Morgunblaðið - 06.01.2002, Síða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 39
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
þeim stað sem þú ert á, bara öðru-
vísi. Það besta sem þú gafst mér þó
er að hafa einfaldlega verið til og
verið þú sjálfur. Það yljar mér um
hjartarætur að hugsa til allra góðu
stundanna sem við áttum saman.
Góðu minningarnar eru svo margar
að af nógu er að taka. Eins og alltaf
þegar þú komst heim á Lindó, hress
og kátur og tókst mig, litlu systur, á
háhest þannig að ég sá inn um
gluggann á borðstofunni. Þar til nú
síðari ár þegar þú, Birna, Stella og
Krummi komuð í sveitina til okkar
Emma í heyskap, á kjötkveðjuhátíð,
í pallagerð eða einfaldlega til að
hittast og njóta þess að vera til,
saman. Það mun vanta mikið þegar
þessi hópur kemur saman í framtíð-
inni, það mun vanta þinn stórbrotna
persónuleika og hlátrasköllin þín,
elsku bróðir.
Síðastliðin tuttugu ár var alltaf
pakki undir jólatrénu frá þér og
Birnu til fjölskyldunnar, með jóla-
namminu sem vakti alltaf mikla
hrifningu og bragðaðist alltaf jafn
vel. Pakkinn var líka undir trénu
þetta árið og það var vægast sagt
tilfinningaþrungið að opna pakkann
frá þér í þetta skiptið, vitandi það að
geta ekki hringt í þig og þakkað
þér.
Elsku bróðir, þín er sárt saknað.
En ég hef trú á því að þú kíkir niður
til okkar í gegnum skýin bara til að
athuga hvort allt sé ekki eins og það
eigi að vera. Það er ekki slæmt að
vita af engli eins og þér vakandi yfir
sér.
Elsku Steini, það var yndislegt að
fá að hafa þig þessi ár sem þú varst
hérna hjá okkur. Takk fyrir allt sem
þú gafst mér, Emma og krökkun-
um. Minningin um þig mun lifa með
okkur. Guð blessi þig og verndi.
Elsku Birna, Árni, Jóhanna,
Bidda, Ásdís og Sigga. Guð gefi
ykkur og fjölskyldum ykkar styrk á
þessum erfiðu tímum.
Aðalheiður Sigríður
og fjölskylda.
Hér í Sundahöfn er upphaf og
endir hinna ýmsu ferða og hafði
vinnufélagi okkar Steingrímur farið
margar ferðir út og inn af svæðinu
og um svæðið, en hann var bifreið-
arstjóri hjá Eimskip um árabil og
ekki hefði nokkrum manni dottið í
hug að hann færi héðan í sína hinstu
ferð, að kvöldi 21. desember, þá fór
hann heim að loknum vinnudegi, en
hann andaðist aðfaranótt aðfanga-
dags jóla.
Steini, eins og hann var kallaður,
hóf störf fyrst hjá Eimskip um mitt
ár 1953 og hafði því við dánardægur
sitt starfað nær hálfa öld hjá félag-
inu og var því öllu eldra starfsfólki
hér að góðu kunnur. Ég held að ég
segi eins og er að við, sem höfum
þekkt Steina í tugi ára, gjörsamlega
„frusum“ er við heyrðum andláts-
fregn hans sem kom svo skyndilega
og óvænt.
Persónuleiki hans hafði áunnið
sér sess í hjörtum þess fólks er
starfað hefur skemur hjá félaginu
sem og okkar eldri, en létt lund og
vinalegt bros voru einkenni hans.
Á öllum þessum árum hafði hann
unnið alla almenna verkamanna-
vinnu, en síðustu áratugi var hann
bifreiðarstjóri á rútu félagsins,
ásamt hliðvörslustörfum og hafa
bifreiðar þær er voru í umsjá hans,
borið vott um snyrtimennsku hans.
Þegar sól reis í austri, mættum
við til vinnu og var handaband
ásamt „góðan daginn“ ein af sið-
venjum hans, áður en sest var við
kaffibollann og þegar sól settist í
vestri og lauk degi, var annað
handaband með orðunum „takk fyr-
ir daginn“ frá honum.
Nú er degi lokið í lífi Steingríms
H. Steingrímssonar og hann lagstur
til hinstu hvíldar og viljum við því,
þakka honum fyrir daginn, en í lífi
sínu vann hann ósvikið dagsverk og
mun fá laun sín greidd úr hendi
Hans er öllu ræður. Við starfsfélag-
ar hans í Vörslu Eimskips sendum
eiginkonu hans, börnum og barna-
börnum og öðrum ættingjum okkar
innilegustu samúðarkveðjur með
orðunum að Steingrímur verður
aldrei gleymdur, en hans ávallt
minnst.
Sigurjón Símonarson.
Okkur langar að minnast vinnu-
félaga okkar, hans Steina. Fregnin
um andlát hans kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Hver hefði gert
ráð fyrir því að þegar við kvödd-
umst og óskuðum hvert öðru gleði-
legra jóla á föstudaginn yrði það
okkar síðasta kveðja.
Steini okkar, eins og við kölluðum
hann gjarnan, var einstaklega vel
gerður maður og væri það gott ef
fleiri hefðu hans kosti til að bera.
Hann var ekki margmáll en það sem
hann sagði var sagt að vel hugsuðu
máli og hann bar ekki sínar áhyggj-
ur á torg en var ávallt tilbúinn að
hlusta á raunir annarra ef til hans
var leitað. Ekki var langt í brosið
hjá Steina og gat hann svo auðveld-
lega séð broslegu hliðarnar á mál-
unum og jafnvel hjá sjálfum sér en
það er nú ekki á allra færi. Steini
hafði mjög góða nærveru og var
eins og honum fylgdi hlýja hvar sem
hann fór, víst verður skrítið að hafa
ekki Steina til að veifa til þegar við
förum heim. Við viljum votta Birnu
konu hans og börnum þeirra samúð
okkar. Megi guð og gæfan fylgja
þeim.
Fyrir hönd stelpnanna í mötu-
neyti Eimskips, Sundaskála.
Klara Geirs.
Steini er dáinn. Vinahópurinn er
sleginn við þessa sorgarfregn á að-
fangadag. Jólagleðin verður trega-
blandin. Steini og Birna, hans góða
kona, aldrei fjarri huganum.
Minningarnar eru eins og regn-
boginn, enginn veit hvar hann byrj-
ar eða hvar hann endar. Steini var
eins og regnboginn, hár, litríkur og
eftirtektarverður, og svo … allt í
einu horfinn, hljóðlaust og óvænt.
Hann var með hærri mönnum, og
stundum var gantast með það að há-
ið í nafninu hans stæði fyrir „hái“.
Það var mikið gantast í kringum
Steina og alltaf stutt í hláturinn þar
sem hann var annars vegar. Steini í
partíi eftir ballferð fyrir áratugum,
þröng á þingi, margir sitja á gólfinu,
fæturnir á Steina ná yfir stofugólfið,
þeir eru svo langir. Steini og Birna
á Fólksvagninum, sem kallaður var
Kaffivagninn og notaður til fólks-
flutninga, sérstaklega eftir böll.
Þetta er á meðal fyrstu minning-
anna. Síðan eru liðin mörg ár með
laxveiðum, sumarbústaðaferðum,
matarboðum og utanlandsferðum.
Við erum þakklát fyrir þessi ár
traustrar vináttu og samvinnu.
Núna erum við sérstaklega þakk-
lát fyrir allar samverustundirnar á
síðasta ári.
Ein minning frá liðnu sumri
stendur ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum; Steini í stafni vélarvana
báts á ánni Thames í Englandi. Báts
sem stefnir beint inn í skóg, Steini
reiðubúinn að takast á við fornar
eikur og tignarlegan grátvíði. Verð-
ur að játa sig sigraðan, forðar sér
með brotnar greinar á öxlunum,
glaðbeittur og hlæjandi, eins og
hans er von og vísa. Steini að draga
fánann að húni í sumarbústaðnum í
september. Steini og Birna í hlut-
verki gestgjafanna síðast í október.
Örlát, hlý og þægileg. Fólk sem
stjanar við gesti sína.
Á kveðjustundum gerast vinir
stundum væmnir, en Steina líkaði
hvorki bull né væmni, við virðum
það. Við vottum Birnu, börnunum
og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð. Blessuð sé minning Stein-
gríms H. Steingrímssonar.
Vinirnir í V-8.
Við trúðum því varla þegar okkur
veiðifélögunum barst sú frétt að
Steini væri látinn. Það verður ekki
fyllt það skarð í veiðihópnum sem
hann skilur eftir sig. Veiðfélagarnir
hans Steina hafa haldið hópinn í yfir
30 ár. Í þessum ferðum var hann
maðurinn sem sá um að allir hlutir
væru á hreinu. Það var alltaf hægt
að stóla á Steina. Við höfðum haft
það fyrir reglu hin síðari ár að taka
upp á myndband einn sólarhring úr
þessum veiðiferðum okkar. Það var
í haustbyrjun er við veiðifélagar
komum saman til að horfa á veiði-
ferðina frá sl. sumri. Steini gat ekki
verið með okkur þar sem hann var
staddur erlendis. Sú hugmynd kom
upp í hópnum að veita verðlaun fyr-
ir bestu frammistöðu í hverri veið-
ferð. Menn voru á einu máli, að lok-
inni sýningu myndbandsins, um að
Steini hefði borið sigur úr býtum
því hann fór á kostum í síðustu
veiðiferð. Hlaut hann fyrstur manna
verlaunagripinn, Gedduna. Þá óraði
okkur ekki fyrir því að þetta ætti
eftir að vera síðasta veiðiferðin þar
sem Steini yrði með okkur. Þær eru
margar sögurnar úr ferðunum
ógleymanlegar sem við geymum á
okkar hátt í minningunni. Nú vitum
við að Steini hittir fyrrverandi veiði-
félaga sinn Magnús og þeir eiga ef-
laust eftir að vera með okkur í öllum
þeim veiðiferðum sem ófarnar eru.
Við sendum Birnu og hennar fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum Guð um að
styrkja þau á þessari sorgarstundu.
Veiðifélagarnir
Guðmundur, Jóhann,
Björn Smári, Pétur og
Páll Sævar.
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til-
tekna skilafrests.
Skilafrestur minningargreina
! "
#
$
%&&
! "
#$ #"# !
% " &"
!' #$" (
! ! " # $
%"& '(' '$
(' %"& ' '$
)** %"& ' '$
'#+ %"& ' $
+'+' '$ + %,)**! $
% -'+ +' $
)**! ,+' '$
( +' ,
!
"
# $
!
" #$
$
%
&
!'
( $" )$
*+&
&
&
&
&
&
'
!
"
#
$!
! %&!''!
!! "
# $ # %%&&
%$ %"
' & (%%&&
!! !"
%#%!%&&
! $ !"
)!#*% # %&&
+ + " + + + ,
!" #$%
&'(")'*
++ ,
)
* ++-
.' ,
/ +-
0( , 1(, +!
2& , !3 !
11,! 111,*