Morgunblaðið - 06.01.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.01.2002, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 29 Námskeið í hugleiðslu „New Year, New Life“ Enski búddamunkurinn Venerable Kelsang Drubchen mun hefja nýtt námskeið um hugleiðslu og hvernig nota má hana til að útrýma stressi úr nútíma lífstíl. Gjald fyrir hvert skipti er 1.000 kr. en námsmenn og öryrkjar greiða 500 kr. Almennar upplýsingar: 568 3417, 554 0937 eða www.karuna.is Á þriðjudögum 15. janúar—29. janúar frá kl. 20.00—21.30 í stofu 101, Odda, Háskóla Íslands Í LJÓÐABÓKINNI Sagði mamma eftir Hal Sirowitz í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sig- urðssonar eru allmörg ljóð sem verða að teljast heldur óvenjuleg. Þar er fjallað um sérkennilegt sam- band móður og sonar sem einkennist af ísmeygilegri meinfýsi. Ímynd hinnar fórnfúsu, hjálpsömu og ást- ríku móður er hvergi nærri. Mörg ljóðin hefjast á því að móðir varar son sinn við eða bannar honum eitt- hvað og rökstyður það heldur skringilega. Svo virðist sem móðirin sé ofur- beisk, síþreytt og tuðandi og annað- hvort eru ræður hennar farnar að hljóma fáránlega í eyrum „sonarins“ eða hún er snarklikkuð. Honum er bannað að synda í sjónum, setja handlegginn út um gluggann, stinga fingrunum í rafmagnsinnstungu og sveifla regnhlíf inni í búð vegna þess að afleiðingarnar geta verið hrika- legar og fáránlegar. Móðirin brýtur son sinn markvisst niður, í sumum ljóðunum talar hún um hversu einsk- is nýtur hann sé, að engin kona muni vilja eiga hann og að hann hafi gjör- samlega brugðist vonum hennar. Ljóðin eru mörg hver skemmtileg og kaldhæðnin grípandi meðan móðirin lætur gamminn geisa. Rödd föðurins heyrist stundum, hann er hjáróma, nískur og ófullnægður gyðingur á miðjum aldri. Þegar sonurinn fær orðið kemur í ljós feiminn og óörugg- ur maður sem á erfitt með að fóta sig í tilverunni. Hann lýsir m.a. samskiptum sín- um við konur, kynlífs- reynslu sinni og höfn- un. Greinilegt er að niðurrifsstarfsemi móðurinnar um árabil hefur skilað sér, sjálfs- traust hans er í molum. Og þar sem móðirin hættir taka kynsystur hennar við: Ekki í kvöld Hún sagði að ég gæti ekki farið aftur heim með henni, vegna þess að hún yrði að læra fyrir próf. Og að ég væri ekki fær um að hjálpa henni, af því að ég væri ekki góður í stærðfræði. Það eina sem ég væri góður í væri að klæða hana úr fötunum, en hún kynni það nú þegar. (91) Ljóð Sirowitz eru ekki bara óvenjuleg vegna efnisins; hins furðu- lega og baneitraða sambands mæðg- inanna. Formið er líka sérstakt; mjög lítið er um myndmál en þeim mun meira um óvæntar tengingar og niðurstöður. Ljóðin einkennast yfir- leitt af hálfkæringi, eru talmálsleg og stundum fyndin en oftar geigar grínið: Að koma vel fyrir Ég fróaði mér tvisvar sinnum áður en við fórum á stefnumótið, svo ég virkaði ekki grað- ur. (66) Ljóðin í Sagði mamma eru afar mis- tæk. Firring og bæling amerísks gyðingasam- félags á sjöunda og átt- unda áratugnum er undir yfirborðinu en ratar ekki alveg til fólks sem notið hefur hins lút- erska, frjálsa og agalausa íslenska uppeldis. Broddurinn og sársaukinn er stundum fyrir hendi en fer víðar forgörðum og eftir situr mestmegnis innihaldsleysi og stöku brandari. Þetta er ekki þýðandanum að kenna. Kannski höfðar þessi bók mest til unglingsdrengja sem munu eflaust kunna betur að meta sína eigin móð- ur að lestri loknum. Baneitrað samband … BÆKUR Ljóðabók Eftir bandaríska rithöfundinn Hal Sirowitz (f. 1949). Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði, sennilega úr frummálinu. 94 bls. Dimma, 2001. SAGÐI MAMMA Steinunn Inga Óttarsdóttir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.