Morgunblaðið - 06.01.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 06.01.2002, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 27 EINN þeirra einstaklinga sem settu hvað mestan svip á mannlífið á síðustu öld var hinn óvenju fjöl- hæfi lista- og lífsnautnamaður Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Eftir hann liggur fjöldi högg- og veggmynda, sem m.a. prýða mið- borgina, olíu- og vatnslitamálverk, glerlistaverk og leirmunir, svo nokkuð sé nefnt. Aukinheldur var maðurinn frumkvöðull um almenna líkamsrækt og útivist. Ekki síst fjallgöngur og jöklaferðir með ánægju og yndisauka að leiðarljósi. Þá var Guðmundur orðlögð aflakló með stöng og skotvopn og ekki má gleyma eðalbókum sem eftir hann liggja. Fjallamenn er í öllu falli vel skrifuð og falleg bók, prýdd ljós- myndum og myndum af málverk- um, einkum vatnslitaverkum, ef minnið svíkur ekki. Hún var og er öllum hvatning til kynna við umhverfi sitt og opnar augu manna fyrir feg- urð óbyggðanna og gildi fjallamennsku. Í heimildarmynd- inni Maður eigi ein- hamur skapar Valdi- mar Leifsson kvikmyndagerðarmað- ur viðamikla yfirsýn um lífshlaup einstaks manns, bæði fróðlega og upplýsandi. Að minnsta kosti fyrir stærstan hluta þjóðar- innar sem aldurs síns vegna veit lítil deili á þessum þjóðsagna- kennda listamanni, sem fæddist um miðjan áratug 19. aldar og féll frá 1963. Valdimar púslar saman gömlum ljósmyndum úr lífi lista- mannsins og fjölskyldu hans; kvik- myndum, gömlum og nýjum, og viðtölum við samtíðarmenn hans og afkomendur. Í ljós kemur að Guðmundur var byrjaður að kvik- mynda fyrir miðja síðustu öld og brot úr nokkrum mynda hans vekja sannarlega von um að fá að sjá meira af slíku. Guðmundur var ekki aðeins litríkur listamaður og nátt- úruunnandi, einkalíf hans þótti harla óvenjulegt og var mikið milli tannanna á samborgurum hans, bæði hjúskaparstaða og ekki síður tengslin við Þýskaland og Þriðja ríkið. Á tímum síðari heimsstyrjald- arinnar var það nán- ast sama og að vera hallur undir nasis- mann að hafa hlotið menntun, starfað og kvongast í Þýskalandi. Um þessi vandasömu, veraldlegu efni og lit- ríku ástarsögu, sem aðra lífsþætti, er fjallað á hreinskilinn hátt. Sem skilur alltént við þann sem tak- markað veit um athyglisvert og yf- irhöfuð mikilfenglegt lífshlaup ósvikins hæfileikamanns sáttan og fróðari. Fyrir hugskotssjónum áhorfandans stendur svipmikill maður sem skaraði fram úr á flest- um sviðum, ósvikinn aflamaður í lífsins ólgusjó. Fjöllistamaður SJÓNVARP Heimildarmynd Kvikmyndagerð, taka, klipping: Valdimar Leifsson. Handrit: Bryndís Kristjánsdóttir og Valdimar Leifsson. Tónlist: Björn Thor- oddsen, Gunnar Þórðarson, Vivaldi, Strauss, o.fl. Þulur: Sigurgeir Frið- þjófsson. Lífsmynd 2001. Sjónvarpið, á jólum 2001. MAÐUR EIGI EINHAMUR – LÍF OG LIST GUÐMUNDAR FRÁ MIÐDAL Sæbjörn Valdimarsson Guðmundur Einarsson GRUNNSKÓLANEMENDUR Fyrir samræmdu prófin í 10. bekk Einnig flestar námsgreinar í framhaldsskólum Íslenska - stærðfræði - enska - danska Nemendaþjónustan sf. sími 557 9233 namsadstod.is Námsaðstoð Alltaf á þriðjudögum VERKIN Haust- vísa eftir Jón Nordal og Maður lifandi eftir Kar- ólínu Eiríksdótt- ur hafa verið til- nefnd til Tónlistarverð- launa Norður- landaráðs. Haustvísa er samin fyrir klar- inettu og hljómsveit, fyrir Einar Jóhannesson klarinettuleikara, en Maður lifandi er óperuleikur, sem Karólína samdi í samvinnu við Árna Ibsen og Messíönu Tómas- dóttur. Verkið er byggt á miðalda- leiknum Everym- an. Tilkynnt verð- ur í sumarbyrjun hvaða tónverk frá Norðurlöndum hreppir verðlaun- in, en þau verða afhent í tengslum við afmæli Norð- urlandaráðs í haust. Það er nor- ræna tónlistarnefndin Nomus, sem hefur veg og vanda af veit- ingu þessara verðlauna, sem falla annaðhvert ár í hlut tónskálds og tónverks, en hitt árið í hlut flytj- enda tónlistar. Maður lifandi og Haustvísa tilnefnd Karólína Eiríksdóttir Jón Nordal PATRICK Neate, rithöfundur sem fáir kannast við, hlaut í gær Whit- bread-verðlaunin í flokki skáldsagna. Sagan, „Twelve Bar Blues“, er ein- ungis önnur skáldsaga Neate sem áð- ur vann fyrir sér sem plötusnúður á skemmtistöðum. En auk Neate voru tilnefndir til verðlaunanna vel þekktir höfundar á borð við V. S. Naipaul, nóbelsverðlaunaskáldið Ian McEwan, Salman Rushdie, Beryl Bainbridge, Nadime Gordimer, Andrew Miller og Marina Warner. „Þetta er virkilegt sjokk,“ sagði Neate í viðtali við dagblaðið Daily Telegraph. „Þegar ég var í háskóla sátum við oft og drukkum lélegt viskí og áttum í tilgerðarlegum samræðum um nýjustu skáldsögu Ian McEwan. Sú hugmynd að ég hafi síðan borið sigur úr býtum á kostnað hans er virkilega vandræðaleg. Það er stór- kostlegt að sigra, því það er ekki hægt að neita því að ég, sem er allsendis óþekktur, var að keppa á móti mjög þekktum höfundum. Þetta er stór- skrýtið.“ „Twelve Bar Blues“ fjallar um sögu svertingjatónlistar, menningarsveifl- una í New Orleans í kringum alda- mótin 1900 og afrískar rætur hennar öld fyrr. Sagan fór að mestu framhjá breskum bókmenntagagnrýnendum, en hún mun nú keppa við fjórar aðrar bækur um titilinn Whitbread-bók árs- ins. Þær eru „Something Like a House“ eftir Sid Smith sem var valin besta frumverk höfundar, „Selkirk Island“ eftir Diana Souhami sem sigr- aði í flokki ævisagna og „Bunny“ eftir Selima Hill sem bar sigur úr býtum í flokki ljóðabóka. Eitthvað hefur flokkunin á bók Neate þá misfarist í breskum bóka- búðum, að sögn höfundarins. „Ég fer stundum inn í bókabúð og spyr eftir Twelve Bar Blues og þá er mér sagt að leita að henni undir svörtum rithöf- undum. Það er stórskrýtið því að ég er hvítur miðstéttardrengur frá Putney.“ Óþekktur höf- undur hlýtur Whitbread- verðlaunin Taska aðeins 750 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.