Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 43
háskólann næstu sex árin, og var Ragna, hin góða kona hans, þar með honum eftir fyrsta árið, en þau gengu í hjónaband 1. jan. 1956. Stigu þau þar mikið gæfu- spor. Þau eignuðust fjögur mann- vænleg börn, sem öll hafa lokið há- skólaprófi og vegnað vel í lífinu. Á Gautaborgarárunum var Guð- mundur Þór jafnframt fréttaritari Morgunblaðsins og birtust þar margar fróðlegar greinar eftir hann frá Svíþjóð. Heimkominn frá námi gerðist Guðmundur starfs- maður Húsameistara ríkisins og vann þar í nokkur ár þar til hann opnaði eigin teiknistofu á Óðins- götu 7, við hlið minnar stofu en við tókum saman húsnæðið á leigu, og byrjuðum snemma árs 1965. Þarna var starfsvettvangur hans meðan heilsan entist, en í nokkur ár var hann jafnframt starfandi við menntamálaráðuneytið þar sem hann sá um það sem að skólabygg- ingum laut, en skólabyggingar voru eiginlega hans sérgrein enda bera mörg verka hans vott um það. Hann var fulltrúi Íslands í Nordisk byggedag í mörg ár, og formaður Arkitektafélags Íslands var hann um skeið. Guðmundur var snjall arkitekt og listrænn, hann fékkst aðallega við að hanna stórar bygg- ingar svo sem skóla, íþróttamann- virki og sjúkrahús, en einnig ein- býlishús, þar á meðal sitt eigið, þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni í áratugi. Þangað var gott að koma. Ragna og Guðmundur voru einstaklega góðir gestgjafar og hugsuðu vel um gesti sína. Þaðan eigum við hjónin margar góðar minningar. Að leiðarlokum reikar hugurinn til baka. Til þess tíma þegar allt lék í lyndi og framtíðin var óráðin. Til skemmtilegra veiði- ferða sem við fórum saman, ferða- lags til ókunnra landa og allra góðra samverustunda. Það er stórt tómarúm sem Guðmundur skilur eftir sig, en hans góðu eiginleikar lifa áfram í börnum hans og barna- börnum. Ég bið góðan Guð að styrkja ástvini hans í sorg þeirra. Gunnar Dyrset. Látinn er Guðmundur Þór Páls- son 66 ára að aldri. Guðmundi kynntist ég fljótlega eftir komu mína frá námi og störfum í Kaup- mannahöfn. Hann hafði séð verk eftir mig á húsgagnasýningu í Bellacentret í Kaupmannahöfn, og hafði síðan samband við mig eftir að ég var fluttur heim skömmu fyrir 1970. Við hófum fljótt að starfa saman, fyrst að stöku verk- efnum sem Guðmundur þurfti að- stoðar við, en á þeim árum starfaði Guðmundur á byggingadeild menntamálaráðuneytisins en sinnti jafnframt ýmsum hönnunarverk- um, einkum stærri verkum sem hann hafði starfað við hjá embætti Húsameistara ríkisins, en þar starfaði hann fyrst eftir að hann kom frá námi í Gautaborg. Þegar komið var fram á árið 1971 fór hann að færa það í tal við mig hvort ég hefði áræði til að koma í samvinnu við hann um stofnun og rekstur hönnunarfyr- irtækis. Ég taldi enga áhættu því samfara og fór svo að við stofn- uðum saman teiknistofuna Ark- hönn sf. og rákum hana með myndarskap næstu tíu árin. Okkur var falið að annast hönn- un margra verka fyrir ýmsa aðila. Í upphafi var hönnun Fjölbrauta- skólans í Breiðholti okkar viða- mesta verkefni, en fljótlega fylgdu önnur í kjölfarið s.s. Seljaskóli í Breiðholti, Hamarsskóli í Vest- mannaeyjum, Sjúkrahúsið í Vest- mannaeyjum og eftir gos endur- nýjun þess svo og breyting gamla sjúkrahússins í ráðhús. Önnur verk bæði fyrir einstaklinga og fé- lagasamtök, s.s. einbýlishús og or- lofsbyggð í Svignaskarði, voru á teikniborðum okkar. Samstarf okkar gekk mjög vel, það einkenndist af trúnaði, trausti og virðingu hvors í annars garð. Fyrirtæki okkar stækkaði fljótt og svo fór að við keyptum teiknistofu- húsnæði á Óðinsgötu 7 í Reykja- vík. Verkefnum fjölgaði og ábyrgð- in óx en við vorum ungir og samtaka um að leysa úr hverjum vanda. Við vorum báðir mjög vinnusamir, ekki síst Guðmundur, sem var með eindæmum duglegur, nákvæmur og næmur arkitekt. All- an metnað okkar lögðum við í að skila verkum á réttum tíma og sem best gerðum í alla staði. Guðmund- ur var mjög næmur á hið listræna ekki síður en rýmislausnir og hlaut viðurkenningar fyrir. Eftir langt og heilladrjúgt sam- starf komu upp vandamál í sam- skiptum okkar, sem erfitt var að horfast í augu við og vandfundin leið til lausnar. Þetta varð síðan til þess að okkar ágæta samstarf og nána vinátta rofnaði 1982. Leiðir skildi en við héldum báðir áfram hönnunarstörfum hvor í sínu lagi. Þó að fundum okkar fækkaði höfðum við alltaf spurnir hvor af öðrum. Það tók mig mjög sárt að fylgjast með því hve hratt leið Guðmundar lá niður á við. Góðum verkefnum fækkaði, húsnæði teiknistofunnar rann úr greipinni, fjölskyldan og allt sem því fylgdi hvarf á braut og eftir stóð hann einn, hinn næmi arkitekt, að hon- um fannst yfirgefinn af öllum, sneyddur allri vináttu og trúnaði. Það hefur oft valdið mér hugar- angri og hryggð að hugsa til þess hvernig komið var en ég gerði mér jafnframt fulla grein fyrir að ekki var unnt að aðhafast neitt. Guð- mundar Þórs mun ég ávallt minn- ast með virðingu og þakklæti, einkum fyrir þann tíma sem við áttum saman. Látinn er Guðmund- ur Þór Pálsson, en verk hans munu standa. Fyrrverandi eiginkonu hans, Ragnhildi Vilhjálmsdóttur, og börnunum fjórum, svo og öðrum skyldmennum, sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið al- valdan Drottin Guð að veita þeim líkn í sorg þeirra. Jón Ólafsson. Genginn er góður drengur. Það eru hartnær 40 ár síðan leiðir okk- ar Guðmundar lágu saman, þá báð- ir nýkomnir heim frá námi og fullir af áhuga á að taka þátt í fé- lagsstörfum í hinu fámenna Arki- tektafélagi Íslands. Guðmundur aflaði sér strax trausts kollega sinna og þrem árum eftir heim- komuna var hann kosinn í stjórn félagsins og sat þar lengi ýmist sem meðstjórnandi eða formaður. Hann sat einnig í mörgum nefnd- um á vegum félagsins. Mér er sér- staklega minnisstæð seta hans í skemmtinefnd, en sú skemmti- nefnd er sú skemmtilegasta sem kosin hefur verið á vegum félags- ins, að áliti þeirra sem í henni sátu! Ekki mega gleymast störf hans fyrir Íslandsdeild Norræna byggingadagsins (NBD). Guð- mundur var lengi stjórnarformað- ur þeirrar deildar eða allt til 1987. Þar reyndi mikið á forustuhæfi- leika hans og sannfæringarkraft. Það þurfti í þann tíð sterkan per- sónuleika til að sannfæra félaga okkar á Norðurlöndum um að við gætum staðið fyllilega jafnfætis þeim á þeim sviðum sem Norrænn byggingadagur fjallaði um. Þetta tókst Guðmundi vel og voru ráð- stefnurnar 1968 og 1983 sem haldnar voru hér á landi sönnun þess. Það hafa, að sögn, aldrei hvorki fyrr né síðar verið haldnar glæsi- legri ráðstefnur á vegum NBD. Guðmundur var góður málamaður og kom það berlega í ljós við fund- arstjórn hans á samnorrænum stjórnarfundum hjá NBD. Þó tungur Norðurlandabúa séu líkar eru ýmis orð og hugtök með ólíka merkingu. Það kom ítrekað fyrir að Guðmundur þurfti að skýra fyr- ir fundarmönnum nákvæma merk- ingu orða síðasta ræðumanns þeg- ar hann fann að fundarmenn lögðu mismunandi skilning í orð ræðu- mannsins. Það er ekki öllum gefinn þessi hæfileiki. Ég sendi aðstandendum og ást- vinum Guðmundar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og megi ánægjulegu minningarnar um hann lifa sem lengst. Ólafur Sigurðsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 43 ✝ Sigrún Sigur-jónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 7. október 1933. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Árni Sigurjón Jör- undsson, f. 14.10. 1903, d. 20.2. 2000, og Steinunn Björg Hinriksdóttir, f. 16.2. 1896, d. 7.3. 1986. Systkini Sigrúnar eru Hilda Hinriks- dóttir, f. 23.11. 1921, Guðmundur Helgi Sigurjónsson, f. 5.8. 1929, d. 9.4. 1981, og Jóna Gréta Sigurjónsdóttir, f. 1.6. 1935. Sigrún giftist Halldóri Erlingi Ágústssyni í maí 1955. Þau skildu. Börn þeirra eru Sigurjón Ólafur Halldórsson, f. 26.10. 1954, og Kristín Ásta Halldórsdóttir, f. 5.8. 1960. Dóttir hennar er Diljá Catherine Þiðriksdóttir, f. 19.3. 1989. Sambýlismað- ur Kristínar er Pét- ur Eyvindsson, f. 17.4. 1969. Linda Björg Halldórsdótt- ir, f. 4.6. 1963. Eftirlifandi sam- býlismaður Sigrúnar er Sigurður T. Magnússon, f. 6.9. 1926. Börn Sigurðar eru Gunnar Magnús Sigurðsson, f. 26.6. 1950, og Sigríður Ósk Sigurðardóttir, f. 27.6. 1956. Sigrún vann lengst af við af- greiðslustörf, síðast í versluninni Geysi í 16 ár. Útför Sigrúnar fer fram frá Ás- kirkju á morgun, mánudaginn 7. janúar, og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma okkar. Við sjáum þig hlæjandi og glaða. Það er okkar sterkasta minning núna og það er svo gott. Síðustu árin þín voru þér svo erfið. Það var svo sárt að horfa á þig hverfa okkur smátt og smátt og sárt að geta ekki linað þjáningar þínar. Við söknum þín svo mikið en nú vitum við að þér líður miklu betur og ert komin í faðm ástvina á betri stað. Minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta okkar. Hljóð sit ég með hönd undir kinn hélaður framundan vegurinn, blómin stirðnuð og stráin, sumarsins fuglar farnir á braut fljúga til annarra móðurskaut, og mamma mín er dáin. Þú elskaðir lífið og lærdóminn, þig langaði að skilja tilganginn með tilveru ljóssins og lífsins. Veist hefur þér nú víðsýnið best og vængirnir sem þú þráðir mest þér fannst hér of þröngt til flugsins. Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást, elju og þreki er sjaldan brást, þér nýttist jafnvel nóttin. Þú vannst fyrir besta vininn þinn, þú vinnur nú með honum í annað sinn með efldan og yngdan þróttinn. Af alhug færum þér ástarþökk, á auða sætið þitt horfum klökk. Heilsaðu föður og frændum. Að sjá þig aftur í annað sinn enn að komast í faðminn þinn, við eigum eftir í vændum. (G. Björnsson.) Þakka þér fyrir að vera mamma okkar. Við elskum þig og föðmum. Þín Sigurjón og Linda. Á borði mínu logar kertaljós liðlanga nótt til að þakka móður minni – henni móður minni … Hjarta mitt undir herðablaði mér logar liðlanga nótt … til að þakka móður minni … (Else Lasker-Schüler.) Elsku mamma mín. Ég sakna þín svo mikið, ég hef saknað þín svo lengi. En þrátt fyrir sorgina innra með mér samgleðst ég þér, því ég veit að þú ert komin á betri stað en þú varst á síð- ustu árin þín. Ég sakna líka að Diljá fékk svo stuttan tíma með þér og þú með henni. Þú sem varst svo glöð yfir að fá loks barnabarn. Þú elskaðir þetta barn af öllu hjarta og hún elsk- aði þig. Þú varst henni yndisleg amma. Þú varst ekki bara mamma mín, þú varst líka besti vinur minn og þú varst svo falleg. Það var erfitt og sárt að horfa á líf þitt fjara út smátt og smátt. Þegar sá dagur kom að þú þekktir mig ekki lengur gekk ég í gegnum svipaða sorg og ég upplifi nú. Ég trúi því, elsku mamma, að þú vakir yfir okkur Diljá, að þú fylgist með okkur og hjálpir okkur að vera hamingjusamar. Elsku Siggi minn, þakka þér fyrir hvað þú elskaðir hana mömmu mikið og hvað þú hugsaðir vel um hana. Elsku mamma mín, góða ferð og líði þér vel í nýjum heimi. Ég sé þig nú hlaupandi um, talandi og munandi allt – svo falleg og glöð. Ég elska þig og faðma. Þín Kristín. Elsku amma. Takk fyrir að vera amma mín. Það er skrítin tilhugsun að ég eigi ekki eftir að fá að sjá þig meir hér á jörðu, en ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér í himnaríki. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég á alltaf eftir að muna eftir þér elsku amma mín. Þín Diljá. Vinkona mín frá því að við vorum unglingar lést á jóladag eftir margra ára veikindi.Við kynntumst þegar við vorum 14-15 ára gamlar, hún átti heima í Skipasundinu en ég inni í Efstasundi. Okkar fyrstu kynni voru raunveru- lega þau að ég bar út Morgunblaðið á þessum tíma og þegar ég kom með blaðið eldsnemma á morgnana kom mamma hennar iðulega til dyra og bauð mér heitt kakó og kökur. Þetta var mér mikils virði því að oft var kalt, Kleppsholtið var stórt en ég bar blað- SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR ið út í allt hverfið frá Syðra-Langholti þar sem Sólheimarnir eru núna og al- veg niður í Laugarnes þar sem Hrafn Gunnlaugsson býr nú. Þetta var mér kærkominn hvíld og ég dáði alla tíð þessa yndislegu konu. Upp úr þessu kynntumst við Sigrún og oft á tíðum sátum við annaðhvort heima hjá henni eða mér og hlustuð- um á plötur, því að foreldrar okkar beggja áttu grammófón og margar góðar plötur. Mér eru sérstaklega minnisstæð lög sem eru farin að heyr- ast aftur í dag eins og Johnny boy og mörg fleiri. Þessi tími var okkur ómetanlegur. Nokkrum árum seinna unnum við Sigrún saman í Laufásborg en þá var ég í námi í Fósturskólanum sem þá hét Uppeldisskóli Sumargjafar. Við Sigrún ákváðum að leigja okkur sam- an herbergi og fengum herbergi leigt í næsta húsi við Laufásborg. Þetta var ákaflega þægilegt, stutt í vinnuna og lausar við allar strætisvagnaferðir. Á þessum tíma voru Sigrún og Halli trúlofuð. Sigrún átti marga vini og það var heil grúppa sem stundaði mjólkurstöðina þar sem bæði voru spilaðir nýju og gömlu dansarnir. Sig- rún var ákaflega félagslynd, skapgóð og hláturmild, svo að maður smitaðist alveg ósjálfrátt af hláturmildi hennar. Okkur líkaði ákaflega vel hvorri við aðra og aldrei sköpuðust vandræði hjá okkur þótt við hefum aðeins eitt herbergi. Fólkið í húsinu var alveg yndislegt. Eftir að við hættum í Laufásborg slitnaði sambandið mikið til um margra ára skeið. Seinna hittumst við svo eftir að Siggi og Sigrún fóru að búa saman. Hún var og hefur alltaf verið sama yndislega persónan sem ég kynntist á mínum yngri árum. Ég vona að minningarnar um Sig- rúnu og hennar fjölskyldu ylji mér um ókomna tíð. Guð blessi ykkur öll. Valborg S. Böðvarsdóttir (Valla Fía). Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Í dag kveðjum við vinkonu okkar Sigrúnu Sigurjónsdóttur hinstu kveðju, en hún kom í hjónaklúbbinn í kringum 1980 með sambýlismanni sínum Sigurði T. Magnússyni, sem þá var ekkjumaður. Það var henni þó nokkuð erfitt í fyrstu að koma í hóp þar sem allir þekktust vel og höfðu verið lengi saman. Við upprifjun sam- skipta liðinnar tíðar gat hún t.d. eðli- lega ekki verið þátttakandi. Hún var feimin og hafði sig lítt í frammi í fyrstu en vann á með einurð og hrein- skilni og er henni þakkað það í dag. Áttum við margar stundir saman sem vert er að muna og minnast með gleði. Síðar er hún fékk Alzheimersjúkdóm var ákaflega dapurt að horfa upp á þessa glæsilegu konu hvað hún mátti sín lítils í baráttunni. Það var líka ein- staklega fallegt hvað Sigurður lagði mikið á sig til að hafa hana heima og studdi hana á allan hátt. Í lokin viljum við þakka samfylgd- ina með þér sem við fengum að njóta og sendum Sigurði T. Magnússyni vini okkar samúðarkveðjur svo og allri fjölskyldunni. Hinsta kveðja. Hjónaklúbburinn. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.