Morgunblaðið - 06.01.2002, Page 52
DAGBÓK
52 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
HINN 30. des. birtist bréf í
Velvakanda frá konu með
undirskriftinni: „Ein
hneyksluð“, þar sem hún
lét í ljósi skoðun sína á ís-
lensku kvikmyndunum
sem sjónvarpið bauð lands-
mönnum upp á yfir jólahá-
tíðina. Þegar konan ritar
bréf sitt var þó þriðja
myndin eigi komin í dags-
ljósið, þ.e. Myrkrahöfðing-
inn sem sýnd var að kvöldi
29. des. En myndirnar sem
fyrrnefnd kona ræðir um
voru: Englar alheimsins og
101 Reykjavík.
Ég vil setja Engla al-
heimsins á annan stall en
hinar tvær. Þar er saga á
bak við sem byggð er á
raunveruleika þótt ýmis at-
vik séu sett á svið. Þráður
myndarinnar snýst um
varnarleysi þess einstak-
lings sem er að einhverju
leyti öðruvísi en fjöldinn.
Aftur á móti sá ég ekkert
við myndina 101 Reykjavík
annað en sora og svall sem
er ekki til uppbyggingar
fyrir neinn og ég spyr: Ef
þetta er hið raunverulega
næturlíf í Reykjavík er
þjóðin virkilega sátt við að
svona auglýsingar séu
sendar úr landi? Og síðan á
Kvikmyndasjóður Íslands
og fleiri aðilar, sem búa yf-
ir einhverju fjármagni, að
styrkja ósómann.
Það olli mér vangavelt-
um á sínum tíma, þegar
þessi mynd var frumsýnd,
hvað fólk var varkárt að tjá
sig um gildi hennar eða
fagurfræðilega útkomu.
En nú skil ég það betur.
Fólk er hrætt við að rífa
niður íslenskt framtak á
sviði „sköpunar og lista“.
En ég spyr: Er hægt að
finna eitthvað listrænt við
myndina 101 Reykjavík?
Söguþráðurinn mjög veik-
ur og sjaldan minnt á hann,
aðeins dregin fram mesta
lágkúra mannsins.
Myrkrahöfðinginn er
byggður á sögu sem finna
má í fornsögunum – ef ég
skil rétt – en greinilegt er
að handritshöfundur og
leikstjóri hafa sérstakt
yndi af klámfengnum sen-
um og kynferðislegri vald-
níðslu á konum og öðru of-
beldi.
Því læra börnin málið...
Varla opnar maður fyrir
fréttatíma fjölmiðlanna svo
ekki sér greint frá kæru-
málum á hendur körlum í
þessu landi fyrir nauðgun á
ungum konum og börnum.
Hingað til hafa dómar í
slíkum málum verið ótrú-
lega vægir. Það þykir
stærri glæpur að brjótast
inn og stela dauðum hlut-
um úr búðarglugga, en að
ráðast á sér minnimáttar –
oft börn, eða barnungar
stúlkur og fremja á þeim
svo svívirðilegan glæp að
aldrei grær um heilt.
Eru framleiðendur ís-
lenskra kvikmynda að
koma því inn hjá með-
bræðrum sínum að það sé
allt í lagi að haga sér þann-
ig? Þó finna megi víða í
fornsögum okkar illa með-
ferð á fólki, sé ég ekki að
það verði börnum okkar til
góðs að horfa á slíkt svið-
sett, en auk þess, sýnt á
friðarhátíð okkar, jólunum.
En víða er pottur
brotinn
Ég horfði á þátt á Stöð 2
einn morguninn nú rétt
fyrir jólin undir heitinu:
Femin. Ég hef ekki aðgang
að stöðinni að öllu jöfnu,
svo þetta var nýtt fyrir
mér.
Þar voru tvær ungar og
fallegar konur að ræðast
við, stjórnandi þáttarins
hafði fengið í heimsókn
kynlífsfræðing sem hafði
með sér eins konar hjálp-
artæki fyrir ástarlífið.
Hún lýsti því fagmann-
lega hvernig tækið gæti
komið að gagni og hvatti
foreldra til að kaupa tölvu-
leiki eða annað fyrir börnin
sem þau gætu gleymt sér
við á meðan foreldrarnir
færu saman í rúmið og
væru reglulega góð við
hvort annað.
Af þessu mátti sjá að
henni fannst að kynlífs-
þorsti foreldranna ætti að
sitja í fyrirrúmi fyrir þörf-
um barnanna, ekki ástæða
til að bíða til kvöldsins eftir
að börnin væru sofnuð.
Hvernig fóru þau að, afi
og amma, þegar engin kyn-
lífsfræðsla var í þessu
landi? Samt tókst þeim að
auka kyn sitt.
Er þessi hvöt ekki leng-
ur innbyggð og meðfædd
hjá fólki eins og hjá öllum
dýrum? Er ástæða til
hvatningar á þessu sviði?
Nei, ég vil meina að allt
þetta klámfengna efni auki
á meinta glæpi og sora og
sé ljótur stimpill á þeim
einstaklingum og öðrum
sem bera þetta á borð fyrir
annað fólk. Þar á meðal er
sjónvarpið okkar.
María K. Einarsdóttir.
Dýrahald
Nero er týndur
SVARTUR fress hefur
ekki snúið til síns heima frá
því á aðfangadag. Hann er
kolsvartur, geltur, gæfur
og var með rauða ól með
endurskinsmerki. Hann
býr á Grettisgötu 81, 101
Rvík. og hlýðir nafninu
Nero. Eyrnamerking:
R0148. Fundarlaunum
heitið. Vinsamlega hafið
samband við Írisi eða Þröst
í síma: 891 7441 eða
561 6666.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Jólamyndir
í sjónvarpi
Víkverji skrifar...
UNUN hefur verið að fylgjastmeð Eiði Smára Guðjohnsen,
knattspyrnumanninum frábæra sem
leikur með úrvalsdeildarliðinu
Chelsea í Englandi, undanfarna mán-
uði.
Víkverji man þegar Eiður Smári
sló í gegn í íslensku úrvalsdeildinni
með Val, aðeins 15 ára, fyrir nærri
áratug og finnst þó ekki langt síðan.
Víkverja finnst líka stutt síðan Eiður
Smári kom hingað heim og lék með
KR hluta úr sumri, allt of þungur eft-
ir langvarandi og erfið meiðsli, en
staðráðinn í því að ná sér aftur á
strik. Óhætt er að segja að það hafi
tekist, jafnvel á enn glæsilegri hátt
en nokkurn óraði fyrir. Og Víkverji
er viss um að Eiður Smári á eftir að
vinna enn stærri sigra á knatt-
spyrnuvöllum Evrópu en hann hefur
þegar gert.
x x x
VÍKVERJA finnst Örn Arnarsonsundmaður bera titilinn íþrótta-
maður ársins 2001 með sóma, eins og
fram kom síðasta sunnudag, en verð-
ur jafnframt að lýsa því yfir að tvær
kempur aðrar hefðu verið vel að titl-
inum komnar vegna afreka sinna á
árinu; handboltamaðurinn Ólafur
Stefánsson, sem fór beinlínis á kost-
um með Magdeburg í Þýskalandi og
varð bæði landsmeistari með félaginu
og Evrópumeistari félagsliða, og áð-
urnefndur Eiður Smári, sem vakið
hefur einna mesta athygli allra leik-
manna í ensku úrvalsdeildinni það
sem af er vetri, hvorki meira né
minna.
x x x
STUNDUM hefur Víkverji heyrtþví fleygt, m.a. að þessu sinni, að
annaðhvort Ólafur eða Eiður hefðu
átt að verða fyrir valinu frekar en
Örn í þetta skipti af þeirri ástæðu að
þeir hefðu lifibrauð af því að leika í
bestu deildum heims, hvor í sinni
grein. Örn væri hins vegar áhuga-
maður. Þetta eru fáránleg rök því það
hvort íþróttamaður lifir af íþrótt
sinni eða ekki á nákvæmlega ekki að
skipta neinu máli.
Það vakti reiði ýmissa á sínum
tíma, og Víkverja er það enn í fersku
minni, þegar Ásgeir Sigurvinsson var
kjörinn íþróttamaður ársins í annað
skipti, 1984 – ekki síst vegna þess að
hann hafði lifibrauð sitt af því að leika
knattspyrnu með erlendu félagsliði.
Ásgeir varð að vísu vestur-þýskur
meistari með félagi sínu þetta ár og
var valinn besti leikmaður þýsku 1.
deildarinnar, sem þá var ein allra
besta deild heimsins. Og þetta er
vafalítið það lengsta sem nokkur ís-
lenskur knattspyrnumaður hefur
nokkru sinni náð! Áhugamaðurinn
Bjarni Friðriksson varð þriðji í júdó á
Ólympíuleikunum í Los Angeles
sama ár, en varð að sætta sig við ann-
að sætið í kjöri íþróttafréttamanna
og það sárnaði mörgum.
Víkverji ætlar ekki að dæma um
hvor átti titilinn frekar skilið enda
skiptir það ekki máli nú, en báðir
voru þeir frábærir íþróttamenn.
Þetta dæmi sannar enn einu sinni
þann mikla vanda sem íþróttafrétta-
menn standa frammi fyrir í þessu ár-
lega kjöri sínu, en Víkverja finnst það
alltaf jákvæðara þegar valið er erfitt
og menn eru ósammála um niður-
stöðuna en þegar einhver einn er
nánast sjálfkjörinn. Sé deilt um valið
og margir koma til greina þykir Vík-
verja það vera til vitnis um betri
frammistöðu íslenskra íþróttamanna.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 ung hryssa, 8 deilur, 9
kvendýrið, 10 málmur, 11
dútla, 13 hafna, 15 sorg-
ar, 18 klaufdýr, 21 tikk,
22 barði, 23 stéttar, 24
mannkostir.
LÓÐRÉTT:
2 dugnaðurinn, 3 áreita, 4
gyðja, 5 snáði, 6 skinn, 7
elska, 12 úrskurð, 14 bók-
stafur, 15 kjöt, 16 beiskt
bragð, 17 stíf, 18 rengdi,
19 háski, 20 kvenmanns-
nafn.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 gubba, 4 fölsk, 7 tolla, 8 nebbi, 9 lús, 11 nýra,
13 satt, 14 fullt, 15 svöl, 17 ósum, 20 ætt, 22 ganar, 23 álf-
ar, 24 mærin, 25 narra.
Lóðrétt: 1 gætin, 2 bolur, 3 aðal, 4 fans, 5 labba, 6 Krist,
10 útlit, 12 afl, 13 stó, 15 sogum, 16 ösnur, 18 sófar, 19
merla, 20 æran, 21 tákn.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sel-
foss kemur í dag, Lat-
ana fer í dag. Northern
Liftnes kemur á morg-
un.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss kemur til Straums-
víkur á morgun. Mark-
ús J. kemur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 9 vinnustofa og
leikfimi, kl 13 vinnu-
stofa, kl. 14 spiluð vist.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 opin handavinnu-
stofan, kl. 10.15 leikfimi,
kl. 11 boccia, kl. 13.30-
16.30 opin smíðastofan/
útskurður, kl. 13.30 fé-
lagsvist, kl. 16 myndlist.
Allar upplýsingar í síma
535-2700.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9-16 handa-
vinna, kl. 9-12 búta-
saumur, kl. 10-17 fóta-
aðgerð, kl. 10
samverustund, kl. 13.30-
14.30 söngur við píanó-
ið, kl. 13-16 bútasaum-
ur.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum verður
lokað til 8 janúar.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánu-
dag kl. 20.30. Fótaað-
gerðastofan opin frá kl.
10. Skrifstofan Gull-
smára 9 er opin á morg-
un kl. 16.30-18, s.
554 1226.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð og myndlist, kl.
9.30 hjúkrunarfræðing-
ur á staðnum, kl. 10
verslunin opin, kl. 11.10
leikfimi, kl. 13 föndur
og handavinna, kl. 13.30
enska framhald.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18-20. Á
morgun kl. 9 böðun og
hárgreiðslustofan opin.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Mán. 7. jan.
kl. 11.15 og kl. 12.15
leikfimi. Mið. 9. jan. kl.
15 í Kirkjuhvoli kynn-
ingardagur á tóm-
stundastarfinu á vetr-
arönn, skráning í hópa-
starf, sem byrjar 14.
janúar. Fimmt. 10. jan.
félagsvist á Álftanesi,
kl. 19.30
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Dagskráin í Hraunseli
hefst aftur á morgun
mánudag 7. jan. með
pútti í Bæjarútgerð kl
10-11.30 og félagsvist kl
13.30. Á þriðjudag verð-
ur handavinna og brids
kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10-13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Sunnu-
dagur 6. janúar dans-
leikur Ásgarður
Glæsibæ kl. 20. Caprí-
tríó leikur fyrir dansi.
Mánudagur 7. janúar,
brids kl. 13. Dans-
kennsla Sigvalda kl. 19
framhald og kl. 20.30
byrjendur. Þriðjudagur
8. janúar. Þorvaldur
Lúðvíksson lögfræðing-
ur til viðtals á skrif-
stofu FEB kl. 10-12,
panta þarf tíma. Skák
kl. 13. Alkort spilað kl.
13.30. Göngu-Hrólfar
fara á miðvikudag í
létta göngu frá Hlemmi
kl. 9.45. Línudans-
kennsla Sigvalda kl.
19.15. Baldvin Tryggva-
son verður til viðtals
um fjármál og leiðbein-
ingar um þau mál á
skrifstofu FEB mánu-
daginn 14. janúar nk.,
panta þarf tíma. Silf-
urlínan er opin á mánu-
dögum og miðvikudög-
um frá kl. 10-12. f.h. í
síma 588-2111. Skrif-
stofa félagsins er flutt
að Faxafeni 12 sama
símanúmer og áður.
Félagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB kl. 10-16. í síma
588-2111.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14-16
blöðin og kaffi. Á morg-
un kl. 9-16.30 opin
vinnustofa, handavinna
og föndur, kl. 9-13 hár-
greiðsla, kl. 14 fé-
lagsvist.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun verða vinnu-
stofur opnar, m.a.
tréútskurður umsjón
Hjálmar Th. Ingimund-
arson, frá hádegi spila-
salur opinn, kóræfing
hjá Gerðubergskórnum
kl. 15. Veitingar í veit-
ingabúð. Kl. 15.30 al-
mennur dans hjá Sig-
valda, allir velkomnir.
Upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í
síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun er handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9, kl. 13 lomber.
Hraunbær 105. Á
morgun kl. 9 perlu-
saumur, postulínsmálun
og kortagerð, kl. 10
bænastund, kl. 13 hár-
greiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun og
föndur, kl. 10 boccia, kl.
13 frjáls spilamennska.
Kl. 13.30 gönguferð,
fótsnyrting.
Norðurbrún 1. Á morg-
un kl. 10 ganga, kl. 9
fótaaðgerð.
Vesturgata 7. Dagskrá
hefst sem hér segir:
Boccia 7. janúar kl. 10,
bútasaumur 8. janúar
kl. 9.15, myndlist 9.
janúar kl. 9.15, postulín
9. janúar kl. 9.15, sund
9. janúar kl. 8.25, kór-
æfing 10. janúar kl. 13.
Fimmtudaginn 10. jan-
úar verður helgistund.
Sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson, dóm-
kirkjuprestur. Kór fé-
lagsstarfs aldraðra und-
ir stjórn,
Sigurbjargar Petru
Hólmgrímsdóttur.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smíði og hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morgun-
stund, kl. 10 fótaaðgerð-
ir og sund, kl. 13
handmennt, gler-
bræðsla, leikfimi og
spilað.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 alla mánu-
og fimmtudaga. Skrán-
ing kl. 12.45. Spila-
mennska hefst kl. 13.
Bridsdeild FEBK í
Gullsmára.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Á morg-
un kl. 19 brids, tví-
menningur.
Kristniboðsfélag karla.
Fundur verður í
Kristniboðssalnum,
Háaleitisbraut 58-60,
mánudagskvöldið 7. jan.
kl. 20. Lesnar verða
jólakveðjur frá kristni-
boðunum. Allir karl-
menn velkomnir.
Sinawik heldur fund í
Súlnasal HótelsSögu
þriðjudaginn 8. janúar
kl. 20. Ræðumaður
Ágústa Andersen hómó-
pati.
Kristniboðssambandið
þiggur með þökkum alls
konar notuð frímerki,
innlend og útlend, ný og
gömul, klippt af með
spássíu í kring eða um-
slagið í heilu lagi (best
þannig). Útlend smá-
mynt kemur einnig að
notum. Móttaka í húsi
KFUM & K, Holtavegi
28, Rvík og hjá Jóni
Oddgeiri Guðmunds-
syni, Glerárgötu 1, Ak-
ureyri.
Minningarkort
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrif-
stofutíma. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Minningarkort, Félags
eldri borgara, Selfossi,
eru afgreidd á skrifstof-
unni Grænumörk 5 mið-
vikudaga kl. 13-15.
Einnig hjá Guðmundi
Geir í Grænumörk 5,
sími 482-1134, og versl-
unni Íris í Miðgarði.
Slysavarnafélagið
Landsbjörg, Stangarhyl
1, 110 Reykjavík. S. 570
5900. Fax: 570 5901.
Netfang: slysavarna-
felagid@landsbjorg.is
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum kvennadeild-
ar RRKÍ á sjúkrahús-
um og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s. 568-
8188.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31, s.
562-1581 og hjá Krist-
ínu Gísladóttur, s. 551-
7193 og Elínu Snorra-
dóttur, s. 561-5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16, Reykja-
vík. Opið virka daga kl.
9-17. S. 553-9494.
Í dag er sunnudagur 6. janúar, 6.
dagur ársins 2002. Þrettándinn. Orð
dagsins: Óvitur maður sýnir náunga
sínum fyrirlitningu, en hygginn
maður þegir.
(Orðskv. 11, 12.)