Morgunblaðið - 02.02.2002, Side 44

Morgunblaðið - 02.02.2002, Side 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eggert KarvelHaraldsson fæddist í Bolungar- vík 9. apríl 1904. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Bol- ungarvíkur mánu- daginn 28. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ágústa Marísdóttur og Har- aldur Stefánsson. Þau eignuðust fjögur börn: Eggert Karvel, Marís, Magnús og Katrínu. Marís er einn eftirlifandi þeirra systkina. Eggert kvæntist 27. ágúst 1935 eftirlifandi eigin- konu sinni Valborgu Guðmunds- dóttur, f. 1. ágúst 1914. Þau eiga fimm börn sem öll eru á lífi. 1) Hulda Margrét, f. 6. janúar 1935, hennar maki er Þorkell Sig- mundsson, f. 11. janúar 1925, þau eiga fimm börn.2) Herdís Ágústa, f. 17. ágúst 1937, hennar maki er Ólafur Kristjánsson, f. 7. desem- ber 1935, og eiga þau þrjú börn. 3) Konráð Guðmundur, f. 18. febrúar 1943, hans maki er Anna Guðmundsdóttir, f. 19. nóvember 1942, þau eiga 4 börn. 4) Hreinn, f. 27. janúar 1945, hans maki Hildur Hávarðar- dóttir, f. 14. mars 1948, þau eiga tvo syni. 5) Ingibjörg Hugrún, f. 23. nóv- ember 1953, hennar sambýlismaður er Óli Antonsson, Ingi- björg á fjögur börn. Eggert hóf sjómennsku fimm- tán ára gamall, fyrst á smábátum, síðan á togurum og millilanda- skipi. Þá vann hann ýmis iðnaðar- mannastörf, en starfaði síðustu starfsárin sem hús- og gangavörð- ur við Grunnskóla Bolungarvíkur þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Eggerts fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Látinn er góður vinur minn og há- aldraður tengdafaðir, Eggert Har- aldsson í Bolungarvík. Andlát 97 ára manns kemur ekki á óvart og nokkuð víst að hann varð hvíldinni feginn eftir langa legu. Þeg- ar ungt fólk eða fólk á miðjum aldri fellur frá um aldur fram vegna sjúk- dóma eða slysfara setur okkur hljóð. Þegar öldruð manneskja fellur frá eru það minningar liðinna ára sem brjótast fram og valda ljúfsárum söknuði. Makinn minnist margra atburða frá langri sambúð, baráttunni við að eignast heimili, fæða og klæða fjöl- skylduna og koma börnunum til vits og ára. Börnin minnast uppeldisár- anna og samskipta við foreldrana, barnabörnin minnast afa og ömmu, hvert og eitt eflaust með ólíkum hætti, og vinir og vandamenn líta yfir farinn veg þar sem myndir og minn- ingar birtast einnig með ólíkum hætti. Minningarnar um Eggert Haralds- son eru allar á einn veg. Ljúfari mann var vart hægt að hugsa sér. Eggert var heimakær, mikill fjölskyldumað- ur, léttur í lund og góðviljaður í um- ræðu, tillitssamur og talaði aldrei illa til eins eða neins (svo tillitssamur var hann nú síðast, að hann frestaði því um tvo daga að kveðja „Hótel jörð“ svo að við gætum tekið þátt í þjóðhá- tíð Bolvíkinga, þorrablótinu góða). Ég man að ég bæði kveið og hlakk- aði til að hitta væntanlegan tengda- föður í fyrsta sinn. Hvernig skyldi hann taka strák sem var að ræna dóttur úr foreldrahúsum? En engu var að kvíða, viðmótið var bæði hlý- legt og elskulegt. Hann tók mér vel, byrjaði að segja mér frá því að hann og faðir minn, Kristján Friðbjörnsson, hefðu verið samleigjendur á Stýrimannastígnum í Reykjavík, báðir miklir æringjar, að leita frægðar og frama, um leið og gengið var á vit ævintýranna í hinni stóru borg, Reykjavík. Þegar þeir svo hittust – fullorðnir menn – voru sögurnar rifjaðar upp, augun glömpuðu, roði kom á vanga, stríðnislegt brosið varð breitt, og eins og segir í fallegu ljóði: „Gamlir síma- staurar urðu grænir á ný.“ Eggert fór snemma að vinna fyrir sér eins og títt var í þá daga. Skóla- gangan varð ekki löng, en skóli lífsins kenndi honum margt. Fimmtán ára gamall byrjar hann að stunda sjóinn, fyrst á smærri bátum, en útþráin kall- ar á og hann ræðst á togara og síðan á millilandaskip árið 1930 sem kokkur á Brúarfossi. Það þótti mikið til koma á þessum tíma að komast í millilanda- siglingar. Þegar Eggert hættir milli- landasiglingunum er hann eftirsóttur kokkur og starfar sem slíkur á ýms- um bátum, lengst af með Leifi Jóns- syni, á Hugrúnu ÍS 7, frá Bolungar- vík. Eggert var heiðraður á sjómanna- daginn 3. júní 1973 og var þá haft eftir Leifi skipstjóra, að Eggert hefði verið með bestu sjómönnum sem hann hefði kynnst. Eggert vann síðar við ýmis iðnað- armannastörf, enda sérstaklega handlaginn maður, vandvirkur og mikið snyrtimenni. Á efri árum gerðist hann hús- og gangavörður við Grunnskóla Bolung- arvíkur og gegndi því starfi sem öðr- um með mikilli prýði og samvisku- semi þar til hann lét af fyrir aldurs sakir. Eggert varð fyrir því að veikjast og þurfa að liggja á Sjúkrahúsi Ísafjarð- ar um tveggja ára skeið. Þar kynnist hann og kvænist síðar eftirlifandi eig- inkonu sinni, Valborgu Guðmunds- dóttur, Boggu, 27. ágúst 1935. Bogga var honum sérstaklega kær, enda má segja að hún hafi stundum ofdekrað hann. Tengdamóðir mín, sem er einstaklega þrifin, mátti hvergi sjá blett á fötum hans og sér- staklega var hugsað um að tóbaks- klútarnir væru ávallt hreinir. Margar áminningarnar fékk hann blessaður þegar tóbakskornin rötuðu ekki rétta leið í hans stóra nef, heldur féllu í hús- bóndastólinn eða á teppið. En þetta var hans eina og sanna lífsnautn, að taka í nefið, enda hand- fjatlaði hann tóbakshornið af mikilli snilld og sneri því á alla kanta svo un- un var á að horfa. Eggert var fríður maður, meðal- maður á hæð, hafði mikið liðað fallegt grátt hár, sem var hans kóróna. Ég ætlaði nú alltaf að gerast erfingi að þessu fallega hári, en kórónan verður ekki af honum tekin. Þær eru margar minningarnar sem hægt er að kalla fram. Hann gat svar- að vel fyrir sig þegar svo bar við. Einu sinni kom ég til hans og sagð- ist vilja skila Lillýju konu minni aftur til föðurhúsanna, hún hafði eitthvað verið að suða í mér (eflaust ekki að ástæðulausu), þá svaraði hann á augabragði: Hún er löngu komin úr ábyrgð, Óli minn, og þú verður bara að sitja uppi með hana, og þar við sat sem betur fór. Margar skemmtilegar minningar eru í huga mínum nú en fleiri verða ekki tíundaðar að sinni. Eiginkona hans, börn, barnabörn og vinir munu ávallt sakna þessa góða manns. Ánægjulegt er til þess að vita að allar minningarnar um hann eru ljúfar og tengdar virðingu fyrir elsku- legum eiginmanni, föður, afa, langafa og vini. Við vinir hans minnumst hans með þökk fyrir samfylgdina, þökkum skemmtilegar stundir og þægilegt viðmót. Persónulega vil ég þakka honum og tengdamóður minni fyrir að hafa trú- að mér fyrir og gefið mér góða eig- inkonu, ljúfa móður barna okkar, EGGERT KARVEL HARALDSSON                                           !   "            #! $  ! %&!&'! (   )     )                 ! "#    !$ !" %!   & $ !" "#   '!!( ! %! $)*$ $ !" "#   + $, ! )" %!    ! #! %! -) $ -) !" "#  %, !, !. + ,     /  /  0% !1 )2 3$ * !  )     - .   *   ! $  ! %&!&'! /      )    *   (   )        $     0 )    1  2   ) ,3  -4,    5       4!,  #! "#  .               5  6 6   )3!  6!" 78 #2'%            6  4.   6      &%!   1   3 . ) !9 %! 1 !! '!, ! "#     ! )!")!9 "#      2  %! #*!!4!!9 %! 1) 0 ! "#   -)  )!")!9 %! 6)-)"  "#  %, !, !.              /6 +1:+:; /6+ /<<4 $  )* ) 1#)  $= '         *   7!   1 1)) %! :)!! "#    $  0 ! "#   , !, !%, !, !, !. + ,         /1 <:+( /<<4 :'!" *%)  ()0 !        -  $ 8  $,    %! $ "     /        #! $  ! %9!''!       5)0 ( !! %! !" (  "#   >&  1.( !! %!.                         /1:4:? 6 (  $=@8 '      &%!    )     /       %%! $  ! %&!&'! "" $#! %! >$#! %! 6 $#! "#    )$#! %! !!)1.! "#   A)$#! %! #*!!/. $ "#   #)'$#! "#      #*!! %! A)6!  !6! $ 9! )"#   , !, !%, !, !, !. + ,              :B/5 /<<4 0  3,#)$)'   ! !9 <% 0 %!%0) )"  )<% 0 %!%0) )".              55 /<<4 +0 !"=@ 1' !   6 4.   - $     &%!          !!. + ,                   2 #  #) 3 =     &%!   $ 9!! "#   1)-)"  %! 1! ! %!   !  &    ! "#   :)!! "#   B# $  9) %! 9) ! %! , !, !%, !, !, !.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.