Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 37

Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 37 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri                       !   "# $%& ' ()* + ,  -) . &   '/ ,  - )) 0 &  $ %&  &  1' *  ' 1 '2 3 "2 ' 4)  &  -)  '*  #' -5"  &  +  +5 &+  +  +5  Ég kynntist Jónu þegar við upphaf bú- skapar míns með frænku hennar fyrir nokkrum árum. Hún var þá orðin háöldruð en ég hreifst strax af lífskrafti hennar, glaðlyndi og hlýju. Við vorum iðulega í sam- skiptum við Jónu því samband þeirra frænknanna var einatt mjög náið. Jóna var heimsótt tíðum af ýmsum tilefnum, enda einkar góð heim að sækja. Þá var gjarnan lagt á borð ríkulegt bakkelsi og hnall- þórur er engin leið var að gera skil svo henni líkaði alls kostar. Gest- risni hennar var við brugðið. Ef efni stóðu til var skipst á gjöfum og heillaóskum. Þá kom glögglega í ljós örlæti hennar og mann- gæska, sem voru einstæðir kostir í hennar fari. Hvers kyns glettni og glaðværð voru aukin heldur ríkir þættir í hennar einstæðu skapgerð og hreif alla er voru í návist hennar. Aldrei atyrti hún þó neinn svo ég vissi, né var brodd að finna þó hún gripi til lítils háttar kerksni stöku sinnum ef henni þótti óhætt. Aldrei heyrði ég hana tala illa um neinn heldur brást hún frekar til varnar ef henni fannst á einhvern hallað í umræðum. Biturðar varð aldrei vart hjá henni þó hún á sinni löngu lífsgöngu hafi mátt þola ýmislegt andstreymi. Hún talaði einarðlega um þá hluti og af svo bjartri hlýju að það snart strengi í brjóstum þeirra er á hlýddu. Fyndist henni umræðan hallast á dapurlegar nót- ur greip hún til glettni sinnar er umsvifalaust nam burt alvarleik- ann er færst hafði yfir augnablikið. Jóna hafði dvalist á yngri árum í Kaupmannahöfn, m.a. við nám í saumaskap. Talaði hún oft um þá dvöl sína og brá gjarnan fyrir sig danskri tungu er henni var töm. JÓNÍNA GEIRDÍS EINARSDÓTTIR ✝ Jónína GeirdísEinarsdóttir klæðskerameistari fæddist í Reykjavík 14. júlí 1911. Hún lést á Landakoti 21. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 4. des- ember. Stundum brugðum við á leik á því heimsmáli eftir að hún frétti að einhver kynni hefði ég af þeim vettvangi. Virtist það gleðja hana að fá tækifæri til að ræða við kunnuga um þær slóðir og dvöl sína þar. Jóna var einkar frjálslynd og nútímaleg á margan hátt og sló þar við sér mun yngri manneskj- um. Minnist ég til að mynda umræðna um klæðaburð og lífs- hætti yngra fólks. Henni var reyndar ekki tamt að finna að hlut- um þó skoðanir hennar kynnu að hníga í aðrar áttir og lýsir það þeirri einkar heilbrigðu greind er var eitt af hennar aðalsmerkjum. Ég veit að Jónu myndi ekki líka mærð og oflof er hennar er minnst. En þessi einstæða manneskja kom mér einfaldlega svona fyrir sjónir og öðru kynntist ég ekki í okkar alltof stuttu viðkynningu. Mér er sárt að viðurkenna að vegna vand- ræðagangs tókst mér ekki að heimsækja hana utan einu sinni síðustu átta mánuðina er hún lifði. Ekki var það pínleg stund þó erf- iðar aðstæður settu hik á mig. Jóna hafði gott lag á að yfirstíga slíkar hindranir og létti mér lund. Ég er viss um að hún hefur fyr- irgefið mér þessa vanrækslu enda einstaklega hógvær og lítillát. Mér er það mikil ánægja að fá að birta þessa stuttu kveðju um einhverja mestu öndvegis konu er ég hef kynnst. Hún er mér göfugt for- dæmi um hvernig á að róa í lífsins ólgusjó. Þyrnar harms og reiði, er of oft nísta hjörtu okkar í vansælli tilveru, skulu notaðir sem elds- neyti til að glæða loga gleðinnar og kærleikans. Svo las ég hennar lífs- speki. Ég votta Siggu Jónu, börnum hennar og öðrum ættingjum mina dýpstu samúð vegna fráfalls henn- ar. Hún var vaflaust södd lífdaga eftir erfið veikindi. Göfug sál henn- ar hefur færst á æðra plan og megi minningin um hana verða í lífs- hlaupi ykkar ein af björtustu leið- arstjörnunum á festingunni. Sveinbjörn. ✝ Einar Magnússonfæddist á Eiði í Mosfellssveit 25. júní 1915. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 28. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Ein- arsdóttir frá Óskoti í Mosfellssveit og Magnús Jónsson. Systkini Einars eru: Stefán O., f. 20. mars 1919, Agnes, f. 27. mars 1921, Þóra Helga, f. 27. janúar 1925, d. 15. nóvember 1992, og Guðlín Helga sem dó í bernsku. Einar kvæntist árið 1947 Guðnýju Þóru Kristjánsdóttur, f. 21. apríl 1918, d. 25. febrúar 1965. Synir þeirra eru: 1) Eiríkur Þór, f. 9. október 1947, d. 29. ágúst 1979. 2) Ingimar, skrifstofustjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, f. 16. janúar 1949. Kona hans er Stefanía Rósa Snævarr kennari, f. 28. maí 1948. Börn þeirra eru: a) Stefán Þór héraðs- dómslögmaður, f. 20. nóvember 1973, kvæntur Önnu Guðrúnu Birgisdóttur ferðamálafræðingi, f. 12. apríl 1977. b) Inga Jóna lækna- nemi, f. 13. október 1977. 3) Krist- ján, forstjóri Rekstr- arvara, f. 21. júní 1956. Kona hans er Sigríður Bára Her- mannsdóttir, skrif- stofustjóri Rekstrar- vara, f. 30. júlí 1951. Börn þeirra eru: a) Katrín Edda sölu- maður, f. 21. septem- ber 1972. Maður hennar Björn Freyr Björnsson iðnrekstr- arfræðingur, f. 18. september 1963. Þau eiga fjögur börn, b) Þórunn Helga sölu- maður, f. 17. febrúar 1977. Unnusti hennar er Ólafur Thorarensen vef- hönnuður, f. 3. mars 1976, c) Einar framreiðslumaður, f. 14. október 1980, d) Sigurlaug Þóra fram- haldsskólanemi, f. 3. febrúar 1985. Einar lauk prófi frá Héraðsskól- anum á Laugarvatni árið 1939. Hann starfaði lengst af sem bif- reiðarstjóri í Reykjavík bæði sem vörubílstjóri og leigubílstjóri. Enn- fremur var hann starfsmaður Gjaldheimtunnar í Reykjavík um tíma. Útför Einars fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, mánudag- inn 7. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er hann fallinn í valinn, kempan hann tengdapabbi, eftir snarpa við- ureign við manninn með ljáinn. Sá hafði svo sem legið í leyni um skeið; laumast hægt og bítandi í áttina og reitt til höggs þegar jólaljósin skína skærast og friður og fegurð jólanna umlykur okkur öll. Einar hafði storminn í fangið lengst af ævinnar. Veikindi hrjáðu hann lengi í bernsku en beygðu hann þó ekki. Honum tókst um síðir að sigrast á þeim og með ótrúlegri elju og þrautseigju gat hann sinnt námi í Héraðsskólanum á Laugarvatni og lokið prófi þaðan. Að því loknu sótti hann um inngöngu í Samvinnuskól- ann og fékk skólavist, en Bretavinnan kom í veg fyrir að hann nýtti sér það tækifæri. Í hönd fóru gullgrafara- tímar á Íslandi og enginn sem vett- lingi gat valdið hélt að sér höndum. Einar gerðist bílstjóri og vann eins og kraftar leyfðu. Á þessum tíma kynntist hann konuefninu sínu, henni Þóru – brosmildu, fallegu konunni sem við fengum aldrei að kynnast. Þau eignuðust þrjá syni. Ógæfan barði aftur að dyrum hjá tengda- pabba. Konan hans og besti vinur, móðir drengjanna þeirra, lést í blóma lífsins og þeir syrgðu hana æ síðan. Ljós í myrkrinu birtist tengdapabba í henni Láru Magnúsdóttur síðla árs 1989, glaðlyndri og elskulegri konu sem veitti honum gleði og gjöful ár. Þeirra sambúð varaði því miður að- eins nokkur ár. Hún lést árið 1997. Elsta drenginn sinn hafði hann misst árið 1979. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti, sem nægja mundi flestum til að leggja ár- ar í bát, gafst tengdapabbi ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hann naut þess að sjá yngri strákana sína koma sér vel áfram í lífinu. Tók okkur tengdadætrunum sem dætrum, sem þurftu dálitla tilsögn áður en þær fengu inngöngu í „Hamarsættina“. Gladdist með barnabörnunum sem hvert um sig bera Einari afa og Þóru ömmu fagurt vitni. Við þökkum þér, tengdapabbi, fyr- ir strákana þína – mennina okkar. Fyrir heiðarleikann, dugnaðinn, þrjóskuna og seigluna sem við finn- um að erfist frá þér til barnanna okk- ar. Far þú í friði. Tengdadæturnar. Elsku afi minn. Mig langar til að þakka þér fyrir okkar samverustund- ir. Þær eru ógleymanlegar. Ég man þegar ég var lítil þá fór ég oft með systkinum mínum til þín á sunnudög- um og við fengum okkur öll litla kók í gleri og rjómasúkkulaði, þá var gam- an hjá okkur. Svo þegar við keyrðum um bæinn og við sungum hástöfum í aftursætinu, þá sagðir þú „og hvað kunnið þið að syngja meira“ og þá voru öll lögin tekin sem við kunnum aftur og aftur. Oft fórum við upp í Hallgrímskirkjuturn, það var partur af því að fara með afa í bíltúr. Það er svo gaman að ég skuli nú búa í íbúð- inni sem þú áttir heima í á Lauga- teigi, það eru svo margar minningar þaðan sem eru mér kærar, t.d. fót- boltinn á ganginum, bobbið og leik- urinn gulur, rauður, grænn og blár. Alltaf þótti mér notalegt að heim- sækja þig á Grundina, þú varst alltaf svo áhugasamur um það sem ég var að gera og mér er sérstaklega kær ein heimsóknin sem ég fór til þín nú í október. Þá varstu mikið að velta því fyrir þér hvort ég væri hamingjusöm og við ræddum ýmislegt varðandi hamingjuna og mér þótti svo mikið til þess koma að þú skyldir vera að hugsa um þetta þar sem þú varst orð- inn mikið veikur. Ég átti þarna með þér gott spjall og við borðuðum rjómasúkkulaði með, alveg eins og í gamla daga. Mér fannst svo gott að vera hjá þér síðustu dagana sem þú lifðir, bara að fá að sitja við rúmið þitt og halda í höndina á þér skipti mig svo miklu máli. Nú ert þú kominn á öruggan stað, þar sem þér líður bet- ur. Elsku afi minn, takk fyrir allt. Þórunn Helga Kristjánsdóttir. Einar afi er látinn. Hann sofnaði friðsamlega inn í jólin og fékk loks hvíld. Það hafði lengi verið ósk hans, enda var hann að eigin sögn orðinn níræður, og gaf sig ekki þó svo að pabbi væri búinn að taka fram vas- areikninn og draga árið 1915 frá 2001. Nei, hann var orðinn níræður maðurinn! Þetta er eitt lýsandi dæma um staðfestuna í afa. ,,Aldrei að við- urkenna“ voru einkunnarorðin hans og fyrir löngu orðin fleyg í fjölskyld- unni. Mér er sérstaklega í minni sunnudagsbíltúr okkar afa með pabba og mömmu í Hveragerði fyrir u.þ.b. 6 árum. Þá sat pabbi við stýrið og keyrði ansi greitt. Laganna verðir, sem lágu í leyni á heiðinni, komu brunandi á eftir okkur með blikkandi ljósum og hávaðalátum. Pabbi vissi upp á sig skömmina og afi fylgdi hon- um eftir í aftursæti lögreglubílsins. Fannst okkur mæðgum þeir dvelja þar fullengi. Pabbi kom loks, bros- andi út í annað og sagði að sá gamli neitaði að viðurkenna hraðaksturinn. Hann hélt áfram að verja son sinn þrátt fyrir að pabbi hreyfði ekki mót- mælum. Afi ætlaði ekki að láta þessa gutta vaða yfir sig og sína. Lyktir þessa máls urðu þær að mamma sagði við lögguna: ,,Strákar mínir, er- uð þið ekki til í að skutla honum í bæ- inn þegar þið eruð búnir?“ Þar með var björninn unninn og afi kom í bíl- inn aftur, heldur vonsvikinn með upp- eldið á drengnum, og tautaði: ,,Maður á aldrei að viðurkenna!“ Þrjóskan hefur komið afa vel á langri ævi. Mér finnst óbærilegt að hugsa til þess alls sem á hann hefur verið lagt. Með mikilli elju og dugnaði hefur honum tekist að lifa með erf- iðleikunum og allt fram á það síðasta var hann fullur af krafti og baráttu. Hann veiktist hastarlega á aðfanga- dag og var talið að hann myndi ekki lifa nóttina af. Við sátum öll hjá hon- um, héldum í funheita höndina og strukum honum um vangann. Hann þráaðist við, rétt eins og á heiðinni um árið. Ef einhver maður gæti orðið manninum með ljáinn erfiður viður- eignar, þá væri það Einar afi. En eftir fjögurra daga baráttu laut hann í lægra haldi og öðlaðist frið og ró. Ég þakka þér samfylgdina, elsku afi minn. Ég þakka þér fyrir þrjósk- una sem ég erfði frá þér, guði sé lof í minna magni en þú áttir til, hún hefur komið mér langt og er gott veganesti út í lífið. Hvíl þú í friði. Inga Jóna. EINAR MAGNÚSSON ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minn- ingargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.