Morgunblaðið - 02.02.2002, Síða 35
með trúfrelsi að gera. Ef ákvörðun
yrði tekin um að fella niður þann
hluta sem rennur til Háskólasjóðs
vegna fólks utan trúfélaga gerist það
eitt að þær um 70 milljónir króna sem
eru lögbundin framlög til sjóðsins
vegna sóknargjalda á árinu 2002
rynnu í þess stað í ríkissjóð. Einstak-
lingur utan trúfélaga yrði í engu
bættur. Álögur á hann lækka ekki,
hann er eins settur, því ekki er um
það að ræða að gjaldið sé sérstaklega
eyrnamerkt í skattheimtu einstak-
linga, eins og ljóst má vera, því ein-
staklingar sem greiða engan tekju-
skatt leggja ekki inn fyrir sóknar-
gjaldi. Einstaklingar spara því ekki
þótt þeir segi sig úr trúfélögum, það
eru engin gjöld til að losna undan. Til
samanburðar má hins vegar nefna að
þeir sem eru á aldrinum 16–70 ára
greiða á hverju ári um 5.000 króna
nefskatt í Framkvæmdasjóð aldraðra
óháð tekjum, með ákveðinni lág-
markstekjumiðun þó. Þá er einnig
ólíklegt að niðurfelling um 70 milljóna
króna til Háskólasjóðs leiði til lækk-
unar tekjuskattshlutfalls á almenn-
ing. Frumvarpið er þannig fallið um
sjálft sig.
Hins vegar mætti ræða mismunun
á fjárveitingum hins opinbera til þjóð-
kirkjunnar og annarra trúfélaga, en
það er efni í aðra umræðu og aðra
grein.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 35
UM þessar mundir
er verið að auglýsa til-
lögu að nýju aðalskipu-
lagi fyrir Kópavog. Til-
lagan er til sýnis hjá
Bæjarskipulagi Kópa-
vogs og í Smáralind.
Þar eru í bígerð ýmsar
athyglisverðar breyt-
ingar, s.s. bryggju-
hverfi á Kársnesi,
breytt skipulag í Vatns-
endahverfi o.fl. Tillag-
an er þó e.t.v. forvitni-
legust fyrir þá sem eru
að flytja í Salahverfi,
sem er nýjasta hverfið í
bænum, þar sem lesa
má út úr aðalskipulaginu hvað á eftir
að framkvæma í megindráttum í
nýju hverfunum. Frestur til að gera
athugasemdir við tillöguna rennur út
7. febrúar.
Nú standa yfir framkvæmdir við
sundlaug og íþróttahús í grennd við
Salaskóla. Áætlað er að sundlaugin
verði tekin í notkun á fyrri hluta
næsta árs. Íþróttahúsið verður sam-
byggt við sundlaugina og verður það
steypt upp um leið. Ef allt gengur að
óskum má reikna með að íþróttahús-
ið verði tekið í notkun árið 2004.
Þetta verður hið glæsilegasta
mannvirki.
Eftir rúma tvo mánuði verður lok-
ið við leikskóla við Rjúpnasali.
Ákveðið hefur verið að bjóða út
rekstur leikskólans. Á sl. ári voru
hafnar framkvæmdir við götur og
holræsi í 1. áfanga kirkjugarðs í Leir-
dal, sem kemur vestan Fífuhvamms-
vegar á móts við Salaskóla. Um er að
ræða samvinnuverkefni Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma og hlut-
aðeigandi sveitarfélaga. Stefnt er að
því að 1. áfangi kirkjugarðsins verði
graftækur árið 2004.
Framkvæmdir á döfinni
Sl. haust var tekinn í notkun 1.
áfangi Salaskóla. Fyrirhugað er að
framkvæmdir við næsta áfanga hefj-
ist af fullum krafti í vor. Í sumar
verður lokið við að malbika götur í
hverfinu. Þá verður einnig lokið að
mestu við gangstéttir í
vesturhluta hverfisins
og helstu göngustíga.
Hafinn er undirbún-
ingur framkvæmda við
Arnarnesveg í Leirdal.
Hér er um að ræða
þjóðveg, sem enn er
ekki kominn á vegáætl-
un, en bæjaryfirvöld
hafa óskað eftir samn-
ingi um flýtingu fram-
kvæmda gegn greiðslu
fjármagnskostnaðar.
Vonandi gengur það
eftir og gæti þá jafnvel
orðið af framkvæmdum
í sumar. Að mínu mati
er nauðsynlegt að fá þessa vegteng-
ingu sem fyrst. Um leið og hún er
komin verður unnt að aka Fífu-
hvammsveg að Arnarnesvegi og það-
an beint upp í Vatnsenda í stað þess
að hafa gegnumumferð um Salaveg
eins og er í dag.
Það er af sem áður var að fólk
sætti sig við að bíða jafnvel árum
saman eftir endanlegum frágangi
nýrra íbúðarhverfa. Þeir sem eru að
byggja sér hús í nýjum hverfum í dag
leggja mikið upp úr því að ganga frá
lóðunum sínum sem fyrst. Það hlýtur
því að vera metnaðarmál bæjaryfir-
valda að kappkosta að ljúka sem
fyrst frágangi við götur og á opnum
svæðum bæjarins.
Framkvæmdir
í Salahverfi
Halla Halldórsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópa-
vogi og gefur kost á sér í 2. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Kópavogur
Tillagan er þó e.t.v. for-
vitnilegust fyrir þá sem
eru að flytja í Sala-
hverfi, segir Halla Hall-
dórsdóttir, nýjasta
hverfið í bænum.
Prófkjör
Prófkjör eru nú fyrirhuguð til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum
sem fram fara hinn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni birtir Morgun-
blaðið hér greinar frambjóðenda og stuðningsmanna.
Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is.
UNDANFARIN ár
hefur verið lögð mikil
áhersla á leikskólamál í
Kópavogi. Byggðir hafa
verið þrír leikskólar og
sá fjórði tekur til starfa
nú í apríl. Bærinn hefur
yfirtekið rekstur á
einkareknum leikskóla
og einn af eldri leikskól-
um bæjarins hefur ver-
ið stækkaður. Leik-
skólarými á vegum
bæjarins voru um 1000
um áramótin 1997-1998
en þegar Rjúpnasalir
taka til starfa í apríl
n.k. þá verða leikskóla-
rými í Kópavogi 1570.
Fjölgun leikskólarýma verður því
57% á aðeins fjórum árum. Fullyrða
má að í engu sveitarfélagi hefur orðið
eins mikil uppbygging og fjölgun
leikskólarýma miðað við fólksfjölda
eins og í Kópavogi á þessu kjörtíma-
bili.
Uppbygging
Meirihlutinn í Kópavogi, sjálfstæð-
ismenn og framsóknarmenn, setti á
stefnuskrá sína í upphafi þessa kjör-
tímabils að öllum tveggja ára börnum
og eldri byðist leikskóladvöl árið
2002. Þessu markmiði er nú að verða
náð því nú eru aðeins örfá tveggja ára
börn á biðlista og öllum eldri börnum
hefur verið boðin leikskóladvöl.
Þeir leikskólar sem hafa tekið til
starfa á þessu kjörtímabili á vegum
Kópavogsbæjar eru Núpur, Urðar-
hóll, Fífusalir og Álfatún. Auk þess
var lokið við stækkun Efstahjalla í
desember 2001. Bygging leikskólans
við Rjúpnasali er langt komin og gert
er ráð fyrir að hann taki til starfa í
apríl 2002.
Jafnframt eru starfandi þrír einka-
reknir leikskólar í bænum, Ylur,
Undraland og Kjarrið sem tók til
starfa á síðasta ári. Bæjarsjóður hef-
ur greitt stofnkostnað á hvert rými í
einkareknum skólum og einnig
rekstrarstyrki með hverju barni.
Hlutfall barna á aldrinum 2-5 ára úr
Kópavogi sem eru á leikskólum er
um 97%. Þegar lokið verður við að
taka börn inn í Álfatún og Fífusali
verða vætanlega engin
börn, tveggja ára og
eldri á biðlista. Þegar
Rjúpnasalir verða tekn-
ir í notkun er því ekki
ólíklegt að einnig verði
farið að taka inn eitt-
hvað yngri börn.
Faglegt starf
Þrátt fyrir að mikið
hafi verið lagt í upp-
byggingu og fjölgun
leikskólarýma farið
fram úr björtustu von-
um er ekki síður nauð-
synlegt að styðja vel við
innra starf leikskól-
anna. Þegar unnið er að
leikskólamálum gerir maður sér bet-
ur grein fyrir mikilvægi hins faglega
starfs þeirra. Í leikskólum Kópavogs
fer fram að mörgu leyti mikið braut-
ryðjendastarf. Unnin hefur verið upp
sérstök námskrá leikskóla Kópavogs
og hefur hún vakið verðskuldaða at-
hygli. Námskráin er rammanámskrá
sem allir leikskólar Kópavogs byggja
sína skólanámskrá á. Nokkrir leik-
skólar hafa nú þegar lokið við gerð
glæsilegra skólanámskráa og hinir
eru komnir vel á veg. Þá má nefna að
í leikskólum Kópavogs er unnið eftir
samræmdri umhverfisstefnu, sem
m.a. hefur hlotið viðurkenningu um-
hverfisnefndar, og stefna í jafnrétt-
ismálum er í vinnslu. Viðamikil áætl-
un er um fræðslu leikskólakennara
og annars starfsfólks unnin í sam-
vinnu við nágrannasveitarfélög. Þá
eru fjölbreytt þróunar- og nýbreytni-
verkefni í gangi í hinum ýmsu leik-
skólum.
Kópavogsbær hefur átt því láni að
fagna að til leikskóla Kópavogs hefur
ráðist mjög hæft starfsfólk sem hefur
mikla þekkingu og metnað fyrir leik-
skólastarfinu og leikskólauppeldinu.
Þeir sem vinna að leikskólauppeldi í
Kópavogi sækja hugmyndir til kenn-
inga og rita ýmissa heimspekinga og
uppeldisfrömuða. Hver leikskóli fær
nú annað árið í röð ákveðna fjármuni
sem þeir verja til fræðslu og símennt-
unar starfsfólksins. Faglegt starf í
leikskólum Kópavogs hefur verið til
mikillar fyrirmyndar en það er ekki
síst að þakka því frábæra starfsfólki
sem starfar á leikskólunum og á leik-
skólaskrifstofunni.
Breyttur dvalartími
Á undanförnum árum hefur stöð-
ugt aukist að foreldrar sæki um heils-
dagsdvöl eða átta tíma vistun á leik-
skóla fyrir börn sín. Nú stefnir í það
að margir leikskólar eru að verða ein-
setnir og er það mikil breyting frá því
sem áður var þegar flestir sóttu um
fjögurra tíma dvöl fyrir börn sín. Til
að geta sinnt þessum óskum foreldra
hefur þurft að fjölga leikskólarýmum
mun meira en ef leikskólarnir væru
enn tvísetnir. Kópavogur hefur því
ekki aðeins þurft að fjölga leikskóla-
rýmum vegna fólksfjölgunar í bæn-
um heldur einnig vegna lengri dval-
artíma hjá hverju barni. Með þessari
miklu fjölgun leikskólarýma sýnir
meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs
hug sinn í leikskólamálum í verki og
lítur á það sem skyldu sína að upp-
fylla þarfir íbúanna.
Leikskólarýmum
fjölgar um tæp 60%
Sigurrós
Þorgrímsdóttir
Kópavogur
Margir leikskólar,
segir Sigurrós Þor-
grímsdóttir, eru að
verða einsetnir.
Höfundur er bæjarfulltrúi og
formaður leikskólanefndar.
The Skincare, kremlínan frá Shiseido gerir við og viðheldur
innri lögum húðarinnar og virkar sem fyrirbyggjandi fyrir
allar húðgerðir einnig fyrir viðkvæma húð.
Nú býður Shiseido þér pakka sem blæs nýju lífi í öll lög
húðarinnar*.
· The Skincare Night Essential Moisturizer 75 ml.
Næturkrem sem endurbyggir húðina og eykur viðnám hennar.
· The Skincare Eye Revitalizer 15 ml.
Augnkrem sem grynnkar fínar línur og frískar allt augnsvæðið.
· The Skincare Multi-Energizing Cream 10 ml.
S.O.S krem sem endurnærir og kemur jafnvægi á húðina, má
nota í styttri eða lengri tíma.
· The Skincare Gentle Cleansing Soap 8 gr.
Sápa sem hreinsar húðina án þess að þurrka hana.
Allt þetta í fallegri Shiseido tösku á aðeins 5.950 kr.
Viðhaltu unglegu útliti langt inn í framtíðina með The Skincare.
Útsölustaðir: Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23,
Sigurboginn Laugavegi 80, Gallerý Förðun Keflavík, Jara Akureyri,
Hygea Smáralind, Debenhams, Bylgjan Hamraborg Kópavogi.
*Á meðan birgðir endast.
HEILSUHRINGURINN
VILT ÞÚ FRÆÐAST?
Tímarit um holla næringu og
heilbrigða lífshætti.
Áskriftarsími 568 9933
Síðumúla 27 • 108 Rvík
Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/
KVEN-
SÍÐBUXUR
3 SKÁLMALENGDIR
Bláu húsin við Fákafen.
Sími 553 0100.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga 10-16.