Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 1
27. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2002 EFTIR tveggja daga átök í Paktía- héraði í Afganistan datt allt í dúna- logn í gær þegar hermenn stríðs- herrans Padsha Khans fengu skyndilega nóg af bardögum vegna hungurs, þreytu og kulda. Þegar snjónum tók að kyngja niður á víg- vellinum biðu þeir ekki boðanna og héldu heim til að komast í hlýjuna. Nokkrir hermanna Khans voru teknir til fanga og norpa hér í garði lögreglustöðvar í bænum Gardez. AP Kuldaboli stillti til friðar GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti ítrekaði í gær fullyrðingar sínar um að Norður-Kóreumenn, Íranar og Írakar væru að reyna að koma sér upp gereyðingarvopnum. Varaði Bush við því að Bandaríkjamenn myndu fylgjast grannt með tilraun- um þeirra í þá veru og sagði að „öll- um möguleikum yrði haldið opnum“ varðandi það hvernig verja mætti bandarísku þjóðina og bandamenn hennar fyrir árásum af hálfu ríkjanna þriggja. Forsetinn gaf ennfremur til kynna að Bandaríkjastjórn myndi hugsanlega grípa til aðgerða áður en langt um liði. „Við förum hyggi- legar og varfærnar leiðir að mark- miði okkar, en reynum að ná því. Tíminn vinnur gegn okkur meðan þessar þjóðir þróa fullkomin vopn,“ sagði Bush. Stjórnvöld í Norður-Kóreu tóku í gær undir gagnrýni Írana og Íraka á Bush, sem kallaði ríkin þrjú „öxul hins illa“ í stefnuræðu sinni á þriðju- dag. Í yfirlýsingu frá norður-kóreska utanríkisráðuneytinu segir að um- mæli Bush jafnist nánast á við „stríðsyfirlýsingu“ og að Norður- Kóreumenn séu tilbúnir að berjast. Segir þar ennfremur að hryðjuverk- in í Bandaríkjunum 11. september og hneykslismál á borð við gjaldþrot Enron-orkufyrirtækisins megi „al- gjörlega skrifa á reikning einhliða og hrokafullrar utanríkisstefnu, pólitísks vanþroska og siðferðilegr- ar holdsveiki Bush-stjórnarinnar“. Ræða um „öxul hins illa“ gagnrýnd Bush áréttar viðvaranir Seoul, Washington. AFP.  Geta ekki vænst/20 FORSETI herráðs Ísraels, Shaul Mofaz, sagði í gær að varaliðsmenn kynnu að verða reknir ef þeir óhlýðnuðust fyrirmælum um að taka þátt í aðgerðum hersins á svæðum Palestínumanna. Hópur varaliðsmanna, sem hefur neitað að taka þátt í aðgerðunum, fékk á hinn bóginn óvæntan stuðning fyrrver- andi yfirmanns ísraelsku leyniþjón- ustunnar Shin Beth. Hann sagði að aðgerðirnar væru ólöglegar og her- menn varaliðsins hefðu því rétt til að óhlýðnast fyrirmælum hersins. 52 varaliðsmenn tilkynntu 25. janúar að þeir myndu neita að taka þátt í „kúgun“ á Palestínumönnum. Forseti herráðsins sagði að þeir yrðu fyrst leystir frá störfum um tíma og síðan reknir úr varaliðinu ef ástæða þætti til. Ef andófið reyndist af pólitískum rótum runnið yrði þeim veitt harðari refsing. „Jafnvel þótt þeir verði reknir verður þeim gert að sinna öðrum verkefnum,“ sagði hann. „Svo fremi sem fyrirmæli hersins eru lögleg, og ég get fullvissað ykkur um að svo er, ber varaliðinu skylda til að hlýða þeim vegna þess að öryggi landsins er í veði.“ Ami Ayalon, fyrrverandi yfir- maður Shin Beth, kvaðst á hinn bóginn hafa „mikla samúð“ með varaliðsmönnunum og bætti við að hermenn ættu ekki að hlýðnast fyr- irmælum sem væru „freklega ólög- leg“. „Ég tel að of fáir hermenn óhlýðnist slíkum fyrirmælum. Til að mynda eru fyrirmæli um að skjóta óvopnuð ungmenni freklega ólögleg. Ég hef áhyggjur af því hversu mörg palestínsk börn hafa verið verið skotin.“ Bush rjúfi tengslin við Arafat Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kvaðst í gær ætla að fara þess á leit við George W. Bush Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í Washington í næstu viku að hann ryfi tengsl Bandaríkjastjórnar við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna. Ísraelar hafa haldið Arafat í herkví í Ramallah á Vesturbakk- anum í tæpa tvo mánuði og Sharon sagði að ef til vill yrði gripið til fleiri refsiaðgera gegn honum. Hann yrði þó hvorki ráðinn af dögum né hrak- inn frá palestínsku sjálfstjórnar- svæðunum. Sharon ræddi við háttsetta pal- estínska embættismenn í Jerúsal- em í gær í fyrsta sinn frá því að hann komst til valda í mars og sagði þeim að reynt yrði áfram að knýja Arafat til að skera upp herör gegn hryðjuverkamönnum. Hótar að reka vara- liðsmenn Jerúsalem. AFP, AP. Ísraelar deila um hvort aðgerðir hersins séu löglegar Pakistan Óvissa um örlög blaða- mannsins Karachi. AFP. MISVÍSANDI fréttir bárust í gær- kvöldi af örlögum bandaríska blaða- mannsins Daniels Pearls, sem ísl- ömsk öfgasamtök rændu í borginni Karachi í Pakistan fyrir tíu dögum. Wall Street Journal kvaðst hafa fengið óstaðfestar upplýsingar um að samtökin hefðu tekið Pearl af lífi en að sögn lögreglunnar í Karachi var krafist lausnargjalds fyrir blaða- manninn. Pearl starfaði fyrir Wall Street Journal, sem kvaðst hafa fengið tölvupóst þar sem skýrt hefði verið frá því að mannræningjarnir hefðu staðið við hótun sína um að taka blaðamanninn af lífi. Blaðið kvaðst þó vona að þessar upplýsingar væru rangar. Lögreglan í Karachi sagði hins vegar að óþekktur maður hefði hringt á skrifstofu bandaríska ræð- ismannsins í Karachi og krafist tveggja milljóna dala, andvirði rúmra 200 milljóna króna, í lausnargjald. Ræðismaðurinn hefði fengið þriggja daga frest til að greiða lausnargjald- ið. Maðurinn hefði einnig krafist þess að fyrrverandi sendiherra talibana í Pakistan, sem er í haldi Bandaríkja- manna, yrði látinn laus. Lögreglan kvaðst ekki hafa ástæðu til að ætla að um gabb væri að ræða. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði að stjórn sín gerði allt sem á valdi hennar stæði til að bjarga blaðamanninum. 450 BARNA og fullorðinna er enn saknað í Lagos eftir sprengingar í vopnabúri Nígeríuhers á sunnu- dagskvöld. A.m.k. 700 manns fórust þá í miklum troðningi sem varð þeg- ar fólk flúði í ofboði. Nígeríumenn skoða hér myndir af börnum sem flúðu og hafa ekki enn fundist. Ringulreið ríkir í Lagos og fleiri borgum Nígeríu vegna verkfalls lögreglumanna sem krefjast launa- hækkana. Stjórn landsins lýsti verk- fallinu sem „uppreisn“ í gærkvöldi og sendi hermenn á staði þar sem hætta er talin á óeirðum. Reuters Flóttafólks enn leitað í Lagos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.