Morgunblaðið - 12.01.2002, Side 37

Morgunblaðið - 12.01.2002, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 37 ✝ Ólafur Tímóth-eusson fæddist í Bolungarvík 5. apríl 1920, sonur hjónanna Guðbjargar Jóns- dóttur bónda í Ár- múla Hjaltasonar og Tímótheusar Dósóth- eussonar bónda í Sveinshúsum Tímótheussonar. Ólafur var yngstur fimm barna þeirra hjóna. Ólafur kvæntist ár- ið 1945 Magneu Ás- mundsdóttur úr Reykjavík, f. 1922, dóttur hjónanna Ásmundar Jónssonar sjómanns frá Stóru Borg og Sig- ríðar Magnúsdóttur frá Litla Landi. Þau eignuðust þrjú börn og 13 barnabörn. Börn þeirra eru Arnbjörn, skipstjóri, f. 1945, kvæntur Jónu Jenný Waage; Guð- björg Sigríður, tækniteiknari, f. 1946; og Ásdís, leikskólakennari, f. 1957, gift Jóni Þorgilssyni vél- virkja. Þau Ólafur og Magnea bjuggu lengi í húsi foreldra hennar á Hverfis- götu 58 í Reykjavík en byggðu sér síðar einbýlishús í Fögru- brekku 23 í Kópa- vogi. Síðustu árin hafa þau átt heimili á Skúlagötu 20 í Reykjavík. Ólafur stundaði sjómennsku vestur á fjörðum frá unga aldri en fluttist um tvítugt til Reykjavík- ur og stundaði hér þá vinnu sem til féll. Hann innritaðist í Samvinnuskól- ann 1945 og lauk þaðan prófi 1946 og vann eftir það á Tollpóststof- unni í Reykjavík, um nokkurt skeið á pósthúsinu í Hafnarfirði, síðar aftur á Pósthúsinu í Reykja- vík og síðast á Bögglapóststof- unni. Hann vann einnig við bók- hald fyrir nokkur fyrirtæki. Hann kom á tímabili nokkuð að fé- lagsmálum fyrir stéttarfélag sitt, Póstmannafélagið. Útför Ólafs fór fram í kyrrþey. Ástkær faðir minn er látinn. Söknuðurinn er sár en þó er þakk- læti mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga slíkan föður. Þakklæti fyrir að hann þurfti ekki að þjást mikið síðustu stundir lífsins. Því kveið ég mest. Þakklæti fyrir hversu góður og ástríkur hann var syni mínum og dóttur sem hann var ekki aðeins góður afi heldur einnig sem besti faðir og vinur. Þegar ég hugsa til bernsku minn- ar ber engan skugga á samskipti okkar. Ég átti besta pabba í heimi. Barngæska hans var annáluð og fram til hinstu stundar geisluðu augu hans af gleði og kærleika þeg- ar hann sá litlu barnabörnin sín og allt sem fagurt var og saklaust. Faðir minn var gull af manni, hjartahreinn og heiðarlegur og mátti ekki vamm sitt vita í neinu allt sitt langa líf. Elsku pabbi minn. Í samskiptum okkar þurftum við ekki mörg orð, við skildum hvort annað án mála- lenginga. Þú veist og hefur alltaf vitað hvað mér þykir mikið vænt um þig. Megi Guð geyma þig að eilífu. Vertu rólegt hjarta mitt, að stund skilnaðar- ins megi vera fögur. Að hún ekki verði dauði heldur fullkomnun. Að ástin breytist í endurminning og sárs- aukinn í ljóð. Að fluginu ljúki með því að vængirnir skýli hreiðrinu. Að hið síðasta handtak eigi yndisleika blómsins að kvöldi. Fagra kveðjustund, tefðu augnablik, að þín síðust orð verði þögnin. Ég hneigi höfuð mitt og held lampanum hátt, að hann megi lýsa þér á leiðinni. (Tagore.) Guðbjörg Sigríður. Elsku afi. Nú ertu farinn, en ást þín og blíða munu fylgja mér alla tíð. Nú ertu farinn og sár söknuður blandast gleði yfir því að nú ertu laus við sjúkdóma og kvalir. Nú ertu farinn en samt munt þú aldrei fara því að vandað og fallegt fólk eins og þú lifir í minningu ást- vina þinna og þeir eru þakklátir fyr- ir að hafa átt þig að. Elsku afi. Ég óska þér góðrar ferðar á þann sólríka stað sem bíður þín. Þér bera skal í bítið ljóst þitt bjarta hlað hins dökka jós míns dyn Og regnið þvalt, er þó þín brjóst, mun þerra morgunskin, en mildur ilmur óskagrass mun anga við þinn stað. Sem Huldan bláa hefji söng eins helgistefs, þér berst í blævarró sá ómur tær um opin göng sem aleinn veitir fró. Og kynjafuglinn kvakar loks í kyrrð hins græna sefs. (Stefán Hörður Grímsson.) Ástar- og saknaðarkveðjur. Þín Björg. Ekkert er eðlilegra en að aldr- aður maður, farinn að heilsu og kröftum, kveðji. Samt er þvílíkt allt- af sárt. Nú þegar Ólafur Tímótheus- son er kvaddur finn ég vel hve mikill sannleikur rúmast í franska orðtak- inu: „Að kveðja er að deyja dálítið.“ Mér finnst eins og það hafi horfið hluti af sjálfri mér, svo nákominn hefur hann verið mér alla tíð. Hann var giftur Maggí, móðursystur minni og í því sambýli sem ættin átti sér í gamla daga á Hverfisgötu 58 í Reykjavík, þar sem þær systur og þeirra fjölskyldur bjuggu ásamt afa og ömmu, var hann einstakur gleði- gjafi. Ég átti því láni að fagna að vera elst barna þeirra systra og var því umvafin ástríki allrar fjölskyld- unnar, og þá ekki síst Óla sem mér fannst þá og alla tíð síðan vera ein- staklega skemmtilegur maður á sinn ljúfa og hógværa hátt. Það hefur löngum verið gert góð- látlegt grín að því í fjölskyldunni að þegar mamma fór að leggja á borð vissum við systkinin að vinnudegi væri lokið og þá ruddumst við niður stigann „til að leika við Óla“ sem alltaf hafði tíma til að leika við okk- ur krakkana þótt hann væri að koma þreyttur heim úr vinnunni. Á hátíðum komu oft heim til hans og Maggíar ættingjar Óla úr Bolung- arvík, pabbi hans Tímótheus, gam- all sjógarpur, afar skemmtilegur maður, sem var bæði með eindæm- um barngóður og hafsjór af sögum og kvæðum, Jónína systir hans sem var annar ljúflingurinn frá og ekki síst Dósi, bróðir hans, skáld og sént- ilmaður sem enn lifir í hárri elli. Ína frænka hans var alltaf hjá þeim á jólunum og þá fyrst fann maður að orðið var háheilagt þegar hún var komin í fína upphlutinn sinn og sest í stól í stofunni. Frá öllu þessu fólki stafaði því- líkri hlýju að mér finnst enn í dag að það hljóti allt að vera gott sem kem- ur frá Bolungarvík. Eftir að þau Maggí fluttu síðan í hús sem þau reistu sér við Fögru- brekku í Kópavogi og alla tíð síðan hafa ekki verið haldnir svo hátíð- isdagar í fjölskyldunni að Óli hafi ekki verið þar. Það var sama hvað við börn Jóa og Jónu tókum okkur fyrir hendur um ævina, alltaf fylgd- ist Óli með því af áhuga og stuðning hans áttum við ævinlega vísan. Ég tel að Óli hafi talið sig mikinn gæfumann í lífinu. Hann átti konu sem hann alla tíð unni af heilum hug og sem reyndist honum ákaflega vel og þá best er mest á reyndi. Þegar halla tók undan fæti fyrir honum annaðist hún hann af alúð og lagði sig alla fram um að hann gæti verið heima eins lengi og nokkur kostur var á. Þau eignuðust mannvænleg börn sem hann unni mjög. Barnabörnin áttu alla tíð öruggt skjól á heimili hans og var hann ákaflega stoltur af þeim . Óli var alla tíð róttækur í skoð- unum og studdi dyggilega málstað sósíalista. Ég efa þó að hann hafi verið eins lesinn í fræðunum og til- hlýðilegt þótti á liðinni öld. Jafnrétt- ishugsjón hans sótti ekki næringu í erlenda þrætubók, hún átti rætur í réttlætiskennd hans og samúð með lítilmagnanum. Óli var góður söngmaður og kunni ákaflega mikið af lögum og ljóðum og oft höfum við tekið lagið saman gegnum tíðina. Það kom mér því ekki mjög á óvart að frétta að nú síðustu misserin þegar heilsan hafði mjög daprast þá hafði hann sér oft þá harmabót að syngja og meira að segja ekki alls fyrir löngu, þegar hann var orðinn nokkuð hallur úr heimi, var hann að læra nýtt lag og ljóð sem hann hélt mikið upp á en það var Vikivaki eftir Jóhannes úr Kötlum við lag Valgeirs Guðjóns- sonar. Þótt fyrir alllöngu hafi verið ljóst að hverju stefndi er Ólafur Tímót- heusson okkur harmdauði og því sárari sem við þekktum hann betur en á hinn bóginn er gott góðs að minnast. Og við sem eftir lifum minnumst hlýju hans, kímni, ástúð- ar og barngæsku. Við minnumst þess hvað hann hafði góða nærveru. Fyrir hana viljum við þakka að leið- arlokum. Ástvinum öllum vottum við innilega samúð. Blessuð sé minnig hans. Sigríður Jóhannesdóttir. ÓLAFUR TÍMÓTHEUSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.            !"                         !  #$%# "$&#'  &" $%# #($) $'  $*'+$%# #$%# , "#&'  - $'  ! !%# $%# $#.##'  %$$ #'#' "    /01234 2&1   5   !"    !    #$   &   '!   (               )!        &    4#6+#''  7#%8  '( * +       1   29  $ : #'$    ,  $      %   -.!                 /     -0! -1..   &!     2       $7   #'  , ;# ##%# 6  $'   ##'  *6##%# ) '  ,##'  <##$ #%# ###%# -8###'  $<$ ##'  #!) - 8%# 7#7#%7#7#7# "      2& 1 -//=  = 22 8;*+"$ "$  <+ $$!#"$   3 $       '0 % 2           /      4&  2+   42  $#;#' '  $##%# , #>;"##' '  "6#/#' )% ##"#' %# , "#=7   !#'  7#7#%7#7#7# "         '+' -//34  <"$?   !"         3 $   , %   &   0!  (        #!   %   -5! -66. 7     &         &!     2   !    ) '")%!''  )%!' #%# $7 ) $'  $# #' @<+## /8-%# ##)  #%# #/; #'   #/;%# 7#7#%7#7#7# * +     1 >A21   85   !"        -.!     # # ' 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.