Morgunblaðið - 02.02.2002, Síða 15
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 15
YFIR 21 þúsund ökumenn óku á yfir
100 kílómetra hraða í desember við
mælistöð Vegagerðarinnar á Reykja-
nesbraut á Strandarheiði. Þar af fór
á sjöunda hundrað á meira en 120
kílómetra hraða á klukkustund. Í
mörgum tilvikum var einnig hættu-
lega stutt bil á milli bíla.
Vegagerðin hefur sett upp tækja-
búnað til að greina umferð á nokkr-
um stöðum út frá höfuðborginni,
meðal annars á Reykjanesbraut á
Strandarheiði. Gögnin fara um síma-
línu inn á tölvukerfi Vegagerðarinn-
ar og er hluti þeirra birtur á heima-
síðu stofnunarinnar; dreifing hraða
og bil á milli ökutækja.
Samkvæmt upplýsingum Gunnars
Linnets, forstöðumanns tölvudeildar
Vegagerðarinnar, fóru tæplega 200
þúsund bílar um mælistaðinn á
Strandarheiði í desember. Flestir
voru á bilinu 80 til 100 kílómetrum á
klukkustund, eða tæplega 140 þús-
und ökumenn. Alls voru 21.414 öku-
menn á yfir 100 kílómetra hraða, það
er að segja 10 kílómetrum yfir lög-
leyfðum hámarkshraða eða þaðan af
meira. Eru það tæplega 11% þeirra
sem óku brautina í mánuðinum.
Tæplega 4000 ökumenn voru á yfir
110 kílómetra hraða, þar af 663 á yfir
120 kílómetrum.
Of stutt bil á milli bíla
Einnig kemur í ljós að of stutt bil
er á milli margra bíla. Þannig voru
tvær sekúndur eða minna á milli ríf-
lega 49 þúsund bíla sem fóru um
mælistað Vegagerðarinnar á Strand-
arheiði í desember. Samsvarar þetta
því að um 25% þeirra bíla sem fóru
þarna um hafi verið ekið innan við
100 metrum frá næsta bíl á undan, ef
miðað er við 100 kílómetra hraða að
jafnaði.
Minna en tvær sekúndur eru tald-
ar sannarlega allt of stuttur tími til
að bregðast við óvæntum atvikum.
Samkvæmt upplýsingum Umferðar-
ráðs er gjarnan miðað við að þrjár
sekúndur séu lágmarksbil á milli bíla.
Morgunblaðið/Ásdís
Á sjöunda hundrað
á yfir 120 km hraða
Reykjanesbraut
FJÁRHAGSAÐSTOÐ Reykjanes-
bæjar til einstaklinga jókst um lið-
lega 10 milljónir á síðasta ári, eða um
64%. Ástæðan er að sögn félags-
málastjórans vaxandi atvinnuleysi
og sú staðreynd að kaupmáttur
þeirra lægst launuðu helst ekki í
hendur við aðra þróun á vinnumark-
aði.
Reykjanesbær greiddi 27,3 millj-
ónir sem fjárhagsaðstoð til einstak-
linga á árinu 2001. Er það mikil
aukning frá árunum á undan þegar
greiðslurnar námu 17 til 21 milljón á
ári. Greiðslurnar eru orðnar svipað-
ar og þær voru á árunum 1994 til
1997.
Hjördís Árnadóttir félagsmála-
stjóri segir að í þessum tölum komi
greinilega fram að góðærið sé búið
og hvað þrengingarnar í þjóðfélag-
inu séu fljótar að segja til sín hjá
þeim sem minnst mega sín.
Hún segir að þegar harðnar á
dalnum á vinnumarkaðnum missi
það fólk fyrst vinnuna sem búi við
skerta vinnugetu af ýmsum ástæð-
um. Einnig vekur hún athygli á því
að einstæðar mæður með tvö eða
fleiri lítil börn virðist heldur ekki
vera talinn ákjósanlegur starfskraft-
ur. Þá segir hún að hluti láglauna-
fólks lendi undir viðmiðunarmörkum
fjölskyldu- og félagsþjónustunnar,
kaupmáttur þeirra haldist ekki í
hendur við aðra þróun á vinnumark-
aðnum.
Fjölskyldu- og félagsþjónustan
fékk aukafjárveitingu til að standa
undir aukinni fjárhagsaðstoð á síð-
asta ári. Hún fær 20 milljónir til að
standa undir þessari þjónustu í ár og
telur Hjördís að með sama áfram-
haldi dugi það skammt og á það hafi
verið bent.
Fjárhagsaðstoð
eykst um 64%
Reykjanesbær
!"##
REYKJANESBÆR tekur ekki þátt
í stofnun rannsóknasjóðs stúdenta
en býður háskólastúdentum aðstoð
við verkefni sem tengjast og nýtast
svæðinu.
Stúdentaráð Háskóla Íslands
beitti sér fyrir stofnun sérstaks
styrktarsjóðs, Þekking í þágu þjóð-
ar, sem veita mun stúdentum við Há-
skóla Íslands styrki til þess að vinna
að rannsóknum víðs vegar um land-
ið. Tíu sveitarfélög tóku þátt í stofn-
un sjóðsins og leggja fram 200 þús-
und hvert á móti framlagi frá
Byggðastofnun. Sandgerðisbær og
Grindavíkurbær eru meðal stofn-
enda.
Þegar markaðs- og atvinnuráð
Reykjanesbæjar fór að huga að mál-
inu kom í ljós að Stúdentaráð hefði
fengið nægilega mörg sveitarfélög til
liðs við sig og að ekki væri grundvöll-
ur fyrir samstarfi við Reykjanesbæ.
Ráðið vildi eigi að síður vinna í
þessum anda. „Við ákváðum að fela
framkvæmdastjóra að hafa samband
við alla nemendur á háskólastigi sem
búsettir eru í Reykjanesbæ og bjóða
þeim aðstoð við að vinna verkefni
sem tengjast svæðinu. Það er mik-
ilvægt að nýta þá þekkingu sem þau
búa yfir og ég veit að það er einnig
gott fyrir nemendurna að eiga hauk í
horni við vinnslu verkefna,“ segir
Kjartan Már Kjartansson, formaður
markaðs- og atvinnuráðs. Hann seg-
ir að skrifstofan geti aðstoðað nem-
endurna við upplýsingaöflun, veitt
þeim ráðgjöf eða útvegað samstarfs-
fyrirtæki, svo dæmi séu tekin.
Bjóða há-
skólanem-
um aðstoð
Reykjanesbær
FÉLAGAR á Suðurnesjum í Ætt-
fræðifélaginu hittast á Bókasafni
Reykjanesbæjar nk. mánudagskvöld
klukkan 20. Allir sem hafa áhuga á
ættfræði eru velkomnir, að því er
fram kemur í frétt frá Bókasafninu.
Nánari upplýsingar veitir Einar
Ingimundarson.
Ættfræðingar
hittast
Keflavík
♦ ♦ ♦