt margir haldi það;
oft eru þeir litlir leikir, peðleikir,
sem enginn skilur nema hann sé
kominn mjög langt.“
Hannes nefnir einnig Mikhail
Gúrevítsj, rússneskan skákmann
sem hafi verið í miklu uppáhaldi
hjá sér lengi. „Það var dálítið fynd-
ið að ég mætti honum svo 1994,
þegar ég var 21 árs, og mátaði
hann! Vann hann reyndar þá með
1½ vinningi í tveggja skáka ein-
vígi. Ég man að Margeir Péturs-
son nefndi þá við mig að það væri
leiðinlegt að þurfa að vinna uppá-
haldsskákmanninn sinn svona!“
Nær allur tími Hannesar Hlífars
fer í að sinna skákinni, sem er
bæði áhugamál hans og atvinna.
„Ég les bækur og fer í bíó eins og
aðrir en ég er ekki á kafi í neinu
sérstöku öðru. Hugsanlega skrái
ég mig í einhver námskeið í há-
skólanum nú eftir áramótin því
Reykjavíkurmótið í mars er það
eina sem er að gerast á næstunni.“
Hann hefur ekki notað tímann
svona áður, segist hafa verið mikið
erlendis í janúar og febrúar síð-
ustu ár við keppni, og ef menn séu
ekki á landinu þýði lítið að skrá sig
í nám.
„Nú ætla ég hins vegar að reyna
að dreifa huganum aðeins. Fyrst
ég hef náð þeim áfanga að komast
upp fyrir 2.600 stig get ég frekar
valið mót en áður. Þegar maður
tekur þátt í opnu móti og er lang-
stigahæstur er hætta á að tapa
stigum; þá er maður alltaf að tefla
við menn sem eru miklu stigalægri
og þeir eru ánægðir með jafntefli.“
Um einvígið við Short segir
Hannes Hlífar að endingu að hann
sé staðráðinn í að hafa gaman af
verkefninu. „Það er allt annað að
taka þátt í svona einvígi en að
keppa í venjulegu móti. Sálfræði-
þátturinn er miklu mikilvægari.
Ég ætla að ganga til verks með því
hugarfari að hafa gaman af þessu;
ég á mun minni möguleika á sigri
en Short því hann er mun reyndari
en ég og hærri að stigum, en allt
getur gerst.“
Eins og fyrr sagði verða skák-
irnar sex á jafn mörgum dögum.
Sú fyrsta hefst á þriðjudaginn kl.
17.
„Þetta verður mjög erfitt. Hver
skák getur tekið upp í 7-8 klukku-
tíma. Þess vegna er um að gera að
vera undirbúinn, bæði andlega og
líkamlega. Ég hef einmitt æft vel
að undanförnu, bæði lyft og hlaup-
ið, til að vera vel á mig kominn lík-
amlega.“
Skákmenn hljóta að þurfa að
vera mjög þolinmóðir þegar þeir
sitja jafnlengi að tafli og raun ber
vitni?
„Já, mjög þolinmóðir. Taugar
keppenda eru stór hluti af skák-
inni; sterkar taugar eru mjög góð-
ur kostur fyrir skákmann.
Sumir hafa líkt skák við hnefa-
leika; menn verða að vera yfirveg-
aðir þar eins og í boxinu. Í hita
leiksins vilja keppendur stundum
verða of æstir en það má alls ekki.
Þegar ég byrjaði að tefla var ég oft
mjög óþolinmóður en snemma var
manni kennt gott ráð til að koma í
veg fyrir fljótfærni við skákborðið;
að sitja á höndunum á sér! Það
getur komið sér mjög vel ef menn
eiga það til að vera of bráðir!
Það er nefnilega hægt að eyði-
leggja góða skák með einum leik,
ef maður er of óþolinmóður.“
skapti@mbl.is
Nú kemstu í sólina eftir jólin á hreint
ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí
þann 17. janúar þar sem þú nýtur 25
stiga hita og veðurblíðu og getur fagnað nýju ári á þessum vinsæl-
asta vetraráfangastað Evrópu við frábærar aðstæður. Þú bókar
ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför,
hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á
dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan
tímann.
Verð kr. 39.905
Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2
börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar.
17. janúar, vikuferð.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 49.950
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting,
skattar. 17. janúar, vikuferð.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Síðustu 26 sætin
1 eða 2 vikur
Stökktu til
Kanarí
17. janúar
í viku
frá kr. 39.905