Morgunblaðið - 02.02.2002, Page 13

Morgunblaðið - 02.02.2002, Page 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 13 VERIÐ er að rífa niður húsið er stendur við Sólvallagötu 78, en nið- urrif hússins var samþykkt í skipu- lags- og byggingarnefnd nú í jan- úar. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar var um að ræða iðnaðarhúsnæði í eigu borgarinnar. Fyrir tæpu ári var samþykkt nið- urrif á lýsistönkum og öðrum mannvirkjum við Sólvallagötu 80 og munu þær framkvæmdir vænt- anlega hefjast á næstunni. Á fundi skipulags- og bygging- arnefndar í vikunni var lagt fyrir bréf Jóns Guðmundssonar arki- tekts þar sem spurt var hvort leyft yrði að byggja steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með fjörutíu og einni íbúð á lóðinni nr. 80 við Sól- vallagötu. Á fyrstu hæð í norðvest- urenda hússins er gert ráð fyrir verslunarrými. Nefndin tók jákvætt í beiðnina. Samkvæmt skipulagi mun á svæðinu rísa blönduð byggð, en þó fyrst og fremst íbúðarbyggð. Morgunblaðið/Þorkell Iðnaðar- húsnæði víkur Vesturbær TÆPLEGA 300 athugasemdir bár- ust vegna breytinga á aðalskipulagi Hrólfsskálamels á Seltjarnarnesi. Breyting aðalskipulagsins felst í því að svæðinu er breytt í íbúðarbyggð. Athugasemdirnar voru lagðar fyrir á fundi skipulagsnefndar á fimmtu- dag. „Megnið af athugasemdunum snerist reyndar um deiliskipulagið sem hefur verið í vinnslu. Færri at- hugasemdir snúast beint um breyt- inguna á aðalskipulaginu,“ sagði Einar Norðfjörð byggingarfulltrúi í samtali við Morgunblaðið í gær. „Athugasemdirnar felast aðallega í því að fólki finnst nýtingarhlutfallið of hátt, en þær eru þó af ýmsum toga. Margir vilja þarna blandaða byggð þjónustu og íbúða en ekki ein- göngu íbúðarbyggð eins og breyting- in felur í sér.“ Samþykkt var á fundi bæjar- stjórnar Seltjarnarness í desember að fresta samþykkt deiliskipulags fyrir Hrólfsskálamel þar til eftir sveitarstjórnarkosningar í vor. Um 300 at- hugasemdir bárust Seltjarnarnes GARÐABÆR hefur gengið til liðs við Landvernd um verkefnið „Vistvernd í verki“. Skrifað var undir samning um aðild bæjarins að verkefninu á bæjarskrifstofum Garðabæjar í vikunni. Garðabær hefur þar með bæst í hóp níu ann- arra sveitarfélaga sem taka þátt í verkefninu. Í fréttatilkynningu frá Garða- bæ segir að verkefnið „Vistvernd í verki“ gangi út á það hvernig hægt er að draga úr álagi á um- hverfið með því að gera fyrirhafn- arlitlar breytingar á heimilishaldi og daglegum venjum. Nokkrar fjölskyldur taka þátt í verkefninu á hverjum stað og gera heimilis- haldið umhverfisvænna undir leiðsögn leiðbeinanda. Árangur þeirra er síðan metinn eftir um það bil 8–10 vikur þegar verkefn- inu lýkur. Kynningarfundur verður hald- inn fyrir Garðbæinga mánudag- inn 18. febrúar kl. 20 í Áhaldahúsi Garðabæjar og eru allir áhuga- samir hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið nánar, segir í fréttatilkynningu. Fjölskyldurnar, sem ákveða að taka þátt í verkefninu, hittast síð- an vikulega á fundi þar sem ýmsir þættir sem tengjast umhverfis- vænu heimilishaldi verða ræddir. Meðal þeirra er vatnsneysla, orkunotkun, innkaup og sorp, þ.e. annars vegar hvernig draga má úr magni sorps og hvernig á að flokka sorpið. Fjölskyldurnar fá einnig bók sem Landvernd hefur gefið út um verkefnið. Umhverfisvænna heimilishald Garðabær BORGARRÁÐ samþykkti fyrir sitt leyti á fundi á þriðjudag samkomulag milli Reykjavíkur og Kjósarhrepps um eignarhald og notkun skólamann- virkja á Kjalarnesi og kennslu barna í Kjósarhreppi. Samkomulagið felur m.a. í sér að borgin tryggir að Kjós- arhreppur skuli hafa aðgang að Klé- bergsskóla á Kjalarnesi fyrir öll börn í hreppnum sem sækja 8.-10. bekk grunnskóla hverju sinni. Kjósar- hreppur skal greiða Reykjavíkur- borg gjald fyrir hvern nemanda. Óski Kjósarhreppur eftir því að Reykja- víkurborg taki að sér kennslu allra barna í hreppnum, og leggja þar með niður Ásgarðsskóla, lýsir borgin sig reiðubúna til þess að taka að sér kennslu þessara barna. Með samkomulaginu kæmi eignar- hluti Kjósarhrepps í eldri skólamann- virkjum Klébergskóla, sem byggður var sameiginlega af Kjalarneshreppi og Kjósarhreppi, til með að breytast. Hann var áður 6% en verður 1,62% með undirritun samkomulagsins. Samkomulag um notk- un skólamannvirkja Kjalarnes BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum á miðviku- dag drög að heildstæðri skóla- stefnu. Verður stefnan höfð til hlið- sjónar við gerð starfs-, fjárhags- og framkvæmdaáætlana hverju sinni og endurskoðuð árlega í tengslum við þá vinnu. Verkefnisstjórn um heildstæða skólastefnu lagði fram fullmótaðar tillögur að skólastefnu Mosfellsbæj- ar á fundi bæjarstjórnar Mosfells- bæjar 16. janúar sl. Hafði þá verið tekið tillit til þeirra tillagna sem fram komu um skólastefnuna á ráð- stefnu sem haldin var í Lágafells- skóla í nóvember sl. auk annarra at- hugasemda. Á heimasíðu Mosfellsbæjar segir um skólastefnuna: „Skólastefna Mosfellsbæjar er um margt einstök á Íslandi. Það er óalgengt að sveit- arfélög hafi markað stefnu, þar sem fjallað er um samfellda skólagöngu frá vöggu til grafar, þótt í skóla- stefnunni sé að sjálfsögðu einkum fjallað um það skólastarf sem fram fer í Mosfellsbæ í dag.“ Frístundastarf falli vel að skóladeginum Skólastefnan hefur verið nefnd heildstæð skólastefna því í henni er horft á skólagöngu einstaklinganna sem heild eða í samfellu og stefnt að því að brúa bil milli skólastiga til þess að svo megi verða. Þá er stefnt að því að reyna að gera skóladag nemenda samfelldan og að frí- stundastarf falli vel að skóladegin- um. Þannig getur skipulag skól- anna aukið við gæði fjölskyldulífs þar sem meiri tími verður til sam- veru að loknum vinnudegi fullorð- inna sem og barnanna. Skólarnir stefna að því að vinna í samstarfi við nánasta umhverfi sitt. Í því felst að skólinn starfi með íþrótta- og tómstundafélögum og öðrum frjálsum félagasamtökum og efld verði tengsl við atvinnulífið. „Þá er einnig stefnt að því að skólinn og heimilin leiti allra leiða til að starfa saman sem ein heild og byggi í sameiningu upp lifandi skólasamfélag,“ segir á heimasíð- unni. Bil milli allra skólastiga brúað Mosfellsbær Morgunblaðið/Billi Í nýsamþykktri skólastefnu Mosfellsbæjar segir að með því að láta frí- stundastarf falla vel að skóladeginum sé aukið við gæði fjölskyldulífs og meiri tími verði til samveru fullorðinna og barnanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.