Morgunblaðið - 12.01.2002, Side 20

Morgunblaðið - 12.01.2002, Side 20
SUÐURNES 20 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMFERÐARSLYS varð á Brekku- stíg í Njarðvík um klukkan hálfátta í gærmorgun. Bifreið var ekið út af bifreiðastæði í veg fyrir bifreið sem ekið var suður Brekkustíg. Áreksturinn var all- harður. Önnur bifreiðin lenti eftir áreksturinn á þrem kyrrstæðum bif- reiðum. Annar ökumaðurinn fékk höfuðhögg þegar hann skall í fram- rúðuna, en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Slys á Brekkustíg Njarðvík ÁKVEÐIÐ hefur verið formlega að Árni Sigfússon, fyrrverandi borg- arfulltrúi og borgarstjóri í Reykja- vík, skipi efsta sæti lista sjálfstæð- ismanna fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Reykja- nesbæ og verði bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna. Jafnframt hefur verið ákveðið að viðhafa uppstill- ingu í önnur sæti listans. Var tillaga um þetta samþykkt einróma á fundi Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Nær 100 manns sátu fundinn og var hann einn sá fjöl- mennasti sem haldinn hefur verið hjá fulltrúaráðinu í Reykjanesbæ, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá ráðinu. Kosin var uppstillingarnefnd sem fær það hlutverk að leggja tillögur um skipan framboðslistans fyrir fulltrúaráðið 3. mars næstkomandi. Tveir helstu forystumenn Sjálf- stæðisflokksins í bæjarmálum í Reykjanesbæ, Ellert Eiríksson bæjarstjóri og Jónína Sanders, for- maður bæjarráðs, hafa lýst því yfir að þau muni hætta í vor. Björk Guðjónsdóttir bæjarfulltrúi gefur heldur ekki kost á sér og staðfesti hún það við Morgunblaðið í gær. Á fundi fulltrúaráðsins í fyrra- kvöld kom fram að bæjarfulltrúarn- ir Þorsteinn Erlingsson og Böðvar Jónsson munu gefa kost á sér áfram og að Steinþór Jónsson, fyrsti varafulltrúi, mun einnig gefa kost á sér til bæjarfulltrúastarfa. Uppstilling viðhöfð um önnur sæti Reykjanesbær Árni Sigfússon verður efstur á framboðslista sjálfstæðismanna FRÆÐSLUFUNDUR um vist- vernd í verki verður haldinn í fund- arsal Reykjanesbæjar í Kjarna, Hafnargötu 57 í Keflavík næstkom- andi mánudag kl. 17.30. Reykjanesbær hefur unnið að um- hverfisverkefninu Staðardagskrá 21 og hefur tekið upp samstarf við sam- tökin Vistvernd í verki. Sigurborg Hannesdóttir frá Landvernd mætir á fundinn og leiðir áhugasamar fjöl- skyldur af stað í verkefninu. Fræðsla um vist- vernd í verki Reykjanesbær MIKIÐ hefur verið að gera hjá poll- unum á hafnarbakkanum í Sand- gerði að undanförnu. Smábátarnir komast ekki út vegna brælu og mörg stærri skipin hafa einnig leg- ið bundin við bryggju. Einungis stærstu skipin hafa komist á veiðar. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Annir hjá pollunum Sandgerði LAGÐAR verða gangstéttir í mið- kjarna Garðs á þessu ári, samtals hálfur annar til tveir kílómetrar að lengd. Þá verða þrjár götur mal- bikaðar. Drög verkfræðinga að fimm ára áætlun um malbikun og klæðingu gatna í Gerðahreppi og lagningu gangstétta var lögð fyrir fund hreppsnefndar í vikunni þar sem fjárhagsáætlun þessa árs var til lokaafgreiðslu. Fram kemur í áætlun Verkfræðistofu Suðurnesja að heildarkostnaður er áætlaður 160–180 milljónir. „Allir hafa leyfi til að vitkast“ Hreppsnefndin samþykkti að fela Verkfræðistofu Suðurnesja að gera útboðsgögn og í framhaldi af því mun hreppsnefnd forgangs- raða verkum. Hugmyndin er sú að bjóða verkið út í heild á næstunni og að leita eftir því að verktaki fjármagni það til tíu ára. Jafnframt var ákveðið að gera ráð fyrir því að á þessu ári verði gatan Fríholt malbikuð svo og vegir að Fiskverkun HP og að Minjasafni Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Aðaláherslan verði þó lögð á að leggja gangstéttir í miðkjarna sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyr- ir rúmum 23 milljónum í gatna- gerðarverkefnið. Samkvæmt upp- lýsingum Sigurðar Jónssonar sveitarstjóra er búist við að þeir fjármunir dugi til að leggja 1,5 til 2 kílómetra af gangstéttum, auk malbikunar umræddra gatna. Aðgerðir í fráveitu- málum undirbúnar Í bókun H-lista sjálfstæðis- manna og annarra frjálslyndra við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar var meðal annars vakin athygli á því að þrátt fyrir að Gerðahreppur fengi á árinu 35 milljónir króna frá Hitaveitu Suðurnesja þyrfti samt sem áður að taka 30 milljóna króna lán til þess að geta fram- kvæmt þau verkefni sem íbúarnir flokkuðu undir mannsæmandi að- búnað, svo sem gatna- og gang- stéttagerð. „Sérstaklega er ánægjulegt að sjá komnar inn í áætlunina tillögur okkar H-lista- fólks frá í haust um gangstétta- framkvæmdir, sem þá voru felldar í hreppsnefnd. Allir hafa leyfi til að vitkast.“ Að tillögu meirihluta hrepps- nefndar var ákveðið að leggja 500 þúsund kr. til að gera skýrslu vegna fráveitumála. Hins vegar felldi meirihlutinn tillögu H-listans um að leggja 1,5 milljón til áætl- anagerðar um kostnað fráveitu- mannvirkja. Fram kom í tillögu H- listans að aðgerðir í fráveitumálum muni kosta Gerðahrepp hundruð milljóna og ekki sé gert ráð fyrir nægu fjármagni til undirbúnings í fjárhagsáætluninni. Fjárhagsáætlunin var með áorðnum breytingum samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlut- ans en þrír fulltrúar minnihlutans sátu hjá. Á fundinum kom fram hjá fulltrúum H-listans að skuldir Gerðahrepps væru komnar yfir 300 milljónir, fyrir utan verulegar ábyrgðir, svo sem vegna Hafna- samlags Suðurnesja. „Ljóst er að reglulegar tekjur Gerðahrepps nægja ekki til eðlilegs viðgangs í sveitarfélaginu og verður því nýtt fjármagn að koma til, svo sem frá Hitaveitu Suðurnesja og þá meðan það endist,“ segir ennfremur í bókun listans. Fimm ára áætlun um gatna- og gangstéttagerð í Gerðahreppi Leggja 1,5 til 2 km af gangstéttum í ár Garður SAMNINGUR um þátttöku Trygg- ingastofnunar í meðferð húð- sjúkdóma á göngudeildinni við Bláa lónið hefur verið endurnýjaður. Samningur var undirritaður í gær af Karli Steinari Guðnasyni, for- stjóra Tryggingastofnunar ríkisins, og Grími Sæmundsen, stjórnarfor- manni Bláa lónsins hf., að við- stöddum Jóni Kristjánssyni heil- brigðis- og tryggingaráðherra sem í gær kynnti sér starfsemina. Göngudeildin við Bláa lónið hóf starfsemi sína árið 1994 og hlaut deildin formlega viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda þremur árum síðar. Þar fá psoriasis- og ex- emsjúklingar meðferð við sjúkdóm- um sínum. Deildinni hefur vaxið fiskur um hrygg og auk innlendra meðferðargesta sækja erlendir gestir einnig meðferðina. Tæplega 30.000 meðferðir hafa verið veittar innlendum sjúklingum og rúmlega 5.000 meðferðir erlendum meðferð- argestum frá því deildin hóf starf- semi sína. Fjöldi veittra meðferða eykst ár frá ári og nú eru um 5.000 Íslend- ingar meðhöndlaðir þar og um 1.000 erlendir sjúklingar.Samning- urinn sem undirritaður var í gær er að mestu endurnýjun á fyrri samn- ingi. Þó er með honum viðurkennd hækkun á þjónustugjöldum fyrir meðferð, að sögn Gríms Sæmund- sen. Hann segir ánægjulegt að Tryggingastofnun ætli að styðja áfram við meðferðarþjónustu við Bláa lónið. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra kynnti sér starf- semina í gær. Grímur segir að deild- in sé í bráðabirgðahúsnæði og kom- inn tími til að byggja upp varanlega aðstöðu. Ráðherra voru kynnt áform um uppbyggingu starfsem- innar og óskir Bláa lónsins um sam- starf við heilbrigðisyfirvöld um það. Morgunblaðið/Sverrir F.v. Eðvarð Júlíusson, stjórnarformaður Bláa lónsins, Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins. Endurnýjaður samningur um þátttöku ríkisins í meðferð Ráðherra kynnt áform um uppbyggingu Bláa lónið VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflug- velli gerir ekki athugasemdir við lagningu vegar fyrir Ósabotna við Hafnir en vegurinn liggur um varn- arsvæði. Kemur þetta fram í svari varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins við erindi Sandgerðisbæj- ar. Á undanförnum árum hefur verið vaxandi áhugi á því á Suðurnesjum, ekki síst hjá ferðaþjónustufólki, að fá vegtengingu fyrir Ósabotna. Vegur þar tengir Stafnes við Hafnaveg en nú þegar liggur vegur frá Sandgerði og út á Stafnes. Með Ósabotnavegi myndast ný hringleið á Reykjanesi þar sem eru merkir staðir, eins og til dæmis Básar og Hvalsneskirkja. Ströndin milli Stafness og Hafna er á varnarsvæði og þar var varn- arliðið með starfsemi. Henni hefur verið hætt og flestöll mannvirki fjarlægð. Þá verða nýir öskuhaugar Suðurnesjamanna og varnarliðsins á Stafnesi. Það kallar á ákveðna vegagerð auk þess sem urðunar- svæðið verður leyst undan böndum sem varnarsvæði. Reist verði öryggisgirðing Bæjarstjórn Sandgerðis óskaði nýlega formlega eftir því að fá leyfi til að leggja veg fyrir Ósabotna og mun varnarliðið ekki gera athuga- semdir við það að því skilyrði upp- fylltu að öryggisgirðing verði reist því að kostnaðarlausu. Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum hefur óskað eftir því að vegur um Ósabotna verði tekinn á vegaáætlun. Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri segir að vegur að nýja urðunarstaðnum þurfi að koma fyrir árið 2003. Vegtengingin um Ósabotna er hins vegar ekki komin inn á áætlun. Bæjarstjórn Sandgerðis hefur falið bæjarstjóra að kynna málið fyrir Vegagerðinni. Hún leggur áherslu á að vegir á varnarsvæðinu verði nýttir, þar sem hægt er að koma því við, og að tekið verði tillit til fornminja, gönguleiða og merki- legra grjótgarða á svæðinu við hönnun vegarins. Ósabotna- vegur sam- þykktur                             Sandgerði Varnarliðið ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.