Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 33

Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 33 gífurlega áherzlu á þessar kosningar og velja fólk til framboðs út frá öðrum sjónarhornum en þeim, sem ráða ferðinni í prófkjörum. Ef umræður meðal trúnaðarmanna Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík falla í þennan far- veg má gera ráð fyrir að hugsanlegt framboð Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra komi til alvarlegrar umræðu. Það liggur nokkuð ljóst fyrir í fyrsta lagi að menntamálaráðherra gefur ekki kost á sér í prófkjöri en í öðru lagi að ef til hans yrði leitað mundi hann íhuga stöðu sína vandlega. Ráðherrann á dýpri rætur en flestir aðrir í Sjálfstæðisflokknum og af margvíslegum ástæðum vekur hann upp sterkar tilfinningar í brjósti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Það mundi því ýmislegt fara af stað í Sjálfstæð- isflokknum í höfuðborginni kæmi hann til sög- unnar. Smátt og smátt hefur Ingu Jónu Þórðardótt- ur tekizt að koma tveimur málum í gegn, sem meginbaráttumálum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þ.e. skuldastöðu borgarinnar og skipulagsmálum, sérstaklega varðandi Geld- inganes. Það hefur verið athyglisvert að fylgj- ast með því, að borgarstjóri hefur átt fullt í fangi með að verjast gagnrýni oddvita sjálf- stæðismanna vegna skuldastöðu borgarinnar. Hins vegar hefur sjálfstæðismönnum ekki tekizt að kveikja umtalsverða elda meðal al- mennra kjósenda í kringum þessi tvö mál og er þó Geldinganesið líklegra til þess. Jafnframt er augljóst, að sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa náð umtalsverðum árangri í því að draga málefni Línu.Nets fram í dagsljósið. Umræður um þessi málefni hafa leitt til þess að talsmenn Reykjavíkurlistans hafa lent í vörn – en það hefur hins vegar ekki dugað til. Dagvistarmálin eru áreiðanlega langvið- kvæmasta málið fyrir Reykjavíkurlistann. Þar var miklu lofað og framan af trúðu þeir, sem mestra hagsmuna eiga að gæta, að þau loforð yrðu efnd. En það er alveg sama hvaða talnaflóð birtist um þetta efni. Veruleikinn, sem ungir foreldrar um alla borg fást við, þegar þeir reyna að koma ungum börnum sínum á leikskóla, talar sínu máli. Frammi fyrir þeim veruleika hlustar þetta fólk ekki á tölur. Það krefst lausnar. Og þess vegna eru dagvistarmálin þau málefni, sem líklegust eru til að skapa Reykjavíkurlistanum mikla erfiðleika í kosningabaráttunni. Landsmál og sveitarstjórn- arkosningar Að svo miklu leyti, sem staðan í lands- málum hefur áhrif á kosningar til sveitar- stjórna, getur hún verkað á ýmsan veg um þessar mundir. Staða Sjálfstæðisflokksins á landsvísu er mjög sterk miðað við skoðanakann- anir. Almennt talað ætti það að verða sjálfstæð- ismönnum mikill stuðningur í kosningabarátt- unni. Það er út af fyrir sig athyglisvert að erf- iðleikar í efnahagsmálum á síðasta ári hafa haft takmörkuð áhrif, ef nokkur, á gengi Sjálfstæð- isflokksins í skoðanakönnunum. Ef skýrar vís- bendingar verða komnar fram síðustu vikur fyrir kosningarnar í vor um betri tíð, minnkandi verðbólgu, lægri vexti o.s.frv. mun það efla kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Ef hins vegar harðnar á dalnum fram eftir árinu getur það valdið frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum erfiðleikum. Þessi mynd getur orðið flóknari fyrir Reykja- víkurlistann. Höfuðborgin á aðild að Lands- virkjun. Þetta fyrirtæki í eigu ríkis og Reykja- víkurborgar hyggur á miklar virkjanaframkvæmdir á Austurlandi. Þeir flokkar sem standa að Reykjavíkurlistanum eru alls ekki samstiga um það mál á landsvísu. Spurningin er, hvernig sá skoðanamunur verk- ar innan Reykjavíkurlistans, þegar líður á vet- urinn og vorið, ef líkur aukast á því að af virkj- uninni verði. Ætla vinstrigrænir að standa að virkjuninni, sem aðilar að Reykjavíkurlistan- um, eða gera þeir kröfu til að borgin beiti áhrif- um sínum innan Landsvirkjunar á annan veg? Það er auðvitað ljóst, að framsóknarmenn í Reykjavík munu standa fast með virkjunar- framkvæmdum, þar á meðal fulltrúar Fram- sóknarflokksins í borgarstjórn. Þetta stóra mál getur valdið miklum usla innan Reykjavíkur- listans, ekki sízt vegna þess, að vel má vera að beinn atbeini borgarinnar þurfi að koma til í tengslum við fjármögnun framkvæmdanna. Gera má ráð fyrir að talsmenn Reykjavíkurlist- ans verði spurðir um þetta í kosningabaráttunni og þá reynir á hæfni borgarstjóra að halda liði sínu saman. Það verður erfitt vegna þess, að samþykki fulltrúar vinstrigrænna með þögninni þann at- beina Reykjavíkurborgar sem til þarf verður andstaða vinstrigrænna á landsvísu ekki trú- verðug. Leggist vinstrigrænir innan Reykjavík- urlistans gegn stuðningi borgarinnar við virkj- unarframkvæmdir verða komnir slíkir brestir í samstarfið að erfitt verður að sjá hvernig það getur haldið til lengdar. Kárahnjúkavirkjun getur því orðið örlagavaldur margra á vettvangi stjórnmálanna. Sveitarstjórnarmál vekja almennt litlar um- ræður milli kosninga. Það er til marks um tak- markaðan áhuga fólks á að taka þátt í sveit- arstjórnarmálum, að þegar skilað var inn framboðum í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna bæjarstjórnarkosninga í Kópavogi, kom í ljós, að engir nýir frambjóðendur komu fram. Þeir sem sendu inn framboð voru allir hinir sömu og setið höfðu sem bæjarfulltrúar eða varabæjar- fulltrúar á því kjörtímabili sem er að líða. Þessi þróun er líka augljós í borgarstjórn Reykjavíkur. Þeir eru ekki margir, sem gefa kost á sér til slíkra starfa. Enda verður að segja þá sögu eins og hún er að í borgarstjórninni eru ekki margir borgarfulltrúar, sem vekja athygli fyrir öflugan eða áhugaverðan málflutning. Vís- bendingar um þetta má líka sjá í landsmála- pólitík. Og það er alvarlegt umhugsunarefni lýðræðisins vegna. Morgunblaðið/RAX Dagvistarmálin eru áreiðanlega lang- viðkvæmasta málið fyrir Reykjavík- urlistann. Þar var miklu lofað og fram- an af trúðu þeir, sem mestra hags- muna eiga að gæta, að þau loforð yrðu efnd. En það er al- veg sama hvaða talnaflóð birtist um þetta efni. Veruleik- inn, sem ungir for- eldrar um alla borg fást við, þegar þeir reyna að koma ung- um börnum sínum á leikskóla, talar sínu máli. Frammi fyrir þeim veruleika hlustar þetta fólk ekki á tölur. Það krefst lausnar. Laugardagur 5. janúar Gott er að geta leitað skjóls þegar rignir í borginni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.