Morgunblaðið - 06.01.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.01.2002, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐ LOKINNI jóla- ogáramótahátíð blasirveruleiki hversdags-lífsins nú við okkur áný, og líkast til verðum við flest að viðurkenna að harla fátt hefur breyst. Yfirdrátturinn í bank- anum er að vísu heldur hærri, buxnastrengirnir örlítið þrengri og kominn einhver snertur af ofþreytu í meltingarfærin, en annað virðist svipað og áður. Gluggapósturinn sem sofið hefur vært í skúffum og skáphillum er farinn að bylta sér, ergilegur eftir lúrinn og af- skiptaleysið. Fráhvarfs- einkenni gera vart við sig. Morgnarnir eru ískyggilega snemma á ferð ef marka má klukk- urnar og það er erfitt að sætta sig við að þurfa aftur að fara að borða morgunmat í myrkri, í stað þess að njóta dagsbirtu og hádegisfrétta með kornfleksinu. Morgunþættir fjölmiðlanna virðast einkennilegt næturgöltur ofvirkra athygl- issjúklinga og auglýsingatímarnir eru holir og tómir og hvergi kerta- ljós, krans eða jólakúlu að sjá. Það er ekki um að villast, þrátt fyrir allar kæru kveðjurnar, sam- vistirnar, faðmlögin og kertaljósin, lífið heldur áfram eftir jól. En þetta þýðir ekki að hátíðirnar hafi ekki skipt máli. Góður dagur er ekki verri fyrir það að hann lúti nóttinni líkt og aðrir dagar og taki enda. Þær góðu stundir sem við eig- um með fjölskyldu okkar og vinum, í sjaldgæfu skjóli fyrir leiðigjörnum hráslaga hversdagsins, eru gjafir sem við hljótum að fagna, gleðjast yfir og geyma vel í minningunni. Þær eru reyndar gjafir af því verð- mæta og sjaldgæfa tagi sem gerir okkur að betra og hjartahlýrra fólki, jafnvel þótt það sé aðeins um skamma stund. Það hjarta má al- tént vera illa kalið sem ekki nær að orna sér við gleðina í eftirvænting- arfullum barnsaugum þegar klukk- urnar hringja hátíðina inn, eða fölskvalaust þakklæti roskins manns fyrir það eitt að fá að upplifa slíka stund einu sinni enn. Jólin eru þannig ekki bara eitt- hvað bjart, skrautlegt og skemmti- legt sem leysir upp vetrardoðann og skammdegismyrkrið um skeið. Þau eru líka vin í eyðimörk keimlíkra og tilbreytingarsnauðra daga. Örlítið hlé þar sem við getum verið stikkfrí úr hlutverkum okkar á leiksviði hversdagsleikans og einbeitt okkur að því um stund að vera bara pabbar og mömmur, synir og dætur, bræður og systur, afar og ömmur í öllum þeim fjölbreytilegu blæbrigðum sem þessi hlutverk bjóða upp á. Eftir að árlegum endaspretti neyslukapphlaupsins lýkur form- lega, síðdegis á aðfangadag, hættum við meira að segja að vera neytendur um stund og erum sjálfum okkur nóg. Það er svo ekki fyrr en um ára- mótin að við erum minnt á hlutverk okkar sem kjósendur, þótt upp á síð- kastið virðist meira viðeigandi að tala um þegna í því sambandi. Um leið og ég leyfi mér að nota þetta tækifæri til að óska lesendum öllum heilla og friðar á nýbyrjuðu ári hvet ég okkur öll til þess að gleyma ekki of hratt þeim tilfinn- ingum sem kviknuðu með okkur í jólahléinu góða. Jafnframt skulum við íhuga vel hvort það gildismat sem við látum að jafnaði ráða för á leiksviði veruleikans er í raun í sam- ræmi við þær tilfinningar og þar með eitthvað sem tilheyrir okkur sjálfum eða aðeins hluti af leikbún- ingnum sem okkur hefur verið fenginn, ljósabúnaðinum sem svo iðulega blindar okkur, eða þjónkun við þá sem stjórna sýningunni og láta eins og þeir eigi leikhúsið. Jólin búin, sýningin heldur áfram HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson tundra- @vortex.is Morgunblaðið/Andrés www.yogastudio.is Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Auðbrekku 14, Kópavogi, símar 544 5560 og 864 1445. Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarnaolíur o.fl. Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 8. janúar – Þri. og fim. kl. 20.00 4ra vikna námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar, fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Traust námskeið frá árinu 1994 - byggt á reynslu (Sjá nánar á www.yogastudio.is) Ásmundur Anna Jóga – breyttur lífsstíll með Önnu Hermannsdóttur hefst 10. janúar – Þri. og fim. kl. 19.00 4ra vikna grunnnámskeið fyrir fólk á öllum aldri sem vilja læra eitthvað nýtt. Anna mun leggja áherslu á jógastöður (asana) og öndunaræfingar sem hjálpa að losa um spennu auk slökunar. Reynsla af jóga er ekki nauðsynleg. Opnir jógatímar á vorönn — Hatha-yoga stöður, öndun og slökun. Stundaskráin tekur gildi mánudaginn 7. janúar: Mánudaga og miðvikudaga kl. 12.00, 16.25, 17.25 og 20.00. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.00 og 18.00. Föstudaga kl. 17.25 og laugardaga kl. 9.00. Í opnum tímum leiðbeina kennarar Yoga Studio nemendum. Kennslutími vorannar er 15 vikur og lýkur henni 4. maí. Verð vorannar er kr. 21.900, 1 mánuður kr. 8.500 og stakur tími kr. 1.000. Næsta jógakennaraþjálfun hefst helgina 1.-3. febrúar. Ásmundur heldur kynningarfund fyrir áhugasama laugardaginn 19. janúar kl. 17 í Auðbrekku 14, Kópavogi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.