Morgunblaðið - 12.01.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isÞórður í viðræðum við
Preston á Englandi / B1
Gríðarlegar kröfur gerðar
til þýska landsliðsins / B4
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r12.
j a n ú a r ˜ 2 0 0 2
FASTEIGNAMAT ríkisins hefur af-
greitt um 1.500 af þeim 13 þúsund
kærum sem bárust í fyrrahaust
vegna nýrra reglna um útreikning
fasteigna- og brunabótamats. Um
níu þúsund kærur eru í vinnslu, en
vinna hefur ekki hafist við 2.500 kær-
ur enn sem komið er, að sögn Hauks
Ingibergssonar, forstjóra Fast-
eignamats ríkisins.
Haukur sagði að samtals hefðu
borist 13 þúsund athugasemdir
vegna fasteigna- og brunabótamats-
ins, um níu þúsund vegna brunabóta-
matsins, um eitt þúsund vegna fast-
eignamatsins og um þrjú þúsund
vegna hvors tveggja. Búið væri að
afgreiða um 1.500 athugasemdir, níu
þúsund væru í vinnsluferli, sem
þýddi að upplýsingaöflun væri í
gangi, og vinna við 2.500 athuga-
semdir hefði enn ekki hafist. Unnið
væri að þessu jafnt og þétt og stefnt
væri að því að ljúka meðferð á
stærstum hluta athugasemdanna
eða um 90% fyrir mitt sumar.
Aðspurður hvort þetta væri ekki
lengri tími en Fasteignamatið hefði
áætlað í upphafi til þess að afgreiða
athugasemdirnar sagði Haukur svo
vera. Skýringin væri sú að seinustu
mánuði ársins hefði starfsfólk Fast-
eignamatsins þurft að leggja þessa
vinnu til hliðar að hluta til vegna
þess að þá væru miklar annir við inn-
skráningu nýrra fasteigna sam-
kvæmt tilkynningu sveitarfélag-
anna, sem þyrfti að skrá í Landskrá
fasteigna fyrir áramót.
Haukur sagði að álagning fast-
eignagjalda miðaðist við síðastgild-
andi mat, þ.e.a.s. það mat sem gilt
hefði áður en nýja matið hefði verið
lagt á eignirnar. Þegar athugasemd-
irnar hefðu fengið afgreiðslu gilti hið
nýja mat síðan frá 15. september sl.
árs. Sveitarfélögunum hefði verið
gerð grein fyrir stöðu málsins og
yrði þeim sendur á þriggja mánaða
fresti listi yfir þær eignir sem at-
hugaemdir hefðu verið gerðar við og
búið væri að afgreiða. Það væri síðan
í valdi sveitarfélaganna að ákveða
hvort til endurálagningar kæmi.
Nýjar reglur um fasteigna- og brunabótamat
1.500 athugasemdir
af 13.000 afgreiddar
MAÐURINN sem lést eftir
árekstur jeppa og flutninga-
bíls á sunnanverðri Holta-
vörðuheiði í fyrrakvöld hét
Sigurjón Pétursson, fyrrver-
andi borgarfulltrúi í Reykja-
vík.
Sigurjón var 64 ára gamall,
fæddur á Sauðárkróki 26.
október 1937, sonur Ingi-
bjargar Ögmundsdóttur og
Péturs Laxdal Guðvarðarson-
ar. Sigurjón lætur eftir sig
eiginkonu, Rögnu Brynjars-
dóttur, og tvo uppkomna syni.
Sigurjón varð húsasmiður
frá Iðnskólanum í Reykjavík
árið 1962. Hann var kosinn
borgarfulltrúi í Reykjavík fyr-
ir Alþýðubandalagið árið 1970
og gegndi þeirri stöðu til
1994. Hann sat í borgarráði
frá 1970 til 1990 og var forseti
borgarstjórnar 1978–1982.
Sigurjón átti sæti í mið-
stjórn Sameiningarflokks al-
þýðu-Sósíalistaflokksins og
síðan Alþýðubandalagsins
með hléum frá 1962, oft sem
formaður.
Sigurjón gegndi fjölda
trúnaðarstarfa um ævina.
Hann var m.a. í stjórn Tré-
smiðafélags Reykjavíkur, um
tíma sem varaformaður, frá
1963–1973. Í stjórn Sambands
íslenskra sveitarfélaga frá
1978–1982. Þá átti hann sæti í
Innkaupastofnun Reykjavík-
ur, veitustofnana borgarinn-
ar, í launamálanefnd og ýms-
um öðrum nefndum. Í stjórn
Landsvirkjunar 1987–1991 og
í stjórn Sparisjóðs Reykjavík-
ur og nágrennis 1975–1998.
Sigurjón hóf störf hjá Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga
árið 1996 og var þar deild-
arstjóri grunnskóladeildar.
Hann vann mikið að gerð
kjarasamninga, m.a. við
grunnskóla- og tónlistarkenn-
ara. Hann var á heimleið af
kynningarfundi á Blönduósi
um nýgerða samninga við tón-
listarkennara þegar árekstur-
inn varð.
Sigurjón
Pétursson
Lést í um-
ferðarslysi
á Holta-
vörðuheiði
flugs hf., að lögð hafi verið áhersla á að afla fé-
laginu meiri verkefna með leiguflugi eftir
samdrátt í áætlunarflugi. Notuð verður ein 757-
þota Flugleiða í verkefnið en ráðgert hafði verið
að henni yrði skilað til eigenda um mitt árið.
Verður leigusamningurinn þess í stað fram-
lengdur.
Hin tvö leiguflugsverkefnin eru samningur
um flug fyrir bandaríska ferðaskrifstofu, GWV,
milli Boston og sex áfangastaða í Karíbahafinu.
Hófst það 20. desember og stendur fram í maí
og er ein 757-þota Flugleiða höfð í Boston vegna
NÝSTOFNAÐ dótturfyrirtæki Flugleiða sem
nefnist Flugleiðir – Leiguflug hf. og danska
ferðaskrifstofan Krone Rejser hafa samið um
tveggja ára leiguflugsverkefni sem hefst 22.
mars. Verður flogið milli Danmerkur og Mið-
jarðarhafslanda. Tryggir grunnflugið Flugleið-
um 1,5 milljarða króna á samningstímanum en
gert er ráð fyrir að verkefni muni aukast þegar
á samningstímann líður.
Þetta er þriðji stóri samningur Flugleiða um
leiguflugsverkefni í vetur og segir Sigþór Ein-
arsson, framkvæmdastjóri Flugleiða – Leigu-
þessa verkefnis. Einnig sinna Flugleiðir –
Leiguflug hf. nú flugi fyrir ferðaskrifstofu í
Kanada milli Montreal og Karíbahafsins með
þotunni sem er í Boston. Þegar síðastnefndu
verkefnunum tveimur lýkur í vor segir Sigþór
hugsanlegt að þotan verði í verkefnum í Bret-
landi sem standi næsta sumar. Samningum er
þó ekki lokið þar um.
Íslenskar áhafnir eru á vélunum í þessum
leiguflugsverkefnum og segir Sigþór þetta góða
búbót í reksturinn. Þau muni líklega leiða til
þess að fá verði sumarfólk til starfa fyrr en ella.
Flugleiðir – Leiguflug hf., dótturfyrirtæki Flugleiða, gerir nýjan samning
Tveggja ára verkefni fyr-
ir danska ferðaskrifstofu
MIKIL flóð hafa verið í Ölfusá síð-
ustu tvo daga. Í gær óttuðust menn
að áin hefði leitað undir árbakkann
Selfossmegin og fóru bormenn frá
Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða
að ánni og boruðu tvær könn-
unarholur, sem leiddu í ljós að áin
hafði ekki farið undir bakkann. Til
stendur að leggja sniðræsi með-
fram bökkum árinnar og var farið
af stað með könnunarboranirnar til
að fyrirbyggja það síðar meir að
grafið yrði niður á sand þegar ræs-
ið verður lagt. Eftir helgina verða
árbakkarnir kannaðir áfram. Þar
sem farvegurinn er dýpstur neðan
kirkjunnar er dýpið um 22–24 m.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Borað við
Ölfusárbrú
FÓLKSBÍLL og jeppi óku á hross
undir Hafnarfjalli í gærkvöldi og lá
við stórslysi að sögn lögreglunnar í
Borgarnesi en betur fór en á horfðist
og slösuðust farþegar bifreiðanna
ekki alvarlega að því er talið var.
Skotið var upp flugeldum á sumarbú-
staðasvæðinu við Ölver og við það
fældust hross sem voru í girðingu
skammt frá Hafnaránni og sluppu að
minnsta kosti þrjú hross út úr girð-
ingunni og æddu út á þjóðveginn.
Bæði hrossin drápust
Tveir bílar áttu leið um, annar á
norðurleið en hinn á suðurleið.
Jeppabifreiðin, sem var á norðurleið,
ók á eitt hrossanna en fólksbíllinn,
sem var á suðurleið, reyndi að
sveigja frá dauða hrossinu sem lá á
veginum en lenti þá á öðru hrossi og
fór síðan heila veltu og endaði utan
vegar. Báðir bílarnir eru stór-
skemmdir ef ekki ónýtir. Fjórir far-
þegar voru í fólksbílnum og voru þeir
allir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi
en talið var að um minni háttar
meiðsl hefði verið að ræða. Tveir far-
þegar voru í jeppanum og sluppu
þeir báðir ómeiddir.
Ekið á tvö
hross undir
Hafnarfjalli